Morgunblaðið - 23.02.2012, Page 25

Morgunblaðið - 23.02.2012, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 ✝ Bertha Sigurð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 31. maí 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. febr- úar 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Sigurðsson verk- stjóri, f. 4.9. 1890 á Fossi á Skaga, d. 30.8. 1965, og Sig- ríður Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 19.9. 1891 í Brekkholti, d. 21.2. 1956. Systkini Berthu: Bryndís, f. 1916, d. 1984, Bergljót, f. 1918, d. 2006, Jóhanna (uppeld- issystir), f. 1922, d. 1993, Guð- björg, f. 1922, d. 1980, Erla, f. 1923, Aðalheiður, f. 1925, d. 2010 og Jóhannes, f. 1933. Í æsku bjó Bertha lengst af ásamt foreldrum sínum og systkinum á Norðurstíg 5 í Reykjavík. Bertha giftist Stefáni J. Rich- ter 2. maí 1951, þau skildu. Börn þeirra: 1) Jakob Helgi Richter, f. 6.9. 1951, maki Þorgerður Bjargmundsdóttir, f. 1949. Börn þeirra: a) Kristín, f. 1973, maki Darri Ólason, börn Kristínar og Hilmars Þórs Petersen eru Alex- ander, f. 1994 og Thelma Karen, Valur Guðnason, f. 1957. Börn þeirra: a) Þórhildur Ýr, f. 1974, maki S. Reynir Harðarson, þeirra synir: Jökull Máni, f. 1997, og Hörður Valur, f. 2006. b) Guðni, f. 1980, maki Gianny Sanchez. 5) Bertha, f. 8.1. 1959. Börn hennar: Karen Drífa, f. 1983, og Ástþór Magnús, f. 1990. 6) Stefán, f. 6.9. 1960, maki Kar- en Hansen Richter, f. 1966. Þeirra börn: a) Katrín, f. 1995. b) Laura, f. 1997. c) Jakob, f. 1999 og d) Karl, f. 2002. Dóttir Stef- áns og Svandísar Ingimund- ardóttur er Inga Dís, f. 1982, sambýlismaður Tryggvi Þór Marinósson. Sonur Stefáns og Önnu Arnardóttur er Ísak, f. 1991. 7) Guðrún Sigurlaug, f. 7.10. 1962, dóttir hennar og Ragnars Þórissonar er Hrafn- hildur Lára, f. 1981, maki Ellert Þór Arason. Þeirra börn: Viktor Muni, f. 2006, og Embla Guðrún, f. 2011. Sonur Hrafnhildar og Hauks Más Böðvarssonar er Ar- on Hugi, f. 2000. Fyrstu búskaparárin sinnti Bertha barnauppeldi og hús- móðurstörfum. Á sjöunda ára- tug síðustu aldar hóf hún að vinna utan heimilisins og var lengst í Bókabúð Máls og menn- ingar á Laugavegi 18. Þar hafði hún umsjón með barna- bókadeildinni sem hún átti sinn þátt í að byggja upp með miklum metnaði og stolti. Útför Berthu fer fram frá Neskirkju í dag, 23. febrúar 2012 kl. 13. f. 1998. b) Stefán, f. 1980 og c) Kjartan, f. 1986. 2) Guðlaug Richter, f. 13.5. 1953, giftist Stefáni Kristmannssyni, f. 1953. Þau skildu. Þeirra börn: a) Gunnar Örn, f. 1973, sambýliskona Gyða Einarsdóttir og þeirra dóttir Freyja, f. 2006. Son- ur Gunnars og Berglindar Ágústsdóttur er Funi, f. 1999. b) Lilja, f. 1982, maki Bergur Finn- bogason, þeirra sonur er Högni, f. 2011. 3) Gyða, f. 24.6. 1955, maki Steinar Viggósson, f. 1951, d. 2000. Þeirra börn: a) Unnur, f. 1990. b) Gísli, f. 1974, faðir Sig- urjón Kristmannsson. Sambýlis- kona Gísla er Hafdís Hreið- arsdóttir og sonur þeirra er Kári, f. 2006, sonur Gísla og Drífu Jóhannsdóttur er Alex Birgir, f. 1994. c) Eiríkur, sonur Steinars og Oddnýjar S. Eiríks- dóttur, fóstursonur Gyðu, f. 1972, maki Oddný Helga Sigurð- ardóttir. Þeirra börn: Elmar Örn, f. 1995, Steinar Logi, f. 2000, Hrafn Viggó, f. 2004, og Oddný Sigríður, f. 2006. 4) Bryn- dís Sigrún, f. 8.11. 1957, maki Ég kynntist Berthu fyrir mörgum árum þegar ég var ungur maður og hafði byrjað samband mitt við dóttur hennar sem varð eiginkonan mín. Bertha var skemmtileg og fjörug kona og mér fannst mik- ils virði hversu góður félagi og vinur hún reyndist mér þegar fyrstu spor fullorðinsáranna voru tekin. Hún tók mér alltaf sem jafningja og í mínum huga tókst henni að eyða hjá mér ímynduninni sem var kynslóða- bilið. Bertha var gestrisin kona með afbrigðum og naut ég þess ósjaldan. Þrátt fyrir að vera komin af fátæku fólki úr Reykjavík tók ég aldrei eftir að hún sparaði við okkur yngra fólkið svo að allir fengu að njóta sín. Mikið var gaman að geta smávegis endurgoldið góð- mennsku hennar og vinsemd þegar ég tók þátt í byggingu sumarhúss fyrir hana og nán- ustu ættingja. Þar naut hún vafalaust góðra fría frá önnum dagsins en Bertha afkastaði miklu sína löngu vinnuævi sem lauk í deildarstjórastöðu barna- bóka í stórri verslun í miðbæ Reykjavíkur. Margs er að minnast frá mörgum samverustundum gegn- um árin og er ég þakklátur fyrir þær allar. Ég votta afkomend- um mína samúð við fráfall merkrar konu og blessuð sé minning Berthu Sigurðardóttur. Stefán Sólmundur Kristmannsson. Amma Bertha. Elsku amma mín, hjarta fjöl- skyldu okkar. Þú hefur verið mér svo margt í gegnum lífið og umfram allt fyrirmynd styrks og ástúðar. Frá því að ég man eftir mér hafa dyr þínar ávallt staðið okkur öllum opnar með hlýju faðmlagi, heimabökuðu brauði og kæfu. Ég mun ávallt hugsa til þín af einstakri virðingu fyrir allt sem þú hefur áorkað í gegn- um lífið, þú gafst 40 manns, og enn telur, líf og góða fjölskyldu til að njóta og standa með í gegnum súrt og sætt. Ég sé þig í hverjum einasta fjölskyldu- meðlim, þú gafst okkur allt sem við eigum. Þú varst tekin alltof snemma frá okkur og ég harma það svo mjög að geta ekki notið lengri tíma með þér en ég veit að þú verður alltaf til staðar í anda til að leiðbeina okkur og vernda. Mín eina von er sú að ég geti einhvern tímann orðið að jafn mikilli manneskju og þú ert í mínum augum. Ég elska þig svo mikið og ég sakna þín svo sárt en ég leyfi öllum góðu stund- unum sem við áttum saman og öllu því sem þú kenndir mér að leiða mig áfram í gegnum þessa kveðjustund. Þú kenndir mér mikilvæga hugsun þegar ég var bara lítil stelpa, það var að gráta ekki dauða hluti. Ég skildi ekki mikilvægi kennslunnar þá en nú þegar ég er að nálgast þrítugt og lífið hefur sýnt mér hvað það er mikil sorg til í heiminum þá skil ég. Þú kenndir mér að vera hamingjusamari og þakklátari fyrir lífið og ég mun búa að því alla mína ævi. Það eru svo ótal- margir hlutir sem mig langar að segja þér en mest af öllu vil ég segja takk. Takk fyrir að vera nákvæmlega eins og þú ert og fyrir að fylla líf mitt af ynd- islegum minningum og fjöl- skyldu. Ég elska þig og mun ávallt sakna þín. Karen Drífa. Elsku amma Bertha. Þá er komið að kveðjustund. Það er erfitt að trúa því að þú sért far- in. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, alltaf til í spjall og með kaffi á könnunni og það var ávallt stutt í hláturinn. Það var svo sannarlega alltaf gaman að kíkja í heimsókn, jafnvel bara stutta heimsókn til þín í vinnuna þar sem þú tókst svo vel á móti manni og ávallt með rauðan ópal. Allar góðu stundirnar á Háaleitisbrautinni og uppi í bú- stað, það er svo sannarlega margt sem rifjast upp á svona erfiðum stundum. Hreinskilin, ákveðin og sterk eru orð sem koma upp í hugann þegar við minnumst þín en einn- ig er það hjartahlýjan og ein- lægnin sem situr eftir. Þú ert fyrirmynd fyrir okkur hin og lif- ir áfram í hjarta og huga allra sem þekktu þig. Við erum svo sannarlega stolt af því að til- heyra þessum frábæra hópi sem þú skilur eftir þig. Takk innilega fyrir allar góðu stundirnar. Þín barnabörn, Kjartan, Stefán og Kristín. Elsku amma. Því meira sem ég eldist því meira skil ég hversu mikið þú hefur gert og hvernig mann- eskja þú ert. Þegar ég labba inn til þín á Háaleitisbrautinni sé ég alla fjölskylduna, hvort sem að þau eru þar eða ekki. Ég hef horft á listaverk systur minnar uppi á vegg hjá þér og verið stoltur. Ég hef horft á myndir af fjölskyldunni og lífinu, fullt af minningum og tengingum við líf- ið sem þú lifðir og verið stoltur. Þegar mamma talar um gamla tíma veit ég að ég er kominn af alvörufólki. Þú verður alltaf stolt í mínu hjarta, þú verður alltaf nálægt mér og ég mun alltaf segja þér að ég elska þig. Ég verð að þakka þér einu sinni enn fyrir naglasúpuna, kæfuna, bækurnar og brauðið. Mun ávallt sakna þín. Ástþór. Bertha frænka mín var góð manneskja. Hún var ein af þeim sem almættið vildi að bæru þungar byrðar. Hún bar sínar með reisn. Bertha var yngsta systir móður minnar. Reykja- víkurstúlka. Alvöru kelling. Mest gaman þegar var partí. Fondú í stofunni. Músík, smá í glasi, einstaka sígó. Það var oft gaman á Háaleitisbraut 24. Íbúðin var kannski ekkert óskaplega stór. Fólkið var margt. Lítið um peninga. Samt nóg pláss fyrir þá sem þurftu at- hvarf. Nóg til handa þeim sem voru svangir. Á Háaleitisbraut 24 var kvennaveldi. Þar ríkti umburðarlyndi, frjálslyndi, víð- sýni. Fólkið á Háaleitisbraut 24 hafði rúmgóð hjörtu. Mest man ég eftir tónlistinni. Ella. Djass. Ný tónlist. David Bowie. Hunky Dorie. Spilað hátt. Allt þetta hafði pláss á Háaleitisbraut 24. Bertha frænka mín átti fyrir þessu öllu. Hún var höfðingi. Með henni var gott og gaman og létt að gleðjast. Tilhlökkunar- efni að hitta hana aftur. Bið að heilsa stelpunum. Ástráður Haraldsson. Kona sem mér þótti svo vænt um hefur kvatt okkur öll fyrir fullt og allt. Hún var mikilvægur hluti af lífi mínu og því þykir mér miður að vera erlendis og geta ekki tekið þátt í að kveðja með fólkinu hennar. Bertha var mér sérstaklega kær vegna þess hve vel hún reyndist mér. Hún tók mig inn á sjö barna heimili sitt ótímabund- ið um vetur og þótti það ekki til- tökumál. Hún var mjög sérstök kona, sterkur persónuleiki og stjórn- aði sinni stóru fjölskyldu af ró- semi en ákveðni. Snemma fór ég að upplifa Berthu sem drottningu eldhúss- ins, hún var einstaklega skap- andi á því sviði, enda ekkert til sparað, hvorki fyrirhöfn, undir- búningstími né útvegun hráefn- is. Hún hafði góðan húmor, leyndi á sér, gat virkað þung en samt hlegið dátt. Hún sagði sög- ur og rifjaði upp minningar á lif- andi hátt. Heil ævi er liðin, allt í einu er nauðsynlegt að tala í þátíð. Hugurinn leitar til baka. Bertha frænka var ekki al- vöru frænka mín heldur var hún gift móðurbróður mínum. En í mínum huga var hún og verður alltaf Bertha frænka. Eldri börnin hennar eru jafnaldrar mínir, ég tengist þeim vinuáttu- böndum og ein dóttir hennar er besta vinkona mín. Þannig hafa sterku strengirnir milli okkar Berthu haldist og gamla vænt- umþykjan lifir enn. Ég þakka hér með fyrir að hafa átt Berthu að sem sam- ferðamann. Að vera mér alltaf sem fósturmamma og vinur. Kær samúðarkveðja til ykkar allra sem tengjast Berthu á Háó tilfinningaböndum. Helga Jóhannesdóttir. Bertha Sigurðardóttir Leiði þig gæfunnar gullfagra hönd, glóbjarta sveiga þér hnýti úr rósum, hvert sem að liggur þín leið yfir lönd þér leiðbeini Guð með skínandi ljósum. (N.N.) Elsku Gagga frænka. Við systkinin í Víðihvammi þökkum þér samfylgdina í gegnum lífið. Þú tókst alltaf vel á móti okk- ur, hvar sem þú bjóst, og gott var að koma til þín. Þér var margt til lista lagt og Geirlaug Jónsdóttir ✝ Geirlaug Jóns-dóttir fæddist á Suðurgötu 24 á Siglufirði 19. sept- ember 1930. Hún lést á Hrafnistu, Boðaþingi, Kópa- vogi 31. janúar 2012. Útför Geirlaugar fór fram frá Digra- neskirkju 8. febrúar 2012. öll sú gullfallega handavinna sem eft- ir þig liggur ber því fagurt vitni. Við biðjum góðan Guð að umvefja og styrkja Birgi frænda, Sólveigu og Nönnu Láru. Birna, Sigríður, Jón Orri og Benedikt Þór. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Anna Jóna, Lára og Guðmundur Heimisbörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Sigga á Hvítanesi, Höfða, Akranesi, lést laugardaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Ástríður Þ. Þórðardóttir, Ester Teitsdóttir, Ævar Hreinn Þórðarson, Þórey J. Þórólfsdóttir, Sigurður Þórðarson, María Lárusdóttir, barnabörn, langömmubörn, langalangömmubörn og fjölskyldur. ✝ Yndislegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir, afi og mágur, HALLDÓR GUÐBJÖRNSSON, Stóragerði 5, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 16.00. Helga Símonardóttir, Símon Halldórsson, Jóna Guðlaug Þorvaldsdóttir, Jóhann Halldórsson, Guðný Ólafsdóttir, Anna Halldórsdóttir, Halldór Sölvi Haraldsson, Helga Lind Halldórsdóttir, Bríet Eva Jóhannsdóttir, Líney Símonardóttir, Friðþjófur Árnason. ✝ Ástkærir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, amma, afi, langamma og langafi, BJÖRN JÓNSSON frá Fossi, Hrútafirði, andaðist mánudaginn 13. febrúar, og GUÐNÝ HELGA BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Ormsstöðum, Breiðdal, andaðist laugardaginn 18. febrúar. Til heimilis á Suðurbraut 2, Hafnarfirði. Útför þeirra verður frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Ármann Björnson, Stefanía Ingimundardóttir, Pétur Björnsson, Þröstur Ármannsson, Sigríður Elva Ármannsdóttir, Illugi Hartmannsson, Guðný Birna Ármannsdóttir, Árni Einarsson, Birgir Ármannsson, Guðrún Birta Pétursdóttir og barnabarnabörn. ✝ Elsku mamma mín, tengdamamma, systir og mágkona, VALDÍS GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR, Vallý, Bollagörðum 57, Seltjarnarnesi, áður Fornhaga 22, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 20. febrúar. Guðrún V. Haraldsdóttir, Guðlaugur H. Jörundsson, Inga Þorkelsdóttir, Haraldur L. Árnason, Hugrún B. Þorkelsdóttir , Jón Þ. Jónasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.