Morgunblaðið - 23.02.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
SVIÐSLJÓS
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru
ósáttari í starfi sínu nú en árið 2009,
samkvæmt niðurstöðum viðhorfs-
könnunar á meðal starfsmanna sem
kynntar voru á fundi borgarráðs í síð-
ustu viku.
Niðurstöðurnar voru aftur ræddar
á fundi borgarstjórnar á þriðjudag að
beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins og Vinstri-grænna.
Markmið könnunarinnar er m.a. að
fá viðhorf starfsmanna til starfsum-
hverfis, stjórnunarhátta og sam-
skipta, meðal annars í þeim tilgangi
að bæta árangur borgarinnar í starfs-
mannamálum.
Könnunin náði til 6.738 starfs-
manna. Svarhlutfall var 67%.
2 af 10 hugsa oft um uppsögn
Samkvæmt niðurstöðunum sjá
59% starfsmanna sig áfram í sama
starfi eftir tvö ár, en þetta hlutfall var
70% árið 2009. Þá hugsa 22% oft um
að hætta í starfi, en einungis 14%
voru oft í þeim hugleiðingum á árinu
2009.
Einkunn fyrir þáttinn stöðugleika í
starfi er nú 6,6, en var 7,3 fyrir tveim-
ur árum. Af átta sviðum borgarinnar
lækkar þessi einkunn hjá fjórum
sviðanna á tveimur árum.
Fram kemur að starfsánægja
starfsmanna minnkar talsvert á milli
kannana. Starfsmenn gefa þættinum
upplýsingaflæði lægri einkunn 2011
en árið 2009 og athygli vekur að
starfsmenn í ráðhúsi Reykjavíkur
gefa einungis 5,2 í einkunn fyrir
þennan þátt. Sömu starfsmenn gefa
einnig lága einkunn þegar kemur að
þættinum um viðurkenningu í starfi,
en hann fær 5,6 hjá þeim.
Áreitni gagnvart starfsmönnum
borgarinnar af hendi þjónustuþega
er að aukast á ný og sögðust 16%
starfsmanna hafa orðið fyrir henni
2011, þar af hafa 23% orðið fyrir lík-
amlegri áreitni.
Þá segjast 58% starfsmanna hafa
fengið starfsþróunarviðtal síðustu 12-
15 mánuðina, en það hlutfall var 65%
árið 2009. Hjá fjórum af átta sviðum
borgarinnar fór innan við helmingur í
slík viðtöl. Ráðhúsið kemur þar verst
út, en einungis 35% starfsmanna ráð-
hússins sögðust hafa farið í starfsþró-
unarviðtöl. Hjá velferðarsviði var
hlutfallið aðeins hærra, eða 37%.
Best var það hjá skipulags- og bygg-
ingarsviði þar sem 90% fengu viðtal.
84% starfsmanna eru ánægð í
vinnunni nú, en hlutfallið var 90%
tveimur árum áður og hafði þá aukist
um 8% á milli áranna 2008 og 2009.
Spurningin um ánægju með markmið
og stefnu vinnustaðarins fær eink-
unina 7,6 nú, en 7,9 2009.
Starfsmenn borgarinnar voru
spurðir hversu vel þeir þekktu mann-
réttindastefnu Reykjavíkurborgar.
Athygli vekur að einungis 12% starfs-
manna borgarinnar þekkja stefnuna
vel, sem er aukning um 5% frá síð-
ustu könnun.
42% þekkja hana lauslega, en árið
2009 svöruðu 35% þannig.
Mesta athygli vekur að rúmlega
þriðjungur borgarstarfsmanna veit
af stefnunni en þekkir hana ekki vel.
Þetta hluthfall hefur þó minnkað um
3% frá árinu 2009. Þá sögðust 12%
starfsmanna ekki hafa heyrt af
mannréttindastefnu Reykjavíkur-
borgar, en það hlutfall hefur þó
minnkað talsvert þar sem 21% starfs-
manna svaraði spurningunni á þann
veg árið 2009.
Minni ánægja starfsmanna
Könnun frá 2005
» Könnunin var gerð árlega á
árunum 2005-2009. Þá var
ákveðið að gera hana annað
hvert ár til samræmis við það
sem aðrar höfuðborgir Norður-
landanna gera.
» Niðurstöðurnar benda til
minni ánægju á meðal starfs-
manna borgarinnar og yfir
40% þeirra hugsa sér til hreyf-
ings og sjá sig ekki á sama
stað eftir tvö ár.
Aðeins 58% starfsmanna Reykjavíkurborgar fengu starfsþróunarviðtal Flestir þættir viðhorfs-
könnunar fá lægri einkunn nú en árið 2009 Ráðhúsið fær lægstu einkunnina fyrir upplýsingaflæði
Einkunnir fyrir þætti þar sem breytingar eru mestar
Hafa farið í starfsþróunarsamtal
á síðustu 12-15 mánuðum
Hversu gagnlegt var starfs-
þróunarviðtalið (einkunn 1-5)
Starfsmenn sem hafa orðið fyrir
áreitni frá þjónustuþegum
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
4,0
3,0
2,0
1,0
0
2008 2009 2011 2008 2009 2011 2008 2009 2011
64% 65%
58% 3,5
3,7
3,4
23%
14%
16%
St
ar
fs
án
æ
gj
a
M
ar
km
ið
og
ár
an
gu
r
Up
pl
ýs
in
ga
flæ
ði
Fr
um
kv
æ
ði
Vi
ðu
rk
en
ni
ng
St
jó
rn
un
Fr
æ
ðs
la
og
þj
ál
fu
n
Ja
fn
ré
tti
og
ja
fn
ræ
ði
St
ar
fs
an
di
Vi
nn
ua
ðs
ta
ða
Sv
ei
gj
an
le
ik
i í
st
ar
fi
Hæ
fil
eg
t v
in
nu
ál
ag
St
ar
fs
m
an
na
st
öð
ug
le
ik
i
St
ar
fs
ör
yg
gi
9,0
8,0
7,0
6,0
5,0
4,0
3,0
2,0
1,0
0
2008 2009 2011
„Þessar niðurstöður stað-
festa því miður að á svo til
öllum mælikvörðum eru
viðhorf starfsmanna nei-
kvæðari en þau voru í síð-
ustu könnun og í mörgum
tilvikum neikvæðari en
þau hafa verið til langs
tíma,“ segir Hanna Birna
Kristjánsdóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn, en hún var
borgarstjóri árið 2009 þegar niðurstöður
síðustu könnunar komu fram.
„Við bentum á það í umræðunni að það
skiptir engu hvort spurt er um starfs-
ánægju, stjórnun, samskipti, vinnuálag,
starfsanda eða hvað sem er. Á öllum þessum
mælikvörðum sem notaðir eru eru viðhorfin
neikvæðari en þau hafa verið,“ segir hún og
bætir við: „Talsvert færri sjá sig áfram í
starfi hjá borginni og fleiri hugsa oftar um
það að hverfa til annarra starfa.“
Um fundinn á þriðjudag segir hún: „Í um-
ræðunum í borgarstjórn á þriðjudag bentum
við á að ánægja starfsfólks á fjölskyldusvið-
um og í ráðhúsinu hefði minnkað á öllum
kvörðum. Við teljum mikilvægt að taka þess-
ar breytingar alvarlega.“ Hún segir einnig
að það hafi tekist að auka starfsánægju árið
2009 frá fyrra ári og bæta starfsanda hjá
starfsmönnum borgarinnar þrátt fyrir erf-
iðar aðstæður.
„Það sem kom okkur kannski mest á óvart
var að borgarstjóri sagði að málið ætti ekki
erindi til umræðu í borgarstjórn. Þetta væri
mál sem ætti bara að vera á vettvangi emb-
ættismanna. Þetta er auðvitað alrangt hjá
borgarstjóra, við auðvitað berum ábyrgð á
starfi Reykjavíkurborgar og þar með talið
hvernig starfsfólki líður og hvernig þjónustu
það veitir almenningi.“
Á fundinum komu þær skýringar fram að
þessar breytingar væru vegna ytri að-
stæðna.
„Árið 2009, í byrjun árs, vorum við að
vinna að verulegri hagræðingu í starfs-
umhverfi Reykjavíkurborgar, minnka yf-
irvinnu og breyta aksturssamningum. Allt á
þessum tíma sem þessi könnun er gerð.
Þannig að við hefðum nú sannarlega þá átt
að finna fyrir þeim ytri aðstæðum,“ segir
Hanna Birna.
„Það eru bara mjög eindregin skilaboð í
þessari könnun að starfsfólk telur að það
þurfi að gera betur á flestöllum sviðum.“
Hanna Birna segir að starfsmenn kvarti
greinilega undan því að þeir fái litlar upp-
lýsingar um það sem er í gangi á þeirra
vinnustað, þrátt fyrir að borgin hafi nú ráð-
ið sérstakan upplýsingastjóra.
Hún segir að starfsmenn séu almennt sátt-
ir við atvinnuval sitt, en að í niðurstöðunum
komi fram skilaboð sem borgarstjórn og sér-
staklega æðsti embættismaður borgarinnar,
borgarstjóri, verði að taka alvarlega.
Niðurstöðurnar
eru alvarlegar
Viðhorfin eru neikvæðari en þau hafa verið um
langt skeið Skilaboðin þau að gera þurfi betur
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
„Það eru flestir þættir sem
fara aðeins niður frá
2009,“ segir S. Björn Blön-
dal, aðstoðarmaður borg-
arstjóra, aðspurður um
könnunina.
Björn var spurður um
nokkra þætti sem vekja at-
hygli í niðurstöðunum. Um
minnkandi hlutfall þeirra
starfsmanna sem fara í ár-
leg starfsmannaviðtöl
sagði Björn að þetta væri nokkuð sem þyrfti
að taka á. Þá sagði hann að það ætti að vera
markmiðið að starfsmenn færu árlega í slík
viðtöl.
Hann sagði að samanburður á þessum þátt-
um á milli sviða borgarinnar væri pínulítið
vafasamur og benti á skipulags- og bygging-
arsvið í þeim efnum og sagði um árangurinn
þar: „Það er reyndar að hluta til vegna þess
að þar var gert sérstakt átak, því fyrir nokkr-
um árum komu þeir verst út í ýmsum þáttum
og þeir unnu mjög vel úr þeirri könnun og
bættu sig gríðarlega. Það er náttúrega fyrst
og fremst markmiðið sem menn þurfa að
setja sér með svona; að vinna úr þeim þáttum
sem þarf að bæta.“
Björn sagði aukna tíðni áreitni gagnvart
starfsmönnum borgarinnar beina afleiðingu
af hruninu. Talsvert af henni væri úti á þjón-
ustumiðstöðvum og einnig hjá þeim starfs-
mönnum sem ynnu störf sem ekki væru bein-
línis vinsæl. Þetta þyrfti að greina betur.
Björn segir að útskýringar mannauðs-
stjóra á fundi borgarstjórnar um starfs-
öryggi – en einkunn fyrir þann þátt lækkaði
hvað mest, úr 7,7 í 6,6 árið 2011 – hafi verið
þær að um ytri aðstæður væri að ræða og að
á árinu 2009 hafi starfsöryggiseinkunn kom-
ið vel út vegna þess að yfirlýsing hafi verið
gefin út um að engum yrði sagt upp. „Það var
síðan tekið úr sambandi 2010,“ segir Björn og
bætir við: „Við þurfum að greina þetta miklu
betur, niður á svið og annað slíkt, og það er
verið að vinna það. Útkoman er bara fín, en
lengi má gott bæta.“
Segir að lengi
megi gott bæta
Taka þarf á fækkun starfsmannaviðtala
Þarf að greina niðurstöðurnar betur
S. Björn
Blöndal
Ráðhús Starfsmenn ráðhúss gefa lægstu ein-
kunn, af öllum sviðum, fyrir upplýsingaflæði.