Morgunblaðið - 23.02.2012, Side 9

Morgunblaðið - 23.02.2012, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeft- irlitsins, kveðst líta svo á að frestur stjórnar eftirlits- ins til handa Gunnari um and- mælarétt vegna brottvikningar úr starfi byrji ekki að líða fyrr en stjórnin hafi svar- að spurningum lögmannsins. Lít- ur Skúli því svo á að fresturinn renni ekki út í kvöld. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum tilkynnti stjórn eftirlitsins Gunnari á föstudaginn var að honum yrði vikið úr starfi forstjóra. Fékk Gunnar einn virkan dag til andmæla og framlengdi stjórn eftirlitsins þann frest svo um þrjá daga að kvöldi síð- asta mánudags, eða aðeins nokkrum klst. áður en upphaflegi fresturinn átti að renna út. Ítrekað spurt en ekki svarað Nýi fresturinn gildir til miðnættis í kvöld, tímasetning sem Skúli segir ekki gilda vegna skorts á svörum. „Stjórnarformaðurinn [innsk. Aðalsteinn Leifsson] er búinn að halda því ítrekað fram í fjölmiðlum að mér hafi verið send fullnægjandi svör við þessum spurningum. Það er fjarri öllum sanni eins og sést þegar bréf mitt frá 20. febrúar til stjórnar eft- irlitsins og svo aftur svarbréfið sem ég birti eru borin saman. Ég ítrekaði þær spurningar sem ég hef ekki fengið svör við og auðvitað krefst ég þess að fá skýr svör. Jafn- framt lýsi ég því yfir að þessi þriggja sólarhringa frestur byrjar ekki að líða fyrr en við erum búnir að fá full- nægjandi gögn og svör.“ Bréfaskipti Skúla og stjórnarinnar hafa verið gerð opinber og segir hann það gert í nafni gagnsæis. Vildi ekki birta bréfin „Við birtum tvö bréf sem stjórnar- formaðurinn hefur verið ófáanlegur til að birta af einhverjum ástæðum. Hann hafði sjálfur áður opnað inn á þessa fjölmiðlaumræðu og við höfð- um því skorað á hann að birta þetta. Þetta eru prívat bréf sem eru stíluð á umbjóðanda minn og mig og enginn trúnaður sérstakur á þeim. Það er því best, úr því að þetta er komið í loftið sem fjölmiðlamál, að menn hafi alla myndina en ekki hálfa.“ Svo hlaupið sé á umræddum bréfa- skiptum má fyrst nefna það sjón- armið stjórnar FME í bréfi til Skúla dagsett 17. febrúar að úr því ekki verði af samkomulagi milli eftirlitsins og Gunnars um starfslok sé honum þar með kynnt sú fyrirætlan stjórnar FME að segja honum upp störfum sem forstjóra stofnunarinnar. Var uppsögnin með sex mánaða fyrirvara og sú fyrirætlan stjórnar tekin fram að ekki yrði óskað eftir vinnuframlagi Gunnars á uppsagnartímanum en uppsagnarfrestur er sex mánuðir. Var skýringin sú að forsendur áfram- haldandi ráðningar Gunnar væru brostnar, með vísan til aðkomu hans að málefnum Landsbankans árið 2001 og að hann héldi fast við að skýrslugjöfin vegna þess máls væri rétt. Í bréfi stjórnar FME til Skúla dag- sett 20. febrúar er Gunnari veittur frekari frestur til að koma á framfæri andmælum en þar segir: „Stjórnin telur veigamikil rök fyrir því að hafa frestinn í þessu máli ekki mjög lang- an nú þar sem sú staða er komin upp að öll samskipti aðila eru til opinberr- ar umfjöllunar.“ Var jafnframt áréttað að stjórnin hefði ekki tekið ákvörðun um að víkja Gunnari frá störfum heldur væri það mál til skoðunar og „mikilvægt að andmæli hans komi fram áður en ákvörðun er tekin“. Dularfullur sendiboði Skúli svaraði bréfinu með bréfi sem var dagsett 22. febrúar þar sem farið er fram á með nákvæmum hætti að hin nýju gögn sem eigi að liggja uppsögninni til grundvallar séu til- greind. Sendiboði, „liðlega þrítug dökkhærð kona“, hafi komið með ómerkta sendingu, 123 blaðsíður af glærukynningum, skýrslum, fund- argerðum o.fl. sem hafi verið kunn- ugleg og virst stafa af rannsókn Andra Árnasonar nr. II á máli Gunn- ars (sjá hnotskurn hér fyrir ofan). Enn sé ósvarað hvort málið sé enn til rannsóknar sem og vægi lögfræðiá- lita. Þá sé fyrri andmælum Gunnars algerlega ósvarað og ekkert tillit tek- ið til þeirra í lokaniðurstöðu. Ekkert sé heldur fjallað um réttindi Gunnars sem embættismanns. Hins vegar hafi verið staðfest að fyrirhuguð uppsögn byggist eingöngu á stjórnsýslulögum. Ítrekaði Skúli í bréfinu fimm af sex spurningum sem hann lagði fyrir stjórn FME í bréfi til hennar 17. febr- úar sl. Telur hann þeim ósvarað. Telur frest FME enn ekki byrjaðan að líða  Lögmaður Gunnars Þ. Andersen krefur eftirlitið svara Ástráður eða Andri? » Í bréfi Skúla til stjórnar FME 20. febrúar sl. er spurt hvað ráði því að svo virðist sem áliti Ástráðs Haraldssonar um mál Gunnars skuli gert hærra undir höfði en tveimur lögfræðiálit- um Andra Árnasonar. » Telur Skúli í bréfi til FME 22. feb. að þessu sé enn ósvarað. Skúli Bjarnason - nýr auglýsingamiðill Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Þú minnkar um eitt númer Næg bílastæði www.lifstykkjabudin.is www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 Opnum í dag með fulla verslun af nýrri vorvöru! Stærðir 36-52 í ll l i i - NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI EKKI MISSA AF ÞESSUM NÁMSKEIÐUM HJÁ NTV! Atvinnulausir fá 25% afslátt frá NTV af auglýstu staðgreiðsluverði og geta sótt um styrk frá vinnumálastofnun. Kerfisstjórinn (2 annir - 365 stundir) Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá fyrirtækjum og stofnunum. » Morgunnámskeið byrjar 13. mars » Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 14. mars Tölvuviðgerðir (72 stundir) Fyrir þá sem vilja starfa við tölvuviðgerðir eða fá góðan grunn til frekara náms, til dæmis fyrir kerfisstjóranám. » Morgunnámskeið byrjar 13. mars » Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 14. mars Skrifstofu- og tölvunám (258 stundir) Hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn, oft eftir nokkurra ára hlé, eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. » Morgunnámskeið byrjar 19. mars Grunnnám í bókhaldi (114 stundir) Markmiðið með námskeiðinu er að þjálfa fólk til starfa við bókhaldsstörf. Námið er mikið byggt á verklegum æfingum. » Morgunnámskeið byrjar 28. mars » Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 25. febrúar Grafísk hönnun (156 stundir) Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja vinna auglýsingar fyrir prent- og netmiðla og ganga rétt frá þeim til afhendingar. » Morgunnámskeið byrjar 26. mars Laugavegi 63 • S: 551 4422 LAGERSALA Í NOKKRA DAGA 60-70% AFSLÁTTUR VETRARYFIRHAFNIR PEYSUR BOLIR BLÚSSUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.