Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Landið þitt er ekki til“stendur nú skýrum stöf-um utan á sjálfu þjóð-listasafninu, eða Lista- safni Íslands. Ætla má að yfir- lýsingin hafi vakið talsverða forvitni og viðbrögð vegfarenda í almenn- ingsrýminu. Við nánari eftir- grennslan kemur í ljós að yfirlýs- ingin er þáttur í sýningu listatví- eykisins Libiu Castro og Ólaf Ólafsson og ber hún yfirskriftina „Í afbyggingu“. Um er að ræða verkin sem listamennirnir sýndu sem fulltrúar þjóðarinnar á Feneyjatví- æringnum í fyrrasumar. Eitt þeirra er Stjórnarskrá lýð- veldisins Íslands sem er áhrifaríkt dæmi um verk sem afbyggir og endurskapar á vissan hátt „sam- félagstextann“ hér á landi. Verkið, sem Libia og Ólafur unnu ásamt Karólínu Eiríksdóttur tónskáldi, var flutt í samstarfi við Hafnar- borg, Sjónvarpið og kammerkórinn Hymnodiu á vormánuðum 2011 þegar frumvarp að endurgerð stjórnarskrárinnar var í starthol- unum. Sjá má upptöku af flutn- ingnum í Listasafninu, líkt og í Hafnarborg í fyrra, en við sýn- inguna nú hefur bæst nýr texti á veggjum salarins: frumvarp til stjórnskipunarlaga samið af Stjórn- lagaráði. Libia og Ólafur beina spjótum að forngrískum samfélagshefðum í verkinu Niðurkvaðning fornra drauga, og ráðast um leið að rótum samfélagslegra meinsemda í sam- tímanum. Dregin hafa verið fram forn textabrot sem lýsa útlendinga- hatri og kúgun kvenna í menningarheimi sem sterklega hef- ur mótað vestrænan nútíma en hlustun/lestur verksins virkjar ekki aðeins ímyndunarafl sýningargesta, heldur hvetur þá einnig til þátttöku í gjörningi þar sem leitast er við að „særa“ gamla drauga upp úr grísk- ættuðu keri. Þriðji hluti sýningarinnar tengist herferð sem tvíeykið hóf árið 2003 undir slagorðinu Landið þitt er ekki til á ýmsum tungumálum. Á vegg hangir samnefnt málverk á ensku, unnið í samstarfi við sendiherra Ís- lands í Berlín (með óvæntri aðkomu sýningargests í Feneyjum), en út- færsla sendiherrans felur í sér opinbera andstöðu við yfirlýsingu listamannanna. Í vídeóupptöku af gjörningnum Il tuo paese non esiste í Feneyjum sést hvar Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran fer í gon- dól eftir síkjum borgarinnar og syngur slagorðið á ýmsum tungu- málum auk þess að flytja texta eftir Antonio Majaca við serenöðu Karól- ínu Eiríksdóttur. Spurningar og staðhæfingar Majaca, sem tengjast efnahagslegum og pólitískum veru- leika hins hnattvædda samtíma, eru áleitnar, ekki síst þegar brugðið er upp myndskeiðum af vandræða- gangi ólöglegra afrískra sölumanna á götum borgarinnar. Textinn bæði kallast og stangast á við makinda- lega afþreyingu ferðamanna og gondólafarþega sem og hið mynd- ræna baksvið með þeim marg- víslegu táknum og klisjum sem þar er að finna. Það eru áleitin samfélagsleg mál- efni sem brenna á Libiu og Ólafi. Óvenjuleg og oft frumleg nálgun þeirra felur jafnframt í sér könnun á þanþoli listarinnar. Verk þeirra staðfesta raunar gildi myndlistar- verka þar sem sterkir skynrænir, jafnvel ljóðrænir þættir renna áreynslulaust saman við pólitíska virkni, án þess þó að verkin verði áróðurskennd. „Í afbyggingu“ er til þess fallin að hreyfa við fólki: vekja til umhugsunar og skarpari vit- undar um samhengi hlutanna. Löndin fara á flot Listasafn Íslands Libia Castro og Ólafur Ólafsson – Í afbyggingu bbbbn Til 19. febrúar 2012. Opið þri.-sun. kl. 11-17. Aðgangur kr. 800. Eldri borgarar og öryrkjar: kr. 500. Yngri en 18 ára og miðvikudaga: ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Morgunblaðið/Sigurgeir S. Samfélagsleg Verk þeirra Libiu og Ólafs staðfesta „gildi myndlistarverka þar sem sterkir skynrænir, jafnvel ljóð- rænir þættir renna áreynslulaust saman við pólitíska virkni, án þess þó að verkin verði áróðurskennd.“ Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 2.auka Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 1.auka Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn Ein ástsælasta saga Nóbelsskáldsins í nýrri leikgerð. Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 2/3 kl. 19:30 Forsýn Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 Frums Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 9/3 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 10/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Frumsýnt 3. mars Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 24/2 kl. 19:30 Frums. Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 9.sýn Mið 29/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn Frumsýnt 24.febrúar Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 5/2 kl. 13:30 Sun 12/2 kl. 13:30 Sun 19/2 kl. 15:00 Sun 5/2 kl. 15:00 Sun 12/2 kl. 15:00 Sun 26/2 kl. 13:30 Sun 5/2 kl. 17:00 AUKAS. Sun 19/2 kl. 13:30 Sun 26/2 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning Uppnám (Stóra sviðið) Fös 3/2 kl. 21:00 AUKAS. Síðasta sýning! Ég er vindurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 4/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 4.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 3.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 5.sýn Uppistand - Mið-Ísland (Stóra sviðið) Fös 10/2 kl. 20:00 AUKAS. Fös 10/2 kl. 23:00 AUKAS. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Galdrakarlinn í Oz –HHHHH KHH. Ftími Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Lau 17/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Fös 23/3 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fim 8/3 kl. 20:00 Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 4/3 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Sun 11/3 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 3/2 kl. 20:00 Lau 18/2 kl. 20:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011 Eldhaf (Nýja sviðið) Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Mið 15/2 kl. 20:00 8.k Sun 26/2 kl. 20:00 aukas Sun 5/2 kl. 20:00 4.k Fim 16/2 kl. 20:00 aukas Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Mið 8/2 kl. 20:00 5.k Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Sun 19/2 kl. 20:00 10.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 11.k Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Lau 11/2 kl. 20:00 7.k Fös 24/2 kl. 20:00 12.k Sun 18/3 kl. 20:00 Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Ath! Snarpur sýningartími. Aðeins sýnt út mars. Axlar - Björn (Litla sviðið) Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Lau 18/2 kl. 20:00 9.k Fim 1/3 kl. 20:00 Sun 5/2 kl. 20:00 7.k Sun 19/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Lau 11/2 kl. 20:00 8.k Lau 25/2 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00 Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 26/2 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Nýtt verk úr smiðju Vesturports Saga Þjóðar (Litla svið) Fös 3/2 kl. 20:00 Lau 11/2 kl. 20:00 Stóra svið! Fim 23/2 kl. 20:00 Fim 9/2 kl. 20:00 Fim 16/2 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 Fös 10/2 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Á Stóra sviðinu 11/2 Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 11/2 kl. 13:00 frums Lau 18/2 kl. 14:30 aukas Lau 25/2 kl. 14:30 aukas Sun 12/2 kl. 13:00 aukas Sun 19/2 kl. 13:00 4.k Sun 26/2 kl. 13:00 Sun 12/2 kl. 14:30 2.k Sun 19/2 kl. 14:30 aukas Lau 18/2 kl. 13:00 3.k Lau 25/2 kl. 13:00 5.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Mínus 16 (Stóra sviðið) Lau 4/2 kl. 20:00 frums Sun 19/2 kl. 20:00 3.k Sun 26/2 kl. 20:00 4.k Sun 12/2 kl. 20:00 2.k Mið 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningÖ F Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Guðmundur og konurnar (Söguloftið) Lau 21/4 kl. 17:00 1. aukas. vegna fjölda áskoranna Sun 22/4 2. aukas. kl. 17:00 Feðgarnir frá Kirkjubóli LÍFSDAGBÓKÁSTARSKÁLDS (Söguloftið) Lau 4/2 kl. 16:00 Sun 19/2 kl. 15:00 konudagur, síðasta sýn. Sögur úr Síðunni (Söguloftið) Lau 21/4 kl. 20:00 1. aukas. vegna fjölda áskoranna Sun 22/4 2. aukas. kl. 20:00 Feðgarnir frá Kirkjubóli Blótgoðar - uppistand um heiðingja (Söguloftið) Lau 11/2 kl. 16:00 næst síðasta sýn. Lau 18/2 kl. 16:00 síðasta sýn. U Tjarnarbíó 5272100 | midasala@tjarnarbio.is Íslensku Vefverðlaunin Fös 3/2 kl. 17:00 Aðgangur ókeypis! Póker Lau 4/2 aukas. kl. 20:00 Leikhópurinn Fullt Hús sýnir Póker eftir Patrick Marber Korríró Sun 5/2 kl. 16:00 aðgangur ókeypis Fös 10/2 kl. 20:00 aðgangur ókeypis Stuttmynd úr smiðju Vesturports. Aðgangur ókeypis! Hjónabandssæla Fös 03 feb. kl 20 Lau 04 feb. kl 20 Ö Fös 10 feb. kl 20 Lau 11 feb. kl 20 Fös 24 feb. kl 20 Ö Lau 25 feb. kl 20 Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand Fös 10 feb. kl 22.30 Lau 11 feb. kl 22.30 Fös 09 mars. kl 20.30Höllinni Vestmanneyjum - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.