SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Side 15
19. febrúar 2012 15
Venjulegt fólk segirðu. Hver eru Sig-
urður Hr. Sigurðsson og Elvira Mendez
Pinero?
„Við erum íslenskt-spænskt par. Ég er
menntaður kvikmyndagerðarmaður og
starfa sjálfstætt við hljóðvinnslu fyrir
bíó- og heimildarmyndir.
Konan mín er frá Madríd, lögfræðingur
að mennt og prófessor við lagadeild Há-
skóla Íslands. Líklega fyrsti útlending-
urinn sem ráðinn er til deildarinnar.“
Þið hafið væntanlega notið góðs af
menntun hennar í þessum málarekstri?
„Tvímælalaust. Elvira er doktor í Evr-
ópurétti og þekkir til dæmis neytenda-
löggjöf Evrópusambandsins út og inn en
sú löggjöf virðist af einhverjum ástæðum
ekki vera hátt skrifuð í kerfinu hér
heima. Meðan á málinu okkar stóð sýndi
Elvira meðal annars fram á það að belg-
íska ríkið hafði á sínum tíma verið látið
bakka með afturvirka lagasetningu sem
var um margt sambærileg við lögin sem
málið snerist um hérna.“
Hvar kynntust þið?
„Við kynntumst árið 1999 í Noregi. Ég
var búsettur þar með annan fótinn en
Elvira á ferðalagi. Eftir það vorum við í
tölvupóstsamskiptum og hún kom svo í
heimsókn hingað til Íslands. Fyrstu
kynni hennar af landinu voru svolítið
skemmtileg. Hún kom annan í jólum
1999, lenti klukkan fjögur í kolniða-
myrkri og vaknaði aftur klukkan tíu
morguninn eftir – í kolniðamyrkri. Ég
held henni hafi ekkert litist á blikuna.“
Hann hlær.
„Elvira var fljót að jafna sig á þessu og
hefur líkað ákaflega vel hérna. Er meira
að segja komin með íslenskan ríkisborg-
ararétt. Við hófum okkar búskap hér í
Reykjavík og hún lærði íslensku í Háskóla
Íslands en síðan bauðst henni starf í Lúx-
emborg, þar sem við bjuggum í þrjú ár. Á
þeim tíma eignuðumst við dótturina Lólu
sem nú er sjö ára. Hún er tvítyngd, talar
spænsku við mömmu sína en íslensku við
mig. Það er mjög skemmtilegt og á
örugglega eftir að koma sér vel fyrir hana
í framtíðinni.“
Hugleidduð þið á einhverjum tíma-
punkti að flytja utan eftir hrun?
„Já, við veltum oft fyrir okkur hvort
einhver framtíð væri í því að búa á Íslandi
og nurla saman fyrir skuldum sem maður
vissi ekki hvort maður gæti á endanum
staðið undir. Það væri auðveldara fyrir
okkur að fara en marga aðra, þar sem
konan mín talar fimm tungumál og er
fyrir vikið vel gjaldgeng víða um heim,
en auðvitað er leiðinlegt að fara vegna
þess að manni er ekki vært. Þess vegna
létum við á rétt okkar reyna.“
Hafði tröllatrú á sigri
Hefði dómurinn fallið á hinn veginn,
hefðuð þið þá hugsanlega flutt úr landi?
„Við höfðum rætt þann möguleika, já.
Ég hafði hins vegar alltaf tröllatrú á því
að við myndum vinna þetta mál.“
Efuðust þið aldrei?
„Jú, jú. Við veltum allskonar nið-
urstöðum fyrir okkur, meðal annars
þeirri að dómurinn myndi freistast til að
taka pólitíska pólinn í hæðina, þar sem
mikið væri undir og háar fjárhæðir í
spilinu. Þessi niðurstaða eykur tvímæla-
laust tiltrú manns á íslenska dómskerf-
inu. Það er ekki ómögulegt fyrir hinn al-
menna borgara að bjóða
fjármálafyrirtækjum og löggjafanum
sjálfum birginn. Þessi niðurstaða hlýtur
að vekja von um að hægt verði að dreifa
byrðunum af hruninu á sanngjarnari
hátt. Það er alltaf erfitt að missa eitthvað
en fjarskalega ósanngjarnt að láta skuld-
ug heimili axla ábyrgðina að langmestu
leyti. Með fullri virðingu fyrir lífeyris-
sjóðunum og öðrum. Við verðum að finna
einhvern milliveg.“
Ertu með einhver skilaboð til stjórn-
málamanna þessa lands?
„Stærsta vandamál þeirra, að mínu
mati, er það að þeir vinna ekki nægilega
vel saman. Stjórnlagaráð hefur sýnt fram
á að vel er hægt að vinna saman að lausn
erfiðra álitamála. Því miður virðist Al-
þingi ekki hafa lært neitt af því. Að mínu
mati er það ekki dæmigert pólitískt álita-
mál hvort skipta eigi byrðunum af
hruninu jafnt milli allra. Það er dapurlegt
að stjórnmálamenn geti ekki snúið sam-
an bökum og fundið lausnir. Þar ber eng-
inn einn maður, enginn einn flokkur,
meiri ábyrgð en aðrir.“
Ertu bjartsýnn á að þetta lagist?
„Já, ég er það. Ég held að breytt kosn-
ingakerfi með persónukjöri komi til með
að breyta flórunni inni á Alþingi og þessu
valdaspili flokkanna. Ég er alls ekki að
spá gömlu flokkunum dauða en það mun
breyta þeim að færa aukin völd til kjós-
enda – til hins betra. Alþingismenn mega
ekki gleyma því að þeir eru kosnir af
fólkinu í landinu en ekki fjármálafyrir-
tækjunum. Ég er líka mikill áhugamaður
um endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Það er mikilvægur þáttur í uppgjörinu.“
Hvernig finnst þér uppgjörið við
hrunið ganga? Nú eru liðin þrjú og hálft
ár.
„Mér finnst það ganga mjög hægt.
Hafandi sagt það vil ég samt að embætti
sérstaks saksóknara taki sinn tíma í
þeirri von að málin sem unnið er að þar á
bæ skili á endanum ásættanlegri niður-
stöðu, frekar en að þeim verði vísað frá
vegna þess að menn gáfu sér ekki nægi-
lega langan tíma. En auðvitað er erfitt að
bíða. Mér finnst rannsókn á einkavæð-
ingu bankanna líka vera knýjandi. Ég
myndi vilja sjá svart á hvítu hvernig að
því máli var staðið á sínum tíma. Búið er
að byggja upp nýja banka, fyrir al-
mannafé að miklu leyti, og ég vil síður
eiga á hættu að sömu mistökin verði gerð
aftur. Menn verða að læra af mistökum
sínum og annarra.“
Áfallið hefði þurft að vera stærra
Höfum við eitthvað lært sem þjóð?
„Eitthvað hljótum við að hafa lært.
Eigi að síður held ég að áfallið hefði þurft
að vera stærra á sínum tíma. Okkur var
bjargað strax eftir hrun, fengum lán frá
vinveittum þjóðum og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum. Það hefði verið betra fyrir
þjóðarsálina að upplifa vöru-, lyfja- og
bensínskort. Þá hefðu allir fengið að
reyna hrunið á eigin skinni, ekki bara
þeir sem misstu húsnæðið sitt vegna
skulda.“
’
Það verður að segja
eins og er að það hef-
ur verið mikil lífs-
reynsla að kynnast íslenska
dómskerfinu sem er bæði
formfast og svifaseint en
samt skilvirkt – að lokum.