Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Ríkisútvarpið er mikil stofnun að vöxt- um með um 300 starfs- menn og veltir árlega um fimm milljörðum króna. Þar er margt samviskusamra og hæfra starfsmanna sem hafa þjónað því vel. Það ber ægishjálm yfir aðra íslenska fjöl- miðla. Ríkisútvarpið hefur ríkar skyldur, ber að gæta sanngirni og óhlut- drægni í fréttum og fréttatengdu efni og kynna sjónarmið jafnt, eins og segir í reglum. Hlutleysi á að vera ein af grundvallarstoðum RÚV. Margt hefur verið afburðavel unnið af frábæru fólki; Jónas heit- inn Jónasson ávann sér virðingu þjóðar, Gísli Einarsson flytur líf- legar fréttir af fólki úti á landi: fjöldinn allur af góðu fólki gengur daglega til starfa af samviskusemi og virðingu. En það er maðkur í mysunni. Fá- menn klíka stýrir pólitískri umfjöll- un, hroki og hlutdrægni hafa í vax- andi mæli sett svip sinn á stofnunina. Nýlega skrifaði útvarps- tjóri Páll Magnússon (PM) í Morg- unblaðið rætna grein sem brýtur gegn öllum góðum siðum og hefðum sem Ríkisútvarpið á að standa fyrir. Útvarpsstjóri vitnaði í „gáfaðan og góðviljaðan“ sjálfstæðismann og dylgjaði um og svívirti ritstjóra Morgunblaðsins sem hafði leyft sér að gagnrýna fréttaflutning RÚV. Útvarpsstjóri lauk pistli sínum með orðum sem ekki verða túlkuð á ann- an veg en ákall um að ritstjórinn í Hádegismóum verði rekinn sem allra fyrst. Athyglivert innlegg, í ljósi allra brottrekstranna á RÚV. Útvarpsstjórar hafa aldrei áður gert sig seka um slík- an dómgreindarbrest né vanþekkingu á hlut- verki sínu og stofn- unar sinnar. En RÚV er partur af valdi hinna stjórnlyndu sem nú ráða Íslandi. Út- varpsstjóri endurnýj- aði skotleyfi sem ráð- herrar höfðu gefið út í upphafi valdaferils síns. Skotmark brenni- merkt með sama hætti og forsætisráðherra brennimerkir þá sem ekki fylgja réttri línu. Styrmir Gunnarsson hef- ur bent á að þetta einkenni vinnu- brögð hinna nýju valdhafa með sama hætti og forðum gerðist í Sov- étinu. Einn daginn eru það óþægir þingmenn og ráðherrar, þann næsta óæskilegir andmælendur. Það skal fullyrt að ef útvarpsstjórar BBC, NRK eða DR hefðu dregið stofnanir sínar inn í pólitískan leðjuslag líkt og PM gerir, þá hefðu þeir umsvifalaust verið reknir. En útvarpsstjóri veit sem er að hinir stjórnlyndu valdhafar, sem nú verma stóla Stjórnarráðsins, klappa honum á kollinn fyrir viðvikið og hann fær að lesa fréttir meðan hann beygir sig undir vald þeirra. Fámenn klíka hefur stolið Ríkisútvarpinu Þegar kemur að pólitískri um- fjöllun hefur fámenn klíka stolið Ríkisútvarpinu, sagði virtur og sanngjarn sf-maður við mig á dög- unum. Hann segir að RÚV hafi undir stjórn PM hrakist til sífellt meiri pólitískrar þátttöku: borg- aralega sinnuðu fólki hafi verið út- hýst; fréttastofu breytt í áróð- urstofu pólitískra afla; pólitísk umræða og bókmenntaumfjöllun færð í hendur manns sem talar bara við útvalda og heggur mann og annan á vefsíðu sf-fólks; Kastljós tyllir sér hlýðið á hné ráðherra og hlýðir opinmynnt á kvöldsögur hin- ar nýju. Stolið RÚV, er það ekki of djúpt í árinni tekið? spurði ég. - Nei, sagði þessi vinur minn og hélt áfram. Fyrir nokkrum árum var RÚV ötult við að taka viðtöl við gangrýnendur ríkistjórna íhaldsins og fór hamförum í kvótadómum, ör- yrkjadómum, Íraksstríði, Baugs- málum og átökum um Hæstarétt – svo fátt sé nefnt. Prófessorar vestur í Háskóla; Þórólfur Matthíasson, Þorvaldur Gylfason, Gylfi Magn- ússon, Stefán Ólafsson, Gunnar Helgi Kristinsson – svo nokkrir séu nefndir – voru aftur og aftur kall- aðir upp í Efstaleiti til þess að and- skotast í stjórnvöldum, lýsa heimsku þeirra og getuleysi. Áherslur RÚV fyrir nokkrum miss- erum voru skýrar: það var frétt um „hneyskli“ ráðherra, svo viðtal við prófessor sem hafði allt á hornum sér, þá Steingrím og kompaní og loks var ráðherrann kallaður inn á teppi í yfirheyrslu. Þegar vinstri öflin tóku við lyklavöldum í Stjórn- arráðinu snérust áherslur við: nú eru fréttir um dugnað stjórnvalda og stofnana, svo sóma-viðtöl við ráðagóða ráðherra sem mæðulega segjast vera að þrífa upp skítinn eftir íhaldið. Prófessorarnir urðu pólitískir vikapiltar og viðtöl við þá snérust upp í lofgjörð um visku Jó- hönnu og dugnað Steingríms enda komnir í feit jobb. Þegar Ríkisend- urskoðun gerði athugasemdir við feluleiki prófessoranna vegna reikn- inga var málið þaggað af áróð- urstofunni í Efstaleiti. Rík- isútvarpið er orðið að pólitískri hjáleigu valdhafanna, sagði þessi vinur minn. Af Írak og Líbíu Manstu Írak? spurði hann. Pistill eftir pistil fullur vandlæt- ingar var fluttur um „hneykslið“ þegar Davíð og Halldór lýstu póli- tískum stuðningi við Bush og Blair fyrir herförina í Írak án þess að taka málið upp við utanríkisnefnd. Þegar Jóhanna, Össur og Stein- grímur lýstu stríði á hendur Líbíu án þess að taka málið upp fyrir ut- anríkisnefnd var málið þaggað. VG fór í stríð þegar hreyfingin hafði sögulegt tækifæri til að koma í veg fyrir stríð! RÚV ruggar ekki bát vina sinna! Er þetta fjölmiðill sam- kvæmur sjálfum sér? spurði vinur minn. Nei, auðvitað ekki, svaraði ég. Einn daginn fer RÚV hamför- um í gagnrýni á stjórnvöld, þann næsta er RÚV orðið að málpípu valdhafanna, sagði vinur minn. Af Junkaragerði og Seðla- banka Pistill eftir pistil var fluttur um „hagsmunapot“ Halldórs Ásgríms- sonar vegna kvótatengsla en sér- stakt „heilbrigðisvottorð“ gefið út fyrir Steingrím þegar ættingjar högnuðust vegna Kalmanstjarnar og Júnkaragerðis. Auðvitað var ekki rætt við þingmann sem gagn- rýndi „dílinn“ á Alþingi. Þarf að spyrja hvílíkum hamförum áróð- ursstofan hefði farið ef ættingjar Davíðs eða Halldórs hefðu hagnast um tugi eða hundruð milljóna? Ég varð að viðurkenna að það hefði heyrst hljóð úr horni. Hvað hefði gerst ef Davíð hefði farið í mál við sjálfan sig líkt og Már hefur gert í Seðlabankanum? spurði hann. Jú, ég varð að viðurkenna þá hefði rignt eldi og brennisteini. Kratinn vinur minn hefur lög að mæla. Af Evrópumálum og sjómanni Vinur minn er Evró-skeptík, eins og hann kýs að kalla sjálfan sig, þó umfram allt lýðræðissinni. Þegar fréttastofa RÚV var með úttekt á Evrópuaðild og sjávarútvegi kvað Evrópufræðingur upp úr um að landsmenn hefðu ekkert að óttast þó forræði fiskimiðanna færi til Brussel. Auðvitað var ekki rætt við „boring nei-fólk“ en fréttastofan fann sjómann sem taldi evrópska pólitíkusa betri en íslenska og þess vegna sjálfsagt að ganga í ESB! Í annarri „frétt“ um kosti aðildar flutti sagnfræðingur langa tölu um að landsmenn þyrftu ekki að óttast að lokast inn í evrópsku stórríki. Evrópa er ekkert að sameinast, botnaði sagnfræðingurinn. Svona er nú RÚV snoturt, sagði kratinn vin- ur minn. Öll vötn falla til Dýra- fjarðar, sagði ég. Kannski er Jó- hanna í Dýrafirði að leita að Hrafnseyri, botnaði vinur minn. Þegar Davíð Oddsson hellti sér yfir Jóhönnu og Steingrím í viðtali við Morgunblaðið eftir brottrekst- urinn úr Seðlabankanum gerði áróðursstofan í Efstaleiti sérstaka frétt um „ósannindamanninn og lygarann“ Davíð Oddsson. Aldrei gefa pakkinu sviðið; áróðursstofan skal alltaf eiga síðasta orðið. Þetta minnir á gamla Sovétið handan Járntjalds, sagði vinur minn og hristi sig. Þegar Bjarni Ben lagði fram skattatillögur íhaldsins þá var Björn Valur Gíslason sendur gegn honum til að lýsa frati á þær. Íhald- ið mátti ekki eiga sviðið. Það mátti ekki ræða tillögurnar öðru vísi en orðhákurinn sæti líka til borðs. Stjórnarliðið verður að eiga lokaorð og svo setjast litlu fréttamennirnir á hné ráðherra og hlýða á kvöldsög- ur um það hve allt sé á uppleið enda vinni þeir myrkranna á milli. Svo varpa þeir öndinni mæðulega og fréttamaðurinn andvarpar. Icesave-krafa verður að íslenskri skuld Icesave er sérstakur kapítuli út af fyrir sig. Icesave-krafa Breta og Hollendinga var kölluð Icesave- skuld Íslendinga. Að kvöldi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sat Kastljós á hnjám Steingríms og hlýddi and- aktugt á ráðherrann segja að allt færi til andskotans ef þjóðin sam- þykkti ekki 500 milljarða víxil Breta og Hollendinga: félagi hans kvað Ís- land verða Kúbu norðursins. Kvöld- ið fyrir atkvæðagreiðslu Alþingis um frávísunartillögu Geirs var langt og hávært viðtal við Björn Val. Það hvarflaði ekki að áróðursstofu RÚV-sjónvarps að viðra sjónarmið stjórnarandstöðu, né flytja fréttir af málflutningi virtra lögmanna sem töldu tillöguna vel þingtæka. Nei, RÚV endurómar hávaðann, en læt- ur málefnin víkja. Það ríkir orðræði í stað lýðræðis. Og þegar saksókn- arinn staðfesti að Alþingi gæti aft- urkallað ákæru á hendur Geir, þá auðvitað náði slíkt ekki inn í frétta- helst og kjarni málsins falinn í orða- gjálfri. Og 101 Reykjavík glotti við tönn þegar ævintýri berrassaða keisarans með öskutunnuna rataði ekki í áramótaskaupið. Auðvitað var fokking Bjarni Ben sakaður um brask og svínarí, lögbrot og and- styggilegheit – og hlegið svakalega. -Stórbrotið, hrópaði vinur minn. -Hvernig mátti þetta gerast? spurði ég ráðvilltur. -Jú, það var auðvitað mennta- málaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem hleypti spúandi drekanum út: það hefur enginn neitt um fréttir að segja, útvarpsráð lagt af og stjórn- lynt fólk, sem hefur tekið eigu þjóð- arinnar ófrjálsri hendi, er gert að dómara í eigin sök. -Þú átt við að ég geti allt eins spjallað við vindinn eins og kvarta undan fréttum áróðursmaskínunnar í Efstaleiti? Vinur minn kinkaði kolli. Af RÚV og pólitískri byltingu -Þó er alvarlegast, sagði kratíski lýðræðissinninn vinur minn sem nú varð alvarlegur, að RÚV var mis- beitt í búsáhaldabyltingunni; póli- tískri byltingu sem stjórnað var úr pólitískum bönker VG og fraksjóna í SF þar sem RÚV var samskipta- miðill byltingarsinna og kastaði eld- mat á bálið. Einn helsti málaliði út- rásarpésanna fór fyrir skríl sem gerði árás á bíl forsætisráðherra. Svo mætti hetjan hróðug í Kastljós eins og ekkert hefði í skorist. Um leið og hrunstjórnin féll breytti RÚV um gír, setti lok á potta og pönnur og umturnaðist í þægan kjölturakka nýrra valdhafa. Klíkan sem stýrir pólitískri umfjöll- un Ríkisútvarpsins telur sig ósnert- anlega, enda búið að taka gagnrýna þjóðfélagsumræðu úr sambandi á Stöð 2 þar sem ræður ríkjum „mesti bankaræningi Íslandssög- unnar“ að sögn kröfuhafa Glitnis. Plottið er skothelt og Jón Ásgeir marserar ótrauður með Össuri, Jó- hönnu og Steingrími inn í Evru- landið þó þjóðin hafi á því engan áhuga og streitist á móti. -Nú eru sko hafnar alvöru- viðræður, sagði Steingrímur þegar hann bugtaði sig djúpt fyrir kómiz- arnum í Brussel. -Þú dregur upp dökka mynd af ástandinu, sagði ég og bætti við: Þetta er svakaleg arfleifð míns gamla félaga. -Það er svo komið á Íslandi, botn- aði lýðræðiskratinn vinur minn, að spyrja verður hvort Ríkisútvarpið sé hrein og bein ógnun við lýðræðið í landinu. Meðan góðir menn þegja fer vofa ánauðar ljósum logum um landið og sálarkreppa þjóðar dýpk- ar. Það er skylda hvers frjálshuga manns að andmæla; ekki síst lýð- ræðissinna í hópi vinstrimanna. Ríkisútvarpið er orðið málpípa valdhafanna Eftir Hall Hallsson » Fámenn klíka stýrir pólitískum frétta- flutningi Ríkisútvarps- ins. Er RÚV hrein og bein ógnun við lýðræðið í landinu? Hallur Hallsson Höfundur er rithöfundur og blaðamaður. –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS . MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar. Viðtal við formann Ímark. Saga og þróun auglýsinga hér á landi. Neytendur og auglýsingar. Nám í markaðsfræði. Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna í ár - Hverjir keppa um Lúðurinn? Fyrri sigurverarar íslensku markaðsverðlaunanna. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. ÍMARK íslenski markaðsdagurinn Morgunblaðið gefur út ÍMARK sérblað fimmtudaginn 23. febrúar og er tileinkað Íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 24. febrúar. nk. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 17. feb. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: S É R B L A Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.