SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 14

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Page 14
14 19. febrúar 2012 Þeir segja að það sé reimt hérnaen ég hef ekki orðið var viðþað,“ segir Sigurður Hr. Sig-urðsson þegar hann hleypir mér inn í 125 ára gamalt timburhús sitt í miðbæ Reykjavíkur. Hann glottir. Árið 2006 tóku Sigurður og eiginkona hans, Elvira Mendez Pinedo, gengistryggt lán fyrir téðu húsnæði – lán sem eftir atburði vikunnar er líklega orðið eitt frægasta lán Íslandssögunnar. Eins og fram hefur komið höfðuðu hjónin mál gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum og felldi Hæsti- réttur úr gildi afturvirka lagasetningu frá 2010 um að vextir á erlendum gengis- lánum skyldu miðast við óverðtryggða bankavexti Seðlabankans. Síminn stoppar ekki hjá Sigurði þetta fimmtudagssíðdegi, fjölmiðlamenn að afla upplýsinga, vinir og kunningjar með árnaðaróskir. Hann tekur erindunum vel enda sjálfsagt að velta vöngum yfir nið- urstöðu Hæstaréttar. Þrátt fyrir að nið- urstaðan sé skýr er óvíst hverjar afleið- ingarnar verða nákvæmlega. Þær verða þó klárlega heimilunum í landinu til hagsbóta. Sterk réttlætistilfinning „Mér líður ljómandi vel,“ segir Sigurður þegar við höfum komið okkur fyrir í borðstofunni, spurður um tilfinning- arnar eftir að löngum og ströngum mála- ferlum er lokið. „Það hefur sterk réttlæt- istilfinning vaknað innra með mér. Ég segi ekki að við hjónin höfum upplifað okkur sem fórnarlömb en eigi að síður var búið að setja okkur í óréttláta stöðu, þar sem við gátum varla staðið við skuld- bindingar okkar, sem við höfðum talið okkur vera fullfær um að gera. Þegar við tókum lán til að stækka við okkur árið 2006 vorum við ágætlega stödd, með um 65% skuldsetningu á húsnæðinu, en höfðum ekki efni á að flytja hingað inn fyrr en fyrir ári. Fram að því leigðum við þetta húsnæði út.“ Er réttlætinu fullnægt? „Já, mér finnst það. Við erum auðvitað hæstánægð með niðurstöðuna en ekki síður að hún sé fordæmisgefandi fyrir aðra. Það hefði verið óþægilegt að sitja uppi með niðurstöðu sem væri bara góð fyrir okkur hjónin en ekki aðra. Ég tek samt skýrt fram að ég lít ekki svo á að við höfum fengið afskriftir eða ívilnun, eins og stjórnmálamennirnir kalla það. Þetta er þvert á móti leiðrétting. Okkur var gert að borga meira en okkur bar.“ Bent hefur verið á að dómurinn auki á misvægi milli þeirra sem tóku geng- isbundin húsnæðislán og hinna sem glíma við verðtryggð lán vegna íbúða- kaupa og hafa enga leiðréttingu fengið. „Það er alveg rétt. Sjálfur á ég í raun og veru enga ósk heitari en að það komi leiðrétting fyrir þá sem eru með verð- tryggð húsnæðislán og geta varla staðið í skilum. Það er réttlætismál. Helst vildi ég geta höfðað mál fyrir þeirra hönd.“ Enginn áhættufíkill Finnst þér þessum hópum að ósekju hafa verið att saman? „Já, það finnst mér. Á því var engin þörf. Öll erum við skuldendur sem eiga skilið réttlæti. Talað var um að það væru áhættufíklar sem hefðu tekið gengis- tryggð lán. Það þykir mér ákaflega hæpin fullyrðing. Það reiknaði ekki nokkur maður með því að bankarnir væru í þeim „skítabisness“ sem síðar kom í ljós að þeir voru. Lántakendur fengu ráðgjöf fagmanna og treystu henni. Auðvitað vissi maður að íslenska krónan væri ekki traustasti gjaldmiðill í heimi en ég var samt búinn að reikna út að enda þótt hún félli um 50% væru gengistryggðu lánin samt hagkvæmari en verðtryggðu lánin. Vextirnir voru svo miklu lægri. Ég vil ekki vera álitinn áhættufíkill þótt ég hafi tekið gengistryggt lán enda hefur það sýnt sig að ansi margir eru í erfiðum mál- um, burtséð frá því hvort þeir eru með verðtryggt lán eða gengistryggt.“ Hafa ekki margir sett sig í samband við þig eftir að dómurinn gekk? „Jú, mjög margir. Ég hef bæði fengið kveðjur frá vinum og kunningjum en ekki síður fólki sem verið hefur í svipaðri stöðu og við. Það hefur lítill en ákaflega góður hópur verið í kringum okkur með- an á þessu dómsmáli hefur staðið til að leggja á ráðin. Þetta er vel skipulagt fólk sem hefur fundið fyrir knýjandi þörf til að fá úrlausn sinna mála. Menn eins og Mar- inó G. Njálsson hafa unnið baki brotnu og skilað frábæru starfi.“ Hvað gerði útslagið þegar þið ákváð- uð að höfða þetta dómsmál? „Við tókum lán í góðri trú árið 2006 og datt ekki annað í hug en að það væri lög- um samkvæmt. Í kringum páskana 2009 komu hins vegar fram upplýsingar þess efnis að gengistrygging væri ólögmæt og í framhaldi af því fórum við að undirbúa dómsmál. Okkur fannst við þurfa að leita réttar okkar. Það verður að segja eins og er að það hefur verið mikil lífsreynsla að kynnast íslenska dómskerfinu sem er bæði formfast og svifaseint en samt skil- virkt – að lokum.“ Hann brosir. „Eins og fram hefur komið urðum við að fara tvær umferðir en fyrri dómurinn sem gekk í febrúar 2011 skilaði okkur bara hluta af leiðréttingunni.“ Hann þagnar stutta stund. Lög ekki skrifuð með almenning í huga „Ég vil líka að það komi fram að það er ekki fyrir hvern sem er að ráða sér lög- fræðing og ráðast til atlögu við dóms- kerfið. Mín tilfinning er alla vega sú eftir þennan málarekstur að lögin séu ekki alltaf skrifuð með almenning í huga, heldur hagsmuni fjármála- og stjórn- kerfisins. Það er meira en að segja það fyrir venjulegt fólk eins og okkur, sem höfum engin samtök á bak við okkur, að fara í mál við öflugan banka.“ Jafnvel Davíð gegn Golíat-tilfinning? „Það má alveg orða það þannig. Þá er lykilatriði að vera með góðan lögfræðing. Til allrar hamingju höfðum við hann í þessu máli. Ragnar H. Hall setti mikið púður í þennan málarekstur enda var þetta mikið réttlætismál í hans huga líka. Ragnar hvatti okkur mjög eindregið til að fara í annað mál eftir að niðurstaða lá fyrir í hinu fyrra. Honum fannst sú niðurstaða ekki viðunandi.“ Þúfan sem velti hlassinu Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ekki þarf að segja hjónunum Sigurði Hr. Sigurðssyni og Elv- iru Mendez Pinedo neitt um það en þau unnu umtalað vaxtamál fyrir Hæstarétti í vikunni. Sigurður er í skýjunum með niðurstöðuna og vonar að byrðunum eftir hrunið verði í kjölfarið skipt með réttlátari hætti. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Sigurður Hr. Sigurðsson púslar Íslandi saman ásamt Lólu dóttur sinni.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.