Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.2012, Blaðsíða 17
Þriggja daga þjóðarsorg » Lýst var yfir þriggja daga þjóðarsorg í Egyptalandi vegna blóðsúthellinganna. » Öllum leikjum í efstu deild egypskra fótboltaliða var frest- að um óákveðinn tíma. » Stjórn knattspyrnu- sambandsins var leyst upp og skýrt var frá því að saksókn- arar myndu yfirheyra stjórnar- mennina. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Háttsettum embættismönnum í hafnarborginni Port Said í Egypta- landi var vikið frá í gær eftir óeirðir sem kostuðu 74 manns lífið á fót- boltavelli í borginni í fyrrakvöld. Yfir 150 manns særðust í óeirð- unum sem hófust þegar stuðnings- menn heimaliðsins al-Masry réðust inn á fótboltavöllinn til að fagna sigri þess á liðinu al-Ahly frá Kaíró. Fáir lögreglumenn voru á leikvangnum þótt oft hefði komið til átaka á milli stuðningsmanna liðanna. Hermt er að lögreglumennirnir hafi lítið eða jafnvel ekkert reynt að stöðva átök- in. Hörðustu stuðningsmenn al-Ahly voru mjög áberandi í mótmælunum á Tahrir-torgi í byltingunni í Kaíró fyrir ári. Fram hafa því komið samsæriskenningar um að stuðn- ingsmenn Hosnis Mubaraks, fyrr- verandi forseta Egyptalands, hafi staðið fyrir óeirðunum til að refsa stuðningsmönnum fótboltaliðsins fyrir þátttökuna í byltingunni. Mikil reiði er meðal íbúa Kaíró vegna blóðbaðsins. Stuðningsmenn liðsins söfnuðust saman í borginni í gær til að mótmæla framgöngu lög- reglunnar. Mikil reiði vegna mannskæðra óeirða  Stuðningsmenn Hosnis Mubaraks bendlaðir við óeirðir sem kostuðu 74 manns lífið á fótboltaleikvangi í Egyptalandi FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2012 Naut stangar karlmann á versta stað á kyndilmessuhá- tíð, eða hreinsunarhátíð Maríu, í bænum Tlacotalpan í Mexíkó. Hátíðin er haldin í minningu þess þegar María lét hreinsast í helgidómnum eftir fæðingu Krists. Venja er að nautum sé sleppt á götum bæjarins á trúarhátíð- inni sem stendur í viku á þessum slóðum. Reuters Hreðjastang á hreinsunarhátíð Að minnsta kosti 160 manns hafa dáið af völdum vetrarkulda í Evrópu frá því í vikunni sem leið, flestir þeirra í Úkraínu þar sem 63 hafa látið lífið. Tugir þúsunda Úkraínumanna dvelja í rúmlega 2.000 bráðabirgðaskýlum sem ætluð eru fátækum landsmönnum til að hjálpa þeim að lifa kuldana af. Búlgaría –30°C Tíu látnir Serbía –33°C Sjö látnir Bosnía & Hersegóvína –31°C Einn látinn Lettland –30°C Tíu látnir Tékkland –20°C Einn látinn Slóvakía –24°C Einn látinn Rúmenía –30°C 22 látnir Úkraína –33°C 63 látnir Þýska- land –33°C Pólland –30°C 29 látnir Úkraína Rúmenía Pólland Dauðsföll af völdum kulda frá 28. janúar MANNSKÆÐIR VETRARKULDAR Heimildir: Reuters, fréttir fjölmiðla í Austur-Evrópu. Litháen –30°C Níu látnir Á annað hundrað látnir 25 ára dansari frá Moldóvu, Dom- nica Cemortan, hefur sagt við skýrslutöku að hún sé ástfangin af skipstjóra skemmtiferðaskipsins Costa Concordia og hún hafi verið gestur hans í brú skipsins þegar það steytti á skeri. Hann hafi boðið henni í brúna til að sjá skipið sigla nálægt eyjunni Giglio. Ítalskir fjölmiðlar hafa einnig skýrt frá því að kafarar hafi fundið hluti í eigu konunnar í klefa skip- stjórans. Skipstjórinn, sem er 52 ára, giftur og á eina dóttur, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Sautján lík hafa fundist í skipinu eða í sjónum og fimmtán til viðbótar eru taldir af. Rannsókn sjóslyssins á Ítalíu Ástfangin af skipstjóranum Vísindamenn telja að hægt verði að sjá fyrir eldgos í nokkrum af stærstu eldstöðvum jarðar nokkrum áratug- um áður en þau gjósa, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkis- útvarpsins. BBC segir að niðurstöður rann- sókna jarðvísindamanna á berg- kristöllum á grísku eyjunni Santor- ini bendi til þess að áður en svonefnd „ofureldgos“ hefjist safnist mikið magn bergkviku fyrir í eldstöðv- unum og hægt sé að greina fyrirboð- ana snemma með því að beita nú- tímatækni. Í ofureldgosunum fara saman mikið magn gosefna og mikill styrk- leiki; þau eru mjög efnismikil og efn- ið gýs upp á stuttum tíma, að því er fram kemur á vísindavefnum. Ösku- skýin í slíkum gosum eru svo firna- mikil að þau geta breytt loftslaginu á jörðinni í langan tíma. Vísindamennirnir lýsa eldgos- unum sem „öskjumyndandi gosum“, en öskjur myndast við það að þakið yfir kvikuþró brestur og landspilda fellur niður í hana. Jafnframt verður mikið sprengigos þegar bergkvikan þeysist upp, að því er fram kemur á vísindavefnum. Stærstu eldstöðvarnar eru stund- um nefndar ofureldfjöll. Að sögn BBC geta slíkar eldstöðvar verið óvirkar í hundruð þúsunda ára áður en þær gjósa. Vísindamenn hafi talið að hægt verði að sjá slík eldgos fyrir með nokkurra mánaða fyrirvara með jarðskjálftamælum og öðrum tækjum en nýja rannsóknin bendi til þess að hægt verði að sjá fyrirboð- ana miklu fyrr. „Þegar eldfjöll vakna og bergkvikan byrjar að streyma upp á yfirborðið, þannig að sprungur myndast í bergið, sendir hún frá sér merki,“ hefur BBC eftir einum vís- indamannanna, Tim Druitt, við Blaise Pascal-háskóla í Frakklandi. Hann bætir því við að rannsóknin bendi til þess að bergkvikan safnist fyrir í áratugi áður en eldgos hefjist. Druitt segir að vegna loftslags- áhrifanna sem slík eldgos hafi sé mjög mikilvægt að geta séð þau fyrir mörgum árum – frekar en mánuðum – áður en hamfarirnar verða. Öskjumyndandi eldgos hafa orðið víða um heim en talið er að allar ofureldstöðvarnar séu nú óvirkar, að sögn BBC. Slíkar eldstöðvar eru m.a. í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum og Campanian- lægðinni á Ítalíu, auk Santorini og nálægra eyja. Eldgos varð á Santor- ini um 1470 fyrir Krist og lengi hefur verið talið að það hafi eytt mínósku menningunni á eynni Krít, en það hefur verið dregið í efa. bogi@mbl.is Sjá má ofureldgos fyrir miklu fyrr en talið var  Bergkvikan talin safnast fyrir í nokkra áratugi Reuters Hamfarir Ofureldgos gæti haft mik- il áhrif á loftslag jarðar. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 17. febrúar. Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2012 í förðun, snyrtingu, og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. febrúar. LifunTíska og fö rðun Tíska & förðun SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.