Morgunblaðið - 16.02.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 16.02.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 –– Meira fyrir lesendur Skólahreysti er starfrækt í um 120 grunnskólum landsins og í ár taka um 720 nemendur þátt í mótinu sjálfu. Þetta er einn vinsælasti íþróttaviðburður sem grunnskólakrakkar taka þátt í. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir, sími 569 1105, kata@mbl.is og PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, fimmtudaginn 23. febrúar. Skólahreysti SÉRBLAÐ Þann 28. febrúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Skólahreysti sem hefst 1. mars 2012. Sprengjugengið Sýnir listir sínar. Sprengjugengi Háskóla Íslands verður með tvær sýningar á laug- ardag í Háskólabíói klukkan 13:30 og 15. Aðgangur er ókeypis. Sprengjugengið er hópur efna- fræðinema við HÍ sem hefur staðið fyrir efnafræðisýningum. „Þegar Sprengjugengið er á ferðinni upplifa áhorfendur ótrú- legar litasjónhverfingar, óvenju- legar gastegundir á sveimi og óg- urlegar sprengingar sem kitla hlustirnar,“ segir í tilkynningu. Sprengjugengið með sýningar Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað í vikunni að fella niður fasteigna- gjöld 2012 á íbúðarhúsnæði í eigu íbúa sem eru 70 ára og eldri. Í tilkynningu frá Elliða Vignis- syni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, segir að bæjarráðið telji að sterkur rekstur seinasta árs hafi búið til aukið svigrúm til að lækka álögur á eldri borgara með það fyrir augum að gera þeim kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði. Inn í þessa ákvörðun spili að illu heilli hafi ríkið þrengt mjög að eldri borgurum seinustu ár og við því verði sveitarfélög að bregðast ef þau hafi til þess getu. Í tilkynningunni kemur fram að Vestmannaeyjabær hafi áður ákveðið að veita öllum börnum und- ir 18 ára frítt aðgengi að sundlaug- inni, styrkir til íþrótta- og tóm- stundafélaga hafi verið auknir, leikskólagjöld farið úr því að vera þau hæstu á landinu niður fyrir landsmeðaltal og öllum börnum í grunnskólum standi til boða nið- urgreiddur hádegismatur. Eyjar Sterkur rekstur síðasta árs hefur aukið svigrúm til að lækka álögur á eldri borgara. Vestmannaeyjabær fellir niður fasteignagjöld hjá íbúum 70 ára og eldri Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landsbankinn efnir á næstu vikum til opinna funda víða um land um stöðu bankans, stefnu hans og framtíð. Fram kemur í tilkynningu að á síðasta ári hafi Landsbankinn stað- ið fyrir níu slíkum fundum sem ríf- lega 800 manns sóttu. Að þessu sinni verði lögð megin- áhersla á atvinnusköpun og frum- kvæði í atvinnulífinu og með í för verði fulltrúar frá Nýsköpunarsjóði og nýjum fyrirtækjum í ýmsum at- vinnugreinum, sem muni fjalla um reynslu sína af uppbyggingu á síð- ustu árum. Þegar hafa verið haldnir fundir á Sauðárkróki og í Fjarðabyggð. Í kvöld verður fundur í Reykjanesbæ og síðar verða fundir í Kópavogi, Snæfellsbæ, á Ísafirði, Selfossi og loks á Akureyri miðvikudaginn 29. febrúar. Meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í fundaröð bankans eru Val- orka, Gagnavarslan, Grindavík Ex- perience, Ferðaþjónustan Mjóeyri, Kerecis, Steinunn, Caoz, Saltverk og Sjávarleður. Fundað Höfuðstöðvar Landsbankans. Landsbankinn efnir til opinna funda Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) halda í dag ráðstefnu sem nefnist „ Dagur menntunar í ferðaþjón- ustu“. Verður ráðstefnan á Hilton Reykjavík Nordica og að sögn samtakanna mun athyglin þar beinast að mikilvægi stjórnand- ans, símenntun og fræðslu starfs- fólks. Til ráðstefnunnar hefur m.a. verið boðið þremur fyrirlesurum: Tony Donohoe, fræðslustjóra systursamtaka Samtaka atvinnulífsins á Ír- landi, Hrund Gunnsteinsdóttur hjá Krád Consulting og Helmut Kronika, framkvæmdastjóra BEST í Austurríki. Í lok ráðstefnunnar verður starfsmenntaviðurkenning SAF afhent því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í greininni. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mun afhenda viðurkenninguna. Ráðstefna um menntun í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Eggert Þinghópur Hreyfingarinnar boðar til opins fundar í dag um íslenska lífeyrissjóðakerfið. Er þetta í tilefni af útkomu skýrslu um lífeyrissjóð- ina Framsögumenn verða Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri, Eygló Harðardóttir þingmaður, Margrét Tryggvadóttir þingmaður, Ragnar Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, og Vilhjálmur Birgisson, for- maður VLFA Fundurinn verður í Grasrót- armiðstöðinni, Brautarholti 4 í Reykjavík og stendur frá klukkan 20 til 22. Rætt um stöðu lífeyrissjóðanna STUTT Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Okkur er tilkynnt 27. janúar að börnin fari í Engi næsta vetur og við vorum ekkert spurð hvað við vildum gera. Skólastjórinn hefur ekki einu sinni kallað okkur á fund,“ segir Ingibjörg Hjaltadóttir, foreldri barns í 7. bekk í Vættaskóla-Borgum í Grafarvogi. Engjaskóli og Borga- skóli sameinuðust í Vættaskóla í byrjun janúar. Sú ákvörðun hefur verið tekin að sameina unglingadeild skólans næsta haust og þurfa börnin í 8. til 10. bekk í Borgum að fara yfir í Engi. Óánægja er með það meðal foreldra, þá sérstaklega hvernig að sameiningunni var staðið. Foreldrafundur í ísbúð „Það eru 27 krakkar í 7. bekk í Borgum og þau hafa verið saman í bekk frá upphafi. Næsta haust á að taka þau í sundur, dreifa í 8. bekkina í Engjaskóla og setja í nýtt umhverfi á viðkvæmu aldursskeiði,“ segir Ingibjörg og bætir við að hún hafi ekki fengið nein haldbær rök fyrir þessum flutningi. „Þeir segja að þetta sé til- raunaverkefni sem verði faglega metið eftir þrjú ár. Þá verður barnið mitt búið að ljúka 10. bekk. Ég er ekki tilbúin að taka áhættuna á að setja barnið í þessa tilraun því ég vil að það geti staðið sterkt uppi eftir grunnskóla og valið sér mennta- skóla. Ég er sárust yfir að vera ekki spurð hvort ég vilji setja barnið mitt í þessa tilraun, þetta er bara ákveðið af borginni og mér er sagt að mig varði ekki um þetta,“ segir Ingi- björg. Óánægðir foreldrar barna í 7. bekk í Borgum héldu fund í byrjun febrúar um stöðuna. Fundurinn fór fram í ísbúðinni í Spöng eftir að leyfi til að funda í skólanum var dregið til baka. Foreldrarnir áttu að fá að vera í skólastofu barna sinna en þegar halda átti fundinn hringdi aðstoðar- skólastjórinn í forsvarsmann for- eldranna, dró leyfið til baka og sagði að forsendur fundarins hefðu breyst. En nokkrir foreldrar barna í öðrum bekkjum í Borgum vildu funda með þeim og þá máttu þeir ekki vera í skólastofunni. Foreldrunum þótti undarlegt að fá ekki að vera í skól- anum því þetta voru aðeins foreldrar barna í Borgum sem ætluðu að funda um hag barna sinna. Um þrjá- tíu foreldrar mættu á fundinn í ís- búðinni. Dæmt til að mistakast Sigurrós Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Vættaskóla-Borga, staðfestir að það sé óánægja hjá ákveðnum hópi foreldra með sam- einingu unglingadeildanna. „Yfir- völd þurfa að vinna svona viðkvæm mál í góðu samstarfi við foreldra svo að vel takist til. Óánægjan á sér fyrst og fremst grunn í samskiptaleysi borgaryfirvalda við foreldra,“ segir Sigurrós. Morgunblaðið/Golli Óánægja Frá vígslu Borgaskóla í Grafarvogi árið 2001. Nú hefur hann ver- ið sameinaður Engjaskóla og heitir nýr skóli Vættaskóli. Gengið framhjá for- eldrum í Vættaskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.