Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavík- ur frá 9. febrúar sl., í máli þrotabús Baugs gegn SPRON, kemur fram að félagið Norðurljós ehf. hafi lánað Baugi 100 milljónir króna hinn 22. desember 2008 svo hið síðarnefnda félag gæti greitt inn á víxil sem það skuldaði SPRON. Í dóminum kemur jafnframt fram að Norðurljós ehf. hafi ekki gert neina kröfu í þrotabú Baugs um endurgreiðslu láns- fjárhæðarinnar. „Norðurljós ehf. hefur aldrei lánað Baugi Group nokkurn skapaðan hlut, þannig að það sem kom fram í þessum héraðs- dómi er froða,“ segir Rúnar Sigur- pálsson, eigandi og framkvæmda- stjóri Norðurljósa ehf., spurður út í lánveitinguna og bætir við að félag hans tengist Baugi ekki með neinum hætti. Félag Rúnars hét frá 2008 til 2009 JER ehf. Samkvæmt ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 2007 átti það eignir sem námu alls 411 þúsund krónum undir lok þess árs. Í lok árs 2008 námu heildareignir félagsins enn 411 þúsund krónum ef marka má ársreikning þess fyrir það ár. Tvö félög heita Norðurljós Annað félag bar nafnið Norður- ljós á árunum fyrir hrun. Það félag hét Norðurljós hf. á tímabilinu 2005 til 2009, en þar áður hafði það heitið Norðurljós ehf. á árunum 2003 til 2004. Norðurljós hf. ber í dag nafnið JER hf. Síðasti ársreikningur sem JER. hf. skilaði var fyrir árið 2007 en samkvæmt honum átti félagið undir lok þess árs eignir sem námu um 540 milljónum króna. Bæði þessi félög, þ.e. Norðurljós ehf. og JER hf. (áður Norðurljós hf.) eru skráð með lögheimili í Löngumýri 25 á Akureyri, en þar er sömuleiðis Rún- ar Sigurpálsson skráður með lög- heimili. Þess má geta að Rúnar er fyrrverandi forstöðumaður á fjár- málasviði Baugs. Að sögn Heiðars Arnar Stef- ánssonar, héraðsdómslögmanns sem flutti umrætt dómsmál fyrir þrotabú Baugs, er einungis talað um Norð- urljós í þeim gögnum sem þrotabúið býr yfir en hvergi komi fram hvorki kennitala félagsins né hvort það sé hlutafélag (hf.) eða einkahlutafélag (ehf.). Aðspurður hvort það sé ekki einkennilegt að í bókhaldsgögn- unum hafi vantað kennitölu þess fé- lags sem lánaði Baugi 100 milljónir króna segir Heiðar að svo sé ekki. „Þú getur fundið það á yfirliti yfir bankareikninga en það er dálítið erfitt að fletta upp bankareikn- ingum hjá fyrirtæki sem er með kannski 40 bankareikninga eða meira, þannig að við notumst í stað- inn við bókhaldslyklana og þá eru skýringarnar tiltölulega stuttar,“ segir Heiðar Örn. Spurður út í hlutafélagaform félagsins segir Heiðar: „Það stendur ekki í bók- haldsgögnunum Norðurljós ehf. heldur einungis Norðurljós, ehf.-ið var sett þarna fyrir aftan í grein- argerðinni,“ og bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að þetta hafi verið Norðurljós ehf. Þó svo að Norðurljós hf. hafi í árslok 2007 átt eignir upp á rúman hálfan milljarð þá segir fyrrverandi stjórnarmaður í félaginu að það hafi verið algjörlega eignalaust eftir að hlutur þess í Vodafone (eða raunar móðurfélagi þess, Dagsbrún) var seldur árið 2006. „Já algjörlega, ég held að allt hlutafé hafi verið fært niður og eigendunum greitt út,“ seg- ir Baldur Baldursson, fyrrverandi stjórnarformaður Norðurljósa hf. Eignalaust félag Að sögn Baldurs var eina eign félagsins, áður en hlutaféð var fært niður, eignarhlutur í fjarskiptafyr- irtækinu Vodafone. Baldur bætir einnig við að eftir þetta hafi Baugur átt félagið áfram. Hann segist ekki hafa setið í stjórn félagsins árið 2008. Tveir aðrir fyrrverandi stjórn- armenn í félaginu, sem vildu ekki láta nafns síns getið, sögðu í sam- tölum við blaðamann að Baugur hefði tekið félagið alveg yfir eftir að hlutabréfaeign þess, eignarhlutur í Dagsbrún, var seld. Þá hafi Rúnar Sigurpálsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri félagsins og fulltrúi Baugs í stjórninni, tekið algjörlega við félaginu. Enginn þeirra fyrrv. stjórnarmanna í Norðurljósum hf. sem blaðamaður ræddi við kann- aðist við að félagið hefði veitt 100 milljóna króna lán til Baugs, en allir höfðu þeir að eigin sögn hætt stjórn- arsetu í félaginu fyrir 22. desember 2008. Óljóst er því hvaða Norðurljós lánuðu Baugi þessa fjárhæð, hvar þau fengu peningana fyrir lánveit- ingunni og jafnframt af hverju þau gerðu ekki kröfu í þrotabú Baugs um endurgreiðslu fjárhæðarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Norðurljós Óljóst er hvaða félag lánaði Baugi Group 100 milljónir króna til þess að greiða inn á víxil hjá SPRON í lok árs 2008, stuttu eftir bankahrunið. Leitin að Norðurljósum  Óvíst hvaða Norðurljós lánuðu Baugi 100 milljónir króna til að greiða inn á víxil hjá SPRON í árslok 2008  Tvö félög tengd Baugi Group koma til greina Nýtt kortatímabil Næg bílastæði Nýjar vörur komnar í hús Laugavegi 82,á horni Barónsstígs sími 551 4473 - www.lifstykkjabudin.is Konudagurinn í nánd Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.laxdal.is Útsölulok Verðhrun 50-70% afsláttur VETRARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI Sparidress - Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir FLOTTIR OG LITRÍKIR FRÁ AÐEINS 5.990 VORJAKKARNIR KOMNIR KRINGLAN / SMÁRALIND / FACEBOOK - NAME IT ICELAND Ekki missa af jakkahappdrættinu um helgina, nokkrir heppnir viðskiptavinir vinna jakka Bent S. Einars- son, sem starfað hefur sem for- stjóri Jarðbor- ana frá árinu 1989, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá félaginu. Í tilkynningu kemur fram að Bent kveðji félagið afar sáttur enda hafi hann starfað hjá því í aldarfjórðung. Þar segir jafnframt að nýir eigendur séu að taka við félaginu og því séu nú tímamót hjá því. Bent hafi því ákveðið að stíga til hliðar og gera þannig nýjum eigendum kleift að móta framtíð og stefnu félagsins. Þakkar hann starfsmönnum Jarðborana sam- starfið á liðnum árum. Kristín Flygenring, stjórnar- formaður Jarðborana, þakkar Bent langt og farsælt starf í þágu fé- lagsins, að því er segir í tilkynn- ingunni. Forstjóri Jarðborana segir upp störfum Bent S. Einarsson Þrettán ára piltur varð fyrir lík- amsárás á bílastæði við Laugar- dalsvöllinn á þriðjudag en hann var sleginn nokkrum sinnum með ein- hverskonar priki. Árásarmaðurinn er talinn vera fáeinum árum eldri og líklegast á menntaskólaaldri. Ekki er vitað hvað honum gekk til en annar piltur var með árásar- manninum í för og er sá á svipuðum aldri. Sá sem fyrir árásinni varð leitaði á slysadeild en hann fann fyrir eymslum í bæði höndum og fótum. Leitað var árangurslaust að árásarmanninum og félaga hans en þeir eru báðir grannvaxnir og voru klæddir í svartar hettu- peysur. Árásar- maðurinn er tal- inn vera um 180 cm á hæð. Þeir sem geta varpað ljósi á málið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á höf- uðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig má senda tölvupóst, abend- ing@lrh.is. Lögregla leitar árásarmanns í Laugardal Níu þingmenn hafa lagt fram þings- ályktunartillögu á Alþingi um rann- sókn á starfsemi lífeyrissjóðanna frá 1997 til 2011. Flutningsmenn tillög- unnar eru þingmennirnir Eygló Harðardóttir, Margrét Tryggva- dóttir, Siv Friðleifsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Vigdís Hauksdóttir, Þráinn Bertelsson, Birgitta Jónsdóttir, Lilja Mósesdóttir og Þór Saari. Rannsókn á starfsemi lífeyrissjóð- anna, sem kynnt var fyrr í þessum mánuði, var gerð að frumkvæði Landssamtaka lífeyrissjóða, en sam- tökin fólu ríkissáttasemjara að velja þrjá menn í nefndina. Nefndin skil- aði skýrslu í fjórum bindum. Í tillögu þingmannanna er vísað í lög um rannsóknarnefndir sem sam- þykkt voru á síðasta ári. „Rannsókn- arnefndin varpi sem skýrustu ljósi á starfsemi lífeyrissjóðanna á þessu tímabili, þ.m.t. fjárfestingarstefnu, stjórnun, stefnumótun, ákvarðana- töku, áhættumat, endurskoðun, eft- irlit, markaðsáhrif, tryggingafræði- lega stöðu og tengsl við atvinnulífið, verkalýðshreyfinguna og stjórn- málamenn,“ segir í tillögunni. Vilja rannsókn á lífeyrissjóðunum Morgunblaðið/Eggert Alþingi Þingmenn vilja rannsaka lífeyrissjóðina, m.a. Þór Saari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.