Morgunblaðið - 16.02.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.02.2012, Qupperneq 14
Þróun mannfjölda og þjóðkirkjunnar 320.000 300.000 280.000 260.000 240.000 220.000 200.000 Mannfjöldi 1. janúar ár hvert Skráðir í þjóðkirkjuna 1998 2012 272.381 244.893 (89,91%) 245.456 (76,81%) 319.575 Dæmi um þróun í öðrum trúfélögum 2000 2004 2008 2012 Fjöldi 1. janúar: Fríkirkjan í Reykjavík Kaþólska kirkjan Ásatrúarfélagið Búddistafélag Íslands Múslimar* Utan trúfélaga *Fram til 2010 var aðeins Félag múslima á Íslandi. Þá varð til nýtt félag, Menningarsetur múslima á Íslandi. Tölur fyrir 2012 eru samanlagður fjöldi í báðum félögum. Heimild: Hagstofa Íslands 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 5. 13 2 3. 85 7 5. 59 4 8 .0 74 10 .4 55 5. 93 8 7. 51 1 9. 14 3 35 3 4 18 13 4 78 7 51 9 29 2 1. 15 4 75 9 37 3 1. 95 1 94 9 69 45. 99 6 6. 94 1 8. 78 7 15 .8 0 2 FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skráðir félagar í þjóðkirkju Íslands voru 245.456 á nýársdag 2012 og höfðu þá ekki verið jafn fáir á fyrsta degi ársins síðan árið 1998. Ísland er ung þjóð og fjölgar landsmönnum ár frá ári. Árið 2010 er undantekning á tímabilinu sem hér er til skoðunar en þá varð fækkun vegna brottflutnings. Hlutfall skráðra félaga í þjóðkirkj- unni hefur ekki aðeins staðið í stað heldur hefur það minnkað sem hlut- fall af íbúafjöldanum. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands voru landsmenn 272.381 á nýársdag 1998 og hafði þeim því fjölgað um 47.194 hinn 1. janúar sl. er íbúafjöldinn stóð í 319.575. Yfirfært í prósentur þýðir þetta að 1. janúar 1998 voru rétt tæplega 90% Íslendinga skráð í þjóð- kirkjuna eða ríflega 13% fleiri en á nýársdag 2012, þegar hlutfallið var 76,8%. 7.600 færri í þjóðkirkjunni Eins og kortið hér til hliðar sýnir varð stöðug fjölgun í þjóðkirkjunni á árunum 1998 til 2009 er skráðum fé- lögum tók að fækka. Félagar urðu flestir árið 2009 er þeir voru 253.069. Sem fyrr segir voru þeir 245.456 á nýársdag í ár og hefur þeim því fækkað um ríflega 7.600 á þrem ár- um. Til að setja þessa tölu í sam- hengi voru 2.766 skráðir í þjóðkirkj- una í Seltjarnarnesprestakalli 1. desember 2011 og 4.532 í Selfoss- prestakalli sama dag ársins 2011, eða samanlagt 7.298 trúfélagar. Hröð fjölgun kaþólikka Allt annað er uppi á teningnum hjá kaþólsku kirkjunni. Þar hefur skráðum félögum fjölg- að úr 3.214 á nýársdag 1998 í 10.455 1. janúar sl. Jafngildir aukningin því að kaþólikkum hefur fjölgað úr 1,18% sem hlutfall af þjóðinni í 3,27%. Með öðrum orðum: Einn af hverjum 90 Íslendingum játaði kaþ- ólska trú árið 1998 en einn af hverj- um 30 á nýársdag 2012. Aukningin hjá kaþólska söfnuðin- um er hröðust upp úr árinu 2005 og má ætla að það skýrist af straumi innflytjenda frá ríkjum í Austur- Evrópu þar sem kaþólska er trú mikils þorra íbúanna. Þriðja dæmið um miklar breyting- ar á félagatali trúfélaga er ásatrúar- félagið. Árið 1998 var 0,1% Íslend- inga skráð í söfnuðinn, alls 280 manns. Þeir hafa nú hátt í sjöfaldast í 1.951 eða sem nemur um 0,61% íbúafjöldans á nýársdag. Hefur ásatrúarmönnum því fjölg- að úr að vera einn af hverjum þúsund Íslendingum í að vera um það bil einn af hverjum 164. Hátt í 700 múslímar á Íslandi Múslímum á Íslandi hefur líka fjölgað mikið á tímabilinu. Árið 1998 voru 78 skráðir í félag múslíma á Íslandi. Þeim fjölgaði svo jafnt og þétt í 404 árið 2009 en svo fækkaði í félaginu árin 2010 og 2011. Á nýársdag á þessu ári hafði félögum fjölgað ný og voru þeir þá 419. Við þetta bætist að í mars 2009 viður- kenndi dóms- og kirkjumálaráðu- neytið Menningarsetur múslíma á Íslandi sem skráð trúfélag. Félagar í setrinu voru 218 árið 2010, 274 árið 2011 og 275 á síðasta nýarsdag. Fé- lögin tvö eru aðskilin og voru skráðir múslímar á Íslandi því 694 á fyrsta degi ársins. Búddistum hefur líkað fjölgað mikið og voru þeir 949 á nýársdag 2012 eða um þrefalt fleiri en sama dag árið 1998. Fjórðungur ekki í þjóðkirkjunni  Skráðum félögum í þjóðkirkjuna hefur fækkað úr tæpum 90% af landsmönnum árið 1998 í 76,8% í ár  Fjöldi kaþólikka hefur þrefaldast og nálgast nú 11.000  Nífalt fleiri skráðir múslímar nú en árið 1998 Morgunblaðið/Ómar Strandarkirkja Skráðum félögum í þjóðkirkjunni fer fækkandi. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Stór veggur við skíðageymsluna á jarðhæð nýja Icelandair-hótelsins í höfuðstað Norðurlands var á dög- unum skreyttur með einstaklega skemmtilegri ljósmynd. Á henni er keppnislið Menntaskólans á Ak- ureyri á Skíðamóti Íslands á Siglu- firði 1942.    Það var Akureyringurinn Eð- varð Sigurgeirssonar, sá landskunni ljósmyndari, sem tók myndina af þessum glæsilega hópi menntskæl- inga.    Á myndinni sem má hér til hlið- ar eru, frá vinstri: Eggert Steinsen, Haraldur Hermannsson, Jóhann Indriðason, Hermann Stefánsson, íþróttakennari við MA, Sveinn Snorrason, Grímur Björnsson, Pét- ur Blöndal, Júlíus Björn Jóhann- esson, Stefán Þórarinsson og Mika- el Jóhannesson.    Fimm skíðamannanna eru enn á lífi, Jóhann, Sveinn, Grímur, Pétur og Stefán. Svo skemmtilega vill til að einn þeirra býr á Akureyri; Hús- víkingurinn Stefán Erlendur Þór- arinsson. Sigrún Björk Jakobs- dóttir, hótelstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri, bauð Stefáni í heim- sókn í vikunni og þau skoðuðu myndina saman. Hafði Stefán gam- an af.    Stefán rifjaði upp ferðina. Farið var siglandi og sagði Stefán slæmt hafa verið í sjóinn og líklega enginn mjög vel upplagður fyrir skíða- keppni fyrst eftir að í land kom!    Tónlist Bergþóru heitinnar Árnadóttur söngvaskálds verður flutt í stóra salnum í Hofi annað kvöld. Til stóð að tónleikarnir yrðu í litla salnum, Hömrum, en vegna mikillar spurnar eftir miðum voru þeir færðir.    Mörg af þekktari lögum Berg- þóru eru á dagskránni en flytjendur eru Guðrún Gunnars, Pálmi Gunn- arsson, Svavar Knútur, Aðalsteinn Ásberg, Hjörleifur Valsson og Pálmi Sigurhjartarson. Gestasöngv- ari verður menntaskólaneminn Mó- heiður Guðmundsdóttir.    Minningarsjóður Bergþóru var stofnaður í framhaldi af velheppn- uðum tónleikum vorið 2008 og í kjölfar veglegrar heildarútgáfu með verkum söngkonunnar, en tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að tón- list Bergþóru og minning lifi meðal þjóðarinnar. Tónleikar þessa árs eru hinir fimmtu í röðinni.    Magni Ásgeirsson og félagar í hljómsveitinni Killer Queen verða á Græna hattinum í kvöld og leika öll bestu lög sveitarinnar. Einar Þór Jóhannsson Dúndurfréttamaður er genginn til liðs við hópinn og mun sjá um gítarleikinn auk brasilíska snillingsins Thiago Trinsi.    Andrea Gylfason túlkar svo helstu perlur kvikmyndatónlist- arinnar við undirleik Bíóbandsins á Græna hattinum á föstudags- og laugardagskvöld ásamt valin- kunnum undirleikurum.    Þrír listamenn að sunnan opnuðu um síðustu helgi sýningu í Ketilhús- inu; þá fyrstu í því rými á vegum nýstofnaðrar Sjónlistamiðstöðv- arinnar. Þetta eru þeir Móbergur, Rafsteinn og Sæmunkur; eins og þeir kalla sig, listamennirnir Árni Valur Axfjörð, Hafsteinn Michael Guðmundsson og Jón Sæmundur Auðarson. Ástæða er til að hvetja áhugafólk um nútímalist til að koma við í Ketilhúsinu.    Má ég, í fullri vinsemd, biðja Ak- ureyringa um að hafa eitt í huga, eftir að hafa rannsakað það, reynd- ar á mjög óvísindalegan hátt í ára- tug; munið eftir stefnuljósinu. Þetta er líklega ekki hægt að orða á dipló- matískari hátt …    Svo mætti kannski nefna að fólk (líklega utanbæjarmenn …) sem gengur með hundana sína upp með Glerá mætti fylgjast betur með því hvar þessu fallegu og góðu dýr skíta! Fulloft finnst mér ég rekast á slíkan úrgang án þess að ég hafi nokkuð til þess unnið … Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á skíðum Sigrún Jakobsdóttir hótelstjóri og Stefán Þórarinsson. Stefán er annar frá hægri á myndinni á veggnum. Af skíðamönnum og stefnuljósum Þrír í Ketilhúsi Listamennirnir Valur Axfjörð, Jón Sæmundur Auðarson og Hafsteinn Michael Guðmundsson sem sýna nú í Ketilhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.