Morgunblaðið - 16.02.2012, Síða 40

Morgunblaðið - 16.02.2012, Síða 40
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Húðflúrari handtekinn 2. Ómar fékk eitt atkvæði 3. Frömdu sjálfsvíg á Valentínusar… 4. Klám í stað strumpa »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uppistandshópurinn Mið-Ísland var með tvær uppákomur á stóra sviði Þjóðleikhússins síðasta föstudag. Uppselt var á báðar sýningar og því verður leikurinn endurtekinn á morg- un, kl. 20.00 og 23.00. Morgunblaðið/Golli Mið-Ísland á stóra sviði Þjóðleikhússins  Queen Tribute- hljómsveitin Killer Queen ætlar að henda upp tvenn- um tónleikum í vikunni. Þeir fyrri verða í kvöld á Græna hattinum á Akureyri og svo verða tónleikar laugardagskvöldið 18. febrúar á SPOT í Kópavogi. Það er sjálfur Magni Ásgeirsson sem fer fyrir sveit- inni sem fyrri daginn. Tvennir Killer Queen-tónleikar  Í erlendum plötudómum vikunnar fjallar Arnar Eggert Thoroddsen um tvær plötur sem tilnefndar eru til Norrænu tónlistar- verðlaunanna, sem afhent verða í kvöld. Hallur Már fer þá í saumana á nýrri plötu Leon- ards Cohens, Old Ideas. »36 Rýnt í nýja plötu Leonards Cohens Á föstudag Gengur í norðaustan og síðar norðan 13-20 m/s með snjókomu. Frost 1 til 8 stig. Á laugardag N 10 til 18 m/s, él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-13 m/s og él sunnan- og vest- anlands, en hægari og þurrt á NA- og A-landi. Kólnandi veður, hiti nærri frostmarki við suður- og vesturströndina. VEÐUR Kolbeinn Sigþórsson er far- inn að æfa með bolta úti á knattspyrnuvellinum. Hann á hins vegar lengra í land með að fara af stað af full- um krafti með Ajax-liðinu í Hollandi. „Ef þetta gengur eins og þetta er búið að ganga síðustu vikurnar geri ég mér vonir um að ná ein- hverjum leikjum áður en tímabilinu lýkur,“ sagði Kol- beinn í samtali við Morgun- blaðið. »2 Kolbeinn er kom- inn af stað Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðs- maður í handknattleik, er búinn að gera nýjan samning við dönsku meistarana AG frá Kaupmannahöfn. „AG er besta og jafnframt skemmtilegasta lið sem ég hef leikið með á ferlinum,“ segir Snorri Steinn í Morgunblaðinu í dag. »1 AG er besta og skemmtilegasta liðið „Ég er ekki viss hversu oft ég hef far- ið í úrslit en ég vann bikarinn þrisvar með KR að ég held. Ég fór einnig í bikarúrslit með Grindavík á sínum tíma en tapaði,“ segir Hildur Sigurð- ardóttir, leikstjórnandi körfuknatt- leiksliðs Snæfells, en hún er á leið í úrslitaleik bikarkeppninnar í körfu- knattleik á laugardag með þriðja fé- laginu. »3 Á leið í bikarúrslit í körfu í þriðja sinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Síðastliðin 27 ár hefur Jóna Sparey skipulagt ferðir fyrir erlenda ferða- menn til Íslands, þá aðallega Breta. Jóna ólst upp í Bretlandi en móðir hennar, Svava Zoëga, var íslensk. Þegar hún var ung ferðaðist hún til Íslands á sumrin með togurum til þess að vera hjá ömmu sinni í sum- arleyfum en frændi hennar var skipstjóri á togara sem gerður var út frá Grimsby á Englandi. Yfirbyggingin á ferðaskrifstofu Jónu, sem ber heitið Jóna Tours, er ekki mikil en hún rekur hana frá heimili sínu í Frakklandi. Hún seg- ist meðal annars framleiða alla aug- lýsingabæklinga sjálf og prenta þá heima hjá sér. Fyrirtækið er þó ekki á auglýsingamarkaði og kaupir ekki auglýsingar. Þess í stað fer Jóna tvisvar á ári á ferðaráðstefnur í Bretlandi þar sem hún kynnir starfsemi sína og verður sér úti um viðskiptavini. Starfsemi hennar er þó orðin mjög þekkt eftir 27 ár og koma fjölmargir aftur og aftur með henni til Íslands að hennar sögn, sem og í ferðir til fleiri landa sem hún skipu- leggur. Oft fréttir fólk af ferðunum frá einhverjum sem farið hafa í þær. Kynnist Íslandi vel Jóna skipuleggur bæði ferðir til Íslands á veturna og sumrin þó að sumarið sé eðlilega hennar mesti annatími en þá er hún á Íslandi samfellt í júní, júlí og ágúst og tekur á móti hópum ferðamanna. Ferðirnar eru skipulagðar með ýmsu móti og eru ólíkir hlutar landsins heimsóttir í hverri ferð. Jóna fer sjálf í allar ferðirnar og leggur áherslu á að veita sínum viðskiptavinum persónulega þjónustu. Hún leggur einnig áherslu á að þeir kynnist Ís- landi vel og fer þannig til að mynda gjarnan með þá heim að íslenskum sveitabæjum að hitta heimilisfólkið. Hún segist þekkja margt gott fólk víða um landið sem hún heimsæki gjarnan með ferðamönnunum sín- um þegar hún eigi leið um. Hún tekur fleiri en 20 manns með sér í ferð í einu en hún hefur komið með um sjö hópa til landsins á ári hverju. Jóna er í dag 73 ára og er í fullu fjöri að eigin sögn og er hvergi nærri hætt í ferðamannabrans- anum. Þannig er hún núna að velta fyrir sér að eigin sögn að kaupa sér rútu til þess að nota hér á landi en til þessa hefur hún keypt þá þjón- ustu af öðrum. Fer sjálf í allar ferðirnar  Hefur skipulagt ferðir til Íslands undanfarin 27 ár Ljósmynd/Jóna Sparey Ferðamenn Hópur á vegum Jónu Sparey sem ferðaðist um Ísland í janúar sl. og kynntist þá vel íslenskum snjó. Ferðamannabransinn er ekki það eina sem Jóna Sparey sinnir heldur er hún einnig meðal annars listmál- ari og hann- yrðakona. Hún lærði ung hann- yrðir hjá ömmu sinni á Íslandi og rak síðar skóla í Bretlandi þar sem kennd var gerð íslenskra veggteppa. Hún gaf að sama skapi út sérstaka bók í Bret- landi á sínum tíma um íslensk sau- mamunstur sem naut mikilla vin- sælda og þá hefur hún einnig unnið að keramíkgerð í gegnum tíðina. Jóna hefur einnig málað um ára- bil og er efniviðurinn í málverk hennar ekki síst sóttur í íslenska náttúru eins og hún kemur henni fyrir sjónir í ferðalögunum um Ís- land. Í listmálun og hannyrðum JÓNU SPAREY MARGT TIL LISTA LAGT Jóna Sparey

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.