Morgunblaðið - 16.02.2012, Page 20

Morgunblaðið - 16.02.2012, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvernig viljanúlifandiÍslend- ingar skilja við landið og færa það afkomendum sín- um og öðrum sem á eftir koma? Þetta eru mik- ilvægar spurningar sem sjálf- sagt er að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar um öll stærri mál. Slíkar spurningar hafa helst og nánast eingöngu komið upp í tengslum við það sem snýr að landinu sjálfu og auðlindum þess og þeir sem hafa svarað hafa yfirleitt horft á málin úr einni átt. Á þingi á mánudag svaraði Svandís Svavarsdóttir um- hverfisráðherra fyrirspurnum um nýtingu auðlinda og minnt- ist þar á „það vald sem núlif- andi kynslóðir taka sér í því að marka slíkar ákvarðanir fyrir komandi kynslóðir“. Af svör- um umhverfisráðherra má ráða að hún lítur alfarið á mál- ið út frá því sjónarmiði að nú- verandi kynslóð beri að skila landinu sem minnst snortnu til komandi kynslóða. Vitaskuld er sjálfsagt að leggja áherslu á náttúruvernd og horfa til þess að landið verði áfram sú náttúruparadís sem það er, núverandi og komandi kynslóðum til ánægju. Um leið þarf að horfa til annarra þátta þegar rætt er um komandi kynslóðir. Við viljum ekki að- eins afhenda þeim ósnortið land heldur einnig gjöfult land þar sem verðmætasköpun er mikil og lífskjör eru góð. Þegar þeir sem yngri eru hér á landi líta til hinna eldri og til horfinna kynslóða er ekki síst þakkað fyrir hve vel hefur tekist til við að lyfta landinu upp úr fá- tækt og til þeirrar auðlegðar sem hér ríkir nú, því að þrátt fyrir tíma- bundnar efnahags- þrengingar eru Ís- lendingar auðug þjóð og standa framarlega á flesta mælikvarða lífsgæða. Full ástæða er til að Íslend- ingar haldi sínum sessi sem ein af ríkari þjóðum heimsins ef rétt er á málum haldið og landsmönnum leyft að nýta frumkvæði sitt og starfsorku, auk auðlinda lands og sjávar. Með röngum áherslum og röngum ákvörðunum er þó hægt að missa niður þessa góðu stöðu sem landið er í. Haldi stjórnvöld til dæmis áfram að einblína á mikilvægi þess að halda landinu ósnortnu en líta alfarið framhjá því að skynsamleg nýting gagnast núverandi kynslóð og þeim sem á eftir koma ekki síður en skynsamleg verndun, er aug- ljóst að lífskjör hér verða lak- ari en þau gætu orðið. Með því er ekki verið að gera komandi kynslóðum greiða. Þvert á móti er verið að takmarka þau gæði sem þeim standa til boða. Í þessu eins og öðru verður að horfa á málið í heild í stað þess að taka afstöðu út frá ein- um afmörkuðum þætti. Núver- andi stjórnvöld hafa með þröngri nálgun sinni hindrað allar framkvæmdir og staðið þannig í vegi fyrir verðmæta- sköpun komandi kynslóðum til heilla. Ef marka má orð um- hverfisráðherra er veruleg hætta á að þessari stefnu verði fylgt áfram og þar með að lífs- kjarabata verði frestað enn frekar en orðið er. Afkomendum okkar er ekki greiði gerður með því að gera landið fátækara} Komandi kynslóðir Yfirvöld fyrirnorðan mega ekki brjóta rétt á Snorra Óskars- syni kennara með þeim hætti sem þau eru að gera. Hann hef- ur ekki, svo vitað sé, brotið af sér með neinum hætti á sínum vinnustað. Kennarinn, sem á í hlut, er trúfastur mjög og í sumum efnum gengur trúarleg afstaða hans gegn sjónarmiðum sem margir telja nú hin einu réttu. Snorri vísar til biblíunnar sem grundvallar sinnar afstöðu. Aðrir, jafnt lærðir sem leikir, hafa andmælt skilningi Snorra á orðum hinnar helgu bókar. Samkynhneigt fólk hefur öldum saman mátt þola mikinn andbyr í sam- félaginu, jafnt hinu íslenska sem öðrum. Hefur það fólk búið við út- skúfun, hróp ver- ið að því gert, og sums staðar hefur það fyr- irgert lífi sínu vegna kyn- hneigðar sinnar. Sem betur fer er tíðin orðin önnur að þessu leyti á Íslandi, eins og í svo mörgum öðrum löndum ver- aldarinnar, þótt þessari jafn- réttisbaráttu hafi ekki alls staðar lokið enn. Hingað til hefur ekki þurft að veitast gegn trú- og tjáning- arfrelsi til þess að ná þessum árangri. Enda er slík atlaga engum til góðs. Tjáningarfrelsi er iðu- lega notað með særandi hætti og eru slík dæmi sjáanleg oft á dag. En þau réttlæta þó sjaldn- ast takmörkun þess} Menn hafa leyfi til að hafa rangt fyrir sér N ú er svo komið að vantrú manns á íslenskum stjórnmálamönn- um er orðin svo yfirþyrmandi að maður rekur upp stór augu og verður gapandi hissa þegar maður sér skynsamlega ritaða grein eftir stjórnmálamann. Eygló Harðardóttir, þing- maður Framsóknarflokks, kom skemmtilega á óvart nýlega með grein þar sem hún leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um mannréttindi, ekki bara sumra heldur einnig þeirra sem maður er ósammála. Þetta er vitaskuld rétt athugað hjá Eygló. Hvaða gagn er eiginlega að tjáningarfrelsinu ef það skal rækilega takmarkað við þá sem eru manni sammála? Ef við takmörkum málfrelsið við þá sem halda einungis fram því sem er að okkar mati réttar skoð- anir erum við um leið að koma á ritskoðun. Við getum vit- anlega sagt sem svo að þessar takmarkanir málfrelsis séu settar í þágu góðs málstaðar og upplýsts samfélags, en hvar ætlum við þá að láta staðar numið? Snorri Óskarsson í Betel var á dögunum sendur í sex mánaða launað frí frá grunnskólakennslu fyrir að segja á bloggsíðu sinni að samkynhneigð væri synd. Ef yfirmenn mínir sendu mig í hálfs árs launað frí vegna skoðana sem ég hefði viðrað úti í bæ myndi ég kasta mér í fang þeirra og kyssa þá þúsund kossa. Það er gott að vera í skemmti- legri vinnu en það er líka ósköp gott að fá frí frá þeirri vinnu og vera um leið á fullum launum. Reyndar myndi ég aldrei halda fram jafn heimskulegum skoðunum og Snorri í Betel, þannig að sennilega fæ ég aldrei langtímafrí á launum. En höldum því til haga, og það skiptir máli, að Snorri í Betel hefur ekki verið rekinn úr starfi – hvað sem síðar verður. Hann er í launuðu leyfi og það má vel líta á það sem lúxus. Snorri í Betel fylgir ákveðinni trú. Hann er bókstafstrúarmaður sem telur Biblíuna óskeik- ult rit. Maður getur endalaust furðað sig á því að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu, jafn grautarleg og fáránleg og ýmis boð og bönn Biblíunnar, og sérstaklega Gamla testament- isins, eru. Fremur en að byggja hugmyndafræði sína á refsigleði Biblíunnar ætti Snorri í Betel að spyrja sig: Hvað hefði Kristur sagt? Um leið kæmist Snorri að viturlegri og mannúðlegri nið- urstöðu en hann hefur gert fram að þessu. Bókstafstrú er heftandi, takmarkar umburðarlyndi fólks, þrengir sjóndeildarhring þess og gerir það dómhart og refsiglatt. En hvað er til ráða? Eigum við að banna fólki að vera bókstafstrúar? Á hvaða leið erum við ef við bönn- um fólki að hafa kjánalegar skoðanir, forpokaðar skoðanir og óæskilegar skoðanir. Við getum ekki bannað fólki að orða skoðanir sem eru okkur á móti skapi. Við getum hins vegar mótmælt þeim kröftuglega – og eigum að gera það. En um leið verðum við að muna að tjáningarfrelsið felst í því að þeir sem hafa aðrar skoðanir en við sjálf fái að setja þær fram. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Tjáningarfrelsi fyrir suma STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Körlum á atvinnuleysisskráfjölgaði um 61 að meðaltalií janúar en konum fækkaðium 369 samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. Meginskýringin á þessum mikla kynjamun er sú að um síðustu áramót féll úr gildi bráða- birgðaákvæði um minnkað starfshlut- fall og í kjölfarið voru nálægt 500 manns afskráðir um áramótin, sem höfðu fengið greiddar atvinnuleys- isbætur með hlutastarfi. Það voru fyrst og fremst konur sem fyrir þessu urðu og féllu af skrá. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær mældist atvinnuleysi í janúar 7,2% og minnkaði lítillega á milli mán- aða. Ástæðurnar voru annars vegar þær að flestir þeirra ríflega 900 ein- staklinga sem tóku þátt í námsátakinu „Nám er vinnandi vegur“ hafa ákveðið að halda námi sínu áfram á vormisseri og eiga framvegis rétt á námslánum en féllu af atvinnuleysisskrá um síð- ustu áramót. Konur eru nokkru fleiri en karlar í þessum hópi eða 53% á móti 47% körlum. Hins vegar hafði einnig umtalsverð áhrif brottfall bráðabirgðaákvæðisins um hlutabætur á móti skertu starfs- hlutfalli. Þessi breyting snerti 800-900 manns, sem eru að stærstum hluta konur, samkvæmt upplýsingum Karls Sigurðssonar, sviðsstjóra hjá Vinnu- málastofnun. Um það bil helmingur þessa hóps færðist yfir í eldra fyr- irkomulag hlutabóta sem áfram verð- ur við lýði en aðrir féllu út af atvinnu- leysisskrá. Segist Karl gera ráð fyrir að flestir þeirra hafi farið í fullt starf á nýjan leik, þó að ekki sé hægt að full- yrða um það. Tímabundin aðgerð Gripið var til bráðabirgðaaðgerða í upphafi kreppunnar um rétt til hluta- bóta á móti skertu starfshlutfalli vegna fjöldauppsagna og óvissu á vinnumarkaði. Voru fyrirtæki hvött til að bjóða starfsmönnum að minnka starfshlutfall til að komast hjá upp- sögnum og voru reglur um tekjuteng- ingu rýmkaðar svo starfsmenn í hluta- starfi fengju meiri rétt til greiðslu hlutabóta úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. Þetta var þó aðeins tíma- bundin aðgerð og bráðabirgða- ákvæðið féll niður um seinustu áramót eins og áður segir. Að sögn Karls Sigurðssonar hafa konur verið í miklum meirihluta þeirra sem þáðu hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli. Í fyrstu voru karlar þó í meirihluta þeirra sem þáðu bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli, flestir í byggingariðnaði og tengdum greinum, en þetta snérist fljótlega við og allt frá sumri 2009 hafa konur verið í miklum meirihluta þessa hóps. Þegar bráðabirgðaákvæðið féll brott um áramótin voru 600-650 konur á atvinnuleysisskrá í skertu starfs- hlutfalli en um 200 karlar. Konurnar voru við störf mjög víða í atvinnulífinu s.s. í þjónustufyrirtækjum og op- inberri þjónustu. Í janúar verður yfirleitt fjölgun á atvinnuleysisskrá vegna árstíðasveiflu og eru karlar í meirihluta þeirra sem bætast á skrá. Atvinnuleysi eykst yfirleitt einnig á milli mánaðanna janúar og febrúar og því gerir Vinnumálstofnun ráð fyrir að atvinnuleysi í yfirstandandi mánuði verði á bilinu 7,1-7,4%. Atvinnuleysi mældist 8,5% í janúar í fyrra. Það hefur því dregið úr því miðað við ástandið fyrir ári en þær vinnumarkaðsaðgerðir sem gripið hef- ur verið til, þar sem fjöldi atvinnu- lausra hefur farið í nám og svo sú breyting sem gerð var á hlutabóta- kerfinu um áramótin, hafa einnig leitt til þess að atvinnuleysistölur Vinnu- málastofnunar eru nokkru lægri en ella væri. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Breyting Þegar bráðabirgðaákvæðið um rétt til bóta í minnkuðu starfshlut- falli féll niður hurfu um 500 af atvinnuleysisskrá. Flestir þeirra eru konur. Breytingin kom að mestu niður á konum Án atvinnu » 12.080 einstaklingar voru atvinnulausir í lok janúar. Atvinnuleysið var 7,5% meðal karla og 6,8% meðal kvenna. » 600-650 konur voru í skertu starfshlutfalli og um 200 karlar þegar bráða- birgðaákvæði um hlutabætur féll niður í lok seinasta árs. » 2.107 einstaklingar voru skráðir í vinnumarkaðsúrræði hjá Vinnumálastofnun í jan- úar. » Alls voru 98 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok janúar, mest þjónustu-, sölu- og af- greiðslustörf, eða 28 talsins. » Alls voru 2.126 erlendir rík- isborgarar án atvinnu í lok janúar, þar af 1.245 Pólverjar eða um 59% þeirra útlend- inga sem voru á skrá í lok mánaðarins. » Atvinnuleysið var 7,8% á höfuðborgarsvæðinu og minnkaði úr 8%. Á lands- byggðinni jókst atvinnuleysið úr 6,1% í 6,2% í janúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.