Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012
✝ Kristín Sigur-vinsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 7.
desember 1945.
Hún andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi miðviku-
daginn 25. janúar
2012.
Foreldrar henn-
ar: Sigurvin Sveins-
son rafvirkjameist-
ari, f. 9. júní 1925,
d. 27. desember 2004 og Jóhanna
Karlsdóttir f. 21. nóvember
1925. Systkini Kristínar eru: 1)
Kristrún f. 6. ágúst 1948, d. 9.
janúar 2005, maki Leo George,
2) Hafsteinn f. 1. júní 1951, maki
Anna G. Árnadóttir, 3) Jóhanna
Svanlaug f. 25. apríl 1954, maki
Ósk f. 10. desember 2002, Jónas
Hreinn f. 17. júlí 2004, Sigurvin
Ragnar f. 22. febrúar 2007, Finn-
bogi Rúnar f. 17. febrúar 2011. 2)
Steinþór, sambýliskona Elísabet
H. Kristinsdóttir, börn Steinþórs
eru: Aron Ísak f. 23. maí 1998,
Inga Steina f. 10. ágúst 2000. 3)
Jóhann, sambýliskona Þorgerð-
ur Halldórsdóttir. Börn þeirra
eru: Halldóra Guðrún f. 16. apríl
1994, Anna María f. 9. júlí 1996,
Kristrós Björk f. 11. desember
1998. Kristín ólst upp í Reykja-
vík til 10 ára aldurs en þá fluttist
fjölskyldan til Keflavíkur og bjó
hún þar alla tíð. Hún stundaði
nám í Húsmæðraskólanum á
Laugarvatni. Hún byrjaði ung að
vinna við fiskvinnslu og starfaði
við hana lengst af. Síðari ár vann
hún í Efnalaug Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli og í Efna-
laug Suðurnesja.
Útför Kristínar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, föstu-
daginn 3. febrúar 2012, og hefst
athöfnin klukkan 13.
Þorvaldur Kjart-
ansson, 4) Sigurvin
Ægir f. 25. sept-
ember 1956, maki
Bergþóra Sig-
urjónsdóttir, 5) Ólöf
f. 12. október 1958,
maki Halldór Rúnar
Þorkelsson, 6)
Dröfn f. 9. janúar
1961. 7) Karitas f. 2.
nóvember 1963,
maki Tryggvi B.
Tryggvason.
Kristín kvæntist 26. desember
1965 Hreini Steinþórssyni f. 17.
ágúst 1943. Þau hófu búskap í
Keflavík og bjuggu þar alla tíð.
Börn þeirra eru 1) Sigurvin f. 31.
maí 1966, maki Ágústa K. Jóns-
dóttir. Börn þeirra eru: Kristín
Elsku mamma mín.
Nú hefur þú kvatt þennan
heim. Ég er svo þakklátur fyrir
þann tíma sem ég fékk með þér,
allar okkar stundir sem við höf-
um átt saman, ferðalögin, fót-
boltaleikina, bingóferðirnar og
þær skemmtanir sem við fórum
á.
Ég er þér svo þakklátur fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig
og mína fjölskyldu í gegnum árin.
Ég veit að þú vildir geta mætt
meira á keppnir hjá krökkunum
mínum og kíkt oftar í heimsókn
til okkar en það var svo erfitt fyr-
ir þig út af þínum veikindum en
ég veit að þú gerðir þitt besta til
að koma.
Síðustu vikurnar varstu inni á
spítala og er ég voðalega þakk-
látur fyrir þær stundir sem við
áttum þar. Ég er stoltur að eiga
þig sem móður og mun ávallt
hugsa til þín og sakna þín.
Mun aldrei gleyma þeirri
kveðjustund sem við áttum, er ég
hélt í hönd þína og fann hvernig
friðurinn umlukti þig. Ég elska
þig, mamma mín og kveð þig með
sorg í hjarta en fullur þakklætis
fyrir þig.
Þinn sonur,
Sigurvin Hreinsson.
Elsku Kristín mín, það er allt-
af svo erfitt að kveðja þann sem
maður elskar en nú er komið að
þeirri stund er ég verð að kveðja
þig.
Þú ert yndisleg kona sem ég
var svo heppin að fá að kynnast.
Ég er þakklát fyrir allar þær
stundir sem við höfum átt saman
í gegnum árin.
Ég hef fullt af góðum minning-
um sem ég mun halda fast í og
deila með börnum mínum og
barnabörnum á komandi árum.
Ég hugsa rosalega mikið um síð-
ustu vikur sem ég átti með þér,
stundirnar á spítalanum sem við
áttum saman eru mér ógleyman-
legar. Allar þær stundir sem ég
sat við hlið þér, hélt í hönd þína,
spjallaði við þig og sagði þér
fréttir af fólki í kringum þig.
En það kom sá dagur sem ég
hélt í hönd þína og þurfti að
kveðja, með tárin í augunum og
söknuð í hjarta kvaddi ég þig en
ég mun aldrei gleyma þér og
þeim tíma sem við fengum sam-
an.
Ég elska þig.
Þín tengdadóttir,
Ágústa Kristín Jónsdóttir.
Elsku amma okkar. Við syst-
urnar vitum að núna ertu komin á
góðan stað þar sem þér líður vel
og vakir yfir okkur hinum sem
elska þig. Við vorum saman um
síðustu jól og áramót eins og allt-
af og sáum við þá að þú varst orð-
in mjög veik en við áttum ekki
von á að þetta væru síðustu jólin
okkar saman.
Við eigum svo yndislegar
minningar um þig, amma, sem
við geymum og látum ylja okkur.
Þú lést okkur alltaf finna hve
stolt þú varst af okkur, þú fylgd-
ist með einkunnum okkar úr skól-
anum og komst eins lengi og þú
hafðir heilsu til að horfa á okkur
keppa í körfuboltanum. Eftir að
þú hættir að komast að horfa á
okkur þá kom afi og hann flýtti
sér svo heim til þín til að segja
þér hvernig okkur gekk.
Takk fyrir að hafa alltaf verið
til staðar fyrir okkur og takk fyr-
ir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur. Hvíldu í friði, elsku amma
okkar, og við hugsum um afa.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þínar ömmustelpur,
Halldóra Guðrún Jóhanns-
dóttir, Anna María Jóhanns-
dóttir, Kristrós Björk Jó-
hannsdóttir.
Aftur sit ég hér og skrifa minn-
ingargrein um ástvin úr fjöl-
skyldunni sem fallinn er nú frá á
besta aldri. Kristín var einstök
systir sem og mágkona, með
glettið bros og stutt í góðan húm-
or. Mikill dugnaðarforkur var
hún, vann oft myrkranna á milli á
sama tíma og hún ól upp 3 syni
sem hún átti með honum Hreini
sínum. Þessi fjölskylda átti eitt
stórt sameiginlegt áhugamál sem
var að fylgjast með fótbolta, bæði
hér heima og í enska boltanum.
Hún var einlægur stuðningsmað-
ur Keflavíkur í öllum íþróttum,
einnig mikill og stoltur Wolves
aðdáandi í enska boltanum. Okk-
ur er minnisstætt hvernig hún
bar sig að þegar hún þurfti að
tala við mann, þá sagði hún alltaf
„komdu og talaðu aðeins við
mig“.
Við viljum með þessum fáu
orðum þakka fyrir þær samveru-
stundir sem við áttum öll saman,
sérstaklega þegar við Rúnar vor-
um að hefja búskap, þá fórum við
saman í ferðir út á land. Einnig
þökkum við fyrir það að hafa
hugsað um og gætt hennar
mömmu þegar við vorum ekki
heima, og erum við þess fullviss
að þú munir gera það áfram.
Elsku Hreinn, Venni, Steini,
Jói, tengdadætur og barnabörn,
hugur okkar er hjá ykkur og þá
sérstaklega hjá henni mömmu
sem missir ekki bara elskulega
dóttur heldur einnig mjög góðan
vin.
Ólöf (Olla) og Rúnar.
Ekki áttum við von á því þegar
nýja árið rann upp að við ættum
eftir að kveðja þig, elsku Kristín
okkar, langt um aldur fram, og
erfitt er að hugsa til þess að eiga
ekki von á að þú hringir til að at-
huga með fiskiríið eða bara
spjalla. Margar minningar hafa
komið upp í hugann sem ljúfsárt
er að minnast og gott að eiga til
að ylja sér við.
Við efumst ekki um að pabbi
og Dúddý hafa tekið vel á móti
þér og varðveita þig þar til við
hittumst aftur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Kristín okkar, takk fyrir
allt og allt.
Guð geymi þig.
Sigurvin Ægir Sigurvinsson
og Bergþóra Sigurjóns-
dóttir.
Elsku stóra systir.
Það er alltaf erfið stund þegar
komið er að því að kveðja en ég
hugga mig við að nú líði þér betur
og ég veit að pabbi og Dúddý hafa
tekið vel á móti þér. Margs er að
minnast og margs er að sakna.
Ég minnist þín sem stóru systur,
elst af átta systkinum, dugnaðar-
forkur í vinnu og húsmóðir með
fótboltadrengina þína þrjá. Þó
svo að mikill aldursmunur hafi
verið á milli okkar þá var alltaf
gott samband og var það ekki síst
þér að þakka þar sem þú varst
alltaf svo dugleg að hringja og fá
fréttir af okkur ef langur tími
hafði liðið frá því að við höfðum
sést. Þú fórst að heiman um það
leyti sem ég fæddist og byrjaðir
að búa í skúrnum hjá mömmu og
pabba, ég á margar góðar minn-
ingar þaðan.
Þú varst mikill stuðningsmað-
ur Keflavíkur og varst mjög dug-
leg að mæta á knattspyrnuvöllinn
og hvetja þína menn. Ég fékk
mjög mörg símtöl þaðan þegar þú
sast í bílnum á vellinum og
hringdir í mig og Tryggva til að
upplýsa okkur um stöðuna.
Í byrjun ársins 2004 komstu til
mín og sagðir mér að þú ættir þér
draum um að komast til Ameríku
að heimsækja Dúddý systur, en
þangað hafðir þú aldrei komið.
Þú vildir að ég færi með þér þar
sem þú treystir þér ekki ein og
stakk ég þá upp á því að mamma
kæmi líka með okkur. Við lögðum
í ferðina 1. nóvember 2004 og
vorum í 2 vikur, þetta var ynd-
islegur tími og nutum við hverrar
stundar. Ég hef oft hugsað hve
minning þessarar ferðar er dýr-
mæt því rúmum mánuði eftir að
við komum heim þá lést faðir
okkar og Dúddý 12 dögum síðar.
Við höfum oft yljað okkur við
þessar minningar og ég var svo
ánægð með að hafa getið verið
þátttakandi í að láta draum þinn
rætast.
Annað áhugamál sem þú hafð-
ir var að spila bingó og vorum við
systkinin ötul að gera grín að því.
Þú lést það ekki á þig fá og gerðir
grín að okkur á móti. Ég veit að
þú áttir margar vinkonur sem
fóru með þér í Vinabæ og var ein
þeirra þér sérstaklega kær en
það var hún Sigga. Barnabörnin
þín kölluðu þig Bingó ömmu og
hlógum við mikið að því.
Eftir að þú hættir að vinna þá
hugsaðir þú svo vel um hana
mömmu okkar og heimsóttuð þið
Hreinn hana á hverjum degi. Þú
hringdir í hana á hverju kvöldi
eftir að þú veiktist í nóvember til
að bjóða henni góða nótt. Ég veit
að mamma á eftir að sakna þess-
ara símtala, en hún veit að þú
segir góða nótt við hana á annan
hátt núna.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Elsku Hreinn, mamma, Venni,
Steini, Jói og fjölskyldur ég bið
góðan Guð um að veita okkur
styrk á erfiðri stund.
Elsku Kristín, það er svo sárt
að kveðja, þú reyndist mér svo
góð. Takk fyrir samfylgdina, ég
mun aldrei gleyma þér. Hvíl í
friði, elsku stóra systir.
Karitas Sigurvinsdóttir.
Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát
eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð.
Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig
með hægri hendi réttlætis míns.
(Jes 41:10)
Elskuleg frænka mín Kristín
Sigurvinsdóttir hefur nú lagt upp
í sína hinstu för eftir hetjulega
baráttu við erfið veikindi. Við
vorum pennavinkonur þegar við
vorum stelpur og trúðum hvor
annarri fyrir leyndarmálum okk-
ar, ungar stúlkur fórum við sam-
an í húsmæðraskólann á Laugar-
vatni, það var yndislegur tími.
Við vorum fjórar saman í her-
bergi. Kristín var oftar en ekki
hrókur alls fagnaðar, mikið var
hlegið og skrafað, samkomulagið
einstaklega gott, hún var mjög
dugleg og vann myrkranna á milli
ef því var að skipta. Hann Hreinn
var þín stoð og stytta eins og þú
sagðir sjálf. Kristín mín ég veit að
pabbi þinn og Dúddý taka vel á
móti þér. Elsku Hanna, Hreinn
og fjölskyldur, ég bið góðan Guð
að styrkja ykkur og blessa.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þín frænka,
Guðbjörg Kristín
Víglundsdóttir.
Kristín
Sigurvinsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma okkar, við
elskum þig rosalega mikið
og munum sakna þín. Þú
verður í huga okkar og
bænum.
Við vitum að þú fylgist
með okkur af himnum.
Takk fyrir að vera amma
okkar og elska okkur svona
mikið.
Þín barnabörn,
Kristín Ósk Sigurvins-
dóttir, Jónas Hreinn Sig-
urvinsson, Sigurvin Ragn-
ar Sigurvinsson, Finnbogi
Rúnar Sigurvinsson.
✝
Elskuleg frænka okkar,
INGIBJÖRG SALOME BJÖRNSDÓTTIR,
Æja frá Stóru-Seylu,
andaðist á Dvalarheimili aldraðra Sauðár-
króki fimmtudaginn 2. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birna Halldórsdóttir,
Margrét Guðvinsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VILBORG HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Bogga,
Hjaltabakka 12,
lést á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili
miðvikudaginn 1. febrúar.
Einar Gunnlaugsson,
Geir Gunnlaugsson, Sigríður Anna Ellerup,
Már Gunnlaugsson, Dögg Árnadóttir,
Andri Geirsson, Gauti Þeyr Másson, Sigrún Helga
Geirsdóttir og Gísli Gunnlaugur Geirsson.
✝
Okkar yndislega
ERLA SIGURÐARDÓTTIR
lést í faðmi ástvina mánudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Fyrir hönd annarra ástvina,
Aldís Hafsteinsdóttir, Ívar Bragason,
Ástrós Rut,
Garibaldi,
Rúrik Lárus.
✝
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR JÓHANNSSON
skipstjóri,
Norðurbyggð 4,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn
28. janúar.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Svanfríður Júlíusdóttir og fjölskylda.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GYLFI VALTÝSSON,
Vatnsnesvegi 29,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu-
daginn 27. janúar.
Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 8. febrúar
kl. 14.00.
Elín Gylfadóttir,
Ágústa Guðrún Gylfadóttir, Guðmundur Hreinsson,
Valtýr Gylfason, Erla Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
ÞÓRÐUR GÍSLASON
frá Litla-Lambhaga,
Akurgerði 12,
Akranesi,
andaðist mánudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 7. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Snæbjörn Gíslason,
Elísa Gísladóttir,
Kristín Gísladóttir
og bræðrabörn.