Morgunblaðið - 16.02.2012, Page 10

Morgunblaðið - 16.02.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ólöf Sverrisdóttir leik-kona er verkefnastjórisögubílsins Æringja enhún tók við bílnum af Maríu Pálsdóttur leikkonu haustið 2008. Fyrirkomulagið hafði þá þeg- ar vakið lukku meðal yngstu kyn- slóðarinnar en Ólöf ákvað að móta sína eigin karaktera, þær Sólu sögukonu og Björk bókaveru. Þær stöllur hafa nú ferðast á milli leik- skóla og frístundaheimila í þrjú ár, en nú eru þær einnig komnar í sjónvarpið og munu kynna barna- bækur í Stundinni okkar af og til næstu mánuði. Næst verður hægt að sjá Sólu í sjónvarpinu næstkom- andi sunnudag. Næsta kynslóð sögumanna „Ég hef frjálsar hendur með hvernig ég segi börnunum sögur. Stundum er ég bara ég sjálf en það bætir heilmiklu við að vera í karakter einkanlega fyrir þau yngri. En ég segi krökkunum allt- af frá því að Sóla sé ein af dætrum Grýlu og Björk bókavera hafi búið í ítölsku birkitré áður en hún kom til Íslands. Hún er því dálítið út- lensk í sér og kynnir krökkunum erlendar barnabækur. Nú er ég líka að reyna nýja sögumenn og konur en í Laugarnesskóla kenni ég krökkum í 4. til 6. bekk að segja sögur. Ég kenni þeim að sleppa blaðinu og bókinni en líka að segja sínar eigin sögur. Þau ætla síðan að koma í heimsókn í Æringja og segja yngri krökk- unum sögur. Það hjálpar mér að vera leik- kona en það er ekki nauðsynlegur grunnur að svona starfi. Mikil- vægast er að reyna að breyta um tóntegund og jafnvel rytma. Eins að setja tilfinningu í orðin og svo eru endurtekningar mjög vinsælar. Sumir eru sögumenn frá náttúr- unnar hendi en ég þarf aðeins að hafa fyrir þessu og helst að læra textann utan að fyrst. Þannig er ég meira eins og leikari en síðan spyrja krakkarnir um hitt og þetta og þannig bætist smám saman við sögurnar,“ segir Ólöf. Faðma Sólu af gleði Ólöf segir að krökkunum finn- ist gaman að verða pínulítið hrædd og stundum sé einhver hræddur við Sólu en þau séu fljót að jafna sig. Þau sem hafi verið hræddust faðmi jafnvel Sólu að sér í lok sögustundar því þau séu svo glöð að vera ekki hrædd lengur. Ólöf segir öðruvísi og skemmtilegt að vinna með börnum. Hún starfrækti lengi Furðuleikhúsið þar sem Ávaxtakarfan var upphaflega sett upp svo og B2 og fleiri leikrit. „Ég losna ekkert við börnin úr þessu,“ segir Ólöf í léttum dúr. En sögubíllinn Æringi hefur nú komið við á langflestum leikskólum og frístundaheimilum í Reykjavík. Gaman að verða pínu hrædd Heimsókn í sögubílinn Æringja hefur verið vinsæl hjá yngstu kynslóðinni. En þar ráða ríkjum þær Sóla, ein af dætrum Grýlu, og Björk bókavera sem áður bjó í birkitré á Ítalíu. Það er Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og verkefnastjóri sögubílsins, sem blæs lífi í sögukonurnar tvær, en þær koma nú einnig fram í Stundinni okkar og kynna þar barnabækur bæði íslenskar og erlendar. Dóttir Grýlu Sóla sýnir krökkunum hinn ævintýralega skreytta Æringja. Spennandi Ólöf segir ungum hlustendum sögu sem fangar athygli þeirra. Ástralska fatamerkið sem kennir sig við svarta mjólk, Black Milk Clothing, sýndi nýlega nýjustu línuna hjá sér og er hún heldur betur skemmtileg. Þar á meðal eru leggings (eða gammosí- ur) með myndum af Tetris-tölvu- leiknum, kjólar með myndum úr teiknimyndabók, leggings með mynd- um í raunstærð af vöðvum fótleggja og lærleggja manneskjunnar sem þeim klæðist, sundbolir með beina- grind og svo mætti lengi telja. Allar eru þessar flíkur afskaplega gleðj- andi, bæði fyrir þann sem klæðist og þá sem mæta viðkomandi. Svarta mjólkin er dugleg að leita í teikni- myndir og fleira sem fólk kannast við, m.a vöktu þau lukku sundfötin þeirra með myndum af persónum úr Star Wars og kjólar með Game Boy- myndum. Þessi poppmenningartíska er fanta fín og nú er lag að fara inn á síðuna og festa kaup á einhverju. Vefsíðan www.blackmilkclothing.com Dásamlegt Hver vill ekki klæðast svona glaðlegum flíkum? Teiknimyndamunstur og stuð Á morgun föstudag og á laugardag eru tvær síðustu sýningar leikdeildar Ungmennafélags Biskupstungna á gamanleiknum Klerkum í klípu. Sýn- ingin hefur fengið fádæma góðar við- tökur en leikritið fjallar meðal annars um Penelópu, prestsfrú og fyrrver- andi leikkonu, sem bregður sér af bæ með fyrrverandi leikfélaga sínum, sem dulbýr sig sem prestur til að þekkjast ekki. Úr þessu verður mikill farsi og hægt að lofa miklum hlátra- sköllum. Á undan sýningum er boðið upp á leikhúsmatseðil á Kaffi Kletti, upplýsingar og borðapantanir eru í síma 486 1310 og 847 5057. Endilega … … sjáið leikritið Klerka í klípu Ljósmynd/Jón KB Sigfússon Klerkar Nokkrir leikaranna í verkinu sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Aðalfundur Blóðgjafafélags Íslands 2012 Fimmtudaginn 23. febrúar mun BGFÍ halda aðalfund sinn í K-byggingu Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut og hefst hann kl. 20:00. Dagskrá fundarins skv. 6. gr. laga BGFÍ: I. Formaður tilnefnir fundarstjóra. II. Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. III. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga ársins. IV. Lagabreytingar, ef einhverjar eru. V. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga. VI. Formaður gerir grein fyrir helstu verkefnum, sem framundan kunna að virðast. VII. Árgjöld ákveðin. VIII. Önnur mál. Blóðgjafi og blóðþegi munu halda erindi um upplifun sína af blóðgjöf frá sitthvoru sjónarhorninu. Einnig munu blóðgjafar verða heiðraðir fyrir framlag sitt og ómælda aðstoð til þeirra sem þess þurfa. Stjórn BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands The Blood Donors Society of Iceland Sýningin Ásjóna verður opnuð í Listasafni Ár- nesinga nú á laugar- daginn kl. 15.00. Þar verða ný og eldri verk úr safneigninni til sýnis og áhersla lögð á teikningu og portrett. Segja má að Listasafn Árnesinga fari nú í ein- hvers konar sjálfs- skoðun með sýningunni Ásjónu. Verkin koma úr eigin safneign og mörg hafa sterkar rætur í nær- samfélaginu. Þau eru öll frá 20. öldinni, það elsta frá því um aldamótin 1900, en það er Sjálfs- mynd Ásgríms Jónssonar þar sem hann horfir rannsakandi fram í rýmið sem ungur listnemi í Kaupmanna- höfn en yngsta verkið á sýningunni er Höfuðfætlur eftur Magnús Kjart- ansson frá níunda áratugnum. Einnig verður á sýningunni verk Hildar Hákonardóttur, Sunnlenskar konur mótmæla á Alþingi, en verkið óf hún eftir sögulega för 25 sunn- lenskra kvenna árið 1974. Hópurinn lagði leið sína úr sveitinni á Alþingi til þess m.a. að krefjast viðurkenn- ingar á eigin vinnuframlagi. Söguleg för kvenna Sýningin Ásjóna Mótmæli Hildur Hákonardóttir óf verkið eftir sögulega för á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.