Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Sudoku Frumstig 5 6 9 3 6 8 3 2 4 9 3 2 3 1 6 5 2 8 9 2 8 6 5 4 2 1 7 9 2 4 1 4 7 2 3 7 3 1 6 1 8 4 8 2 6 9 4 2 1 6 8 4 7 6 5 1 2 6 3 5 4 1 3 2 4 5 6 3 5 6 8 1 5 3 8 7 2 2 4 5 7 3 2 4 1 8 6 9 2 9 4 6 8 7 5 1 3 1 6 8 5 9 3 4 7 2 9 3 1 8 7 5 6 2 4 4 8 2 9 3 6 1 5 7 6 5 7 1 2 4 9 3 8 3 4 5 7 1 8 2 9 6 8 2 6 3 5 9 7 4 1 7 1 9 4 6 2 3 8 5 2 7 1 4 8 6 9 3 5 8 9 5 3 2 1 4 6 7 6 4 3 9 7 5 8 2 1 5 3 7 2 1 4 6 8 9 1 2 8 6 3 9 7 5 4 4 6 9 7 5 8 2 1 3 9 1 6 5 4 2 3 7 8 7 8 4 1 6 3 5 9 2 3 5 2 8 9 7 1 4 6 1 9 8 2 4 7 6 3 5 3 6 5 9 1 8 2 4 7 2 7 4 3 6 5 9 1 8 9 5 7 4 3 6 8 2 1 4 2 6 5 8 1 3 7 9 8 1 3 7 2 9 5 6 4 6 4 9 1 5 3 7 8 2 5 3 1 8 7 2 4 9 6 7 8 2 6 9 4 1 5 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 16. febrúar, 47. dagur ársins 2012 Orð dagsins: Úr fjarlægð birtist Drott- inn mér: „Með ævarandi elsku hef ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig.“ (Jer. 31, 3.) Þótt Víkverja hafi aldrei veriðvel við verðtryggð lán hafði hann frá upphafi fyrirvara á gjald- eyrislánum. Hann taldi þau glanna- leg í ljósi stopuls gengis krónunnar í áranna rás og fannst þeir, sem þau tóku í meira lagi sólgna í áhættu. Í bankahruninu varpaði Víkverji öndinni léttar að hafa ekki setið uppi með slíkt lán. Í ljósi ákvörðunar hæstaréttar í gær um að Frjálsa fjárfestingabankanum hafi ekki verið heimilt að krefjast hærri vaxta, en lánin báru, sér Vík- verji að hann hefur misreiknað sig með öllu. Öryggið var í gengis- lánunum og rugl að taka verð- tryggt lán í íslenskri mynd. x x x Víkverja brá þegar hann sá fyr-irsögn í The New York Times um að ný heimsálfa væri að mynd- ast á norðurheimskautinu. Kom fram að jarðfræðingar hefðu lengi vel spáð því að Norður- og Suður- Ameríka myndu á endanum skríða saman og setjast upp að Asíu og mynda þar með nýja ofurálfu á borð við þá, sem gliðnaði í sundur fyrir 200 til 300 milljónum ára og kölluð hefur verið Pangea. Þessi væntanlega heimsálfa hefur fengið nafnið Amasía. Nú telja vís- indamenn að Amasía muni myndast á norðurpólnum. Ross Mitchell og félagar hans við Yale-háskóla í New Haven birtu grein um málið í tímaritinu Nature. Þeir reiknuðu út afstöðu fyrri ofurálfa hverrar til annarrar og komust að því að lega Pangeu og ofurálfanna Ródiníu og Núnu, sem var til fyrir um tveimur milljörðum ára, hefði verið þannig innbyrðis að næsta álfa yrði á póln- um. Þá er gert ráð fyrir því að Ástralía haldi áfram að mjakast til norðurs og muni á endanum hjúfra sig upp að Indlandi. Víkverja fannst þetta nokkuð spennandi til- hugsun, en fylltist þó vonbrigðum þegar hann sá að þetta myndi ekki gerast fyrr en eftir 200 milljónir ára og því fremur ólíklegt að hann fengi að sjá þessa væntanlegu ofur- álfu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 stúlka, 4 þjófn- aður, 7 gól, 8 niðurfelling, 9 reið, 11 anga, 13 rækta, 14 drekkum, 15 hörfi, 17 hey- laupur, 20 beiðni, 22 regnið, 23 skolli, 24 svarar, 25 skjóða. Lóðrétt | 1 vangi, 2 huldu- mönnum, 3 nytjalandi, 4 mas, 5 alda, 6 slá, 10 spjarar, 12 hraði, 13 bókstafur, 15 bein, 16 kóngssonur, 18 þung, 19 gremjast, 20 eld- stæði, 21 misklíð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 tækifærið, 8 músin, 9 illur, 10 iðn, 11 teinn, 13 náðin, 15 stúss, 18 kasta, 21 trú, 22 Guddu, 23 liður, 24 kardínáli. Lóðrétt: 2 ærsli, 3 iðnin, 3 ærinn, 5 illúð, 6 smit, 7 Frón, 12 nes, 14 áta, 15 siga, 16 úldna, 17 studd, 18 kúlan, 19 seðil, 20 aðra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Fína frúin. S-Allir. Norður ♠1043 ♥KDG5 ♦D873 ♣D6 Vestur Austur ♠ÁG2 ♠K ♥1097 ♥86432 ♦K105 ♦Á ♣G1098 ♣K75432 Suður ♠D98765 ♥Á ♦G9642 ♣Á Suður spilar 4♠. „Kærar þakkir.“ Frúin fína í sæti suðurs lét sér hvergi bregða þó svo að blindur stæði ekki undir væntingum. Hún var gestkomandi í klúbbnum og vildi ekki eyðileggja góða stemningu með gagnrýni á makker. En norður átti fyrir ákúrum, því hann hafði hækk- að opnun suðurs á 1♠ í 3♠. Fullmikið sagt og auðvitað lyfti frúin í fjóra. Út- spilið var ♣G. Frúin lét ♣D, austur kónginn og ás- inn átti slaginn. Hjartaás kom næst, svo tígull. Vestur vildi ekki hleypa sagnhafa inn á fríhjörtu blinds og rauk upp með kónginn. Þau snörpu viðbrögð vöktu enga hrifningu hjá austri, sem yfirdrap önugur og spilaði laufi. Frúin trompaði og prófaði nú ♠D. Rauður í framan sá vestur leið til að ná í tíg- ulslaginn til baka, drap á ásinn og … 16. febrúar 1947 Ingólfur Arnarson, fyrsti ný- sköpunartogarinn af meira en þrjátíu, kom til landsins og var móttökuathöfninni útvarpað. Skipið var um 500 lestir og smíðað í Bretlandi. 16. febrúar 1956 Gæsluflugvél stóð togara að ólöglegum veiðum í landhelgi í fyrsta sinn. Þetta var Cape Cleveland frá Hull, en hann var skammt austur af Ingólfs- höfða. „Merkisatburður í sögu Landhelgisgæslunnar,“ sagði Morgunblaðið. 16. febrúar 1970 Snjókoma var á Suðvestur- landi, sú mesta síðan 1957. Umferð stöðvaðist um tíma í Reykjavík. Á forsíðu Morg- unblaðsins daginn eftir stóð: „Tveggja metra snjóskaflar á götum.“ 16. febrúar 1981 Eitt mesta ofviðri í manna minnum hófst um kvöldið og stóð fram á næsta dag. Mikið tjón varð, þök fuku af húsum, rúður brotnuðu og bílar tók- ust á loft, meðal annars í Engi- hjalla í Kópavogi. Staðarhóls- kirkja í Saurbæ fauk á félags- heimili. Vindhraði við Þyril í Hvalfirði komst í 222 kíló- metra á klukkustund (62 metra á sekúndu). 16. febrúar 1995 Hornsteinn var lagður að nýju húsi Hæstaréttar við Lindar- götu, á 75 ára afmæli rétt- arins. Húsið var tekið í notkun í september árið eftir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Gissur Páll Gissurarson óperusöngvari stendur í ströngu þessa dagana við æfingar á La Bohéme sem Íslenska óperan frumsýnir 16. mars næstkom- andi í Hörpu. Tenórinn hyggst þó taka sér frí frá hlutverki ljóðskáldsins Rodolfos til að baka köku handa samstarfsfólkinu, enda þótt honum finnist það stórkostlega ósanngjarnt að þurfa að fram- reiða sína eigin afmælistertu. „Ég er búinn að vera að tala um þetta alla vik- una. Mér finnst klárlega að afmælisbarnið eigi bara að vakna, fara í sturtu, mæta í vinnuna og bingó! Þá eru allir komnir með afmælisköku og hatta og rosa gaman,“ segir Gissur en hugmyndir hans um réttindi og skyldur afmælisbarna fengu lítinn hljómgrunn hjá vinnufélögunum. Gissur segist þó sáttur í eldhúsinu, þar verji hann talsverðum tíma við eldamennsku og borðhald þegar hann er ekki að þenja raddböndin. „Ég held ennþá í þá trú að ef ég rakaði af mér skeggið þá yrði ég spurður um skilríki í Ríkinu,“ segir afmælisbarnið, enn 28 ára í anda að eigin sögn. Frekari hátíðarhöld bíði marsmánaðar en þá ætli hann og eiginkonan að halda sameiginlega afmælisveislu að frumsýningu lokinni. Þá segir hann margt spennandi framundan, þar á meðal vor- tónleika Karlakórsins Fóstbræðra í maí. holmfridur@mbl.is Gissur Páll Gissurarson tenór er 35 ára í dag Hrópandi afmælisóréttlæti Gjöf  Vigdís Edda Guð- mundsdóttir færði Rauða krossinum pening sem hún hafði fengið að gjöf frá langömmu sinni. Flóðogfjara 16. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.55 3,2 7.21 1,3 13.29 2,9 19.47 1,3 9.22 18.03 Ísafjörður 3.09 1,7 9.40 0,6 15.32 1,5 22.01 0,6 9.37 17.58 Siglufjörður 5.31 1,1 11.46 0,3 18.28 1,0 9.20 17.41 Djúpivogur 4.14 0,6 10.10 1,4 16.28 0,5 23.10 1,6 8.54 17.30 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Meiri vitneskja kemur sér alltaf vel og hún bætir líf þitt og tryggir þér öruggt áfram- hald. Ekki fara yfir strikið í góðmennskunni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú vaknar full/ur af fjöri, hugmyndum og félagslyndi. Hvernig væri að sýna ekki bara gott fordæmi heldur kenna fólki að hugsa á sömu nótum og þú? (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er heppilegt að skipuleggja skemmtanir í dag. Gakktu úr skugga um hver staða þín er, hvað þú átt og hvað þú skuldar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú slítur þig úr viðjum vanans á þessu ári. Talaðu við vini þína því þeir eru hjálplegri en þú hélst. Reyndu að koma þeim hlutum í verð sem þú hefur ekki not fyrir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það eru ýmis smáviðvik sem þú þarft að leysa af hendi áður en þú getur tekið til við stóru verkefnin aftur. Nýttu þér náttúruna, farðu út að ganga. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Smekkur þinn er dáður af þeim sem deila honum með þér. Reyndu að temja þér ný vinnubrögð sem leiða til ferskra lausna. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur þörf fyrir að koma skoðunum þínum á framfæri. Ekki vera með neitt á heil- anum í millitíðinni, það dregur bara athyglina frá fegurðinni sem blasir við þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að hafa stjórn á þínu liði, sérstaklega fá samstarfsmenn þína til að vinna að einu og sama markmiðinu. Fjöl- skylda og gamlir vinir hittast. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú finnur hjá þér hvöt til þess að koma fjölskyldumeðlimi til hjálpar í dag. Mundu að það kemur alltaf nýr dagur á morg- un, lifðu einn dag í einu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu ekki slá þig út af laginu, þótt einhverjum finnist þú vera að þefa uppi óþægilega hluti. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það fylgir mikill sköpunarkraftur þessum degi. Samstarfsfólkinu líkar sprengi- krafturinn í fari þínu og óttast hann að sama skapi líka. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ástvinir sem vilja hjálpa þér vilja ólmir finna lausn á öllum þínum vandamálum. Inn- kaup dagsins tengjast hugsanlega umbótum á heimilinu. Stjörnuspá 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. c3 Rf6 6. Bg5 Da5 7. Bxf6 gxf6 8. Rb5 Db6 9. b3 Re5 10. b4 a5 11. bxa5 Hxa5 12. a4 Bc5 13. De2 Hg8 14. f3 d6 15. Rd2 Bd7 16. Rb3 Bxb5 17. axb5 Hxa1+ 18. Rxa1 Da5 19. Db2 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur, Kornax-mótinu, sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Stefán Bergsson (2175) hafði svart gegn Friðgeiri Hólm (1677). 19… Hxg2! 20. Rb3 Rxf3+ og hvítur gafst upp. Skákkeppni vinnu- staða fer fram á morgun, 17. febrúar, í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, sbr. nánar áwww.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.