Morgunblaðið - 23.02.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.02.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Leitin að hæfileikaríkasta Íslendingnum hefst á mánudag, hinn 27. febrúar. Þá verður opnað fyrir umsóknir keppenda inni á mbl.is í Hæfileika- keppni Íslands sem er samstarfsverkefni vefj- arins og sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins. Keppnin gengur þannig fyrir sig að keppendur senda upptöku af sér og atriði sínu sem dómarar munu svo velja úr. Bestu atriðin verða sýnd í fimm undanþáttum á Skjá einum en með úrslita- þætti verða þættirnir alls sex. Sjónvarpsþættirnir, sem framleiddir eru hjá Saga Film, fara í loftið 30. mars næstkomandi en úrslitaþátturinn verður sýndur í byrjun maímán- aðar í beinni útsendingu þar sem sigurvegari verður kjörinn af þjóðinni með dyggri aðstoð dómnefndar keppninnar. Verðlaunaféð er ein milljón króna og fær sigurvegarinn auk þess nafn- bótina Hæfileikaríkasti Íslendingurinn. Aukið samstarf miðlanna „Þetta er eitt stærsta verkefnið sem við höfum ráðist í sem sjónvarpsstöð og náttúrlega mik- ilvægt þetta samstarf okkar við mbl.is sem er mest lesni vefur landsins,“ segir Hilmar Björns- son, dagskrárstjóri Skjás eins. „Það er milljón í verðlaun og ef fólk kann eitt- hvað fyrir sér, sama hvort það er dans, söngur eða bara hvað sem er, þá er um að gera að senda upp- töku af sér inn á mbl.is,“ segir hann. „Í raun er þetta í fyrsta sinn sem stærsti net- miðill landsins fer í svo stórt verkefni enda sjáum við ákveðin tækifæri í að auka samstarf þessara tveggja miðla, sjónvarps og nets, sem sífellt hafa nálgast hvor annan á undanförnum árum,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri mbl.is. Mbl. sýnir myndbrot frá Skjá einum Samstarfsyfirlýsing Skjás eins og mbl.is var undirrituð í gær af fulltrúum miðlanna sem þegar hafa boðað enn frekara samstarf. Stærsta sam- starfsverkefnið er Hæfileikakeppni Íslands en auk þess mun MBL Sjónvarp birta myndbrot frá Skjá einum, til að mynda úr Málinu með Sölva Tryggvasyni, Innliti/Útliti og Matarklúbbi Hrefnu Sætran, svo eitthvað sé nefnt. Allar frekar upplýsingar um skráningu í Hæfi- leikakeppni Íslands er að finna á mbl.is. Leita að hæfileikaríku fólki  Mbl.is og Skjár einn kynna nýja Hæfileikakeppni Íslands sem hefst á mánudag  Milljón króna verðlaunafé og nafnbótin Hæfileikaríkasti Íslendingurinn í boði Morgunblaðið/Golli Samstarf Hilmar Björnsson, dagskrárstjóri Skjás eins, Þór Freysson, framleiðslustjóri hjá Saga Film, og Gylfi Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri mbl.is, skrifa undir samstarfsyfirlýsinguna í gær. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Talsmenn samtaka sjómanna, út- vegsmanna og fiskverkafólks segjast ekki hafa átt beina aðkomu að vinnu við gerð nýs stjórnarfrumvarps um fiskveiðistjórnun sem er í undirbún- ingi. Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra greindi frá því í gær að hann hefði haldið upplýs- ingafundi með ýmsum í greininni og nefndi m.a. LÍÚ, Sjómannasamtökin og Starfsgreinasambandið. „Við höfum enga aðkomu að þess- ari vinnu,“ sagði Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ), um gerð frumvarps- ins. Hann sagði að LÍÚ hefði hitt ráðherra á stuttum fundi 19. janúar. „Eitt er að hitta fólk en ann- að að það sé eitt- hvert raunveru- legt samráð þar sem menn geta komið með sín sjónarmið, unnið í málum og reynt að vinna sig til niðurstöðu. Það er ekkert svoleið- is og hefur ekki verið,“ sagði Friðrik. Hann sagði að LÍÚ hefði óskað eftir að fá að eiga beina aðkomu að vinnunni við frumvarpsgerðina. Þeir hefðu verið með í stóru nefndinni sem Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra stýrði og skilaði af sér haustið 2010. „Eftir það hefur þetta alfarið verið á borði stjórnarflokk- anna,“ sagði Friðrik. Hann reiknaði með því í gær að þeir fengju að hitta ráðherrann á stuttum fundi í dag. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands (SSÍ), sagði að engin efnisatriði væntan- legs frumvarps hefðu komið fram á fundi þeirra með sjávarútvegsráð- herra. Einungis að ráðherrann stefndi að því að koma með frumvarp og að hafa samráð við hagsmuna- aðila. Aðspurður neitaði Sævar því að SSÍ hefði komið að vinnu við frumvarpsgerðina. „Við komum okkar sjónarmiðum á framfæri við hann,“ sagði Sævar um fundinn með ráðherranum. Hann sagði að sjónarmið SSÍ hefðu lengi verið ljós og þau kæmu m.a. fram í umsögn um fiskveiðistjórnunar- frumvarpið frá síðasta vori. „Við kynntum þessi sjónarmið fyr- ir nýjum ráðherra til að tryggja að þau kæmu fram,“ sagði Sævar. „Hann talaði um að boða okkur til skrafs og ráðagerða. Við vonum að hann standi við það.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands (SGS), sagði aðspurður að ekki hefði verið haft samráð við þá um frum- varpsgerðina. Fiskverkafólk er m.a. innan SGS. „Þessi fundur var meira til að segja hver staðan í málinu væri,“ sagði Björn. „Við höfum ekki komið að þessu með einum eða neinum hætti.“ Á fundinum var kynnt fyrir- ætlan um að leggja frumvarpið fram og það sem verið væri að gera. „Við gátum komið okkar skoðun- um á framfæri, en það er ekkert meira,“ sagði Björn um kynningar- fundinn. Hann sagði aðspurður að ekkert hefði verið talað um frekara samráð sem slíkt og fulltrúar SGS ekki verið boðaðir á annan fund svo hann vissi. „Þetta var ekki fundur um að við værum að koma að sam- ráði eða samvinnu. Það er ekki þann- ig,“ sagði Björn. Ekkert samráð um frumvarpið  Talsmenn sjómanna, útvegsmanna og fiskverkafólks segjast hingað til ekki hafa átt beina aðkomu að gerð nýs frumvarps um fiskveiðistjórn  Fundir með sjávarútvegsráðherra einungis til upplýsingar Sævar Gunnarsson Friðrik J. Arngrímsson Björn Snæbjörnsson „Það er bara mjög mikið að gera. Vetrarfríin eru farin að sanna sig fyrir ferðaþjónustuna. Fólk er farið að nota þau sem frí hér innan- lands,“ segir Sigrún Björk Jak- obsdóttir, hótelstjóri Icelandair- hótelsins á Akureyri. Hún segir að mikið sé af fjöl- skyldufólki á hótelinu sem ætli að dvelja fyrir norðan yfir helgina en tveggja daga vetrarfrí í grunn- skólum landsins hefst í dag. „Það hefur alltaf verið mikil traffík til Akureyrar í vetrarfríum en ég held að það aukist stöðugt að fólk geri sér dagamun þá,“ segir hún. Að sögn Árna Gunarssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Ís- lands, fara ívið fleiri farþegar til Akureyrar nú en um venjulega helgi. Allt að 5.400 manns eigi bók- að far með félaginu frá föstudegi til sunnudags. Ferðamannastraum- ur til Akureyrar í vetrarfríi skólanna Frí Margir ætla sér eflaust á skíði með börnin í Hlíðarfjalli í vetrarfríinu. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Hou Yifan, heimsmeistari kvenna í skák, verður á meðal keppenda á öflugu Reykjavíkurskákmóti sem stendur frá 6. til 13. mars og fer fram í Hörpu. „Það er stórkostlegt að fá Hou Yifan til að taka þátt í Reykjavík- urskákmótinu,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. „Hún er mikill karakter og fyrirmynd í Kína, reyndar í öllum skákheiminum.“ Einnig lætur Fabiano Caruana, 19 ára Ítali, eflaust til sín taka við skákborðið, en hann er sjö- undi á heimslistanum. „Þetta eru einfaldlega heitustu skákmenn heims í dag,“ segir Gunnar. „Hou Yifan verður án efa einn sterk- asti skákmaður heims innan fárra ára.“ Hou er yngst kvenna til að verða stórmeistari og einnig til að verða heimsmeistari. Hún sigraði ásamt Nigel Short á firna- sterku móti 55 stórmeistara á Gíbraltar í janúar, þar sem ellefu keppendur voru um eða yfir 2.700 stig. Heimsmeistari kvenna í skák keppir hér á landi  Hou Yifan yngst kvenna til að verða stórmeistari Að tafli Hou Yifan hefur vakið mikla athygli í skákheiminum. Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.