SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 2

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 2
2 19. febrúar 2012 Við mælum með Sunnudagur 19. febrúar Karlakórinn Þrestir er 100 ára í dag. Til að fagna því, en um leið minna á 100 ára starf íslenskra karlakóra, efna Þrestir til tónleika á þessum degi, undir nafninu Söngveisla í Hörpu. Tónleikarnir eru í Eldborgarsal Hörpu og hefjast kl. 20 þetta sunnudagskvöld, sem reyndar er einnig Konudagurinn 2012! Þröstum í Hörpu 13 Hönnuðir sjá rautt Tískuvikan í New York var haldin í vikunni og þar sýndu hönnuðir haust- og vetrartískuna 2012-13. 20 Fram úr skugganum Saga blökkumanna í ensku knattspyrnunni er saga um fordóma og mótlæti en um leið þrautseigju. 24 Yrði eltur upp á Vatnajökul Hinn stimamjúki Gunnar Jósefsson í Laugarásvídeói er fyrir löngu orð- inn holdgervingur vídeómenningarinnar á Íslandi. 28 Keppnismanneskja í matseld Þrátt fyrir ungan aldur er Hrefna Sætran orð- in einn virtasti matreiðslumaður landsins. Hún rekur tvo veitingastaði, er með eigin sjón- varpsþátt og er að skrifa matreiðslubók. 31 Örn og Arnarungarnir Um þessar mundir er öld liðin frá fæðingu Arnar Snorrasonar kenn- ara. Jóhann Lárus Jónasson minnist hans fyrir hönd Arnarunganna. 40 Á tali með Maríu Mér finnst aðeins of skemmtilegt að tala. Ef enginn nennir að hlusta tala ég bara við sjálfa mig. Lesbók 44 Lífið í landi óttans Í nýrri skáldsögu skáldar Adam Johnson sögu af fáránlegu lífshlaupi Norður-Kóreubúa sem er þó ekki eins fáránlegt og raunveruleikinn í landi óttans. 32 36 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Sigurði Hr. Sigurðssyni og dóttur hans Lólu. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Þegar fjölskyldan mætti í Ráðhús Reykja-víkur síðastliðinn sunnudag var gjör-samlega stappað í húsinu. Fólk varþangað komið til þess að virða fyrir sér undraheim LEGO, sem búið var að setja upp í Tjarnarsalnum en dagskráin var hluti af Vetr- arhátíð í Reykjavík. Legóinu var búið að skipta upp á nokkur borð, stærstur hluti var aðeins til sýnis en einnig mátti prófa sig áfram á einu borð- inu. Langmestu athyglina hjá mínum drengjum (tveggja og fjögurra ára) fékk borðið með lest- unum. Þar var búið að stilla upp tilkomumikilli lestarbraut sem þrjár lestir gengu um, annaðhvort allar í einu eða til skiptis. Í kringum teinana var síðan að finna blokkir, slökkvistöð, lögreglustöð og fleira. Þó að það mætti ekki snerta sást til nokkurra drengja laumast til að skipta um spor á teinunum og þannig láta lestina fara nýja leið. Hver getur líka staðist slíka freistingu? Sjónin var tilkomumikil en ein kunningjakona mín, tveggja barna strákamamma með eitt á leið- inni, sagði. „Þetta myndi ekki standa lengi svona heima hjá mér!“ og vísaði til þess að börnum virð- ist þykja ekki síður gaman að taka í sundur en setja saman. Það versta í því er ábyggilega að næst þegar á að setja herlegheitin saman vantar alltaf eitthvert mikilvægt stykki. Legó er reyndar skemmtilegra en margt annað að því leyti til að það virkjar ímyndunaraflið og það er hægt að búa til allt það sem manni dettur í hug, ekki bara setja saman eftir leiðbeiningabækl- ingnum. Þessi legósýning gladdi svo sannarlega reykvísk börn og barnafjölskyldur. Aðsóknin sem sýningin fékk virðist benda til þess að það vanti viðburði sem þessa (Laundromat tekur nú bara aðeins við svo og svo mörgum í einu!) og gaman að því að dagskrá fyrir yngstu börnin hafi verið hluti af Vetrarhátíð. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Það voru töluvert fleiri í Ráðhúsinu en þarna eru þegar greinarhöfundur heimsótti undraheim LEGO. Morgunblaðið/Eggert Ómótstæðilegt legó og lestarteinar Meistaradeild Evrópu Enska félagið Chelsea sækir Napoli heim á Ítalíu í 16. liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu á þriðjudag- inn kl. 19.45. Manchester-liðin, United og City, eru þegar fallin úr leik og Arsenal í hægðum upp fyrir höfuð. Bjargar Chelsea heiðri ensku knattspyrnunnar? Orð skulu standa Einn alvinsæl- asti útvarps- þáttur þjóð- arinnar undanfarin ár, Orð skulu standa, snýr aftur í Þjóðleikhúskjallaranum. Stjórnandi „þáttarins“ er sem fyrr Karl Th. Birgisson og næsta sýning á fimmtudag kl. 21. Frægasta kjötkveðjuhátíð í heimi stendur yfir þessa dagana í borg- inni Ríó í Brasilíu og eiga heimamenn von á 850 þúsund ferðamönn- um af því tilefni. Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu síðastliðinn föstudag en hátíðin stendur fram á þriðjudag. Veröldin AP Ríó iðar af fjöri

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.