Morgunblaðið - 16.02.2012, Side 24

Morgunblaðið - 16.02.2012, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 „Þeir lögðu allt í eyði, og kölluðu það frið,“ sagði Calgacus, hers- höfðingi Karþagóborg- ar, árið 146 fyrir Krist eftir innrás Rómverja sem lögðu hana svo í rúst. Ríflega 2.000 ár- um seinna eru þessi fleygu orð enn þá notuð þegar sigraður and- stæðingur er neyddur til samninga og þarf að beygja sig undir afarkosti og kúgun sigurveg- aranna. Hinn 7. febrúar sl. birtist grein eft- ir mig í Morgunblaðinu þar sem ég gagnrýni Ögmund Jónason, ráðherra dómsmála, fyrir að taka út dómara- heimild og svokallað innsetning- arákvæði úr frumvarpi sem hafði ver- ið samið í tíð forvera Ögmundar, Rögnu Árnadóttur. Fullyrti ég m.a. að ráðherra dómsmála bæri ekki traust til íslenskra dómstóla, þar sem hann meinaði dómurum að dæma sameiginlega forsjá. Einnig gagn- rýndi ég hann fyrir að taka út inn- setningarákvæðið, sem er neyð- artæki þeirra feðra sem hafa ítrekað verið beittir umgengnistálmunum og hafa ekki notið umgengni við börn sín eftir mildari úrræði. Ögmundur gagnrýnir málflutning minn í grein sem birtist 9. febrúar sl. og segir sáttarmeðferð vænlegri fyrir börnin en dómaraheimild, þar sem slík heimild sé til þess fallin að auka úflúð foreldra á milli. Hann bætir við að íhlutun valdstjórnarinnar til að koma á umgengni hafi hlotið viðamikia gagn- rýni, m.a. frá UNICEF, Barnaheill, Mannrétt- indaskrifstofu Íslands auk barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Segir Ögmundur að lög- þvinguð sáttameðferð sé lausn hvort tveggja við forsjársdeilum sem og umgengnistálm- unum. Þá segir hann að friður sé barninu fyrir bestu og bendir á að 92% skilnaðarmála endi með sameiginlegu forræði foreldra, en í þeim tilfellum sem foreldrar deili um forsjána endi slík mál langoftast með sátt. Hann segir auk þess það ekki rétt að móðirin fái nánast alltaf forsjána í forsjármálum. Hann við- urkennir þó að hann vantreysti ís- lenskum dómurum til að dæma sam- eiginlega forsjá, en það hlýtur að vera einsdæmi að ráðherra dómsmála komist upp með slíkan málflutning. Íhlutun valdstjórnarinnar er rót- tækt úrræði til að koma á umgengni og hefur átt tilvíst sína eingöngu vegna þess að engar aðrar þving- unaraðgerðir hafa verið lögteknar á Íslandi. Innsetningarákvæðið var sett í lög til að komast á móts við 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem krafði aðildarþjóðir til að koma í veg fyrir umgengnistálmanir. Þetta róttæka úrræði væri óþarft ef til væru önnur úrræði sem tryggðu um- gengni þrátt fyrir deilur foreldra. Nýtt frumvarp til barnalaga veitir foreldri enga vernd gegn ólöglegum tálmunum. Í áfangaskýrslu sem for- sjárnefnd gerði fyrir dóms- málaráðherra árið 1999 er talið brýnt að gera lagabreytingar sem gera stjórnvöldum kleift að frysta með- lagsgreiðslur, fella niður barnabætur og fella niður viðbótargreiðslur til forsjársforeldris þegar foreldri tálm- ar umgengni, og ef forsjárlaust for- eldri höfðar forsjársmál þá verði litið sérstaklega á tálmanir sem ástæðu til að breyta forsjánni. Ekkert af þess- um brýnu tilmælum er að finna í frumvarpi Ögmundar, og í stað þess að tryggja rétt barns til umgengni við báða foreldra ætlar Ögmundur að veikja hann frekar með afnámi inn- setningarákvæðisins. Þetta gerir hann þótt honum sé kunnugt um að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi nýlega dæmt ungverska ríkið til að greiða háar sektir vegna úrræðaleys- is þarlendra stjórnvalda til að koma á umgengi á milli barns og foreldris. Telur Ögmundur að íslensk tálm- unarmál af því tagi muni ekki rata á borð Mannréttindadómstóls Evrópu? Ögmundur segir að reynslan af dómaraheimildinni erlendis hafi ekki reynst heppileg, án þess að færa frek- ari rök fyrir fullyrðingu sinni. Það gerir hann vegna þess að þau eru ekki fyrir hendi. Það sætir furðu að í frumvarpi Ög- mundar sé lögfesting útvaldra greina Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en ekki lögfesting annarra ákvæða sem eru til þess fallin að auka for- eldrajafnrétti m.t.t. forsjár og um- gengni. Þótt löggjafinn sé skuldbund- inn að semja lög sem samræmist honum, er það til efs að sú regla sé viðhöfð á Alþingi, og ámælisvert að dómstólar geti ekki dæmt eftir hon- um, þar sem hann hefur ekki verið lögtekinn í heild sinni. Þótt eitthvert hlutfall feðra fái dæmt forræði yfir börnum sínum í forræðismálum, gefur það óraunhæfa mynd af stöðu forsjármála á Íslandi, þar sem feður fara yfirleitt ekki í for- sjársmál við mæður barna sinna nema aðstæður móðurinnar eða geta til uppeldis sé svo bágborin að sigur í slíku máli sé verulega líklegur. Þegar við upphaf skilnaðar er feðrum tjáð af sýslumanni að engar líkur séu á að forsjá fari til hans í dómsmáli, og í viðtölum við feður hafa sérfræðingar sýslumanns gerst sekir um að láta þá sætta sig við umgengnistálmanir. Ég spyr Ögmund, er þetta sú sátt- armeðferð sem hann á við í frumvarpi sínu til barnalaga? Eða er sú meðferð sem hér um ræði ekki frekar kúgun en sátt? Réttlaus aðili sem er þvingaður til samninga við gagnaðila sem allan rétt hefur til forræðis og umgengi, mun aldrei ná sáttum öðruvísi en með nauðung. Ef friður kemst á fyrir tilstilli slíkr- ar meðferðar, er sá friður karþagósk- ur og barninu til miska. Eftir Gunnar Kristin Þórðarson »Réttlaus aðili sem er þvingaður til samn- inga við aðila sem allan rétt hefur til forræðis og umgengni, mun aldrei ná sáttum öðruvísi en með nauðung. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er guðfræðimenntaður stuðningsfulltrúi og stjórnarmaður í Félagi um foreldrajafnrétti. Karþagóskur friður Ögmundar Bogfimi (archery) er samheiti yfir nokkur form þar sem skotið er með boga og ör á föst skotmörk við hinar ýmsu aðstæður og á mismunandi skotmörk. Mark bogfimi: Skotið samkvæmt ólymp- ískum reglum og stöðl- um á markskotskífur á fyrirfram tilteknum vegalengdum. Keppnin fer fram á sér- stökum afmörkuðum svæðum (innan- húss sem utan). FITA, alþjóðasamtök um bogfimi, skilgreinir reglurnar. „Field“-bogfimi: Skotið samkvæmt reglum og stöðlum um búnað sem gilda fyrir viðkomandi keppni á mis- munandi pappírs-skotmörk í mismun- andi landslagi, t.d. í skóglendi og opn- um svæðum. Vegalengdir eru mismunandi og ekki fyrirfram til- teknar og skotmörkin eru í mismun- andi hæð. 3-D bogfimi: Skotið samkvæmt reglum og stöðlum um búnað sem gilda fyrir viðkomandi keppni á skot- mörk í mismunandi landslagi, t.d. í skóglendi og opnum svæðum. Vega- lengdir eru mismunandi og ekki fyr- irfram tilteknar og skotmörkin eru í mismunandi hæð. Skotmörkin eru eft- irlíkingar af dýrum eða öðrum fígúr- um (úr frauði). Í Evrópu er bogfimi með vinsæl- ustu fjölskylduskemmtunum, vinsælli en knattspyrna en það hlýtur að segja manni eitthvað um hversu útbreitt þetta áhugamál er. Það er mikið um að klúbbar, félög og fyrirtæki fari í óvissuferðir í bogfimiklúbbana þar sem íþróttin er kynnt og þátttak- endum leyft að prófa undir leiðsögn. Vinsælasta formið af bogfimi er field og 3-D. Frá 1998, þegar núgildandi lög tóku gildi, hefur iðkendum bogfimi hvers- konar ekki fjölgað að ráði hér á landi og í raun fækkað. Þrátt fyrir að haldin hafa verið bogfiminámskeið þar sem farið er yfir öryggi o.fl. Nokkur hundruð manns hafa sótt þessi námskeið. Ástæðuna telja menn vera frekar stíf lög en einnig það að lögin gera það nær ómögulegt að hægt sé að versla með boga og örvar hér á landi. Árum saman hafa einstaklingar þurft að flytja það allt inn sjálfir með þeim takmörk- unum sem núgildandi lög setja þeim. Erlendis gilda engar sérstakar reglur um bogaeign. Hver sem er má fara í næstu búð og kaupa sér boga og örvar, það er ekki gerð krafa um að skrá þurfi boga á ein- staklinga né aldurstakmörk og þess vegna mætti 12-16 ára einstaklingur eignast boga. Gildir þá einu hvort um er að ræða áhöld til bogfimi eða bog- veiða þar sem þetta er allt undir sama hatti. Í sumum löndum er þess reynd- ar stundum krafist að viðkomandi sé orðinn 18 ára en þá eru það búðirnar sem setja þær reglur og þá aðeins ef um er að ræða kaup á veiðioddum. Ástæðan er sú að bogi og ör eru ekki talin vera vopn í sama skilningi og t.d. skotvopn (byssur) og Evrópusam- bandið túlkar þetta þannig. Þessi sama túlkun gildir einnig víðast hvar á Norðurlöndunum nema hér. Oft er talið nauðsynlegt að laga hérlendar reglur að lögum og reglum ESB og nágrannaþjóða en í þessu tilviki virð- ist það ekki vera gert hver sem skýr- ingin er á því. Miðað við ofangreint og þær heimildir sem hér gilda þá er augljóst að Ísland er í sérstöðu gagn- vart öðrum vestrænum þjóðum er varðar takmörkun á bogaeign. Í júní 2010 var sett saman tillaga að breytingum á lögum/reglum um boga- og örvaeign miðað við samtöl við lögreglu og fleiri aðila og send dómsmálaráðuneytinu af aðilum sem stunda bogfimi hverskonar hér á landi. Ástæðan var sú að það virðist að ekkert hafi verið haft samband af hálfu nefndarinnar við það fólk sem stundar bogfimi þegar kom að endur- skoðun á vopnalögum þó að yfirlýst markmið hafi verið að fá alla hags- munaaðila að borðinu. Í nýjum tillögum að vopnalögum er lagt til að heimilt sé án sérstaks leyfis að eignast boga sem eru með drag- þyngd allt að 7 kg og að öflugri bogar þurfi leyfi lögreglustjóra. Gallinn við þessa tillögu er að ef t.d. armlangur aðili dregur upp 7 kg boga þá getur dragþyngd þess boga orðið 8-12 kg og þá þarf leyfi lögreglustjóra til að viðkomandi megi eiga viðkomandi boga. Samt er boginn skráður 7 kg skv. tillögunni. Þetta tel ég vera óá- sættanlegt þegar hafa þarf öryggið í fyrirrúmi. Sá sem kann ekki að um- gangast boga er jafnhættulegur hvort sem hann væri með 7 kg eða 30 kg boga, í raun er viðkomandi hættu- legri sjálfum sér en öðrum. Í drögum er einnig minnst á að ein- ungis er heimilt að flytja inn búnað tengdan bogfimi (Mark og Field bog- fimi) en banna eigi innflutning á veiði- oddum sem er notaður einnig í 3-D bogfimi, með því eru yfirvöld ekki að leggja sama skilning á orðið bogfimi og alþjóðasamfélagið gerir. Ef við snúum þessu yfir á skotvopn þá væri það sama og ef þú mættir eiga byss- una, hylkið, púðrið, en bara þessa gerð af kúlu en ekki hina þó að þær geri það sama þegar verið er að skjóta á föst skotmörk. Með þessu er verið að mismuna skotfæragerð þó að viðkomandi megi eiga áhaldið fyrir viðkomandi skotfæri. Hægt er að sjá ítarlegri grein um málið á bogfimi.net og bogveidi.net en þar er hægt að sjá tillögur boga- fólks og bera saman við drögin í vopnalögum um bogaeign. Eftir Indriða Ragnar Grétarsson » Verið að bera saman stöðuna varðandi bogfimi/bogaeign á Íslandi gagnvart öðrum þjóðum Evrópu sem og drögin í vopnalögum um bogaeign. Indriði Ragnar Grétarsson Höfundur er sölumaður og stundar bogfimi. Bogfimi og Ísland Á Alþingi hafa orðið harðar deilur milli inn- anríkisráðherra og Kristjáns L. Möller um fyrirhuguð Norð- fjarðargöng og nýja samgönguáætlun sem er rýtingur í bak Vest- firðinga, Austfirðinga og Sunnlendinga. Fall- völt ríkisstjórn sem hangir á minnsta mögulega þingmeiri- hlutanum sýnir sitt rétta andlit með því að svíkja Vestfirðinga viljandi og afskræma allar staðreyndir um slysahættuna í Oddsskarðsgöng- unum í þeim tilgangi að réttlæta til- efnislausar árásir á samgöngumál Austfirðinga. Efasemdir um fjármögnun og arð- semismat Vaðlaheiðarganga vekja spurningar um hvort þessi jarð- gangagerð norðan heiða verði síðar meir kölluð stærsta samgöngu- hneykslið við Eyjafjörð fari svo að innheimta veggjalds á hvern bíl standi aldrei undir launum starfs- manna og kostnaðinum við þessa gangagerð sem er áætlaður 8-10 milljarðar króna. Hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda hafa menn áhyggjur af því að þetta samgöngu- mannvirki geti kostað um 14-17 milljarða kr. Heppilegra væri fyrir þingmenn Norðausturkjördæmis að flytja fyrst tillögu á Alþingi um tví- breið jarðgöng 3 km norðan Dalvík- ur til að stöðva einangrun Fjalla- byggðar við Eyjafjarðarsvæðið áður en það er of seint. Sunnan Múla- ganganna tryggja snjóflóðaskáp- arnir aldrei öryggi vegfarenda þeg- ar aurskriður eyðileggja um leið alla vegtengingu nýja sveitarfélagsins á Tröllaskaga við Eyjafjörð. Engin spurning er hvort það gerist, aðeins hvenær. Þetta vandamál kemur í veg fyrir að Eyfirðingar samþykki sameiningu við Fjalla- byggð sem eðlilegt er. Skammarlegt er að þessir landsbyggð- arþingmenn skuli ekki fyrir löngu hafa flutt þingsályktunartillögu um að tvenn veggöng á Mið-Austurlandi yrðu ákveðin á undan Vaðla- heiðargöngum vegna þess að vegirnir upp að gömlu Oddsskarðs- göngunum og á Fjarð- arheiði uppfylla ekki hertar öryggiskröfur ESB og teljast ólöglegir. Af fyrri mistökum hefur Vegagerðin ekkert lært eftir að fyrsta útboð Héðinsfjarðarganga snérist upp í kostnaðarsöm mála- ferli sem íslenskir aðalverktakar töpuðu. Fyrir það gjalda íslenskir skattgreiðendur með stórauknum álögum eftir að Vegagerðin sat á svikráðum og réði þess í stað gjald- þrota verktaka frá Tékklandi til að taka að sér jarðgangagerðina í Héð- insfirði sem meira en 90% Norð- lendinga snérust gegn fyrir tólf ár- um og kölluðu stærsta samgönguhneyksli Íslandssög- unnar. Þingmaður Siglfirðinga sem sat 3 ár í stól samgönguráðherra skal flytja þingsályktunartillögu um tvíbreið jarðgöng úr Fljótum undir Siglufjarðarskarð áður en aur- skriður og snjóflóð í Almenningum taka alltof mörg mannslíf og eyði- leggja vegtengingu nýja sveitarfé- lagsins við byggðir Skagafjarðar. Allir þingmenn Norðlendinga skulu svara því hvort það skipti meira máli að komið verði í veg fyrir ein- angrun Fjallabyggðar við lands- byggðina áður en tími Vaðlaheið- arganga kemur. Engin svör fást þegar nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar spyrja ráðherra samgöngumála hvort innheimta veggjalda sem ætl- að er að fjármagna einkafram- kvæmd utan höfuðborgarsvæðisins sé alltof áhættusöm fyrir fámenn sveitarfélög á landsbyggðinni. Slæm fjárhagsstaða litlu sveitarfélaganna úti á landi vekur líka spurningar um hvort skynsamlegt sé að réttlæta rándýrar framkvæmdir á lands- byggðinni án þess að fjárveitingar til atvinnuskapandi verkefna gangi fyrir þegar talsmenn FÍB hafa áhyggjur af því að áætlaður kostn- aður við Vaðlaheiðargöng geti orðið nærri 18 milljarðar króna eða meira. Í báðum stjórnarflokkunum efast meirihluti þingmanna um að vegtoll- ar á hvern bíl standi undir áætl- uðum kostnaði við þessa jarð- gangagerð. Utan höfuðborgarsvæðisins er umferðin alltof lítil til að innheimta veggjalds á hvern bíl sé raunhæf miðað við þann heildarfjölda bifreiða sem hef- ur á einum degi farið í gegnum neð- ansjávargöngin undir Hvalfjörð síð- an þau voru tekin í notkun sumarið 1998. Til þingmanna Norðaust- urkjördæmis eru þetta skýr skila- boð um að Vaðlaheiðargöng borga sig aldrei sem einkaframkvæmd þegar þeir gleyma því að á Eyja- fjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsveit eru alltof fáir bílar í umferð. Með- alumferð um Víkurskarð yfir sum- armánuðina sem hefur verið 1.500- 2.000 bílar á dag vekur líka spurn- ingar um hvort óhjákvæmilegt sé að veggjald á hvern bíl í göngunum undir Vaðlaheiði verði fjórum sinn- um hærra en í Hvalfjarðargöng- unum. Vaðlaheiðargöng borga sig aldrei Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Þetta vandamál kemur í veg fyrir að Eyfirðingar samþykki sameiningu við Fjalla- byggð sem eðlilegt er. Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.