SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 11

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 11
19. febrúar 2012 11 Knattspyrnan, þessifagri leikur og uppá-hald margra, snýstþví miður ekki bara um boltann eins og best væri. Sú hnöttótta uppfinning hefur verið í hálfgerðu aukahlutverki und- anfarið. Þökk sé æðri máttarvöldum eru þó nokkrar undantekningar frá þessu; fagurkerar á borð við Zlatan Ibrahimovic, Lionel Messi, Christiano Ronaldo, og margir fleiri auðvitað, sjá til þess að áhangendur muna um hvað leikurinn snýst, en komið hefur vel í ljós upp á síðkastið að knattspyrnan er meira en bara leikur. Knattspyrnuheimurinn er ekki einangrað fyrirbæri; hann er eins og lífið sjálft: misjafnlega vel heppnað fólk kemur þar við sögu, svikahrappar leynast víða og ekki síður en annars staðar eru menn tilbúnir að vera vondir við náungann. Og sumir virðast ekki reiða vitið í þverpokum. Stórveldið Glasgow Rangers í Skotlandi sótti í vikunni um greiðslustöðvun og fékk; félaginu barst reikningur frá skattinum upp á tæpa tíu milljarða króna og því fór sem fór. Einhver á kont- órnum hefur ekki vandað sig nægilega vel. Portsmouth á Eng- landi fór sömu leið, í annað skipti á fáeinum misserum. Þekktasti dómari í Kína var dæmdur í fangelsi fyrir að þiggja mút- ur frá eigendum félags og dæma því í hag. Farsinn um Argent- ínumanninn Carlos Tevez hélt áfram; hann neitaði að koma inn á í leik Manchester City gegn Bayern München í Meistaradeildinni fyrr í vetur, hefur verið fjarverandi síðan en sættir virtust í sjónmáli þegar hann ákvað að mæta aftur í vinn- una en lét þá þau orð falla að þjálfarinn hefði komið fram við sig eins og hund þegar áð- urnefndur leikur fór fram! Þjálf- arinn, Ítalinn Roberto Mancini, brást við með þeim orðum að lík- lega hefði hann komið allt of vel fram við þann argentínska. Bjartsýni rak mig líklega til þess í pistli fyrir viku að vonast til þess að deilumáli Patrice Evra og Luis Suárez, leikmanna Manchester United og Liverpool, lyki þegar liðin leiddu saman hesta sína þann dag. Að tími væri kominn til að snúa sér að næsta leik í þeirri skák. Fyrir þá sem ekki muna var Úrúgævinn Suárez kærður fyrir kyn- þáttaníð í garð Frakkans þeldökka, Evra, og tók út átta leikja bann. Suárez lék sannarlega næsta leik í þessari skák, en þó ekki þann sem flestir vonuðust til. Það var sannkallaður afleikur; sniðgekk Evra þegar leikmenn liðanna tókust í hendur fyrir leik og þar með varð allt vitlaust. Eftir að hafa hvergi hvikað í stuðningi við sinn mann síðan málið kom upp sneru forráðamenn Liverpool loks við blaðinu. Það var tímabært. Þeir sögðu Suárez hafa sagst myndu taka í hönd Evra og voru óhressir með að hann sveik það loforð. Ekki kæmi mér á óvart þó þessi frábæri leikmaður yrði seldur hæstbjóðanda eftir keppn- istímabilið. Það væri auðvitað synd fyrir (mig og aðra) áhangendur Liverpool, en félag með þá sál og þá miklu sögu sem drengirnir úr Bítlaborginni hafa skráð í gegnum tíðina getur varla verið þekkt fyr- ir að hafa svona mann í vinnu. Vonandi bætir Suárez ráð sitt. Ég ætla hins vegar ekki að veðja á að honum takist það. Handabandið sem ekki var Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Vonandi bætir Suárez ráð sitt. Ég ætla hins vegar ekki að veðja á að honum takist það. Já! Zlatan Ibrahimovic hjá AC Mil- an fagnar marki gegn Arsenal. Nei! Ally McCoist aðalþjálfari Rangers á æfingu í gærmorgun. Reuters Reuters Sjötta myndin í röð stuttmynda sem Mbl.Sjónvarp sýnir á sunnudögum í samvinnuvið Kvikmyndaskóla Íslands heitirKennitölur. Leikstjóri og handritshöf- undur er Hallur Örn Árnason og er myndin út- skriftarverkefni hans frá skól- anum. Myndin er í senn grín og ádeila og fjallar um „skólabörn sem neyðast til þess að taka ábyrgð á fjárhagslegum „mis- tökum“ foreldra sinna“, eins og segir í tilkynningu. Myndin segir frá Guðrúnu, 10 ára. Dag einn er hún kölluð inn á skrifstofu skólastjóra sem til- kynnir henni að jeppabifreið í hennar eigu hafi brunnið til kaldra kola fyrr um morguninn. Á meðan Guðrún eyðir frímínútunum í að reyna að átta sig á því hvað skólastjórinn hafi átt við fer af stað rannsókn á brunanum, sem beinist að Guðrúnu sjálfri. Súrrealísk myndlíking fyrir hrunið „Myndin er nokkurs konar myndlíking fyrir hrunið,“ segir Hallur sem vill ekki útskýra of mik- ið fyrirfram. „Börnin eru látin taka ábyrgð á ein- hverju sem þau skilja ekki alveg. Einhvern veginn er þetta þeim að kenna án þess að þau átti sig á út af hverju.“ Myndin hefur fengið ágætis viðtökur og verið sýnd í nokkrum löndum, nú síðast í Skotlandi. Halldóra Líney Finnsdóttir, ung leikkona úr Sönglist, leikur Guðrúnu og Sigurður Skúlason er í hlutverki skólastjórans. Margir krakkar eru í myndinni og eru þeir úr Sönglist og Hlíðaskóla, þar sem myndin er tekin upp. Eftir útskrift gerði Hallur stuttmyndina Meg- inlandið, sem var frumsýnd á RIFF í fyrra og verður sýnd næstu helgi á Northern Wave- hátíðinni í Grundarfirði. Hann tekur einnfremur óhefðbundin kvikmyndaviðtöl fyrir heimasíðuna snoop-around.com en viðtölin eru unnin í anda kvikmynda þekktra leikstjóra. Hann vinnur einnig að heimildarmynd um raf- tónlistarmenningu á Íslandi með áherslu á neð- anjarðarmenningu. Nánari upplýsingar um Kennitölur er að finna á kennitolur.blogspot.com og á www.imdb.com. ingarun@mbl.is. Börnin erfa jeppann Halldóra Líney Finnsdóttir leikur Guðrúnu. Hallur Örn Árnason ÍMARK DAGURINN 8.30 Skráning og morgunverður 9.00 Ráðstefna sett 9.10 ÍMARK erindi 9.20 Henry Mason 12 Crucial Consumer Trends for 2012 10.20 Hlé - Tengslanetið eflt 10.40 Diana Derval Delivering the right sensory mix regarding your consumers´ needs and product preferences 11.40 Guðni Rafn Gunnarsson Sviðsstjóri, fjölmiðlarannsóknir og markaðsgreining Capacent 12.00 Hádegishlé - Léttur hádegisverður 13.00 Jessica Butcher A magical new way for your brands to deliver exciting new messages, offers and experiences to customers 13.45 Simon Collisson A More Meaningful Web 14.30 Hlé - Tengslanetið eflt enn frekar 15.00 Jose Miguel Sokoloff How changing the lives of people can change the world, marketing towards guerillas in Colombia Ráðstefnustjóri: Ragna Árnadóttir Skrifstofustjóri Landsvirkjunar Ráðstefna í Hörpu / Silfurbergi föstudaginn 24. febrúar kl. 8.30 – 16.00 Kynntu þér fyrirlesarana og skráðu þig á www.imark.is D ag sk rá Fyrirlesarar í fremstu röð fjalla um allt sem er nýjast og heitast í markaðsmálum og spá í framtíðina.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.