Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Eggert Klæðleysi Heldur voru þær fáklæddar blessaðar gínurnar höfuðlausu í verslunarglugga þessum enda tími útsala og flíkurnar væntanlega rifnar út og jafnvel af varnarlausum plastskrokkunum. Ríkisstjórnin beindi þeirri spurningu til Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands hversu miklar af- skriftir á skuldum heim- ilanna bankarnir þyldu. Svarið barst á dögunum í formi skýrslu sem hefur verið nokkuð rædd á undanförnum. Ekkert er við það að athuga að rík- isstjórnin spyrji Hag- fræðistofnun með þess- um hætti, en viðbúið að umræður myndu spinn- ast um niðurstöðu Hag- fræðistofnunar. Ég er þeirrar skoð- unar að ríkisstjórnin hafi byrjað á öfugum enda þegar hún sendi Hag- fræðistofnun spurningu sína. Fyrsta spurningin sem ríkisstjórnin átti að spyrja var þessi: „Hversu mikla skuld- setningu þola íslensk heimili?“ Ef niðurstaðan er sú að íslensk heimili eru skuldsett umfram greiðslugetu, þá þarf að afskrifa meira af lánum heim- ilanna. Miklu skiptir að niðurstaða þessarar rannsóknar sé eins óumdeild og hægt er, deilur um þetta mál eru mjög erfiðar og til þess fallnar að sundra þjóðinni. Ef niðurstaðan er sú að þrátt fyrir þær afskriftir sem þegar hafa verið gerðar, séu íslensk heimili enn svo skuldsett að stór hluti þeirra getur ekki staðið undir afborgunum, þá er ljóst að bankakerfið fær ekki allt þetta fé til baka. Í því tilviki er eins gott að taka frumkvæðið og afskrifa þar til jafnvægi næst. Enginn friður verður í samfélaginu nema almenningur sé þeirrar skoðunar að þess- um málum sé skipað af sanngirni og að fólki sé ekki haldið í heljar- greipum í tilgangsleysi. Bankarnir eiga allt undir greiðslugetu heimilanna Bankakerfið á allt undir því að efnahagslífið sé heil- brigt og grundvöllur þess er að almennur stuðningur sé við meginstoðir mark- aðshagkerfisins. Eignar- rétturinn, réttarríkið, sanngjarnar leikreglur og sú vissa að ef menn leggja hart að sér, þá uppskeri þeir eins og þeir sái, eru á meðal þessara meginstoða. Sú óánægja sem hefur far- ið vaxandi vegna uppgjörs á skuldum heimilanna grefur undan markaðs- hagkerfinu og tefur fyrir efnahagsbatanum. Bank- arnir sjálfir eiga því allt undir því að sátt náist og skuldastaða íslenskra heimila verði bærileg. Það er miklu mikilvægara verkefni heldur en til dæmis fjár- hagsleg endurskipulagning einstakra fyrirtækja. Það þarf því að ná sátt um mat á því hvert greiðsluþol íslenskra heimila er og síðan verður að laga skuldastöðuna að þeirri greiðslugetu. Ríkisstjórnin þarf að ná samstöðu á meðal þjóðar- innar um þetta mat eins fljótt og auðið er, núverandi staða er óverjandi. Raun- veruleg skjaldborg um heimilin er um leið skjaldborg um bankana, skuldum sliguð heimili munu nefnilega að lokum sliga fjármálakerfið, með alvarlegum afleiðingum fyrir alla. Eftir Illuga Gunnarsson » Það þarf því að ná sátt um mat á því hvert greiðslu- þol íslenskra heimila er og síðan verður að laga skuldastöð- una að þeirri greiðslugetu. Illugi Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Skuldug heimili ógna bönkunum Mikil og hörð um- ræða hefur orðið, bæði í fjölmiðlum og meðal almennings, að undanförnu vegna PIP-púða sem voru notaðir við brjósta- stækkunaraðgerðir hér á landi. Alþingis- menn og ráðherra hafa látið þung orð falla í garð lækna- samtakanna í tengslum við málið, sem jaðra við óhróður. Til þess að halda um- ræðunni á málefnalegum nótum er nauðsynlegt að hafa nokkrar mikilvægar staðreyndir í huga. PIP-púðarnir sem innihalda iðnaðarsílikon voru framleiddir í Frakklandi um árabil og notaðir í aðgerðir af þessu tagi í mörgum Evrópulöndum. Framleiðslan hafði hlotið CE-gæðavottun Evr- ópusambandsins. Um var að ræða svikna vöru af hálfu framleiðand- ans og eftir að málið var upplýst fór framleiðandinn huldu höfði þar til hann var nýlega handtek- inn. Þessi framleiðslusvik fóru um árabil framhjá eftirlitsaðilum ESB og í þeim löndum sem púð- arnir voru notaðir, þar með talið Landlæknisembættinu á Íslandi og Lyfjastofnun sem nú hefur eftirlit með lækningavörum hér á landi. Halda ráðamenn á Íslandi raunverulega að einstakir læknar geti séð við svikum af þessu tagi þegar eftirlitskerfi Evrópusam- bandsins og einstakra ríkja geta það ekki? Eftir að upp komst um þetta mál erlendis árið 2010 og ljóst var að um 400 konur á Íslandi höfðu fengið PIP-púpa í brjóst sín brást læknirinn, sem í hlut á hér á landi, við með því að hætta samstundis notkun PIP- púðanna og leita til Landlæknisembætt- isins varðandi ráð- gjöf um það hvernig með málið skyldi fara. Ætla má að ef landlæknir hefði þá strax ákveðið að þessum konum yrði gert viðvart og grip- ið yrði til nauðsyn- legra ráðstafana þegar í stað hefði það verið gert. Í stað þess leið vel á annað ár frá fundi þessum þar til málið var að lokum upplýst með þeim hætti sem komið hefur fram. Land- læknir hefur í fjölmiðlum gengist við ábyrgð á þessari óþörfu töf en hefur síðan dregið þá yfirlýsingu til baka með þeim orðum að um samkomulag við lækninn hafi ver- ið að ræða. Er þetta trúverðug stjórnsýsla af hálfu landlæknis sem á lögum samkvæmt að gegna eftirlitshlutverki í heilbrigðiskerf- inu? Hvenær vissi ráðuneytið af þessu máli? Það er áhugavert að velta fyrir sér hvar ábyrgðin ligg- ur í þessu máli. Ekkert bendir til þess að framkvæmd þessara að- gerða hér á landi hafi verið ábóta- vant. Þvert á móti hefur læknir- inn sem í hlut á verið meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði lýtalækninga. Ekkert liggur ennþá fyrir með vissu um skað- semi iðnaðarsílikons á heilsufar kvenna en málið er ennþá í rann- sókn. Áhyggjur þeirra kvenna sem eru með PIP-púða í brjóstum sínum eru réttmætar og skiljan- legar. Búast má við því að fjar- lægja þurfi stóran hluta þessarra brjóstfyllinga ef ekki allar og kemur þá upp spurning um hver skuli bera kostnað af því. Á upplýsingasíðu um CE- merkingar stendur :„Merkið þýð- ir að varan sé prófuð áður en hún kemur á markað og að hún upp- fylli kröfur ESB um öryggi, heilsu-og umhverfisvernd.“ Í lög- um um lækningatæki er vísað til ábyrgðar ESB á vörum sem hafa hlotið gæðavottun af þessu tagi svo og hlutverk Lyfjastofnunar sem eftirlitsaðila hér á landi. Ljóst þykir að reyna mun á þessa ábyrgð fyrir dómstólum bæði hér á landi og erlendis. Heilbrigðisyf- irvöld í landinu hafa ákveðið að nota þetta mál til að ráðast með ómaklegum hætti að læknum og þá sérstaklega að sjálfstæðri starfsemi lækna. Skyldi það vera gert til þess að beina athyglinni frá því að eftirlitsstofnanir Ís- lands og ESB hafa gjörsamlega brugðist? Eftir Stein Jónsson »Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að nota þetta mál til að ráðast með ómaklegum hætti að læknum og þá sérstaklega að sjálf- stæðri starfsemi lækna. Skyldi það vera gert til þess að beina athyglinni frá því að eftirlitsstofnanir Ís- lands og ESB hafa gjörsamlega brugðist? Steinn Jónsson Höfundur er formaður Lækna- félags Reykjavíkur. Hvers virði eru gæðavottorð Evrópusambandsins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.