Morgunblaðið - 23.02.2012, Page 22

Morgunblaðið - 23.02.2012, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 Bréf til blaðsins Það er febrúar 2012 og það er verið að setja saman ráðherranefnd fjög- urra ráðherra vegna málefna heim- ilanna. Hvar er þetta fólk eiginlega búið að vera síð- ustu 3 árin? Er þetta algerlega stjórnlaust lið? Til hvers að kjósa til Alþingis og fá svo þessi ósköp yfir sig? Ég fullyrði að ef það hefði verið tekið strax heið- arlega og mál- efnalega á lánamálum heimilanna værum við komin mikið, mikið lengra í uppbyggingunni. Þessu blessaða fólki var bent á leiðir en þær voru bara ekki farnar af póli- tískum ástæðum. Tilburðir norrænu velferð- arstjórnarinnar minna helst á amer- íska fjölbragðaglímu, flennistórar fyrirsagnir, „show“ og sýning. Vind- högg eru slegin í allar áttir; allt tóm vitleysa og sýndarmennska. Það er eiginlega ekki hægt að bjóða venju- legu fólki lengur upp á þessa en- demis dellu. Fréttastofa RUV sagði frá því í vikunni að það hefðu selst 70% fleiri íbúðir í janúar í ár en á síðasta ári og að nú væri komin hreyfing á fasteignamarkaðinn. Ég vil benda þeim á að eignaskiptasamningarnir eru fleiri af því að það er verið að taka íbúðir í stórum stíl af fólki. Þórarinn Pétursson frá Seðlabank- anum sagði í fjölmiðlum um daginn að allt væri í fína lagi hjá heim- ilunum og allt á uppleið í þjóðfélag- inu. Ég trúði varla eigin eyrum! Ja, sennilega er síðasti jólasveinninn ekki farinn til fjalla og komið fram í febrúar! Ég vil benda þessu fólki á að hálf þjóðin er í miklum vandræð- um. Það varð hrun á Íslandi og nor- ræna velferðarstjórnin hugsar bara um ESB. Mér finnst grein Ólafs ritstjóra Fréttablaðsins um málefni heim- ilanna frá 26. janúar sl. með hrein- um ólíkindum. Að hann skuli ekki standa með fólkinu í landinu. Þess í stað dásamar hann leiðir rík- isstjórnarinnar og ætlast hann svo til að einhverjir taki hann alvar- lega? Reyndar er kannski allt í lagi þó að fólkið í Skaftahlíðinni, nor- ræna velferðarstjórnin og samfylk- ingarelítan hafi sama spunameist- ara, en að RUV noti hann óspart líka finnst mér setja þá stofnun á allt of lágt plan því þangað borga allir landsmenn himinhá gjöld hvar sem þeir eru í flokki. Ég vil reyndar skora á Kastljósið að yfirfara mál- efni heimilanna frá hruni með þremur aðilum, þeim Lilju Mós- esdóttir, Sigmundi Davíð og Guð- laugi Þór, um hvað hefði átt að gera strax við hrun og hvað hægt er að gera í dag. Það gæti létt töluvert á fólki að fá einhver svör við einföld- um spurningum því þetta getur alls ekki gengið svona lengur hjá helf- ararstjórninni. 15. febrúar féll hæstaréttardómur sem kórónar dellumixið hjá velferð- arstjórninni. „Game over“, Jóhanna! Að lokum, það tapa allir á því að ekki var tekið strax á málefnum heimilanna: lífeyrissjóðirnir, Íbúða- lánasjóður, bankarnir og ekki síst þjóðin sjálf undir forystu norrænu velferðarstjórnarinnar og ASÍ. HALLDÓR ÚLFARSSON, Mosfellsbæ. „Game over“ Jóhanna – eða amerísk fjölbragðaglíma? Frá Halldóri Úlfarssyni Halldór Úlfarsson Þeir sem aðhyllast umhverfisvernd verða að gæta sín að fara ekki yfir strikið. Bláa lónið er nú „eitt mesta undur veraldar“ að mati bandaríska tíma- ritsins National Geographic. Bláa lónið er aukaafurð raf- orkuvirkjunar í Svartsengi. Ef ekki hefði verið virkjað í Svartsengi væri ekkert Blátt lón – ekkert mesta undur veraldar til þarna. Af þessari ástæðu eigum við að endurmeta stöðuna og huga betur að virkjanamöguleikum á háhitasvæð- um landsins með það í huga að hanna enn magnaðra undur veraldar. Ef við leggjum okkur fram geta stöðvarhús, röralagnir, háspennulín- ur o.fl. verið neðanjarðar á afmörk- uðu verndarsvæði. Mest áberandi á svæðinu yrði nýtt Blátt lón – ný ferðamannaparadís – umvafið stórbrotinni íslenskri nátt- úru. Tökum höndum saman um að efnt verði til verðlaunasamkeppni um hönnun á nýju og enn stórkostlegra undri veraldar. KRISTINN PÉTURSSON, áhugamaður um atvinnuuppbyggingu. Bláa lónið varð til vegna raforku- framleiðslu með jarðgufu Frá Kristni Péturssyni Kristinn Pétursson Morgunblaðið/Þorkell Bláa lónið. Íbúar höfuðborg- arsvæðisins og Sorpa hafa á síðustu 20 ár- um með sam- takamætti aukið flokkun, endurnot og endurvinnslu úrgangs. Sorpa hefur einnig náð að auka almennan skilning og jákvæðni á mikilvægi þess að draga úr myndun úr- gangs og að ástunda skilvirka úr- gangsstjórnun. Umhverfislegt upp- eldi hjá Sorpu með fræðslu og heimsóknum hefur verið við lýði í 15 ár. Markviss fræðsla er lyk- ilatriði í bættri umgengni við um- hverfið og Sorpa leggur sitt af mörkum með fræðslu um umhverf- issjónarmið við meðhöndlun úr- gangs og að færni íbúa aukist á því sviði. Markmiðið er að þeir sem fræðsluna hljóta, fái innsýn í hvern- ig þeir geti orðið ábyrgir og vist- vænir neytendur. Í fræðslunni er skoðað hvernig má lágmarka úrgang og hvernig má nýta það hráefni sem í úrgangi felst með flokkun og skilun til endurnýt- ingar og/eða endurvinnslu. Nem- endur læra að Sorpa sér um að taka á móti úrgangi og setja hann í við- eigandi farveg. Endurnotkun með Góða hirðinn í fararbroddi og end- urvinnsla hráefna sem áður fóru í urðun er einn af meginþáttum í starfsemi Sorpu. Móttöku- og flokk- unarstöðin í Gufunesi meðhöndlar úrgang vélrænt, t.a.m. með end- urheimt málma úr heimilissorpi og flokkun bylgjupappa frá öðru papp- írsefni. Starfsemi endurvinnslu- stöðva er skýrð, en þar geta íbúar og smærri rekstaraðilar skilað flokkuðum úrgangi í allt að 25 mis- munandi flokka, en yfir 70% úr- gangs sem kemur inn á stöðvarnar á sér skilgreindan endurnýtingar- farveg; endurnot eða endurvinnslu. Urðunarstaðurinn er hagstæðasta endastöð úrgangs sem ekki er end- urnýttur enn sem komið er. Á urðunarstaðnum í Álfsnesi hafa verið þróaðar aðferðir í urð- unartækni og er hann einn örfárra staða í veröldinni hvar hauggasi, sem myndast við niðurbrot lífræns úrgangs, er safnað og hreinsað í eldsneyti á farartæki (metan) með miklum umhverfis- legum ávinningi. Sveitarfélögin skipu- leggja og bera ábyrgð á að úrgangur sé sóttur til íbúa – tíðni hirðu og almennt fyrirkomulag sorphirðu svo sem fjölda tunna og hólfa. Sorpa tekur við úr- ganginum sem settur er í tunnurnar, með- höndlar hann, hirðir t.a.m. ígildi 10 smábíla af málmi úr heimilis- úrganginum á viku að jafnaði, bagg- ar afganginn og kemur til urðunar. Umhverfismennt er forsenda þess að íbúar taki þátt í að flokka og skila úrgangi til endurvinnslu. Almennt má segja að íbúar svæð- isins séu orðnir nokkuð meðvitaðir, heimsóknir á þær sex endur- vinnslustöðvar sem eru á höf- uðborgarsvæðinu gefa það sterk- lega til kynna – 800.000 heimsóknir á ári og líklega um 200.000 ferðir í grenndargáma sem eru á yfir 80 stöðum á svæðinu. Íbúar og smærri fyrirtæki heimsækja stöðvarnar sínar oft og skila úrgangi í fjölda flokka, mun fleiri en í nokkru hirðu- kerfi á Íslandi. Óhætt er að segja að samspil al- mennrar kynningar hjá Sorpu og fræðslustarf á síðustu 15 árum hef- ur skilað árangri, en hátt í 50.000 nemendur, frá leik-, grunn-, fram- halds- og háskólum hafa komið í fræðslu til Sorpu. Fræðslan er snið- in að hverjum aldurshóp. Á hverju ári koma um 2.500-3.000 ein- staklingar á öllum aldri í fræðslu og er stærsti hópurinn nemendur grunnskóla. Uppeldisstarf Sorpu, þar sem lagður er grunnur að um- hverfisvitund einstaklingsins, er einn af fjölmörgum þáttum sem gera íbúa svæðisins að fyrirmyndar flokkurum í dag. Sorpa fræðir um umhverfismál og endurvinnslu Eftir Rögnu I. Halldórsdóttur Ragna I. Halldórsdóttir » Sorpa hefur séð um umhverfislegt upp- eldi síðustu 15 árin, með virku fræðslustarfi fyrir leik-, grunn-, fram- halds- og háskóla. Höfundur er markaðsstjóri Sorpu. Bóla vex og springur, gröfturinn flæðir út. Bóluhagkerfi Íslands, síðan bankarnir voru einkavæddir og lífeyr- issjóðirnir urðu fyrir innrás, hefur skilið eftir sig meinsemdir víða í samfélaginu. Því er vert að spyrja, getum við komið í veg fyrir nýja bólu? Já, örugglega, en fyrst þurfum við að viðurkenna að bóla er ekki bara loft í dós. Hún er eins og krabbamein, sinn eigin herra og skaðvaldur sem þarf að varast. Sama hvað sumir hagfræðingar segja. Lífeðlisfræðileg skýring bólu er sýking. Það sama á við um hag- fræðilegar bólur. Ónæmiskerfið eða í þessu tilliti eftirlitið veikist. Þetta er einfalt, hitt er svo annað mál að á sama tíma og ónæmiskerfið veikist styrkist staða þess er sýkir. Það gerð- ist hér, eftirlitið veiktist en gráðugir menn styrktust og misnotuðu aðstöðu sína. Sjálfs- ónæmi merkir að ónæm- iskerfið ræðst á sjálft sig. Ég óttast að það sé að gerast hér nú. Bólan hér snérist um veikt eftirlit og sam- stöðu endurskoðenda (oft í eigu stórfyrirtækj- anna sjálfra) fyr- irtækjablokka, lífeyr- issjóða, tryggingafyrirtækja og banka hér í formi mafíukenndra skuldatengsla og krosstengsla sem fáir nenntu að setja sig inn í. Nú halda sömu aðilar því fram að engin verðmæti hafi skapast og því sé tapið ekkert í raun. Við þekkjum bankabóluna í Japan í kringum árið 2000 þar sem bankarnir seldu bréf í hátækniiðnaði þar til markaðurinn missti trú á þeim geira. Söluandvirði bréfanna var flutt þang- að sem vöxturinn var sem hraðastur og bólan í kringum hátækniiðnaðinn sprakk. En hvert fór hagnaðurinn af ból- unni, hverjir högnuðust og hverjir töpuðu? Hagnaðurinn fór í að kaupa bréf erlendis en kaupendur há- tæknibréfanna misstu allt. Forstöðumenn lífeyrissjóðanna sem og illa innrættir stráklingar segja að þetta hafi allt verið bóla og því sé engu tapað. Strákar, er fólk fífl eða þið? (hef ekki heyrt neina konu halda þessu fram). Auðvitað myndaðist flæði fjár- magns sem flaut þangað sem vöxt- urinn var sem hraðastur og hræ- gammarnir kunnu að misnota auma eftirlitsmenn og stjórnendur lífeyr- issjóða. Innihald bólunnar flaut til ör- fárra og skilur eftir sig sýkt samfélag sem enn sér ekki fyrir endann á. Líf- eyrissjóðirnir töpuðu gríðarlega vegna bólunnar en munum að lífeyr- issjóðirnir eru við. Fjármagnið okkar flaut til útrásar erlendis, veislur í frönsku Ölpunum, siglingar um borð í Thee Viking. Við sem vorum svo vitlaus að halda að innistæða væri fyrir velgengni Ex- ista og Baugs vitum vonandi betur nú. En er þá úr vegi að spyrja forstjóra lífeyrissjóðanna? Hvernig gátu Existabærður og Baugsfeðgar ásamt hersveitum keypt fyrir ekkert eða loft? Hvernig borg- uðu þeir útrásina? Þeir stunduðu sjálftöku í lífeyrissjóðum, bönkum og tryggingafélögum en auk þess skilja þeir eftir sig þúsundir milljarða skuldir og þar með sett þjóðina í svíð- andi skuldafangelsi um ókomna tíð? Vissulega voru þetta snillingar. Engri þjóð hefur tekist að eyða öll- um auðlindum sínum án þess að upp- lifa bólu í hagkerfinu, því allt sem af er tekið minnkar. Höldum vörð um ís- lenskar auðlindir eins og lífeyrissjóð- ina, kvótann, orkuna, náttúruna og krónuna. Allt þetta eru eigur og sparnaður þeirra sem vinna sam- viskusamlega með blóði sínu svita og tárum. Alls ekki eigur „snillinganna“ sem Ólafur Ragnar Grímsson mærði sem alþjóðleg undrabörn, þeir hafa nú þegar tekið út sinn sjóð. Svaraðu því, Ögmundur minn. (Þú sem hefur nú fengið að kynnast muln- ingsvél fjölmiðlavelda þessara manna og jafnvel þinna eigin manna í póli- tík!) Getur verið að enn grasseri sýk- ingar í lífeyrissjóðum, bönkum, tryggingafélögum þeirra fyrirtækja sem þú átt að hafa eftirlit með og kunna að búa til bólur? Þú ert ónæmiskerfi þjóðarinnar. Þú vonandi heldur ekki að bólan hafi verið loft. Ég bið ég hafi rangt fyrir mér. Ég bið ég hafi rangt fyrir mér Eftir Jónínu Benediktsdóttur » Alls ekki eigur „snill- inganna“ sem Ólafur Ragnar Grímsson mærði sem alþjóðleg undrabörn, þeir hafa nú þegar tekið út sinn sjóð. Jónína Benediktsdóttir Höfundur er forstjóri Nordich Health.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.