Morgunblaðið - 16.02.2012, Síða 18

Morgunblaðið - 16.02.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjármálaráðherra Grikklands, Ev- angelos Venizelos, sagði í gær að „mikil hætta“ væri á því að Grikkir þyrftu að leggja niður evruna vegna þess að ráðamenn nokkurra evru- landa vildu ekki lengur að Grikkland yrði áfram á evrusvæðinu. Venizelos skírskotaði einkum til stjórnvalda í Þýskalandi, Hollandi og Finnlandi sem hafa efasemdir um að grísk stjórnvöld standi við sparn- aðartillögur sem samþykktar voru á gríska þinginu um helgina. The Financial Times sagði í gær að vaxandi ágreiningur væri innan Evrópusambandsins um hvort veita ætti Grikklandi neyðarlán til að af- stýra greiðsluþroti í næsta mánuði. Skiptar skoðanir væru einnig um hvaða afleiðingar greiðsluþrot Grikklands myndi hafa. Oli Rehn, sem fer með efnahags- mál í framkvæmdastjórn ESB, hef- ur varað við því að greiðsluþrot Grikklands myndi hafa „hörmulegar afleiðingar“ og skorað á ráðamenn evrulandanna að samþykkja neyðar- lánið. The Financial Times segir að Seðlabanki Evrópu og ríkisstjórn Frakklands styðji afstöðu Rehns en stjórnvöld í Þýskalandi, Hollandi og Finnlandi treysti ekki grískum stjórnvöldum til að standa við skil- málana og beiti sér sífellt meira fyrir því að Grikkland verði látið fara í greiðsluþrot. „Við nálgumst óðum greiðsluþrot,“ hafði blaðið eftir hátt- settum embættismanni sem tekur þátt í viðræðum evrulandanna. „Þjóðverjar, Finnar og Hollend- ingar eru að missa þolinmæðina.“ The Financial Times hefur einnig eftir Wolfgang Schäuble, fjár- málaráðherra Þýskalands, að evru- svæðið sé betur undir það búið núna að takast á við greiðsluþrot evruríkis en fyrir tveimur árum. Schäuble áréttaði í útvarpsviðtali í gær að hann efaðist um að sparnaðartillögunum yrði komið í framkvæmd í Grikklandi eftir þing- kosningar sem ráðgerðar eru í apríl. „Við getum hjálpað en við ætlum ekki að dæla peningum í botnlausa hít.“ Gríski fjármálaráðherrann skír- skotaði til þessara sjónarmiða þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. „Við þurfum að segja grísku þjóðinni sannleikann,“ sagði hann. „Nokkrar þjóðir á evrusvæðinu vilja okkur ekki lengur.“ Ráðgert hafði verið að fjár- málaráðherrar evrulandanna kæmu saman í Brussel í gær til að ræða málið en ákveðið var að halda í stað- inn símafund. Ráðgert er að ráð- herrarnir komi saman í Brussel á mánudag til að ákveða hvort veita eigi Grikklandi aðstoðina. Stendur við samkomulagið með fyrirvara Búist er við að Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsflokksins Nýs lýðræð- is, verði næsti forsætisráðherra Grikklands eftir kosningarnar í apr- íl. Hann studdi sparnaðartillögurnar á gríska þinginu en gaf til kynna að hann vildi semja um breytingar á neyðarláninu eftir kosningarnar. Ráðamenn á evrusvæðinu kröfð- ust þá þess að leiðtogar flokkanna, sem eiga aðild að bráðabirgðastjórn- inni í Grikklandi, legðu fram skrif- legt loforð um að staðið yrði við sparnaðaráformin eftir kosning- arnar. Samaras varð við kröfunni í gær og sendi embættismönnum ESB bréf þar sem hann kvaðst ætla að standa við „markmið og mikil- vægustu stefnuatriði“ sam- komulagsins um skilmála neyðar- lánsins. Hann setti þó þann fyrirvara að ef til vill væri þörf á „lagfæringum“ á stefnunni til að tryggja að hægt yrði að koma öllum markmiðunum í framkvæmd, eink- um hvað varðar hagvöxt. Flokkur Samaras hefur gagnrýnt samkomulagið, segir að of mikil áhersla sé lögð á skattahækkanir og launalækkanir sem hindri hagvöxt eftir fimm ára samdráttarskeið í Grikklandi. Sagðir nálgast óðum greiðsluþrot  Leiðtogar ESB deila um hvort veita eigi Grikkjum aðstoð Óttast gengishrun » Hermt er að þriðjungur inni- stæðna á bankareikningum í Grikklandi hafi verið tekinn út vegna þess að margir telji að drakman verði tekin upp í land- inu að nýju í stað evrunnar. » Sparifjáreigendur óttast að innistæðunum verði breytt í drökmur. Hagfræðingar telja að gengi drökmunnar myndi lækka um 50%. Embættismenn í Hondúras sögðu í gær að talið væri að yfir 350 fangar hefðu farist í eldsvoða í fangelsi í bænum Comayagua. Fréttaveitan AFP hafði eftir ör- yggismálaráðherra Hondúras, Po- peyo Bonilla, að 272 lík hefðu fundist en talið væri að yfir 350 fangar hefðu farist. Mannréttindafulltrúinn Ra- mon Custodio sagði að 850 fangar hefðu verið í fangelsinu og ekki væri vitað um afdrif 357 þeirra. „Þetta þýðir ekki að þeir hafi allir dáið,“ sagði hann og bætti við að einhverjir fanganna kynnu að hafa verið fluttir á sjúkrahús eða notað tækifærið til að strjúka úr fangelsinu. Tugir fanga voru fluttir á sjúkra- hús í bænum. Til átaka kom þegar um 300 ætt- ingjar fanga reyndu að ryðjast inn í fangelsið í örvæntingarfullri tilraun til að komast að því hvort þeir væru á lífi. Verðir hleyptu af byssum upp í loftið og beittu táragasi gegn fólkinu. Fram hafa komið tvær tilgátur um eldsupptökin. Slökkvilið bæjarins sagði að verið væri að rannsaka hvort kviknað hefði í út frá rafmagni eða hvort fangi hefði kveikt í dýnu. Reuters Stórbruni Fangi með brunasár er hér fluttur á sjúkrahús í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras, eftir eldsvoða í fang- elsi í bænum Comayagua, um 75 km norðan við höfuðborgina. Margir fanganna brunnu inni í læstum klefum. Hundruð fanga fórust í eldsvoða í Hondúras –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. mars. FERMINGAR Fermin g SÉRBLAÐ Föstudaginn 9. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin- sælustu sérblöðumMorgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Eftirminnilegar fermingargjafir. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.