Morgunblaðið - 16.02.2012, Page 25

Morgunblaðið - 16.02.2012, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Hrein í máli, hlý í svörum hugljúf orð af þínum vörum góðvild þína í anda örum alltaf mátti heyra og sjá gott var þér að gista hjá. Hér sit ég í annað sinn á rúm- um mánuði og skrifa minning- argrein um ástvin. Minningarnar hellast yfir mig og tárin streyma. Mamma hafði hringt í mig á laugardagsmorgni og beð- ið mig að fá mér sæti. Ég legg frá mér moppuna og hugsa með mér hvað hefur gerst, hver er kominn inn á spítala núna? Ég fæ mér sæti og mamma segir mér að þú sért farin frá okkur. Hvernig er hægt að leggja svona mikið á eina fjölskyldu? Áföllin hafa dunið yfir okkur hvert á fætur öðru undanfarið og núna ert þú farin. Mikið á ég erfitt með að trúa þessu, elsku Stína mín. Við sitjum hér galtóm og skiljum ekki hvers vegna Guð tók þig frá okkur. Við höfðum öll haft miklar áhyggjur af þér und- anfarið en vorum svo fegin að myndin kom eðlilega út. Þetta þýddi það að ekkert hafði gerst tengt þessum ættarsjúkdómi okkar. Þú þurftir allt þitt líf að kveljast og berjast við veikindi en kveinkaðir þér þó aldrei. Síð- ustu misseri hefur þér liðið mjög illa og ég hugga mig við það að þér líður betur núna. Ég á margar góðar minningar um þig, elsku frænka, þú varst mér svo miklu meira en bara frænka. Þú varst mér líkt og mamma og hann Andrés ykkar er mér eins og lítill bróðir. Ég man þegar ég passaði fyrir þig um helgar þegar Viddi var á Kristín Svava Svavarsdóttir ✝ Kristín SvavaSvavarsdóttir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1957. Hún lést á heimili sínu 4. febrúar 2012. Útför Kristínar fór fram frá Graf- arvogskirkju 15. febrúar 2012. sjónum. Þá bjó ég nú hjá þér heilu helgarnar og við áttum kósý stundir á kvöldin yfir sjón- varpinu. Þitt heimili var mitt líka. Við vorum miklar vin- konur og þú varst mér alltaf svo ynd- isleg og góð. Þú gafst mér stundum skvísuföt sem þú varst hætt að nota eða lánaðir mér þau. Það sem mér fannst þú nú mikil skvísa! Ég er afskaplega þakklát fyr- ir það hversu mikill samgangur var okkar á milli. Ég vildi að tengslin væru svona sterk til annarra ættingja minna. Lífið er of stutt og við ættum að njóta návistar fjölskyldunnar. Ég mun leggja mig alla fram við það að vera Vidda, Adda, Margréti og Telmu Svövu innan handar. Þeirra missir er mikill og það er svo sárt að hugsa til þess að Telma Svava fái ekki að kynnast þér, dásamlega kona. Litli gleði- gjafinn veitir okkur huggun í sorginni. Hún er lík þér litla krúttið og mun minna okkur á þig um ókomna tíð. Það voru forréttindi að eiga þig að, elsku Stína mín. Ég mun alltaf minnast þín sem glaðlegr- ar og hlæjandi og það mun ylja mér ævilangt. Megi Guð og engl- ar leiða þig á vit nýrra ævintýra og hugga okkur hin sem söknum þín svo sárt. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku hjartans Stína mín, ég kveð þig í hinsta sinn og hlakka til að hitta þig á ný. Með þökk fyrir allt og allt. Þín frænka, Elín Hrund Guðnadóttir. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk- ar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem líf- ið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur) Í dag kveð ég þig í hinsta sinn elsku besta Stína frænka mín. Mikið er sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og við eigum ekki eftir að hitta þig aft- ur. Ég bíð alltaf eftir að vakna upp og þetta hafi bara verið vondur draumur en það gerist ekki. Eftir sitja ótal fallegar minningar sem ég er afar þakk- lát fyrir að eiga. Þú varst alltaf svo góð við mig og tókst mér sem þinni eigin. Við vorum góðar vinkonur og gátum talað saman um allt. Þú gast lýst upp heilt herbergi með brosi þínu og hlátri. Varst ávallt hrókur alls fagnaðar hvert sem þú mættir og alltaf mætt fyrst á svæðið. Ég met það mikils hvað þú sýndir okkur systkinunum mikinn áhuga og tókst þátt í öllu sem við afrekuðum. Mikið varstu hamingjusöm þegar litli sólar- geislinn þinn Telma Svava kom í heiminn. Þú varst svo stolt amma og montaðir þig af litlu fallegu ömmustelpunni þinni. Ég mun geta sagt henni svo margar fallegar og skemmtilegar sögur af ömmu Stínu þegar hún vex úr grasi. Ég gæti skrifað heila bók af minningum um þig elsku Stína mín og ég mun varðveita þær alla mína ævidaga. Þú varst svo falleg, skemmtileg og yndisleg kona og ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að sem frænku. Þetta er mikill missir og ég á eftir að sakna þín afskaplega mikið. Ég veit að amma og afi hafa tekið vel á móti þér elsku Stína mín. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig elsku besta frænka mín, megir þú hvíla í friði. Elsku Viddi, Addi, Margrét og Telma Svava ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum og mun ég veita ykkur allan þann styrk sem þið þurfið. Þín frænka, María Björk. Elsku vinkona. Hvað er hægt að segja þegar vinkona síðustu 42 árin fellur frá aðeins 54 ára að aldri? Það er í rauninni ekkert hægt að segja – bara fá tárin í augun. Símtalið sem ég fékk frá henni Tótu um hádegisbilið hinn 4. febrúar sl. var svo sannarlega ekki gott. Ég hélt fyrst að hún væri að biðja mig um einhverja aðstoð fyrir þig, eins og ég hafði verið búin að tala um við jarð- arförina hans pabba þíns fyrir stuttu. En reyndin var svo sann- arlega önnur. Þegar ég greindi alvarleikann í röddinni hjá henni, sagði ég bara: „Nei, ekki hún Stína mín.“ Á þessum dög- um sem síðan eru liðnir hafa margar hugsanir flogið í gegnum huga minn og ekki laust við að stundum hafi læðst bros fram á varirnar. Minningarnar eru svo ótalmargar. Ég man svo vel: þegar við hittumst fyrst 12 ára gamlar, í strætó á leið í Árbæj- arhverfið þar sem við bjuggum báðar. Tímana þegar við sátum heima hjá þér við eldhúsborðið og töluðum út í eitt við mömmu þína. Allan tímann sem fór í að klæða sig og mála þegar við vor- um orðnar aðeins eldri og að fara út á lífið. Alla jakkana þína með flottu blómunum sem næld voru í barminn og háu stígvél- unum sem voru alveg nauðsyn- leg fyrir útlitið. Ég man eftir nýju vinunum sem komu til sög- unnar og hvernig okkar vinátta hélst þrátt fyrir það alveg til enda. Ég man brúðkaupið ykkar Viðars í Dómkirkjunni. Ég man öll skiptin sem við sátum saman við eldhúsborðið heima hjá ykk- ur og töluðum út í eitt eins og Viðar sagði stundum og vissuna um, að það sem sagt var í það skiptið væri bara á milli okkar. Ég man þegar Andrés fæddist og gleði ykkar foreldranna þá og það hversu hreykin þú varst af honum alla tíð. Ég man allar verslunarferðirnar okkar, kaffi- húsaferðirnar og öll skiptin fyrir jólin þegar við gengum niður Laugaveginn og kíktum á skrautið og mannlífið. Ég man líka gleðina yfir því þegar Andr- és varð ástfanginn og Margrét kom til sögunnar þá fékkstu dótturina sem þig hafði langað til að eignast. Ég man stoltið í röddinni og brosið í augunum á þér þegar þú sagðir mér að von væri á ömmubarninu og hvað þú hlakkaðir til að fá þann titil og þegar þú sýndir mér fyrstu myndirnar af henni og ljómaðir eins og sólin. Ég veit að þú varst búin að vera veik síðustu mánuðina en alltaf þegar ég spurði þig um heilsufarið þá eyddir þú talinu og sagðist hafa það ágætt. Ég heyrði samt á röddinni að það var ekki alltaf satt. Sennilega varstu miklu veikari en nokkur gerði sér í hugarlund nema kannski Viðar. Elsku Stína mín, tími okkar saman hér á jörðinni verður ekki lengri. Það var margt sem við áttum eftir að gera saman, en við framkvæmum það bara þeg- ar við hittumst næst. Ég þakka af alhug vinuáttuna liðin ár og það að þú varst alltaf þú sjálf. Viðari, Andrési, Margréti, Thelmu Svövu og öllum eftirlif- andi aðstandendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Minning um yndislega konu mun lifa að eilífu. Við sjáumst síðar og þá skal nú verða talað svo ekki sé meira sagt. Sakna þín óendanlega. Jófríður Hanna. Hugurinn reikaði þegar við fengum hringingu um daginn og okkar sagt frá því að mín kæra vinkona Kristín hefði dáið um nóttina. Maður trúði því varla. Ég kynntist Kristínu þegar hún var tvítug og bauð okkur fé- lögunum upp í bíl sinn og eftir þann bíltúr hélst alltaf með okk- ur góður vinskapur. Þó tíminn hafi liðið mætti okkur alltaf hlýja og umhyggja þegar við komum í heimsókn til þeirra hjóna. Það er satt að segja leitun að manneskju eins og Kristínu. Hún tók öllum opnum örmum og þau hjónin voru sannarlega sam- stiga í því. Minningarnar eru margar, ekki síst frá því þegar við fórum með þeim hjónum til Spánar. Þar var glatt á hjalla og þegar maður hugsar til baka þá hafa það verið hrein forréttindi að eiga Kristínu sem vin. Ég man ekki til þess að hún hafi hallmælt neinum, hún tók öllum eins og þeir komu fyrir. Sérstaklega langar mig að minnast þess hversu mikið jóla- barn Kristín var. Til dæmis bauð hún Díönu minni að vera með sér og Andrési í því að byggja piparkökuhús. Þetta gladdi Díönu mjög mikið og vil ég þakka fyrir það. Þegar kom að því að Andrés nennti ekki lengur að vera með í piparkökuhúsa- byggingu var Halldóru minni boðið að koma og taka þátt í því ævintýri. Halldóra er enn að tala um piparkökuhúsið sitt. Þetta er dæmi um hversu mikla um- hyggju og hlýju jólabarnið Krist- ín gaf af sér, og að hún gerði vel við alla sem til hennar komu. Elsku Viðar, Andrés og ömmubarn, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Ég krýp við krossinn þinn ó kom þú Jesú minn og blessa mig í dag. Mitt hjarta geri gott og gæsku beri vott svo allt mér gangi í hag. Ég vil að verkin mín vitni um ást til þín þú aldrei gleymist mér. Ó haltu hendi minni hún aldrei sleppi þinni og þjóni aðeins þér. Þótt gatan hún sé grýtt og gjarnan mér sé strítt með þér hún verður greið. Minn fótur fylgir þér fús ef lofar mér að komast alla leið. Ó láttu líf mitt allt þér launa þúsundfalt af allri gæsku þinni. Og til þín taktu mig til þess ég sjái þig er lýkur göngu minni. (Steindór Ívarsson.) Guðmundur Sævar, Díana Sara og Halldóra Björg. Hér sit ég með penna og blað, tárin renna á blaðið og ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Hvernig get ég byrjað að fanga þær minningar sem ég á um hana Sínu mína þessa brosmildu og glöðu konu sem hefur kennt mér svo mikið í gegnum árin. Samgangurinn hafði ekki verið mikill síðustu árin en þegar við hittumst á mannamótum eða úti í búð var ég ávallt kysst í bak og fyrir en svona var einmitt Stína, tók manni alltaf fagnandi. Ég var nú ekki há í loftinu þegar ég man eftir því að þú og Viðar frændi voruð að passa mig í Vestmannaeyjum. Mér fannst nú alltaf svaka sport að vera heima hjá ykkur, allt svo fínt og flott. Seinna man ég margar stundir þegar ég sat og horfði á þig lakka neglurnar og ég vissi alltaf að ég vildi vera með svona fallegar lakkaðar neglur. Þú blessar mig og alla mína, lífsins ljósið mitt. Hjálpa mér þér ei týna, ég vil muna nafnið þitt. Þegar blæs á móti mest, hugsa ég til þín. Og þegar lífið er mér best, Þín blessun við mér skín. (Hafdís Huld Þrastardóttir.) Takk fyrir að passa mig sem barn, takk fyrir að leyfa mér að passa Adda þegar hann var lítill og umfram allt takk fyrir að vera vinur í raun. Ég bið góðan Guð að vernda minningu þína um leið og ég votta fjölskyldu og vinum samúð mína. Ásdís Hallgrímsdóttir og fjölskylda. Elsku Stína. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Viðar, Andrés og Mar- grét Helga, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Ester og Svana. Í dag kveðjum við góða vin- konu okkar Kristínu Svövu sem kvaddi okkur allt of fljótt aðeins 54 ára gömul. Það er margs að minnast en þessi fátæklegu orð eru fyrst og fremst örlítill þakklætisvottur fyrir vinskapinn. Við kynntumst vel er við bjuggum öll í sama stigagangi þegar þau Stína og Viddi bjuggu hér í Vestmannaeyjum. Það var mikill og góður samgangur milli íbúa og oft glatt á hjalla. Þessi vinskapur hefur haldist síðan og erum við sérstaklega þakklát fyrir síðustu samverustundir okkar hér í Eyjum, þá var mikið spjallað, hlegið og dansað. Þökkum fyrir allar samveru- stundirnar, þær munu lifa með okkur um ókomna tíð. Elsku Viddi, Addi, Magga og litla Telma Svava, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Hvíl í friði elsku vinkona. Hjördís og Kristinn, Elín og Jóhannes, Ingibjörg og Júlíus. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Elsku afi minn, með þessum orðum langar mig til að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Margar góðar stundir rifjast upp í huga mér sem við höfum átt saman. Oft fór ég með þér upp í hesthús og vorum við þar tímunum sam- an að sinna hestunum og hafa gaman. Ég var skírður eftir þér og var það við hæfi að það bar upp á sama dag og þú hélst upp á 60 ára afmælið þitt. Eins útskrif- aðist ég sem stúdent 28. maí 2011 sem var 80 ára afmælisdag- urinn þinn. Sá dagur var skemmtilegur og minnisstæður og gaman að þú gast tekið þátt í Gunnlaugur A. Jónsson ✝ GunnlaugurAðalsteinn Jónsson fæddist á Möðrudal á Fjöllum 28. maí 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 7. febrúar 2012. Gunnlaugur var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 15. febrúar 2012. honum með mér, elsku afi minn. Stuttu seinna veikt- ist þú mikið og hef- ur verið veikur síð- an. Þegar ég var lítill fannst mér gaman að fara að heimsækja þig í vinnuna en þá vannstu hjá Strætó og eins var gaman að sitja og hlusta á þig segja sögur um Búkollu og fleiri skemmtilegar sögur. Eins var gaman að fá að sitja hjá þér og spila á harmonikkuna. Elsku afi minn, ég sakna þín mikið og mun aldrei gleyma þér. Þinn dóttursonur, Gunnlaugur. Elsku afi minn, þakka þér fyr- ir allan þann stuðning sem þú gafst mér, alla hjálpina og allar sögurnar. Það er erfitt að sjá fyr- ir sér framtíðina án þín, Blá- stakks, Búkollu, Ásu, Signýjar og Helgu. Ég veit að seinustu ár hafa verið erfið en um leið veit ég að nú ertu á betri stað og við betri heilsu. Örugglega stiginn upp á Blakk og ríður í átt að sól- setrinu. Bíður okkar þar með heitt á könnunni og tvöfaldan spilastokk. Ég sakna þín en hafðu engar áhyggjur af ömmu því við munum gæta hennar. Ég mun sjá til þess. Að lokum skaltu vita að við munum þig um alla tíð og tíma og elskum þig meira en orð fá lýst. Þín Sigríður (Sigga litla). Það gustaði vel um landið okk- ar, Ísland, kvöldið sem Gunn- laugur kvaddi þessa veröld. Þetta kvöld varð á vegi mínum lítið spjald með sálminum Láttu nú ljósið þitt, en Sigurbjörn Ein- arsson biskup orti viðbót við sálminn: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni. Lát húmið milt og hljótt hlúa að mér í nótt og mig að nýju minna á mildi arma þinna. Ég fel minn allan hag einum þér nótt og dag, ljósið af ljósi þínu lifi í hjarta mínu. (Sigurbjörn Einarsson) Gulli, eins og hann var alla tíð kallaður, var vinur minn rétt eins og Sigga konan hans, ég var ávallt velkomin á þeirra heimili, hlaut alltaf konunglegar og hlýj- ar móttökur hjá þeim hjónum. Aðrir munu rekja lífshlaup Gunnlaugs, en síðustu mánuði höfum við Gulli verið nágrannar, gantaðist hann oft með það að undirrituð væri nú ekkert of góð að hoppa inn þar sem ég keyrði nánast um bæjarhlaðið á leið minni að heiman. Það var nefni- lega það sem skipti hann máli, að hafa sína hjá sér og það var auð- sótt mál að Sigga sæti við hlið mannsins síns dag hvern eftir að heilsu hans fór að hraka og þurfti að dvelja í Sóltúni. Gulli sá við okkur báðum dag einn er ég mætti á svæðið skömmu eftir að hann átti þetta sérstaka heimili og bauð mér í kjöt í karrý, eftir matinn myndum við aka saman heim og ég skila honum í hús númer 2 og halda síðan mína leið, hann tilkynnti Siggu að þau ættu von á gesti í mat. Þetta var ekki alveg eins og hann skipulagði í það sinnið en við reyndar fórum við stöku sinnum saman þessa leið eftir að hafa gætt okkur á krásum úr pottunum hjá Siggu. En eina ferð fórum við þrjú á liðnu ári í Selvoginn í Stranda- kirkju. Ferðin var rækilega greypt í minni Gunnlaugs því þessari ferð gleymdi hann ekki og var sjálfur búinn að plana aðra samskonar ferð eins fljótt og mögulega gæti orðið. Það var undursamlegt veður, fagurblár himinn sem líktist helst mál- verki, birtan svo sérstök og rokið þá stundina var kyrralogn. Sýn hans og upplifun var þess eðlis að ég vil trúa því að á þennan hátt hafi heimkoma Gulla í hand- anheiminn verið þar sem aðrir ástvinir sem á undan eru gengnir hafi umvafið hann hinu eilífa ljósi almættisins. Ég mun sakna vinar í stað. Blessuð sé minning Gunn- laugs Jónssonar. Jóhanna B. Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.