Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þessa dagana stendur yfir sýning Erlings T.V. Klingenberg myndlist- armanns í Kling & bang galleríi á Hverfisgötu 42. Á sýningunni eru málverk eftir Erling sem óhætt er að segja að máluð séu af miklum krafti – enda vélhjóli beitt við verkið. „Það er ekki að ástæðulausu að ég kalla sýninguna Kraftmikil kúnst,“ segir Erling. Annars vegar sýnir hann mál- verk þar sem litn- um var spólað upp á strigann, og hinsvegar verk þar sem vélhjól spólaði á mál- uðum flötum. „Undirtitill sýningarinnar er síðan „Þráhyggja – frumleiki“ og í sýningunni birtist tvenns konar þráhyggja sem hefur fylgt mér lengi. Annars vegar eru það mótorhjól og hins vegar listin. Eldri bróðir minn keppti mikið á mótorhjólum og ég fékk oft að fara með honum, og hreifst af þessum heimi. Þrettán ára eignaðist ég síðan mitt fyrsta mótorhjól.“ Vissi ekki hvað myndi gerast Erling hefur á liðnum árum getið sér orð fyrir frumlega nálgun í myndlistinni, oft æði íróníska, og hefur í því ferli beitt ýmsum miðlum. „Ég útskrifaðist samt úr mál- aradeild í Myndlista- og handíðaskól- anum,“ segir hann og það útskýrir ef til vill efnisvalið á þessari sýningu, málningu og striga. „Með tímanum hvarf ég frá málverkinu en þessi tvenns konar þráhyggja mætist þó núna, málverkið og mótorhjólið.“ Við gerð verkanna á sýningunni notaði Erling hjólið sem áhald og lætur það líka standa í salnum. „Í stað pensils eða spaða notaði ég þetta verkfæri. Ég vissi ekki fyr- irfram hvað myndi nákvæmlega ger- ast. Ég hafði hugmyndir um það, og maður hefur einhverja stjórn á því hvernig liturinn leggst og blandast, en samt ekki. Það tengist líka hug- myndum listamanna sem kenndir eru við abstrakt-expressjónisma. En ferlið er háð ákveðnum eðl- isfræðilögmálum.“ Erling sat sjálfur á hjólinu sem „málaði“ á strigann, með því að spóla upp mismunandi litum úr málning- arbökkum sem settir voru undir aft- urdekkið og einnig var spólað yfir gólf gallerísins, í gegnum nokkur lög af ýmsum litum. „Ég gerði mikið af því að spóla svona sem unglingur, þá lékum við vinirnir okkur að því að reykspóla á stéttum og malbiki, svona eiginlega teikna með hjól- unum. Þegar ég var að læra í Frank- furt 1995 fór ég að skissa teikningu eins og við vorum að gera ungir á mótorhjólunum. En ég fékk ungan snilling til að aðstoða mig við teikn- inguna á gólfi gallerísins.“ Málunartækni abstrakt- expressjónistanna, eins og Jacksons Pollocks, er iðulega kennd við frelsi og öll höft voru afnumin þar sem þeir slettu á strigann og beittu lík- amanum af krafti við að mála verkin. „Ein helsta hetjan mín þegar ég var í námi var þýski myndlistarmað- urinn Bernd Koberling, sem hefur mikið unnið hér á landi, en hans fyrstu verk voru ekkert svo ósvipuð því sem varð til þegar stóru verkin á sýningunni fæddust. Það sá ég eftir á og þótti það skemmtileg tilviljun,“ segir Erling. Útlagar í samfélaginu Mótorhjól eru iðulega tengd ákveðinni karlmennskuímynd. Er- ling segir að hjólum hafi fjölgað mik- ið hér á landi síðasta áratuginn og sumir eigendur þeirra leggi mikið upp úr því að eiga réttu merkin. „Sumir nota hjólið til að skreyta egó- ið, sem stöðutákn, en ég trúi því samt að sannir mótorhjólamenn horfi fram hjá vörumerkjum og sjái þetta frelsi sem felst í mótorhjólinu,“ segir Er- ling. Hann hugsar sig um og bætir svo við: „Það sama má reyndar sjá í myndlistinni. Sumir sjá bara nafn þess sem er skrifaður fyrir verkinu en ekki um hvað verkið fjallar í raun og veru. Svo er annað; er ekki algengt að litið sé á myndlistarmenn og mót- orhjólamenn sem útlaga í samfélag- inu? Það er mislangsótt hugmynd en þó sé ég ýmsar tengingar þar. Ég vil samt benda á að konum hef- ur fjölgað mikið í þessu sporti og þær eru margar helv. … góðir ökumenn,“ segir hann og hlær. Það þarf varla að spyrja, en á Er- ling ekki mótorhjól sjálfur? „Jú, ég á götuhjól og langar mikið í fjallahjól,“ svarar hann. Auk þess að beita hjóli við mál- unina hefur Erling einnig tekið fjölda ljósmynda af mótorhjólum og sýnir nokkur þeirra „portretta“. Sýning Erlings í Kling & bang stendur til sunnudags og er opin milli 14 og 18 alla dagana. Óhætt er að hvetja áhugamenn um myndlist, og vélhjól, að líta inn. Spólað og slett á strigann  Erling Klingenberg tengir tvenns konar gamla þráhyggju á sýningu sinni í Kling & bang galleríi  Notaði öflugt mótorhjól í stað pensils  „Ég gerði mikið af því að spóla svona sem unglingur“ Ljósmynd/Henrike Mueller Slettur Listamaðurinn gefur hjólinu inn í galleríinu og lætir liti vaða á strigann. Hann málaði með nokkrum litum. Ljósmynd/Henrike Mueller Spólað Ungur vélhjólakappi aðstoðaði Erling við spólverkin í Kling & bang, þar sem spólandi hjólið reif upp nokkur litalög og teiknaði á gólfið. Erling Klingenberg Leiklistarráð hefur úthlutað styrkjum til at- vinnuleikhópa, 71,2 milljónum alls. 74 aðilar sóttu um styrki til 85 verkefna og einnig bárust sex umsóknir um samstarfs- samninga til lengri tíma og fjórar um rekstr- arstyrki. Eftirtalin verkefni hlutu styrki: Leikhópurinn Gljúfrasteinar 1 milljón fyrir „Laxness eins og hann leggur sig“, Leifur Þór Þor- valdsson 2,3 milljónir fyrir „Stund- arbrot“, Litlar og nettar 2,8 millj- ónir fyrir „Dún“, Va Va Voom 3 milljónir fyrir „Breaking news“, Kviss búmm bang 5 milljónir fyrir „24/7 Downtown Reykjavík“, Steinunn Ketilsdóttir 6,2 milljónir fyrir „La familia“, Lab Loki 6,4 milljónir fyrir „Áminnt um sann- sögli“, leikhópurinn Geirfugl 7,7 milljónir fyrir „Segðu mér satt“, Soðið svið 8,3 milljónir fyrir „Rökkurbjörg“, Shalala ehf. 8,3 milljónir fyrir „Inn að beini“. Einnig hlaut Vesturport sex milljón króna starfsstyrk. Styrkir til atvinnuleik- hópa 2012 Úr sýningu Vesturports Árni Matthíasson arnim@mbl.is Á föstudaginn frumsýnir leikhópurinn Aldrei óstelandi leiksýninguna Sjöundá í Kúlunni í Þjóð- leikhúsinu. Sýningin er byggð að hluta á skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, en einnig málsskjölum um atburðina á Sjöundá á Rauða- sandi í upphafi nítjándu aldar sem Gunnar sótti innblástur í. Leikarar í verkinu eru Edda Björg Eyjólfsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Harpa Arnardóttir og Stefán Hallur Stefánsson og leik- stjóri Marta Nordal. Marta segir að þær Edda Björg, sem eru for- svarsmenn leikhópsins, hafi unnið grind að verk- inu en síðan var verkið unnið áfram af leikhópnum öllum. „Við byrjuðum aftur á byrjuninni og breytt- um og bættum nýjum hugmyndum í pottinn. Það er svo margt sem þarf að taka afstöðu til þar sem við erum með málsskjölin annars vegar og svo hinsvegar skáldverkið þar sem Gunnar túlkar yf- irheyrsluna og bætir inn í hana tilfinningum.“ Eins og Marta lýsir verkinu fylgir það ekki línu- legri frásögn hefðbundins leikhúss heldur sé upp- færslan nánast dansleikhús. „Við erum með brota- kennda frásögn sem raðast saman, leikum okkur með tímann, stefnum saman þremur tímalínum; tímum, atburðunum, yfirheyrslunum, sem gerast náttúrlega eftir að atburðirnir hafa átt sér stað, og nútímanum, en við erum í nútímafötum og um- hverfið nútímalegt.“ Þó að morðin á Sjöundá hafi verið kveikjan að skáldverki Gunnars segir Marta að leikritið fjalli ekki beinlínis um verknaðinn, heldur fjalli það um lostann og ástríðuna sem kveikir gjörðirnar, það hvernig fólk sem fer að draga sig saman missir stjórn á ástríðunni og myrðir manneskju. „Sagan í verkinu er mjög skýr, en þetta er leikrit um ástríðu en ekki leikrit um morð og það hvernig þau drepa ástina með morðinu, sem er eins og út- gangspunkturinn hjá Gunnari, hamingjan verður ekki hertekin.“ „Þetta er leikrit um ástríðu en ekki leikrit um morð“  Aldrei óstelandi frum- sýnir Sjöundá í Kúlunni Morgunblaðið/Kristinn Ástríður Frá æfingu leikhópsins Aldrei óstelandi á leikverkinu Sjöundá sem frumsýnt verður í Kúl- unni í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Leikarar eru fjórir en Marta Nordal er leikstjórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.