Morgunblaðið - 23.02.2012, Síða 29

Morgunblaðið - 23.02.2012, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 Með fáum orðum vil ég kveðja Bjarna Þórðarson. Bjarni vann á tryggingafræði- skrifstofu föður míns á árunum 1964-66. Hann er mér afar minnisstæður frá þeim tíma þar sem hann sat við gluggann á Vitastígnum niðursokkinn í störf sín, þótt þar væri stundum handagangur í öskjunni, t.d. í kringum stofnun Trygginga- skólans. Bjarni varð okkur afar kær og hugþekkur. Maður skynjaði ró og traust og hlýhug í návist hans. Unglingnum mér, sem átti það til að sjá líkindi með til- teknum persónum í umhverfinu við frægar stjörnur þeirra tíma, varð það að Bjarni minnti mig gjarnan á Sidney Poitier og var ekki leiðum að líkjast. Það var kannski ungæðislegt og ekki veit ég hvað Bjarni hefði sagt um þá samlíkingu, en mér þótti hún flott. Þeir faðir minn voru kærir kollegar og samherjar í fræð- unum. Eins voru þeir að sjálf- sögðu saman í Félagi trygginga- stærðfræðinga og í stjórn þess. Við fráfall föður míns ritaði Bjarni, af miklu næmi og hlý- hug, lærða grein af þekkingu um störf hans og framlag til fræðanna. Aðrir höfðu ekki næmari sýn á þau mál. Alla tíð, þótt vík hafi skilið og funda saknað, hefur Bjarni átt sinn vísa stað í huga okkar. Mér var illa brugðið þegar ég frétti lát Bjarna, svo óvænt og ótímabært. Ekki alls fyrir löngu höfðum við átt langt símtal og borið saman bækur okkar um þau firn sem hafa riðið yfir þjóðina og þau undur sem liggja í loftinu varðandi lánamál. Hugðumst við vera í frekara sambandi þar um. Bjarni hafið skrifað nokkrar blaðagreinar til varnaðar í þeim efnum og voru ekki aðrir gleggri á þau mál. „Guði sé lof fyrir verðtrygg- inguna“ stóð þar. Að því er mik- ill missir að njóta ekki Bjarna lengur. Við móðir mín kveðjum Bjarna Þórðarson og hans hug- þekka minning mun lifa með okkur. „Guði sé lof“ fyrir slíka menn. Hjalti Þórisson. Fregnir af andláti Bjarna Þórðarsonar komu á óvart og illa við marga en hann var ekki nema 75 ára þegar hann lést. Bjarni var aðstoðarfram- Bjarni Þórðarson ✝ Bjarni Þórð-arson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1936. Hann lést 2. febrúar 2012. Útför Bjarna fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 9. febrúar 2012. kvæmdastjóri Ís- lenskrar endur- tryggingar árið 1975 þegar þeir Kr. Guðmundur Guð- mundsson fram- kvæmdastjóri buðu pabba okkar, Birni Stefáni Bjartmarz, starf sem hann gegndi í meira en aldarfjórðung eða allt fram á 72. ald- ursár, – lengstum með Bjarna sem yfirmann og framkvæmda- stjóra félagsins. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi, heldur hitt að það var Bjarni, að Guðmundi gengnum, sem gerði pabba þetta kleift. Hann veikt- ist innan við ári eftir að hann hóf störf hjá ÍE, átti síðan við langvinn veikindi og heilsubrest að stríða og hafði sjálfur oft á orði að félagið hefði keypt kött- inn í sekknum þegar þeir réðu hann. Starf hans við útreikninga á iðgjöldum tryggingafélaganna var vandasamt nákvæmnisverk og enginn vafi að hann, þrátt fyrir heilsubrest, leysti það vel af hendi, en það var Bjarna, skilningi og umhyggju hans og annarra starfsmanna ÍE að þakka að hann gat nýtt starfs- krafta sína eins vel og lengi og raunin varð. Minna úthaldi pabba var mætt með því að setja sófa inn á skrifstofu hans, þess vandlega gætt að hann væri ekki ónáðaður meðan hann hvíldi sig eftir hádegið og á all- an hátt hlúð að honum þegar mest á reyndi. Pabbi glímir enn við sín fyrri veikindi og meira til og á þess ekki kost að fylgja Bjarna, en hann og mamma ásamt okkur systkinunum votta Kristínu eig- inkonu hans, dætrum og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð. Hvenær sem við heyrum góðs drengskaparmanns getið hugs- um við til Bjarna Þórðarsonar með þakklæti og virðingu. Jónína, Óskar, Jón Friðrik og Björn Bjartmarz. Þau voru hressileg og sam- rýmd, Hafnfirðingarnir, sem settust með okkur í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1952. Bjarni Þórðar var greinilegur fyrirliði, enda streymdi frá honum lífskraftur- inn og lífsgleðin. Okkur fannst auðvitað harla gott að vera komin í þennan merka skóla, sloppin gegnum landspróf. Ekki var þó enn sop- ið kálið. Við vorum síðdegis í skólanum, 146 talsins í sex bekkjum og aldrei höfðu verið fleiri busar. Í fjórða bekk var aðeins rými fyrir fimm bekki. Við vorum því 96 sem að lokum skipuðum árganginn. Skólaárin voru auðvitað skemmtileg en líka erfið, ekki vilja allir lifa þau upp aftur, þó að eftirminnileg ár og fjársjóður minninga séu. Við kvöddum MR 1956. Við vorum öll í sama bát og héldum frá sama rásmarki út í lífið. Há- skóli Íslands var þá svo fámenn- ur að lunginn af stúdentum hinna ýmsu deilda hittist í frí- mínútum fyrir framan Hátíða- salinn. Þar bar mikið á hinum fámenna hópi verkfræðinema, enda glaðir og gjörvulegir og góðir námsmenn. Þar var Bjarni Þórðar með þeim fremstu í flokki. Eftir útskrift skildi leiðir, menn hófu lífsstarfið, margir fóru utan í framhaldsnám, Bjarni breytti örlitið um farveg, lærði tryggingastærðfræði. Það þótti afar erfitt nám en allir vissu að Bjarni yrði þar sem fiskur í vatni, yfirburða gefinn og atorkusamur. Við fréttum hvert af öðru en verkefni fólks í blóma lífsins tóku upp tíma okkar. Árgang- urinn hittist þó á fimm ára fresti. Árlegir urðu fundir eftir 25 ára stúdentsafmælið. Þegar við vorum komin til sæmilegs vits og þroska varð okkur ljóst hvílíkur fjársjóður felst í skóla- systkinum og við fórum að hitt- ast mánaðarlega, fara í dagsferð um landið okkar og lengri ferð til útlanda á hverju ári með mökum. Í rauninni tókum við upp þráðinn frá því að við skildum við útskrift frá MR, vorum aftur í sama bát og nutum samvist- anna. Af hverju líður okkur svona vel saman? spurði ein- hver. Svona hópur er kröfulaust samfélag, var svarið. Á þessum samfundum var Bjarni Þórðar í essinu sínu. Hann var félagslyndur maður en það sem meira er, hann var afar gjöfull á gáfur sínar í þess- um hóp. Hann var sífellt að skapa „atburði“ með hnyttnum tilsvörum og uppátækjum, hann kom vel nestaður í ferðirnar með þrautir og frásagnir til nota á löngum rútuferðum. Hann hafði markvert næmi á líðan fólks, lífskraftur hans, hlýja og húmor brutu niður alla veggi í samskiptum fólks. Æðruleysi og kjarkur Bjarna í veikindunum gleymast ekki. „Miðað við mínar aðstæður líður mér skínandi vel,“ var svar hans þegar spurt var um heilsufarið. Hann auðgaði félagslíf okkar fram á þetta ár, sárveikur þá. Fráfall Bjarna Þórðarsonar er okkur öllum í MR56-árgang- inum mikill missir. En mestur er missir Kristínar hans frá- bæru konu, dætranna og fjöl- skyldna þeirra. Þau Bjarni bjuggu við mikið barnalán, dæt- urnar bera foreldrum sínum fagurt vitni, þær bjuggu sann- arlega við foreldralán. Við minnumst Bjarna er við heyrum góðs manns getið, þar var maður sem engin svik voru í Veri hann góðum Guði falinn. Fyrir hönd samstúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956, Bernharður Guðmundsson. ✝ Hulda Jóhann-esdóttir fædd- ist á Karlsstöðum í Vöðlavík í Helgu- staðahreppi 25. nóvember 1926. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands 2. febr- úar 2012. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Sigfússon, f. 1889, d. 1933, og Valgerður Arnodds- dóttir, f. 1889, d. 1962. Systkini Huldu eru: Aðalheiður Sig- urveig, f. 1910, d. 1985, Jón, f. 1911, d. 1984, Arnoddur, f. 1913, d. 1984, Björg, f. 1915, d. 1923, Ágúst, f. 1916, d. 1989, Þorbjörg, f. 1919, d. 1983, Ragnheiður, f. 1921, Björg, f. 1923, d. 2006, Sig- býlismaður hennar er Trausti Harðarson. Börn hennar þeirra eru Aldís Tinna og Viktor Frosti. c) Þóra Hlín, f. 11. júlí 1986, sam- býlismaður hennar er Valur Fannar Þórsson. Barn þeirra er Þórir Fannar. 2) Gunnar, f. 21. maí 1965, maki hans er Sesselja Ingimundardóttir f. 29. sept- ember 1966. Börn þeirra eru a) Guðmundur Ingi, f. 16. júlí 1988, b) Eyþór Örn, f. 5. janúar 1993. c) Andri freyr, f. 19. nóvember 1994. d) Harpa Rós, f. 16. júlí 1999. Hulda ólst upp til sex ára ald- urs í Vöðlavík. Þá fluttist hún ásamt móður og systkinum til Keflavíkur. Hún flutti til Akra- ness 1953. Hún starfaði við bók- band, fiskvinnslu og síðan við ræstingar ásamt því að halda myndarlegt heimili þar sem hún hlúði að fjölskyldunni og garð- inum. Þau hjónin héldu lengst heimili að Espigrund 9 á Akra- nesi Útför Huldu hefur farið fram í kyrrþey. fús, f. 1924, d. 2007, Gunnlaugur, f. 1926, d. 2010 og Alexand- er, f. 1928, d. 1999. Þann 9. janúar 1955 giftist Hulda Guðmundi Gunn- arssyni, f. 9. júlí 1920. Foreldrar hans voru Guðríður Guðmundsdóttir, f. 1899, d. 2000 og Gunnar L. Guð- mundsson, f. 1897, d. 1988. Börn Huldu og Guðmundar eru 1) Guð- ríður, f. 21. nóvember 1955, maki Þórir Bergmundsson, f. 9. sept- ember 1953. Börn þeirra eru a) Hulda Björk, f. 17. apríl 1979, börn hennar eru Krista Björt, Daníel Rökkvi og Eva Karín. b) Elva Hrund, f. 24. júlí 1983, sam- Til ömmu. Elsku amma mín, þá ert þú komin á nýjan stað. Stað sem ég mun hitta þig á síðar. Þú talaðir oft um þessa stund. Hún ætti eftir að koma og þú sagðir oft að þú værir orðin svo gömul að það hlyti að fara að koma að því, en sem betur fer liðu mörg ár áður en þú þurftir svo að yfirgefa þennan heim. Við sem eftir þér sjáum er- um ánægð með þann tíma sem við höfum fengið með þér en hefðum kosið svo miklu meira, maður fær víst ekki alltaf að halda. Við höfum eytt óteljandi mörg- um stundum saman frá því að ég fæddist. Mér þótti alltaf svo merkilegt hvað við gátum talað saman um allt milli himins og jarðar. Það var aldrei neitt sem var bannað að ræða við þig. Hreinskilnin alltaf í fyrirrúmi og hægt að leggja allt á borðið og þú sagðir hvað þér fannst og komst með „ömmuleg“ ráð. Við spurðum hvor aðra ráða og þekkingar um ýmislegt í fortíð og nútíð og hvað við gátum nú oft hlegið að því sem rætt var. Það var sjaldan sem ég kom í heimsókn að þú varst ekki í eld- húsinu, ef ekki þá varstu í garð- inum. Þú varst svo gestrisin að fólk var varla komið inn úr dyr- unum áður en eldhúsborðið var hlaðið af kræsingum og allir byrj- aðir að borða á sig gat. Heil ósköp sem alltaf var hægt að borða hjá þér, amma mín. Alltaf var eitt- hvað svo gott á boðstólum að mér þótti leitt að geta ekki borðað meira. Þegar ég vildi loksins læra að elda byrjaði ég að hringja og koma í heimsókn, spyrja og sitja yfir þér til að læra að búa til það besta af matseðlinum þínum. Þú tókst mig í nokkrar kennslustund- ir og við hlógum að því þegar ég skrifaði niður allt sem þú sagðir og í nákvæmlega hvaða röð þú gerðir hlutina. Ég sagði þér að ég vildi hafa hverja hreyfingu þína skrifaða niður á meðan þú eldaðir eða bakaðir því eitthvert töfra- bragð reyndist yfir öllu sem þú gerðir í eldhúsinu. Þú hafðir svo mikið yndi af blómunum þínum og garðinum. Sá metnaður þinn skilaði sér nú vel. Ég veit að þú varst stolt af fallega garðinum þínum og ekki skemmdi það nú fyrir að fá verð- laun fyrir fallegasta garðinn í bænum. Fólk var þó ekki lengi að átta sig á því um leið og stigið var inn í garðinn á nýsleginn blettinn sem ilmaði af endalausu blóma- hafi, aðþar var eitthvað stórkost- legt á seyði. Elsku amma, það er svo margt sem ég gæti sagt þér og rætt við þig aftur og aftur, endalaust haf af minningum. Við lifðum það saman, þú veist þetta allt. Við sem eftir sitjum höldum áfram að tala um það og hugsa, brosum, hlæjum, grátum og hugsum til þín. Þú sagðir að þú værir tilbúin til fara, værir sátt. Það var ógleym- anlegt samtal sem endaði á að þú bauðst mér góða nótt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og segja þér allt sem mér lá á hjarta. Ég trúi því að nú líði þér vel, að þú fylgist með okk- ur og bíðir með opna arma. Friður sé með þér, elsku amma mín. Þín ömmustelpa, Elva Hrund. Elskulega amma mín er farin frá okkur. Ég fékk að eiga ömmu mína fram á fullorðinsár. Það eru ekki margir svo heppnir. Minningarnar hafa hellst yfir mig síðustu daga og þessar standa uppúr. Þegar ég var lítil man ég eftir göngutúrum á sand- inum með ömmu og skeljatínslu. Hún var alltaf að búa til blævængi og sjóhatta úr blöðum og hafði alltaf þolinmæði og tíma fyrir börnin. Hún kippti örugglega öll- um barnatönnunum úr mér og borgaði mér svo fyrir þær. Í grunnskóla kom ég alltaf til ömmu í hádeginu og át á mig gat. Hún söng svo fallega og ég á margar minningar um okkur syngjandi dúett í eldhúsinu. Þeg- ar við sátum og horfðum á Tóna- flóð aftur og aftur þar til við kunnum það utan að. Amma var alvöru amma. Heimilið hennar var alltaf hreint og fallegt. Þegar maður kom í heimsókn var alltaf hádegismat- ur eldaður frá grunni, ekta ís- lenskur sveitamatur. Amma eld- aði besta mat í heimi. Hún bakaði kökur og pönnukökur og alltaf var hún svo glöð að fá okkur í heimsókn. Það var svo gott að koma til ömmu og síðustu árin sofnaði ég yfirleitt í sófanum, það helltist svo mikil værð yfir mig. Ég ætla að verða eins og amma Hulda þegar ég verð stór. Ég vil vera svona gestrisin, hlát- urmild, skemmtileg og góð við börnin og barnabörnin. Ég vil hugsa svona vel um mína nánustu og rækta garðinn minn eins og amma gerði. Garðurinn hennar var paradís og hún hafði yndi af því að sinna blómunum sínum. Barnabörnin voru henni ótrú- legir gleðigjafar og þegar við komum í heimsókn fengum við alltaf hlýjar móttökur, fullan maga af mat, kökum, konfekti og ís. Alltaf gat ég hringt í ömmu og fengið heimilisráð og uppskriftir úr hennar reynslubanka. Elsku amma, hvað þú skilur eftir stórt tóm. Ekki bjuggumst við við því að þú færir svona skyndilega, en ég skildi alveg að þú varst orðin þreytt og lúin eftir erfið veikindi og enginn vill horfa upp á þá sem maður elskar þjást. Þess vegna er það léttir þín vegna að þú fáir núna þína þráðu hvíld. Það er líka svo gott að hafa fengið að kveðja þig. Við elskum þig. Takk fyrir allt, elsku amma langamma. Hulda Björk, Krista Björt, Daníel Rökkvi og Eva Karín. Hulda Jóhannesdóttir Á meðan flestir sváfu værum svefni var Steini löngu mættur til vinnu og hafði náð að skila hálfu dagsverki áður en klukkan sló Sigursteinn Gíslason ✝ SigursteinnDavíð Gíslason fæddist á Akranesi 25. júní 1968. Hann lést á krabbameins- lækningadeild Landspítalans 16. janúar 2012. Útför Sig- ursteins fór fram frá Hallgríms- kirkju 26. janúar 2012. átta. Hann taldi það ekki eftir sér að klára erilsaman vinnudag á þeytingi um bæinn og detta svo inn á æfingu í lok dags á brúna póstbílnum sem tók þrjú stæði á KR- vellinum. Þreytu var þó hvergi að finna hjá Steina því um leið og hann var kominn í æfingafötin og út á völl hófst hann handa með stríðnis- glott á vör við að „klobba“ sam- herja sína í hinum klassíska reit- arbolta. Til að gera langa sögu stutta þá lauk flestum æfingum með sigri Steina. Steini var mikill húmoristi og keppnismaður í öllu, hvort sem um var að ræða knattspyrnu, snóker eða golf. Hann varð ekki sáttur fyrr en hann hafði farið með sigur af hólmi. Þó sýndi hann alltaf andstæðingum sínum virðingu og nuddaði aldrei salti í sárin. Það er okkur sérstaklega minnisstætt þegar við sátum einu sinni sem oftar að snæðingi á hót- eli í Englandi og þjónninn bar fram mauksoðinn kjúkling og bauð Steina að fá grænmeti með. Steini leit snöggt á hann og sagði: „Grænmeti, ég held nú ekki. Grænmeti er fyrir kanínur.“ Svo leit hann á kjúklinginn og sagði: „Það er merkilegt við Englend- inga að þeir geta jafnvel klúðrað eldamennsku á kjúklingi.“ Steini var mikill fjölskyldu- maður. Eftir langan og stremb- inn dag komst ekkert annað að hjá honum en að koma sér heim til Önnu og barnanna sinna. Svo þurfti kroppurinn á góðri steik að halda, helst brúnuðum kartöflum og sósu, sem Anna hristi jafnan fram úr erminni. Steini og Anna voru ekki bara samrýnd undir regnhlífinni á vellinum heldur í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Aðdáun- arvert var að finna stuðninginn frá Önnu sem sá um mörg málin og lét allt ganga upp þannig að Steini gæti einbeitt sér að öllum sínum verkefnum og sigrum. Það er eins og Steini hafi innst inni vitað að framlag hans til lífs- ins og fjölskyldunnar yrði að fara fram hratt og örugglega. Það sýndi hann ekki aðeins með sigr- um á vellinum heldur einnig hvernig hann af kærleik og elju lagði sig fram um að rækta vin- áttu og gefa sem mest af sér. Steini var hvers manns hug- ljúfi. Hann hafði þá visku að fyr- irgefa og honum fannst það sóun á góðri vináttu að dvelja við hið neikvæða. Hann bjó yfir ótrúleg- um styrk, ekki síst á dánarbeð- inum, þegar hann hvatti ástvini sína til dáða. Nálgun Steina til lífsins verður minnst um ókomna tíð. Nú er Steini kominn til nýrra heimkynna. Þar mun hann vaka yfir fjölskyldu sinni og ástvinum og halda áfram að senda hlýja strauma til okkar allra sem feng- um að kynnast honum. Elsku Anna, Magnús, Unnur og Teitur, megi guð, fjölskylda og vinir veita ykkur þann styrk sem þarf til að takast á við hinn mikla missi sem þið hafið orðið fyrir við fráfall Steina Gísla ykkar. Einar Dan. og Þorsteinn Jóns. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.