Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Jæja kæra vinkona. Þá ertu farin. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú varst í mínum Sigríður Hjaltberg Vilhjálmsdóttir ✝ Sigríður Hjalt-berg Vilhjálms- dóttir fæddist að Gunnfríðarstöðum í Langadal, A- Húnavatnssýslu, 14. nóvember 1921. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 21. jan- úar 2012. Sigríður var jarðsungin frá Hólaneskirkju 27. janúar 2012. huga ekki grái tónninn í litakass- anum heldur þessi litríki, sá sem gaf tóninn svo gustaði af en samt svo blíð og hlý. Við vissum hvor af annarri en kynntumst fyrst þegar þú fluttir á Skagaströnd á Dvalarheimili aldr- aðra, Sæborg. Með okkur bundust tryggðabönd sem aðeins dauðinn skildi að. Börnin mín nutu líka góðs af kynnunum við þig hvort sem var að hlaupa með prjónana úr skólanum í frímínútunum til að bjarga því sem bjargað varð fyrir næsta handavinnutíma, kíkja í kakó, detta inn hjá þér og spila og svona má lengi telja. Þeim fannst heldur ekki leið- inlegt að fá símhringingu frá þér með ósk um að koma til þín því þig vantaði hönd eða fót til að máta því þá varstu að prjóna á ungu afkomendurna fyrir sunnan. Í þeirra huga varstu amma þeirra. Mikið þótti mér vænt um það á fermingardaginn hennar Hönnu Rúnu þegar þú réttir mér pakka og sagðir: Stína mín, ég átti alltaf eftir að gefa þér fermingargjöf og úr pakkanum kom sjal til að hafa með upphlutnum mínum. Þær eru ógleymanlegar ferðirnar sem við fórum hvort sem var á tónleika, kirkjulegar samkomur, eða þegar við ákváðum að skella okkur að Hólum í Hjalta- dal og ekki var síðra að sitja bara og spjalla um alla skapaða hluti. Þegar ég og dætur mínar fluttum suður héldum við sam- bandi og alltaf var kíkt á þig í norðurferðum. Við vorum sam- mála um að tilvera okkar væri undarlegt ferðalag, við værum gestir á Hótel Jörð og að við ættum að læra af þeim sem við umgengjumst. Ég lærði margt af þér en það sem fær mig til að brosa er glettnin, stríðnin og eldmóðurinn sem ég fékk að kynnast frá þér á þínum efri ár- um. Ég er mjög þakklát fyrir samverustundina okkar í haust því þá áttum við okkar síðustu gæðastund og kvöddumst. Þakka þér, kæra vinkona, fyrir samfylgdina. Ljónið hefur reist makkann og tekist á við ný verkefni. Kristín Sigríður Þórðardóttir. ✝ Kristinn S. Jós-epsson fæddist á Patreksfirði 20. maí 1922. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 19. janúar 2012. Foreldrar hans voru Guðbjörg Þórðardóttir, f. 22. desember 1888, d. 21. júní 1972 og Jós- ep Víglundur Guð- jónsson, f. 17. desember 1893, d. 12. ágúst 1976. Systkini Kristins eru: Þórður, f. 2. desember 1918, Halldór, f. 19. maí 1925 og Guð- rún, f. 1. nóvember 1927, sem öll eru látin. Eftirlif- andi systkini Krist- ins eru Reynir, f. 9. október 1930 og Guðríður, f. 12. júní 1923. Kristinn giftist Huldu Sveins- dóttur, f . 11. mars 1929, d. 7. nóv- ember 1996. Kristinn starfaði sem atvinnubílstjóri hjá Olíufélaginu Esso nær allan sinn starfsaldur. Útför Kristins fór fram frá Fossvogskapellu 27. janúar 2012. Mig langar að minnast með nokkrum orðum frænda míns Kristins Jósepssonar, eða Kidda eins og hann var ávallt kallaður. Kiddi var maður sem kunni að njóta lífsins og leið mér alltaf vel í návist hans. Ég á margar ómet- anlegar minningar af Kidda sem ég mun alltaf halda fast í. Skemmst er að minnast ferðanna okkar vestur þegar við fórum tveir saman til Patreksfjarðar á Dodge-inum hans að heimsækja ættingja og njóta þess að dvelja á hans æskuslóðum. Hann lét það ekkert á sig fá þótt hann væri kominn á níræðisaldur, enda var hann einstaklega heilsuhraustur maður. Ég átti mörg samtölin við Kidda um hin ýmsu mál. Við ræddum saman um fótbolta, box, bíla, stjórnmál og allt milli himins og jarðar. Undanfarin ár var það fastur liður um helgar að Kiddi kæmi í heimsókn til okkar í Hafnarfjörð- inn og borðaði með okkur kvöld- verð. Hann kom yfirleitt seinni- part dags og við horfðum saman á ensku úrvalsdeildina. Við studd- um hvor sitt liðið, hann studdi Liv- erpool en ég Tottenham Hotspur. Ef þannig hittist á að Liverpool og Tottenham spiluðu á sama tíma skiptum við bara reglulega á milli rása og fylgdumst með báðum leikjunum. Kiddi var eins og áður hefur komið fram mikill Poolari og var mjög gagnrýninn á liðið og lá ekkert á skoðunum sínum. Við ræddum mikið saman um boltann og ræddum oft hugsanleg leik- mannakaup og sölur hjá ensku lið- unum. Kiddi hafði þann eiginleika að hann stóð fastur á sínu og þá að- allega þegar kom að hlutum eins og stjórnmálum. Sumt vorum við sammála um í þeim efnum en ann- að ekki eins og gengur og gerist. Kiddi var einnig mikill húmoristi og sagði margar skemmtilegar sögur sem margar hverjar áttu sér stað fyrir vestan. Ég kveð Kidda með miklum söknuði og ég er ólýsanlega þakklátur fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig og mína nánustu. Stundirnar sem við áttum saman eru ómetanlegar. Sindri Steinþórsson. Kristinn S. Jósepsson Þekktir þú ekki Guðlaugu? var spurt. – Jú, við Guðlaug þekkt- umst sannarlega vel og ég sagði frá ferð okkar ásamt Nínu skóla- systur okkar fyrir allmörgum ár- um – fyrst til Englands þar sem við unnum í þvottahúsi sjúkra- húss í Golders Green í London og bjuggum í kastala sem einhver Lord hafði arfleitt spítalann að – það var mikil upplifun og ekki langt síðan við Lulla rifjuðum þetta upp yfir kaffibolla. Þær voru strangar yfirhjúkkurnar þar en okkur fannst það nú bara fyndið sem það auðvitað var. Við Nína fengum vinnu í þvottahúsinu en Lulla var send upp á óopnaða deild og var í mestu vandræðum með að sýnast gera eitthvað því þar var enginn, nema hún og nokkrir iðnaðar- menn. Einn daginn bar svo við að inn kom frú hjúkka og henti henni út. Þann dag birtist Lulla í þvottahúsinu þar sem hún gekk niðurlút á eftir tveimur hjúkkum. Við Nína vissum ekki hvað hafði gerst fyrr en við gátum talað saman í hádeginu. Þá kom í ljós að Lulla hafði verið tekin eins og Eva í Paradís sitjandi á gólfinu í einni stofunni ásamt einum iðn- aðarmanni að borða epli. Þvottahúsið var ekki nein Paradís þar sem við Nína puð- Guðlaug Sigurðardóttir ✝ Guðlaug Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 9. október 1941. Hún lést 25. janúar 2012. Útför Guðlaugar var gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 6. febrúar 2012. uðum í hita og gufu. Þess vegna sögðum við að Lullu hefði verið hent út úr Paradís. Eftir dvölina þar enduðum við í Kaupmannahöfn. Við bjuggum í sum- arhúsi vinkonu mömmu minnar úti í Vallensbæk. Þetta var utan almenns sumartíma svo fáir voru þar á ferð og svakalega dimmt á kvöld- in, virkilega skuggalegt. Við skemmtum okkur vel og var mik- ið hlegið. Móðursystur mínar höfðu miklar áhyggjur af okkur og vistuðu okkur með góð ráð eins og að hafa með okkur pip- arstauk og hattanál ef við mund- um lenda í vandræðum inni í Kaupmannahöfn sem væri hættuleg á kvöldin. Og alls ekki bjóða neinum með okkur í sum- arbústaðinn. Við hlógum bara en ég sé vel núna eftir á hvers vegna þær voru svona áhyggjufullar – við ungar og lífsglaðar og til í sitt lítið af hverju. Í þeirra augum vorum við „lige kommet ind med fiŕtoget“ eins og Daninn segir og ætluðum aldeilis að skemmta okkur áður en heim yrði haldið á ný og við tæki vinna og sparn- aður fyrir næstu ferð. Mamma Lullu passaði strák- inn hennar og mér fannst það alltaf svo flott hjá henni því henni fannst að Lulla ætti að fá að kom- ast út með okkur. Tilefnið var náttúrulega að mennta okkur og læra enskuna betur. Engin hló með augunum eins og Lulla – djúpblá augun. Lífið var henni ekki alltaf hliðhollt frekar en öðr- um. Samt hélt hún alltaf sínum góða húmor enda var hún lífsglöð að eðlisfari. Leiðir skilur og hver fer í sína átt eins og gengur. Það var bara nú síðustu árin að við hittumst aftur nokkrum sinnum og gátum rifjað upp öll þau skondnu atvik sem hafði drifið á okkar daga þegar við flugum út í heim saman. Þegar árgangurinn hittist í fyrravor var ekki að sjá að hún væri veik, þvert á móti var hún glæsilegust allra. Hún stóð upp og sagði okkur sögu úr æsku sinni á Hverfisgötunni við mikla hrifningu okkar allra. Blessuð veri minning hennar. Ulla. Mig langar til að minnast tryggrar æskuvinkonu minnar sem fallin er frá eftir löng og ströng veikindi. Hún lét aldrei bugast, kvartaði aldrei og lifði líf- inu lifandi fram á síðustu stundu. Í mínum huga var hún gull af manni og hafði margt til brunns að bera. Við höfðum þekkst frá barnsaldri en við ólumst upp á Hverfisgötu í Hafnarfirði, í hús- um sitthvorumegin götunnar. Mínar fyrstu minningar tengjast Lullu, en það var Guðlaug alltaf kölluð. Það var gott samfélag á Hverf- isgötunni. Börnin léku sér saman á götunni, voru úti allan daginn og það var alltaf nóg við að vera. Þetta var á hernámsárunum og mér er minnisstætt þegar bíll með bandarískum hermönnum kom keyrandi eftir götunni og gaf okkur stóra dós, fulla af sæl- gæti. Einn strákanna fór með dósina inn til sín og mamma hans skipti síðan namminu á milli allra krakkanna. Ég á líka góðar minningar frá því þegar Lulla fékk að koma með mér í sveitina til móðursyst- ur minnar. En þetta rifjuðum við upp saman fyrir ekki svo löngu. Á unglingsárunum fórum við líka saman til Vestmannaeyja á þjóðhátíð. Hún átti skyldmenni í Eyjum og trúlega hefur það ráðið því að við fengum leyfi til farar- innar. Þetta var eftirminnilegt ferðalag en við fórum með tjald og settum það upp inni í Herjólfs- dal. Fyrstu nóttina gerði ofsaveð- ur og tjaldið fauk niður. Við náð- um að koma því upp aftur og gistum þar áfram en fengum svo húsaskjól hjá skyldmennum Lullu síðustu nóttina okkar í Eyj- um. Stundum var langt á milli okk- ar, t.d. þegar hún bjó í Kanada, en sambandið rofnaði aldrei. Við náðum mjög vel saman og aldrei slettist upp á vinskapinn. Ég á eftir að sakna þess að Lulla birt- ist á tröppunum hjá mér, en hún kom oft óvænt í heimsókn og það urðu alltaf fagnaðarfundir. Við gátum talað saman um allt á milli himins og jarðar og þá voru sím- tölin líka ófá. Lullu var margt til lista lagt. Hún var góður penni og gat líka málað en ég minnist sérstaklega myndar eftir Lullu sem hún hafði í stofunni hjá sér. Þá var hún líka oft að prjóna þegar ég kom í heimsókn. Lulla hafði gaman af því að fara í leikhús og þangað fórum við saman en leikhúsferð- irnar okkar urðu því miður alltof fáar. Við leiðarlok vil ég þakka Lullu fyrir löng og góð kynni og alla hennar tryggð við mig. Hún reyndist mér vel alla tíð og ekki síst undanfarin ár eftir að ég missti eiginmann minn. Ég votta ástvinum hennar samúð mína. Hugur minn er hjá ykkur. Hafðu hjartans þökk fyrir allt, elsku Lulla mín. Minning þín mun allt- af lifa í hjarta mínu. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Sigríður Magnúsdóttir (Sirrý). Elsku mamma mín, loks fékkstu að kveðja. Og nú vil ég kveðja þig. Þú varst oft ein með okkur systurnar meðan pabbi var á sjónum. Trúlega hefur það á tíð- um verið erfitt, en alltaf fengum við þitt allra besta. Störfin þín Margrét Þ. Sigurðardóttir ✝ Margrét Þ. Sig-urðardóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 3. febrúar 1925. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. jan- úar 2012. Útför Margrétar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 7. febrúar 2012. voru mörg og mis- jöfn, öll jafnmikil- væg. Heimilið okkar, þvottar og elda- mennska. Handa- vinnan þín þegar stundir gáfust. Streðið í skreiðinni. Þú varst trú þínu fram á síðasta dag, kannski hefðirðu viljað haga einhverju á annan hátt. Hver veit? Þú varst þögul, það var þinn háttur. Kjaftagangur var aldrei að þínu skapi. Ég er fegin tímanum sem við áttum saman nú fyrir skömmu. Þegar við skoðuðum jólaljósin og ég setti upp ljós í her- berginu þínu. Þér fannst það fal- legt, þú lúrðir við éljaganginn. Notalegar stundir mamma mín, þótt þú hafir þurft að hvíla þig. Þau voru nokkur árin sem það hrjáði þig sjúkdómur; elliglöpin sem í dag eru kölluð Alzheimer. Ég veit þú vilt senda þakkir til starfsfólksins á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Ég þakka þeim líka alúð og natni. Mig langar líka að þakka syninum sem þú áttir aldrei, ef ég má segja svo. Hjörtur Laxdal átti sér stað í hjarta þínu og brosið sem þú sendir honum var annað en það sem við fengum við stelp- urnar. Hann var duglegur að sækja þig heim, spjalla og bara halda þér í hönd. Það skipti máli. Nú hvílirðu þig mamma, sofðu rótt. Þín dóttir, Steinþóra Guðbergsdóttir. Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ólafsgeisli 101, 225-6510, Reykjavík, þingl. eig. Vilborg Þórunn Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 20. febrúar 2012 kl. 15:00. Suðurlandsbraut 4a, 201-2668, Reykjavík, þingl. eig. SBR 4a ehf., gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 20. febrúar 2012 kl. 11:00. Vesturberg 4, 205-0851, Reykjavík, þingl. eig. Guðlaugur Hilmarsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 20. febrúar 2012 kl. 13:30. Vesturberg 26, 205-0814, Reykjavík, þingl. eig. Sigurbjörg Magnús- dóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 20. febrúar 2012 kl. 14:00. Þórufell 6, 205-2004, Reykjavík, þingl. eig. Halldór Guðmundsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjavíkurborg, mánudaginn 20. febrúar 2012 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 15. febrúar 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Blómsturvellir 6, Svf. Árborg, fnr. 222-6369, þingl. eig. Reynir Már Sig- urvinsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Kaupthing mkortgages Fund, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 23. febrúar 2012 kl. 09:15. Egilsbraut 2, Svf. Ölfus, fnr. 221-2144, þingl. eig. Ragnar Þór Sigþórs- son, Reynir Guðfinnsson og Ágúst Örn Grétarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 23. febrúar 2012 kl. 10:35. Eyjasel 2, Svf. Árborg, fnr. 219-9566, þingl. eig. Verslunarsambandið í Rvk ehf., gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 23. febrúar 2012 kl. 09:30. Finnsbúð 13, Ölfusi, fnr. 228-6569, ehl. gþ., þingl. eig. Eiríkur Gíslason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sveitarfélagið Ölfus og Tryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 23. febrúar 2012 kl. 11:05. Hestagata 3, Svf. Árborg, fnr. 219-9673, þingl. eig. Einar Jóelsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan ehf.,Tryggingamiðstöðin hf. ogTrygg- ingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 23. febrúar 2012 kl. 09:55. Reykjabraut 24, Ölfusi, fnr. 221-2669, þingl. eig. Kristjana Adda Ing- varsdóttir og Ágúst Þór Vilhjálmsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóð- ur, fimmtudaginn 23. febrúar 2012 kl. 10:45. Sólvellir 1, Svf. Árborg, fnr. 219-9868, þingl. eig. Kristinn Jón Reynir Kristinsson og Pálína Ágústa Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalána- sjóður og Sveitarfélagið Árborg, fimmtudaginn 23. febrúar 2012 kl. 09:40. Sýslumaðurinn á Selfossi, 15. febrúar 2012. Ólafur Helgi Kjartansson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.