Morgunblaðið - 23.02.2012, Side 11
mánuði að reka bíl sem ég keyrði
tæpa þrjátíu kílómetra í og úr vinnu
daglega, en þá tók ég allt inn í reikn-
ingsdæmið, viðhald, smurningu,
dekk, afföll, bensín, tryggingar og
bifreiðagjöld. Og það munar um
minna, fyrir þann pening sem ég
spara með því að hjóla get ég farið
með fjölskylduna til útlanda annað
hvert ár.“
Ekki í spandexgalla í
brjáluðu vetrarveðri
„Ég byrjaði að hjóla í vinnuna
að vetri til og komst fljótt að því að
færðin gat verið þung fyrir hjólreiða-
mann. Ég fjárfesti því í rafbúnaði
fyrir reiðhjól og setti rafmótor á ann-
að reiðhjól sem ég á. Ég er því með
tvö reiðhjól, nota fjallahjólið mitt yfir
sumarið og líka marga daga yfir vet-
urinn, en ef færðin er ömurleg, snjór
eða brjálað rok, nota ég rafhjólið.
Þessi hjálparrafmagnsmótor er frá-
bær í snjónum, því það er ekki nærri
alltaf búið að moka hjólastígana eld-
snemma á morgnana þegar ég fer til
vinnu.“
Hlynur segir að vissulega þurfi
að klæða sig samkvæmt veðri þegar
ferðast er á reiðhjóli til og frá vinnu á
hverjum degi í hvaða veðri sem er.
„Það segir sig sjálft að maður er ekki
í spandexgalla í brjáluðu vetrarveðri
og stórhríð. Í slíkum veðrum er best
er að vera í ull næst líkamanum og
yfirhöfnin þarf helst að vera góður
goretexgalli svo maður svitni ekki of
mikið. Á veturna er ég líka með snjó-
brettahjálm, skíðagleraugu og lamb-
húshettu. Þá er ég eiginlega klæddur
eins og Alaskafari og veitir ekki af.
Óhjákvæmilega kófsvitnar maður á
því að hjóla svona langa leið og
sturtuaðstaða í vinnunni er því nauð-
synleg.“
Hefur smitað nokkra af
hjólalífsstílnum
Hlynur segir að hann sé nánast
orðinn háður því að hjóla. „Þetta er
lífsstíll og ég reyni að breiða út fagn-
aðarerindið. Mér hefur tekist að
smita nokkra félaga mína. Margir
eru sérstaklega spenntir fyri rafhjól-
inu og einn vinnufélagi minn hefur
þegar komið sér upp slíkri græju,
einnig mágur minn og fleiri í kring-
um mig. Enda er eina vitið að skipta
úr bílnum og fá sér rafmagn á reið-
hjólið. Rafreiðhjól eru framtíðin og
þau eru frábær í íslenskum að-
stæðum þar sem er mikill vindur og
miklar brekkur. Það þarf ekki annað
en einn slíkan slæman dag til að fólk
gefist upp á því að hjóla. Þannig var
það einmitt með mig einu sinni, ég
gafst alltaf upp á hjólinu þegar vet-
urinn kom með öllu sínu roki, snjó og
hálku. En þegar maður hefur raf-
búnaðinn til að hjálpa sér að komast í
gegnum leiðinlegustu kaflana gefst
maður síður upp. En ég tek það fram
að ég stíg alltaf hjólið þótt mótorinn
létti mér vinnuna.“
Ætlar að hjóla Laugaveginn í
sumar
Hlynur segir hjólalífsstílinn gef-
andi, bæði fyrir sál og líkama. „Vinur
minn, sem er nýfarinn að hjóla í
vinnuna, var einmitt að segja mér að
sér liði miklu betur eftir útiveruna og
súrefnisupptökuna. Hugsunarhátt-
urinn breytist líka, maður fer að sjá
veðrið í öðru ljósi. Það er nefnilega
ekki eins slæmt og allir halda, þetta
snýst bara um að klæða sig eftir að-
stæðum og maður þjálfast í því. Mað-
ur verður víkingur af því að hjóla,“
segir Hlynur og hlær. Hann ætlar að
taka hjólreiðarnar skrefinu lengra
og stefnir á frama í fjallaferðum á
fjallahjólinu sínu. „Við ætlum að
reyna nokkrir félagar að hjóla
Laugaveginn í sumar, leiðina frá
Landmannalaugum yfir í Þórsmörk.
Þetta verður krefjandi enda er allt
annað að hjóla á malbiki en í lausa-
möl og grjóti á fjöllum. Og þar þarf
að fara yfir ár og móa. Við ætlum að
hafa þetta dagsferð en göngufólk fer
þetta yfirleitt á þremur til fjórum
dögum. Við ætlum að taka nokkra
túra í Heiðmörkinni til að þjálfa okk-
ur í því að hjóla á malarvegum. Þetta
verður gaman.“
www.rafhjol.is
Morgunblaðið/Kristinn
Rafhjólið Hér má sjá hvar rafmótorinn er festur á hjólið.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
Bónus
Gildir 23. - 26. febrúar verð nú áður mælie. verð
KF kryddað heiðarlambalæri ....... 1.395 1.598 1.395 kr. kg
KS frosið lambasúpukjöt 1 fl....... 698 759 698 kr. kg
Skólaostur í sneiðum tilb.merk.... 1.298 1.598 1.298 kr. kg
KF frosið nautahakk, 620 g ........ 798 898 1.287 kr. kg
Euroshopper núðlur, 85 g ........... 15 29 176 kr. kg
Ali ferskar kjúklingabringur ......... 2.298 2.898 2.298 kr. kg
Ali ferskar kjúklingalundir ........... 2.298 2.898 2.298 kr. kg
ÍN ferskar ungnautagúllas........... 1.998 2.498 1.998 kr. kg
ÍN ferskt ungnautasnitsel............ 1.998 2.498 1.998 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 23. - 25. febrúar verð nú áður mælie. verð
Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 1.198 1.498 1.198 kr. kg
Nautainnralæri úr kjötborði......... 2.698 3.298 2.698 kr. kg
Hamborgarar m/brauði, 2x115g . 396 480 396 kr. pk.
FK saltkjöt................................. 998 1.229 998 kr. kg
SS sænskar kjötbollur, 750 g...... 958 1.198 958 kr. kg
Fjallalambs kindahakk frosið ...... 998 1.139 998 kr. kg
Pepsi/pepsi max, 2 ltr................ 195 229 98 kr. ltr
Kjúlla kjúklingabringur án skinns . 1.998 2.349 1.998 kr. kg
Hagkaup
Gildir 23. - 26. febrúar verð nú áður mælie. verð
Íslandsnaut hakk 4% ................. 1.679 2.098 1.679 kr. kg
Ísl. naut ribeye........................... 2.999 3.998 2.999 kr. kg
Hagkaups lambalæri kryddlegið .. 1.819 2.798 1.819 kr. kg
Holta kjúklingalundir .................. 2.238 2.798 2.238 kr. kg
Tómatbrauð............................... 299 449 299 kr. stk.
Croissant .................................. 199 349 199 kr. stk.
Egils pepsí max ,2 ltr.................. 199 299 199 kr. stk.
Egils pepsí, 2 ltr......................... 199 299 199 kr. stk.
Krónan
Gildir 23. - 26. febrúar verð nú áður mælie. verð
ÍM kjúklingur ferskur ................... 698 798 698 kr. kg
ÍM kjúklingabringur .................... 1.998 2.498 1.998 kr. kg
ÍM kjúklingabitar ........................ 598 698 598 kr. kg
ÍM kjúklingaleggir ...................... 698 899 698 kr. kg
ÍM kjúklingalæri ......................... 798 945 798 kr. kg
ÍM kjúklingavængir..................... 298 398 298 kr. kg
Holta BBQ vængir í fötu, 800 g ... 498 698 498 kr. pk.
Holta kjúkl.borgar. m/br., 2 stk. .. 398 475 398 kr. pk.
Nóatún
Gildir 23. - 26. febrúar verð nú áður mælie. verð
Lambalæri heiðmkry.úr kjötborði . 1.498 1.598 1.498 kr. kg
Lamba sirloinsneiðar úr kjötborði 1.278 1.598 1.278 kr. kg
Lambalærissneiðar úr kjötborði... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Lambaframhryggjarsn. úr kjötb.... 1.998 2.298 1.998 kr. kg
Lambakótilettur úr kjötborði........ 1.998 2.298 1.998 kr. kg
Ungnautahakk úr kjötborði ......... 1.298 1.598 1.298 kr. kg
Ungnauta gúllas úr kjötborði ....... 1.698 2.498 1.698 kr. kg
Ungnauta snitzel úr kjötborði ...... 1.698 2.498 1.698 kr. kg
Meistara sjónvarpskaka .............. 599 815 599 kr. stk.
Þín Verslun
Gildir 23. - 26. febrúar verð nú áður mælie. verð
Lambalæri frá Fjallalambi ........... 1.498 1.798 1.498 kr. kg
Lambahryggur frá Fjallalambi...... 1.698 1.998 1.698 kr. kg
Ísfugl BBQ leggir ........................ 764 899 764 kr. kg
MS skyr.is, 500 g....................... 285 316 570 kr. kg
Findus lasagne, 375 g ............... 598 685 1.595 kr. kg
Hälsans Kök kjúklingab., 375 g .. 649 799 1.731 kr. kg
Findus Oxpytt, 700 g.................. 739 951 1.056 kr. kg
Rits kex, 200 g .......................... 198 249 990 kr. kg
Wertheŕs Original sælgæti, 135 g 269 359 1.993 kr. kg
Blue Drag. Sushi matarsett, 315
g ..............................................
989 1.198 3.140 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Jim Smart
Ljósmyndasýning þýska
ljósmyndarans Claus Ster-
neck með myndum frá Ís-
landi verður opnuð í Kirsu-
berjatrénu í dag. Claus er
mikill Íslandsaðdáandi og
hefur búið og starfað hér
á landi í nokkurn tíma.
Á sýningunni mun gefa
að líta hluta þeirra rúm-
lega 200 mynda sem
Claus sýndi á Djúpavík á
síðasta ári. Alls verða um
100 ljósmyndir til sýnis og
þær verður hægt að kaupa
á staðnum. En allur ágóði
af sölu á sýningunni mun
renna til
framkvæmda við gömlu
síldarverksmiðjuna á
Djúpavík.
Nýjustu myndirnar úr smiðju Claus eru flestar teknar í
Reykjavík á síðasta ári. Þær hefur Claus haft til sýnis á Fa-
cebook-síðu sinni Iceland Claus-In-Iceland og við 14
myndanna verður hægt að lesa athugasemdir og skoðanir
sem fólk hefur sett inn um þær á síðuna. Opnunarhóf
verður í dag frá 17-19 en annars er opið á sama tíma og
verslunin, kl. 11-18 mánudag til föstudaga og 11-16 á laug-
ardögum.
Ljósmyndasýning
Ljósmynd/Ágúst Atlason
Ljósmyndari Claus Sterneck
á sýningu sinni á Djúpavík.
Íslandsmyndir Claus Sterneck
Vetur Ljósmynd sem Claus tók af vetrarríkinu í janúar.
Icepharm
a
KEMUR HEILSUNNI Í LAG
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA / FÆST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT
LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA
SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS
EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR