Morgunblaðið - 16.02.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.02.2012, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Á Tjörninni Í hlýindunum, sem hafa kætt margan borgarbúann undanfarna daga, hefur fáum öðrum en álftunum verið óhætt að vappa um á svellinu á Tjörninni. Ómar Margir hafa verið ginnkeyptir fyrir upp- töku evru. Það er skilj- anlegt með hliðsjón af þeim miklu sveiflum sem verið hafa á ís- lensku krónunni. En fæstir hafa áttað sig á því að þegar mörg ríki sem búa við mjög mis- munandi aðstæður taka upp sameig- inlegan gjaldmiðil myndast fyrr en síðar háskalegt misvægi, vegna þess að sömu vextir og gengi henta ekki öllum ríkjunum. Þegar evran var sett á flot fyrir rúmum áratug var það gert í þeim póltíska tilgangi að efla ESB og lokka inn sem flest ríki. Þá vöruðu fjölmargir hagfræðingar við því að illa gæti til tekist ef ekki fylgdi ann- að með, m.a. samræmd stefna í efna- hags- og fjármálum. Þessar hrak- spár hafa nú ræst. Flestir virðast sammála um að evrukerfið sé mein- gallað. Gjaldmiðill sem aldrei tekur nokkurt mið af sveiflum sem verða í viðskiptakjörum, útflutningstekjum og almennri afkomu aðildarríkis verður á endanum hengingaról við- komandi hagkerfis. Þetta er einmitt það sem gerst hefur í ýmsum ríkjum evrusvæðisins, einkum á jaðar- svæðum. Þjóðverjar stjórna evru- svæðinu og evran lagar sig ágætlega að þörfum þeirra. En jaðarríkin gjalda þess illilega hve takturinn í efnahagslífi þeirra er ólíkur því sem er hjá stóra bróður í Þýskalandi. Langt er síðan farið var að reikna út hve mikið samræmi væri í sögu- legu samhengi með hagsveiflum í ríkjum ESB-ríkja svo og á Íslandi og í Noregi, þ.e. hversu samhverfar (symmetric) sveiflurnar væru. Út- reikningarnir hafa m.a. sýnt tvo mikilvæga þætti hagsveiflunnar, þ.e. viðskiptakjör og hagvöxt. Samræm- ið reyndist mest hjá kjarnaríkjum evrusvæðis en sveiflur í efnahagslífi Svíþjóðar, Danmerkur og Bretlands reyndust áberandi ósamhverfar miðað við evruríkin. Ísland og Nor- egur skáru sig þó algerlega úr. Í báðum þessum löndum hafa hagsveiflur reynst í furðulitlu samræmi við hagþróun á evru- svæðinu. Þetta sýnir að Ís- lendingar og Norð- menn eiga ekkert er- indi inn á evrusvæðið og gætu orðið þar fyrir stóráföllum vegna þess hve efnahagslíf þeirra er í litlum takti við evruríkin. Skýringin er augljós: engin þjóð í ESB er jafn háð sjávarútvegi og við Íslendingar. Stór hluti tekna og útgjalda atvinnulífsins er auk þess í öðrum myntum en evr- um. En hjá Norðmönnum er það tvennt, sjávarútvegur og olíuvinnsla, sem veldur því að hagkerfi þeirra sveiflast með allt öðrum hætti en al- mennt er á evrusvæðinu. Áróðurinn fyrir upptöku evru er af pólitískum rótum runninn jafnt hér á landi sem á meginlandinu og byggist ekki á hagfræðilegum rök- um. Evrunni var óspart beitt sem tálbeitu til að lokka þjóðir inn í ESB. Þessa mánuðina sér þó fólk það svart á hvítu, hvílíkir ókostir fylgja því að reyna með sameiginlegum gjaldmiðli að tengja saman ólík hag- kerfi sem eru mjög misjafnlega á vegi stödd. Sú tilraun er dæmd til að mistakast með skelfilegum afleið- ingum eins og nú má sjá í Grikk- landi, Írlandi og sennilega bráðum í Portúgal, jafnvel Ítalíu. Þessu hafa Svíar, Danir og Bretar áttað sig á fyrir löngu og eru nú ákveðnari í því en nokkru sinni fyrr að hafna evr- unni. Eftir Ragnar Arnalds » Áróðurinn fyrir upp- töku evru er af póli- tískum rótum runninn jafnt hér á landi sem á meginlandinu og bygg- ist ekki á hagfræðileg- um rökum. Ragnar Arnalds Höfundur á sæti í stjórn Heimssýnar og er fyrrv. ráðherra. Tálbeitan sem fáa lokkar lengur Aðild Samtaka at- vinnulífsins að stjórn- um lífeyrissjóða sem samtökin og forverar þess hafa haft forystu um að byggja upp ásamt verkalýðshreyf- ingunni með kjara- samningum á mörgum áratugum hefur orðið ýmsum að umræðu- efni. Sumir hafa viljað ýta fulltrúum SA út úr stjórnum sjóðanna ýmist með eða án þess að taka alfarið upp beinar kosningar sjóðsfélaga til stjórnanna. Lífeyrissjóðir landsmanna eiga sér langa og merka sögu sem rekja má til meira en aldargamalla ákvarð- ana Alþingis um eftirlaun til ákveð- inna einstaklinga og síðar til þróunar almenns eftirlaunakerfis opinberra starfsmanna, einstakra fyrirtækja og starfsstétta. Á erfiðleikaárunum í lok 7. áratugar síðustu aldar hófst svo hin eiginlega uppbygging al- mennra lífeyrissjóða með kjara- samningum milli vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar. Sjóðirnir hafa síðan þróast áfram og starfa nú á grundvelli laga frá 1997 þar sem meginatriði kjarasamnings SA og ASÍ um lífeyrismál voru lögfest og þannig einnig látin gilda um þá sem standa utan stéttarfélaga. Aðilar vinnumarkaðarins hafa um langa hríð talið það mikilvægt sam- félagslegt verkefni að tryggja starfs- fólki fyrirtækja eftirlaun. Meg- inmarkmiðið er að uppfylla að drjúgum hluta þarfir fólks fyrir elli- lífeyri og áfallatryggingar, s.s. ör- orkulífeyri, makalífeyri og barnalíf- eyri. Aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið náið saman að þessu verkefni og nálgast það af fullri ábyrgð með langtímahugsun að leiðarljósi. Þann- ig er lífeyrissjóðakerfið byggt á sjóðssöfnun og staða þess hefur smám saman styrkst. Sjóðirnir hafa stækkað og hlutur lífeyrissjóða í líf- eyrisgreiðslum hefur vaxið. Nú fá allir aldurshópar ellilífeyrisþega að meðaltali hærri greiðslur úr lífeyr- issjóðum en frá al- mannatryggingum. Al- mennt séð er íslenska lífeyrissjóðakerfið talið eitt það besta í alþjóð- legum samanburði og eitt af því sem Ísland getur státað sig af í samfélagi þjóðanna. Lífeyrissjóðakerfið er að sjálfsögðu ekki fullkomið frekar en önnur mannanna verk og þarf að vera í sí- felldri þróun. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Ís- lands hafa markað þá stefnu að hækka inngreiðslur í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði úr 12% í 15,5% á 7 árum í næstu kjarasamn- ingum. Markmiðið er að allt vinn- andi fólk búi við sambærileg lífeyr- isréttindi úr lífeyrissjóðum. Unnið hefur verið að því með aðilum op- inbera vinnumarkaðarins að skapa forsendur fyrir því að hægt sé að hrinda þessari stefnu í framkvæmd. SA hafa litið á það sem hlutverk sitt að taka virkan þátt í þessu sam- félagslega verkefni vinnumarkaðar- ins. Með því hafa samtökin tekið ákveðna ábyrgð á framþróun lífeyr- issjóðakerfisins þannig að það tryggi starfsfólki á almennum vinnumark- aði þann lífeyri sem endurspeglar al- mennan vilja og þarfir samfélagsins. Þess vegna sitja fulltrúar Sam- taka atvinnulífsins í stjórnum lífeyr- issjóða til jafns við fulltrúa verka- lýðshreyfingarinnar. Fulltrúar SA í stjórnum lífeyrissjóða hafa það eina markmið að hlúa að sjóðunum sjálf- um þannig að þeir uppfylli hlutverk sitt sem best gagnvart þeim sem njóta lífeyrisréttindanna. Þá er það atvinnulífinu mikið hagsmunamál að lífeyrisiðgjöld ávaxtist vel því ef svo fer ekki mun það endurspeglast í auknum álögum á fyrirtækin í formi hærri iðgjalda eða skatta í framtíð- inni. Ef aðkoma SA að stjórnum lífeyr- issjóða er afþökkuð með lagasetn- ingu eða á annan hátt hlýtur hlut- verki vinnumarkaðarins og kjarasamninga að vera lokið í rekstri og uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Þá munu íslensk fyrirtæki líta á framlög í lífeyrissjóði sem hvern annan skatt en ekki umsamdar greiðslur til mik- ilvægra sameiginlegra verkefna með starfsfólki sínu og samtökum þess. Þá liggur beinast við að ríkið hafi forystu um þróun lífeyrissjóðakerf- isins. Ýmsir vilja fela ríkinu meginábyrð á þróun og rekstri lífeyrissjóðakerf- isins. Með því verða aðilar vinnu- markaðarins ekki lengur bakhjarlar lífeyrissjóðanna og sjóðirnir sjálf- sagt meðfærilegri á ýmsan hátt. Að- ilar vinnumarkaðarins hafa mjög oft, einkum á árunum eftir efnahags- hrunið, þurft að standa gegn marg- háttaðri viðleitni og tillögum stjórn- málamanna um breytingar sem hefðu bakað lífeyrissjóðunum kostn- að og tjón og með því skert greiðslur til lífeyrisþeganna. Sameiginlega mynda aðilar vinnumarkaðarins samfélagslegt afl sem oft hefur skipt miklu máli fyrir farsæla uppbygg- ingu lífeyrissjóðanna. Mikið vantar upp á að ríkið hafi sýnt fulla ábyrgð við uppbyggingu lífeyriskerfis sinna starfsmanna sem rekið er með veru- legum tryggingafræðilegum halla og skuldbindingum velt yfir á framtíð- ina. Samtök atvinnulífsins telja að að- ild þeirra að stjórnum lífeyrissjóða hafi verið mjög til góðs fyrir upp- byggingu lífeyrissjóðakerfisins og skipt sköpum við að efla sjóðina til þess að gegna hlutverki sínu. Sam- tökin leggja ofurkapp á að fulltrúar þeirra í stjórnum sjóðanna gæti al- mennra hagsmuna sjóðanna sjálfra og vinni af fullum heilindum fyrir þá sem njóta lífeyrisréttinda og allt samfélagið. Eftir Vilhjálm Egilsson » Almennt séð er ís- lenska lífeyrissjóða- kerfið talið eitt það besta í alþjóðlegum samanburði og eitt af því sem Ísland getur státað sig af … Vilhjálmur Egilsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Aðild atvinnulífsins að stjórn- um lífeyrissjóða styrkir þá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.