Morgunblaðið - 23.02.2012, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
Öldungar Þessir Akureyringar, sem Morgunblaðið hitti í miðbænum í gærmorgun, kváðust hátt í 300 ára gamlir samanlagt. Þegar betur var að gáð kom í ljós að öskudagslið var á ferðinni.
Skapti Hallgrímsson
Svo virðist sem forsætisráðherra hafi
aðeins eitt svar við öllum spurningum
og eina lausn á öllum vanda, það er að
Ísland gangi í ESB og taki upp evru.
En staðreyndin er sú að til að geta tek-
ið upp evru með aðild að ESB þurfum
við að uppfylla ákveðin skilyrði sem
kallast Maastricht-skilyrðin en þau eru:
1) Að verðbólga sé ekki meiri en 1,5
prósentustigum meiri en verðbólga í
þeim þremur ESB-löndum sem eru
með minnsta verðbólgu.
2) Að vextir séu ekki meira en 2 pró-
sentustigum hærri en vextir í þeim
þremur ESB-löndum sem eru með
minnsta verðbólgu.
3) Halli á fjárlögum má ekki vera
meiri en 3% af landsframleiðslu.
4) Heildarskuldir ríkissjóðs mega
ekki vera meiri en 60% af landsfram-
leiðslu.
5) Að landið hafi tekið þátt í geng-
issamstarfi Evrópu (ERM) í tvö ár án
gengisfellingar og að gengið sé innan
vikmarka.
Ísland uppfyllir ekki þessi skilyrði
og er talsvert langt frá því. Þess vegna
er tómt mál að tala um að Ísland gangi
í ESB, taki upp evru og leysi með því
öll vandamál.
Ég er á þeirri skoðun að stefnt skuli að því að uppfylla Maast-
richt-skilyrðin. Ekki með það fyrir augum að taka upp evruna
heldur vegna þess að skilyrðin eru í raun almenn lýsing á heil-
brigðu hagkerfi. Þegar við náum því marki verða vextir lágir,
verðbólga lítil, skuldastaða ríkissjóðs lítil og hann vel rekinn og
gengi krónunnar traust. Við slíkar aðstæður eru okkur allir vegir
færir.
Það verður ekki ESB sem mun leysa efnahagsvanda Íslands.
Það þurfum við að gera sjálf með því að hlúa að atvinnulífinu, nýta
auðlindir okkar, beita aðhaldi í ríkisrekstri og horfa blákalt á hlut-
ina eins og þeir eru í stað þess að boða falskar töfralausnir.
Eftir Unni Brá
Konráðsdóttur
»Rétt er að
stefna að því
að uppfylla
Maastricht-
skilyrðin. Ekki
til að taka upp
evru heldur
vegna þess að
þau eru í raun
lýsing á heil-
brigðu hagkerfi.
Unnur Brá
Konráðsdóttir
Höfundur er þingmaður.
Töfralausnin
ESB?
Nú hátt í sex árum eft-
ir að varnarliðið fór af
landi brott er Isavia ohf.
með góðri aðstoð yf-
irvalda að takast að út-
rýma fagstétt sem á sér
talsvert langa sögu og
nefnist flugvallarslökk-
vilið. Við brotthvarf hers-
ins hvarf bakhjarl
Slökkviliðs Keflavík-
urflugvallar (Kef.) og ís-
lenska ríkið tók við rekstrinum.
Slökkvilið Kef. var margverðlaunað,
sérhæft í að fást við flugvélaelda og
bjarga fólki við mjög erfiðar aðstæður.
Í grein sem undirritaður skrifaði í mbl.
í apríl 2008 og nefnist „Að lifa af í flug-
slysi“ http://mbl.is/greinasafn/
grein/1206306/ er gerð grein fyrir þeim
hættum og tímatakmörkunum sem eru
við flugslys. Þrír rekstraraðilar hafa
komið að rekstri slökkviliðs Kef. frá
brotthvarfi hersins, nú síðast Isavia
ohf. sem er rekstraaðili allra flugvalla á
Íslandi. Það sem forsvarsmenn allra
þessara fyrirtækja hafa átt sameig-
inlegt er að skera niður í slökkviliðinu
og gera það eins óþarft og hægt er án
þess þó að brjóta lög og reglur og þar
komum við að kjarna málsins.
Lög og reglugerðir
Lítið var hugsað um reglur vegna
flugvallaslökkviliða á meðan herinn sá
um Kef. Eftir brotthvarf hersins voru
sett bráðabrigðalög um slökkvilið Kef.,
ráðist var í endurskoðun á reglugerð
um flugvelli á kafla sem snýr að
slökkviþætti á flugvöllum, og breyt-
ingar á lögum 75/2000, um brunamál.
Mikill ágreiningur var um breytingar á
reglugerðinni. Samgönguráðuneytið
fór að vilja Isavia ohf. sem vildi helst að
ekki væri neitt slökkvilið á flugvöllum
heldur einhvers konar viðbúnaðarþjón-
usta sem ekki færi eftir neinum öðrum
reglum en þeim sem
Flugmálastjórn Íslands
setti. Umhverfisráðu-
neytið hins vegar barðist
fyrir því að um slökkvi-
liðsmenn á flugvöllum
giltu lög og reglur sem
gilda um aðra slökkviliðs-
menn á Íslandi.
Breytingar á bruna-
varnarlögum og reglu-
gerð um flugvelli hafa
verið samþykktar og
segja má að Isavia ohf.
hafi náð markmiði sínu
að mestu, þingmenn höfðu ekki þann
styrk að setja þann texta í lögin að
slökkvistörf við flugvélar væru ekki síð-
ur hættuleg en við húsbruna. Ráðherra
gat ekki tekið af skarið með þetta atriði
við breytingu á reglugerð um flugvelli
heldur er málið skilið eftir í uppnámi.
Að öllum líkindum þarf dómstóla til að
fá úr því skorið hvort líf flugvallar-
slökkviliðsmanna sé minna virði en líf
annarra slökkviliðsmanna á Íslandi,
hvort stofna eigi lífi þeirra sem kunna
ekki til verka í eldi í hættu, einnig hvort
það sé á hendi rekstraraðila flugvalla á
Íslandi hvernig öryggisreglum á flug-
völlum er háttað.
Ásættanlegur áhættustuðull
Breyting reglugerðar um flugvelli fól
m.a. í sér að rekstraraðilum flugvalla er
í sjálfsvald sett hvort notuð eru reyk-
köfunartæki við flugslys og ef notuð eru
reykköfunartæki þá er ekki sjálfgefið
að farið sé eftir reglugerð Mannvirkj-
astofnunar um reykköfun, að rekstr-
araðilum Keflavíkurflugvallar verði
heimilt að hafa einungis fimm manns á
vakt í slökkvi- og björgunarþjónustu,
þar af einn sérmenntaðan sem slökkvi-
liðsmann, allir sem vilja sjá að þessir
fimm munu ekki vera til stórræðanna ef
til flugslyss kemur á Keflavík-
urflugvelli. Reynsla er fyrir því að ekki
er von á utanaðkomandi hjálp við flug-
slys á Kef. fyrr en eftir 30-50 mín. En
eins og einn þingmaður orðaði það svo
skemmtilega þegar breytingar á lögum
75/2000 um brunamál voru til umræðu í
des. 2010: „Það má segja að áhættu-
stuðull flugvalla sé nálægt núllinu.
Flugslys á flugvöllum eru mjög sjald-
gæf og aukinn viðbúnaður til þess að
auka viðbragð á flugvöllum er fyrst og
fremst til þess fallinn að leiða af sér
aukinn kostnað. Eftir að hafa í mörg ár
fylgst með þessum málaflokki hef ég
verið að reyna að rifja upp flugslys á
t.d. Reykjavíkurflugvelli þar sem hefur
þurft að slökkva elda. Ég man bara eft-
ir einu slysi.“
Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi
að ekki komi til alvarlegs flugslyss, en
er það áhættunnar virði að bíða og sjá
til? Tryggingafélögin fá verulega fjár-
muni frá fólki og fyrirtækjum sem er
ekki tilbúið að bíða og sjá til hvort eitt-
hvað gerist. Ég skora á alþingi og ráð-
herra að eyða allri þeirri óvissu sem
flugvallarslökkviliðsmenn búa við og
tryggja einnig sem best öryggi flug-
farþega með lögum og reglum sem
setja kröfur á rekstraraðila flugvalla.
Hvorki slökkviliðsmenn á flugvöllum né
flugfarþegar og áhafnir eiga að búa við
það að reglur um slökkvi- og björg-
unarstörf séu sniðnar að þörfum
rekstraraðila flugvalla. Hrunið ætti að
hafa kennt okkur að það er engum til
góðs að fara á svig við lög til að ná fram
hagnaði.
Eftir Ólaf Inga
Tómasson » Að öllum líkindum
þarf dómstóla til að fá
úr því skorið hvort líf
flugvallarslökkviliðs-
manna sé minna virði en
líf annarra slökkviliðs-
manna á Íslandi.
Ólafur Ingi Tómasson
Höfundur er aðalvarðstjóri í slökkviliði
Keflavíkurflugvallar.
Deyjandi stétt slökkviliðsmanna