Morgunblaðið - 16.02.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.02.2012, Qupperneq 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Norrænu tónlist- arverðlaunin, Nor- dic Music Prize, verða veitt í annað sinn í kvöld í Osló. Tólf plötur koma til greina og m.a. eiga Björk og GusGus þar fulltrúa. En mikið vona ég að þessi plata hér, með dönsku pönkrokkssveitinni Iceage, hreppi hnossið. Hún gjör- samlega snýtir öðrum vonbiðlum og ég er enn að melta þá staðreynd að þessi innblásna, ástríðufulla og kol- brjálaða tónlist komi frá Danmörku af öllum löndum en þarlendir hafa ekki beint verið þekktir fyrir stór- kostleg afrek á tónlistarsviðinu. Þessir átján ára gömlu strákar vinna með síðpönksáhrif, hljómurinn er hrár og skítugur og það er bara „eitthvað“ þarna sem hefur hana upp fyrir þær sveitir sem eru að gera tilraunir með sambærilega hluti. Ég man ekki eftir að hafa orðið svona æstur yfir að heyra svona tón- list síðan ég dýfði fyrst tám í þetta form um fermingaraldurinn. Amen. Tékkið á þessu og það sem fyrst! Iceage – New Brigade bbbbb Undur og stórmerki Arnar Eggert Thoroddsen Tólf plötur voru til- nefndar til Nor- rænu tónlistarverð- launanna (sjá líka dóm hér til hliðar) og þriðjungur þeirra er eftir söngkonur. Björk var tilnefnd fyrir Bíófílíuna, hin norska Ane Brun fyrir It All Starts With One og hin sænska Lykke Li fyrir Wound- ed Rhymes, en sú síðasttalda er á þröskuldi heimsfrægðar eftir þessa síðustu plötu sína. Af þessum fjórum þykir mér Anna Järvinen þó hafa náð að landa mest sannfærandi gripnum, þrátt fyrir að teljast þeirra hefð- bundnust. Hér er á ferðinni ang- urvært, blíðlegt popprokk með ræki- legum áttunda áratugar keim (tilkomnum vegna samstarfs hennar við meðlimi Dungen). Hljóðheimurinn er heillandi, lífrænn mjög og umlykj- andi en í miðið standa svo sjálfar lagasmíðarnar, lokkandi og þær líða yndislega áreynslulaust um eyrun, eru nánast heilandi. Gott stöff frá Skandinavíu sem fer allt of oft fram hjá okkur (en það er önnur saga). Norrænn seiður Anna Järvinen – Anna Själv Tredje bbbbn Arnar Eggert Thoroddsen Þeir eru ekki marg- ir sem ná athygli heimspressunar með því að gefa út plötu 77 ára gamlir. Leonard Cohen er heldur ekkert venjulegur maður, arfleifð hans í vestrænni dægurtónlist verður seint ofmetin. Það er því ekki skrýtið að nýja platan hans, Old Ideas, hafi ver- ið lofuð af öllum helstu tónlistar- tímaritum og vefsíðum að und- anförnu. Eins og gefið er til kynna í titlinum er ekki verið að finna upp hjólið hér. Útsetningarnar eru klass- ískar Cohen-útsetningar: minimal- ískar og lágstemmdar þar sem allar tímasetningar eru hárfínar. Lögin líða löturhægt áfram og styðja hár- fínt við rödd Cohens sem er eðlilega orðin hrjúf eftir að hafa verið í fremstu röð í 45 ár. Yfirbragðið á plötunni er hlaðið þessari einstöku reisn sem Coen býr yfir og svo fáum er gefin. Hljómarnir og hljómagang- arnir eru blúsaðir og gospel-skotnir að því leiti er verið að vinna með gamlar hugmyndir af gamla mann- inum. Ef finna ætti einhvern galla á plöt- unni væri það þá helst að maður hef- ur heyrt mikið af þessu áður hjá Co- hen. Lögin fjalla um trú, dauða og reynslusögur sem hljóma kunn- uglega. Það ætti þó alveg að fyrirgefa manninum þar sem hann stóð uppi slyppur og snauður um síðasta áratug eftir að hafa verið snuðaður af um- boðsmanni sínum. Því er skiljanlegt að hann sé ekki jafn leitandi í list sinni eins og t.d. I’m your man frá árinu 1988 þar sem hann gerði vel heppn- aðar tilraunir.Platan stendur þó fylli- lega fyrir sínu og á eflaust eftir að falla í kramið hjá aðdáendum Cohens. Formúlan virkar enn og á plötunni eru nokkur lög sem eru góð viðbót í magnað lagasafn hins aldna meistara. Gamlar hugmyndir virka stundum vel Leonard Cohen - Old Ideas bbbbn Hallur Már Reynsla Cohen gaf út sína fyrstu plötu fyrir 45 árum og hefur engu gleymt. Erlendar plötur Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjamur@mbl.is Grænlenska hljómsveitinNanook er orðin nokkuðþekkt hjá íslenskum tón-listarunnendum en hún hefur spilað á Íslandi, m.a. í Nor- ræna húsinu, og töluvert verið fjallað um hana hér á landi. Hljómsveitin, sem skipuð er bræðrunum Frederik K. og Christian K. Elsner ásamt Ib Uld- um, Martin Zinck og Mads Rön, syngur lög sín á grænlensku og hefur hrint af stað nýrri bylgju tónlistar í þessu gífurlega stóra en fámenna landi sem Grænland er. Nanook gaf fyrir stuttu út nýj- an disk sem ber heitið Ai Ai en að sögn Christians er hugmyndin á bak við diskinn að efla sjálfsmynd Grænlendinga. „Við viljum með plötunni sýna Grænlendingum að það er engin skömm að því að vera Grænlendingur. Við gerum þetta á jákvæðan og upp- byggilegan hátt í gegnum tónlist- ina og reynum að fá fólk til að hafa trú á sjálfu sér. Þegar allt kemur til alls skiptir trúin á sjálf- an þig meira máli en margt ann- að.“ Trúir sjálfum sér og samkvæmir Vinsældir hljómsveitarinnar hafa aukist til muna eftir útgáfu síðustu plötu og þá hlýtur pressan og freistingin að syngja á ensku að vera mikil. „Vinsældir okkar hafa aukist töluvert eftir gullplöt- una „Seqinitta Qinngorpaatit“ og „Ai Ai“ er komin í silfurplötu nú þegar. Þess vegna munum við spila meira utan Grænlands á þessu ári og nú þegar hafa tvö plötufyrirtæki í Skandinavíu beðið okkur að syngja á ensku fyrir sig. Það er ekki að við getum ekki sungið á ensku heldur viljum við vera trúir sjálfum okkur og syngja á okkar móðurmáli. Textinn flæðir auðveldar fram þegar við semjum og syngjum á grænlensku og þannig viljum við hafa það, í bili að minnsta kosti.“ Christian bætir því við að þó svo það muni kannski auka möguleika sveit- arinnar að syngja á ensku finnist þeim mikilvægt fyrir sjálfsmynd sína og Grænlendinga að syngja á sínu fallega móðurmáli. Ákveðin pressa að spila á Íslandi „Það eru engin plön eins og stendur að spila á Íslandi á þessu ári en við höfum spilað þar nokkr- um sinnum og það er sérstök til- finning því kröfurnar sem gerðar eru til tónlistarinnar eru miklar og íslensk tónlist er mjög inn- blásin og hvetjandi.“ Christian segir að hann langi til þess að spila meira á Íslandi og sveitin komi ef tækifæri gefist til þess. Platan, sem tók um fimm vikur að gera, hefur að geyma mörg skemmtileg og dáleiðandi lög. Christian segir að þeir reyni að nota óhefðbundin hljóðfæri með þeim klassísku og það gera þeir til dæmis í laginu „Inuinnaagavit“ sem þýðir „Þú ert mannlegur“. Platan, sem snýst öll um jákvæðni og sjálfsmynd Grænlendinga, minnir um margt á það sem hefur verið að gerast í íslenskri tónlist- arflóru undanfarin ár. Ljóst er að landsmenn eiga eftir að sjá og heyra meira frá nágrönnum okkar í vestri á komandi árum ef Nano- ok er forsmekkurinn af því sem koma skal. Samið fyrir grænlenska þjóðarsál Morgunblaðið/Ernir Tónleikar Grænlenska sveitin Nanook hefur spilað í Norræna húsinu en hljómsveitin hefur í tvígang spilað hér á landi fyrir aðdáendur sína. Plötur Nanook hafa fengið góðar viðtökur í Grænlandi. Fyrsta plata sveitarinnar, Seqinitta Qinn- gorpaatit, seldist í meira en 5.000 eintökum og fór því inn á tíunda hvert heimili í Grænlandi sem dugði til að gera plötuna að gull- plötu í heimalandinu. Þá hefur nýja platan þeirra Ai Ai nú þegar náð silfri, en platan, sem er með skemmtileg og jákvæð skilaboð til Grænlendinga, stefnir í að seljast ekki minna en Seqinitta Qinn- gorpaatit. Þó svo textar séu á grænlensku er hún grípandi og skemmtileg og vel þess virði að eiga eintak af uppi í hillu. Gull og silfur GRÆNLENSKT ROKK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.