Morgunblaðið - 23.02.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.02.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 Nytjamarkaður Samhjálpar. Samhjálp biðlar til fólks að leggja sitt af mörkum til starfseminnar og segir að undanfarnar vikur hafi ver- ið fullt út úr dyrum á Kaffistofunni. „Sumir bíða skjálfandi fyrir utan þegar opnað er og fara jafnvel ekki út úr kaffistofunni allan daginn því þeir hafa ekki í önnur hús að venda,“ segir í tilkynningu. Samhjálp bendir á að til sölu séu m.a. barmmerki, Hjálparhönd, til styrktar starfseminni. Nánari upp- lýsingar má finna á heimasíðu Sam- hjálpar, samhjalp.is. Samhjálp biður fólk um aðstoð Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og á Reykjanesi er nú komin með fullkomna þjófavörn en Securitas hefur sett upp þjófavarnakerfi á báðar starfsstöðvar samtakanna þeim að kostnaðarlausu. Brotist var inn í starfsstöð Fjöl- skylduhjálpar Íslands í Reykja- nesbæ um síðustu jól og stolið tölvu og barnafatnaði auk þess sem skemmdir voru unnar á húsnæðinu. Innbrotið hefur ekki verið upplýst. Fyrsta reglulega matarúthlut- unin á nýju ári fór fram hjá Fjöl- skylduhjálpinni í Eskihlíð í Reykja- vík í gær. Á morgun verður matarúthlutun í Reykjanesbæ. Fram hefur komið að 9.900 ein- staklingar nutu mataraðstoðar á vegum Fjölskylduhjálparinnar í desember sl. og þar af voru 3.000 börn. Yfirlýst hlutverk Fjölskyldu- hjálparinnar er að reyna hjálpa öll- um þeim sem minna mega sín, hvort sem það eru öryrkjar, at- vinnulausir, einstæðar mæður eða feður, eldri borgarar, fátækar fjöl- skyldur eða einstæðingar. Aðstoðin er í formi úthlutunar á mat og úr lyfjasjóði og sölu á ódýr- um fatnaði. Morgunblaðið/Sigurgeir. Þjófavörn sett upp Ragna Rósantsdóttir, stjórnarkona Fjölskylduhjálpar Íslands, og Egill Baldursson, tæknimaður Securitas, í húsnæði samtakanna í Eskihlíð. Þjófavörn sett upp hjá Fjölskylduhjálpinni Uppsveitabrosið, árleg viðurkenn- ing sem veitt er fyrir framlag til ferðaþjónustu í uppsveitum Árnes- sýslu, var afhent í vikunni á fundi á Hótel Heklu á Skeiðum. Að þessu sinni hlaut Uggi Æv- arsson, minjavörður Suðurlands, viðurkenninguna fyrir einstaklega góða samvinnu við ferðaþjónustu á svæðinu. Í tilkynningu segir, að Upp- sveitabrosinu, sem sé óáþreifan- legt, fylgi alltaf hlutur unninn af listamanni í uppsveitunum. Að þessu sinni hafi það verið krítar- teikning eftir myndlistarkonuna Sigurlínu Kristinsdóttur sem á gall- eríið Myndlist í hesthúsi í Reykholti í Biskupstungum. Sveitarstjórnarmenn úr upp- sveitum Árnessýslu og Flóa sátu fundinn á Hótel Heklu. Sérstakir gestir fundarins voru Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Sveinn Rúnar Traustason, umhverfis- fulltrúi Ferðamálastofu, og Áslaug Briem, starfsmaður Vakans. Uppsveitabrosið Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, af- hendir Ugga Ævarssyni viðurkenninguna. Minjavörður hlaut Uppsveitabrosið Davíð Logi Sigurðsson fjallar í dag um sambandið milli Sýrlands og Líbanons, stöðuna eins og hún er nú og veltir fyrir sér þróun mála á næstunni. Fundurinn fer fram í stofu 101 í Odda frá klukkan 12 til 13. Davíð Logi hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum í Líbanon og um hríð í Jerúsalem en er nú sérfræð- ingur í utanríkisráðuneytinu. Í tilkynningu frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís- lands segir að staðan í Sýrlandi versni dag frá degi en hernaður stjórnvalda gegn eigin borgurum hafi leitt af sér fordæmingu alþjóðasamfélagsins, bæði á vettvangi Arababandalagsins og Sameinuðu þjóðanna. Þræðir átak- anna í Sýrlandi liggja víðar, þá megi rekja til klofningsins innan íslam en jafnframt hangi á spýtunni deilan um kjarnorkuáætlanir Írana. Vaxandi líkur séu á því að til tíðinda muni draga í þeim efnum. Fjallar um samband Sýrlands og Líbanons Frá Damaskus, höf- uðborg Sýrlands. Landsbankinn hefur ákveðið að veita í fyrsta sinn afreksstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans ætl- uðum afreksfólki sem stundar ein- staklings- eða paraíþrótt. Einnig fyrirhugar bankinn að styrkja efnilegt ungt íþróttafólk. Umsóknarfrestur er til og með 2. mars. Veittir verða 6-10 afreksstyrkir að upphæð allt að 500 þúsund krón- ur hver og 2-3 styrkir til afreks- fólks framtíðarinnar að upphæð allt að 200 þúsund krónur hver. Forsenda fyrir styrkveitingu er að einstaklingur hafi náð fram- úrskarandi árangri á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi í grein sinni. Afreksstyrkir STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Öskudagurinn er alltaf líflegur á Akureyri og engin breyting varð á í gær. Frí er í grunnskólum og í stað þess að vakna til þeirra skyldustarfa er dagurinn tekinn snemma og ung- viðið syngur í hinum ýmsu fyrir- tækjum og þiggur góðgæti fyrir.    Ljóst var að ýmsir höfðu æft sig lengi og lagt mikla vinnu í bún- ingagerð, en aðrir minni, eins og gengur. Enn var lagið Allir hlæja á öskudaginn vinsælt.    Öskudagslið sem Morgunblaðið hafði spurnir af æfði mörg lög, ís- lensk og erlend, en fékk heldur kald- ar kveðjur á einum staðnum. – Þetta er íslenskur siður, hafið í huga að syngja næst á íslensku, þrumaði einn fullorðinn áheyrandi en færði gestunum þó nammi að launum! Ég man ekki betur en siðurinn hafi komið til landsins frá Danmörku. Kannski væri ráð að syngja bara á dönsku í þessu fyrirtæki næst …    Akureyrarbær verður 150 ára í ágúst eins og áður hefur komið fram. Yfirvöld hafa hvatt fyrirtæki til þess að halda upp á afmælið og geta þau fengið leyfi til þess að nota afmæl- ismerkið. Bakaríið við brúna reið á vaðið og kynnti í vikunni afmæl- istertu sem í boði verður út árið að minnsta kosti. Tryggvi Gunnarsson og félagar í afmælisnefnd bæjarins fnegu að smakka, og þótti tertan bæði ljúffeng og saðsöm að sögn …    Hljómsveitirnar Sólstafir og Dimma koma fram á Græna hatt- inum annað kvöld ásamt ásamt Ak- ureyrarsveitinni Gruesome Glory. Sólstafir gáfu nýverið út sína fimmtu plötu, Svarta sanda, sem hefur feng- ið einróma lof gagnrýnenda og var einmitt valin besta íslenska plata síðasta árs af Morgunblaðinu. Óhætt er að reikna með fjörugu kvöldi.    Ekki er loku fyrir það skotið að einhverjir skelli upp úr á Græna hattinum á laugardagskvöldið. Þá mæta Þorsteinn Guðmundsson og Pétur Jóhann Sigfússon ásamt Helga Svavari Helgasyni trommara með sýninguna Steini / Pési og gaur á trommu sem sýnd hefur verið í Gamla bíói undanfarið við fádæma undirtektir. Tvær sýningar verða þetta kvöld, kl. 20.00 og 23.00.    Hláturrokur munu heyrast strax í kvöld í Hofi. Þar kemur fram uppi- standarinn Ari Eldjárn, einn vinsæl- asti grínisti Íslands. „Þetta er hans fyrsta sýning í Hofi og það er aldrei að vita nema honum takist að láta salinn hlæja eina kvöldstund eða svo. Mestu skiptir þá að hann er ætt- aður frá Norðurlandi,“ segir í til- kynningu …    Svo er ein smáleiðrétting í lokin. Skíðamót Íslands var haldið á Siglu- firði 1944 en ekki 1942 eins og sagði í síðasta pistli. Myndin af skíðasveit MA sem þá birtist var þar af leiðandi tekin 1944. Rétt skal vera rétt. Hlegið á öskudegi og áfram Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Þetta þriggja manna öskudagslið beið eftir því að fá að syngja í Dýraríkinu í gær. Á meðan kíktu stelpurnar á kanínur sem voru til sölu. Olga Björt Þórðardóttir olgabjort@gmail.com Ný hefð hefur skapast á öskudag sem er keimlík amerísku hrekkjavökunni, að ganga á milli húsa og syngja og biðja um sælgæti. Í gær var þetta í fyrsta skipti reynt í Vatns- endahverfi í Kópavogi og hús þátttakenda auðkennd með útikertaljósum. Ágústa Jónsdóttir, fulltrúi í foreldraráði Vatnsenda- skóla, segir að á æskuárum sínum á Ísafirði hafi börn gengið hús úr húsi og sníkt gotterí, reyndar á bolludag. Á Akureyri sé bæði sungið og sníkt í heimahúsum á öskudag og einnig í Ólafsvík. Að sögn Ágústu verða mörg börn fyrir vonbrigðum þeg- ar þau leggja leið sína í stærri verslunarmiðstöðvar á öskudag. Starfsfólk verslana setji snemma dags tilkynn- ingar í glugga um að sælgætið sé búið. Ágústa sér fram á að skemmtilegra gæti orðið fyrir börnin að ganga á milli húsa í hverfinu sínu, á fyrirfram ákveðnum tíma, og fyrir foreldra að vita af þeim í hverfinu í stað flakks víðs vegar um borgina. Meðal nemenda í Breiðagerðisskóla hefur í fjögur ár verið hefð fyrir því að ganga síðdegis á milli húsa og syngja. María Helen Eiðsdóttir, kennari við skólann, segir þetta mælast vel fyrir meðal foreldra og nemenda. Sam- heldni og eftirvænting einkenni öskudag og foreldrum finnist gott að hafa börnin í hverfinu. Sértilbúnir miðar séu festir á glugga eða dyr heimilanna sem taki þátt. „Grikkur eða gotterí“ víða orðið að nýrri hefð á öskudag  Foreldrar vilja hafa börnin sín í hverfinu frekar en á flakki Morgunblaðið/Golli Syngjandi glöð Börn syngja fyrir verslunareiganda í miðborg Reykjavíkur í tilefni af öskudeginum í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.