Morgunblaðið - 23.02.2012, Page 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
Tíunda mars næstkomandi
verður haldin í annað sinn á Ís-
landi Fluguveiði kvik-
myndahátíð undir merkjum
RISE. Hátíðin verður í Bíó
Paradís, þar sem hún var hald-
in í fyrsta sinn í fyrravetur og
seldist þá upp á sýninguna.
Forvígismaður um fram-
kvæmdina hér er Kristján
Benediktsson veiðileið-
sögumaður og eru miðar seldir
í Veiðivon, Mörkinni 6.
RISE-hátíðin var fyrst haldin í Ástralíu en hún
er runnin undan rifjum leikstjórans Nick Reyga-
ert sem gerði The Source-þríleikinn, en ein þeirra
mynda fjallar um fluguveiði á Íslandi.
Kvikmyndir
Kvikmyndahátíð
um fluguveiði
Kristján
Benediktsson
Á morgun, föstudag, klukkan
21 stendur Podium festival fyr-
ir tónleikunum Myrkfælin? í
Sölvhóli, tónleikasal LHÍ á
Sölvhólsgötu. Tónleikarnir eru
hugmynd norsku tónlistar-
mannanna Mathias Susaas
Halvorsen og Magnus Boye
Hansen sem hafa haldið slíka
tónleika við góðar viðtökur í
Noregi og Þýskalandi.
Tónleikarnir fara fram í
niðamyrkri og eru því ekki fyrir myrkfælna eða
þá sem þjást af innilokunarkennd.
Áhorfendur öðlast algjörlega nýja upplifun á
tónlistinni sem er tjáningarfull en brýtur þó regl-
ur um hefðbundna tónleikadagskrá.
Tónlist
Halda tónleika í
niðamyrkri
Magnus Boye
Hansen
Dagskrá verður í Hlégarði í
Mosfellsbæ í kvöld, fimmtudag,
klukkan 20, um bæjarlistamann
Mosfellsbæjar Bergstein Björg-
úlfsson kvikmyndaleikstjóra og
framleiðanda.
Bergsteinn er einn okkar
kunnustu kvikmyndatöku-
manna og vinnur einnig að sjálf-
stæðum verkefnum. Vera
Sölvadóttir fjallar um verk
Bergsteins og Bergsteinn
fjallar síðan um og sýnir atriði úr kvikmyndum sem
hann hefur unnið að. Arnhildur Valgarðsdóttir pí-
anóleikari og Bjarni Atlason barítónsöngvari flytja
lög úr kvikmyndum Bergsveins, sem sýnir einnig
úr mynd í vinnslu, um Landeyjahöfn.
Kvikmyndagerð
Dagskrá um
bæjarlistamanninn
Bergsteinn
Björgúlfsson
Glerlistamaðurinn Leifur Breiðfjörð
vinnur nú að listaverki sem sett
verður upp í Southwark dómkirkju í
Lundúnum í tilefni af sextíu ára
valdaafmæli Elísabetar II. Breta-
drottningar. Hugmynd hans varð
hlutskörpust í samkeppni sem The
Worshipful Company of Glaziers
and Painters of Glass og British So-
ciety of Master Glass Painters stóðu
fyrir.
Verkið, sem er steindur gluggi,
verður sett upp í maí á þessu ári og
vígt fyrstu helgina í júní.
Áður hefur Leifur gert steindan
glugga fyrir St. Giles dómkirkju í
Edinborg, minningarglugga um
þjóðskáld Skota Robert Burns og
einnig nýtt listaverk, anddyri fyrir
neðan steinda gluggann, fyrir sömu
kirkju er var vígt fyrir ári.
Drottningu
til heiðurs
Verk Leifs Breið-
fjörð sett upp ytra
Valdaafmæli Glerlistamaðurinn Leif-
ur Breiðfjörð við listaverkið.
...sýnir vel eymdina
og súrrealískan veru-
leika í þessu alræmda sósíal-
istaríki 37
»
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Þýska sópransöngkonan Simone
Kermes syngur aríur úr óperum eft-
ir Händel og Vivaldi á barokktón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands
í Hörpu í kvöld, en einnig verða
fluttir barokkkonsertar.
Kermes valdi aríur úr óperum
Vivaldis og Händels og þar á meðal
er arían Agitata de due venti úr óp-
erunni Griseldu eftir Vivaldi, en líf-
legur flutningur Kermes á þeirri ar-
íu hefur slegið í gegn á YouTube þar
sem tugþúsundir hafa horft á mynd-
skeið frá tónleikum hennar. Hún
segist einmitt hafa valið aríurnar
vegna þess að þær séu í uppáhaldi,
aríur sem hún elski að syngja. „Ann-
ars gæti ég ekki sungið þær,“ segir
hún ákveðin, „ef maður elskar ekki
tónlistina er ekki hægt að syngja
hana.“ Að því sögðu þá kemur fljót-
lega í ljós þegar spjallað er við
Kermes um tónlist að hún kann vel
að meta flesta ef ekki alla tónlist.
Hún hefur þannig mikið dálæti á
klassíkri tónlist almennt, hvort sem
það er Mozart, Bellini, Wagner,
Sjostakovitsj eða Bernstein, „en svo
held ég líka mikið upp á Björk og
Rammstein“, segir hún og rifjar upp
hversu gaman það hafi verið að
syngja Rammstein-lag í barokk-
útsetningu eiginmanns síns fyrir
stuttu. „Það má kannski orða það
svo að ég vilji helst syngja allt,“ seg-
ir hún og skellir upp úr. „Það er mitt
og hljómsveitarinnar að miðla til-
finningum, að deila því sem við finn-
um í tónlistinni. Við lifum í augna-
blikinu og eigum að njóta þess, það
er stutt og kemur ekki aftur. Tónlist
er töfrar og mitt hlutverk er að skila
þeim töfrum.“
„Við lifum í augnablikinu
og eigum að njóta þess“
Simone Kermes
syngur uppáhalds-
aríur í Hörpu
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Tilfinning Þýska sópransöngkonan Simone Kermes á æfingu með Sinfóní-
unni: „Tónlist er töfrar og mitt hlutverk er að skila þeim töfrum.“
Eins og getið er hafa tugir þús-
unda skoðað myndskeið með
Simone Kermes á YouTube þar
sem hún syngur Agitata de due
venti. Hún segist þó ekki hafa
sett neitt þar inn sjálf, það séu
aðdáendur og áhugafólk sem
setji inn myndskeið, ýmist sem
þeir taki sjálfir á tónleikum eða
upp úr sjónvarpi. „Ég hef þó
ekkert á móti því, það er bara
gott ef fólk sem ekki á kost á að
komast á tónleika með mér get-
ur séð mig syngja og auðvitað
er það líka góð kynning. Við lif-
um á tímum netsins og ekkert
við því að gera.
Það getur þó haft sínar nei-
kvæðu hliðar, ekki síst ef verið
er að setja inn myndskeið þar
sem manni verður á í messunni,
en ég get hlegið að sjálfri mér
og tæki því létt ef einhver setti
inn slíkt myndband af mér á
YouTube,“ segir hún og hlær.
„Get hlegið
að sjálfri mér“
VINSÆL Á YOUTUBE
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hamingjan verður ekki her-tekin. Þessi yfirlýsing úrSvartfugli Gunnars Gunn-
arssonar hljómar áhrifamikil í
leiksýningu leikhópsins Aldrei ós-
telandi, Sjöundá, í Kúlu Þjóðleik-
hússins þessa dagana. Og atburð-
irnir sem sviðsettir eru á litlu
sviðinu staðfesta þessi spöku orð
skáldsins; taumlaus losti og svik í
nafni hamingjunnar leiða þar til
morða og hátt er fallið í afskekktu
kotinu.
Uppsetning leikhópsins áFjalla-Eyvindi Jóhanns Sig-
urjónssonar vakti verðskuldaða
athygli í fyrra. Eins og þá leik-
stýrir Marta Nordal verkinu nú og
Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur
annað kvenhlutverkið, auk þess að
vera höfundur leikgerðarinnar
ásamt Mörtu.
Verkið byggist á þeim drama-
tísku atburðum sem leiddu til
tveggja morða á Sjöundá við
Rauðasand á 19. öld og urðu
úruöflin; eða ætti að vera það.
Lostinn tók hinsvegar yfir. Og þá
var æði stutt í svikin.
Þetta er líkamlegt leikhús og
afar vel gert hvernig hreyfingar,
tog, skak, lyftur og nudd gefa í
skyn hvað gekk á. Stundum er lif-
andi myndum af nöktum líkömum
varpað á tjald fyrir aftan til að
undirstrika hvað gengur á, en það
er eiginlega óþarfi; leikararnir
gera þetta svo vel. Tilfinning-
arnar eru sterkar, hatur og reiði,
enda svikin stór og leiða til dauða-
dóms, yfir öllum sem í hlut eiga.
Dramatískara verður það ekki.
Í fyrri uppfærslu Aldrei óstel-andi hafði leikhópurinn þraut-
reynt leikrit að vinna með. Hér er
nálgunin önnur; sviðsverk unnið
úr heimildum og skáldskap, og er
afraksturinn bæði hrífandi og
sannfærandi.
Taumlaus lostinn og syndafallið
Morgunblaðið/Kristinn
Í kastljósinu Í dramatískri sýningunni liggur leiðin til glötunar.
Gunnari efni í eina kunnustu
skáldsögu íslenskra bókmennta.
Leikgerðin er þó ekki unnin úr
verki Gunnars nema að hluta.
Meira er stuðst við réttarskjölin,
og einkum yfirheyrslur yfir Stein-
unni Sveinsdóttur og Bjarna
Bjarnasyni, sem bjuggu ásamt
mökum sínum og börnum í tvíbýli
á Sjöundá, en myrtu makana og
létu sig dreyma um að ekki kæm-
ist upp og þau fengju að eigast.
Í þröngu leikrýminu er tendr-að sannkallað lostabál milli
hinna seku en allan tímann er líka
vitað að leiðin getur aðeins verið
ein, til glötunar. Þarna fylgjumst
við með þessum tvennu hjónum,
sem auk Eddu Bjargar eru leikin
af Stefáni Halli Stefánssyni, Sveini
Ólafi Gunnarssyni og Hörpu Arn-
ardóttur, og samskiptum þeirra. Á
sviðinu eru fjögur rúm og flakka
persónur milli þeirra, þar sem
áhorfendur eru settir inn í at-
burðarásina, með vel unnum til-
vitnunum í málsskjölin. Umbún-
aður er allur hinn einfaldasti.
Fjórir litlir ljóskastarar eru á
sviðinu og ljósamaður við hvern;
fylgir hvert ljós sínum leikara á
hugvitssamlegan hátt og eru ljósin
notuð til að undirstrika kenndir
og kringumstæður. Brot úr lestri
Gunnars úr Svartfugli setur
áhorfendur inn í aðstæðurnar á
þessum fallega en afskekkta stað,
og útvarp veðurfregna sem
hljóma hver ofan í aðra undir-
strika um hvað lífið snýst þarna í
fásinninu, þetta er glíma við nátt-
» Tilfinningarnareru sterkar, hatur og
reiði, enda svikin stór og
leiða til dauðadóms, yfir
öllum sem í hlut eiga.