SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 17

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 17
19. febrúar 2012 17 menn sína og koma að ólíkum þáttum þjálfunarinnar, líka utan æfingasvæðisins. Þetta gerir ekki síður kröfur til þjálfarans, í raun magnar þetta allt upp, ef þjálfarinn er lélegur þá verður hann enn lélegri!“ Með netvæðingunni opnuðust fleiri möguleikar í þróun Sideline. „Við tengdum þjálfarana saman, þeir eru komnir með innra net sem hjálpar þeim að sækja upp- lýsingar og í kjölfarið tengdum við þá við leikmennina,“ segir Brynjar. „Um leið gátu þeir haldið utan um enn fleiri þætti í þjálf- uninni, mataræði, æfingar, tímaseðlagerð og meira að segja fylgst með glósum leik- manna. Þeir gátu haldið leikmönnum ábyrgum fyrir því sem þeir voru að gera, þó að þeir væru hinum megin á hnett- inum.“ Að vissu leyti er Sideline óskrifað blað áður en þjálfarinn kemur að því; hann get- ur mótað það nánast að vild og Brynjar segir það auðvelda alla markmiðssetningu. „Ég þekki muninn á því að þjálfa án þess eða með því,“ segir hann. „Þess vegna kann ég svona vel að meta það. Ekkert er leiðinlegra fyrir þjálfara en þegar leikmenn bæta sig ekki – í þessu umhverfi verður maður bætingarfíkill. Sideline er leið til að setja markmið, útfæra aðferðafræðina og fylgjast náið með framförunum. Vissulega þurfa menn þá að setjast við tölvuna og fylla inn í forritið, það kostar kannski leið- indi í stuttan tíma, en það þýðir líka að þeir geta látið finna fyrir sér eftir það!“ Fjölbrautaskóli í úrvalsdeildina Það var stórt skref þegar Sideline Sports varð opinber hugbúnaður hjá FIBA árið 2006, en það þýddi að grunnhugbúnaður Sideline varð aðgengilegur þjálfurum um allan heim, sem geta svo byggt ofan á hann með ýmsum lausnum sem í boði eru hjá Si- deline. Það sem gerði útslagið um ákvörð- un FIBA var líklega öflugt þjálfunarstarf sem unnið hafði verið í FSu-körfubolta- akademíunni við Fjölbrautaskóla Suður- lands. „Hugbúnaðurinn hafði þróast mik- ið, hann var orðinn fjölbreyttur og mikið af hugmyndum, en reynslu skorti af því að nota hann,“ segir Brynjar. „Við ákváðum því að setja upp nokkurs konar tilrauna- stofu, þar sem allir möguleikar kerfisins yrðu nýttir, og þetta varð mikið ævintýri. Einhvern tíma mun ég endurtaka leikinn – þetta var minn draumur!“ Hugmyndin var sú að stofna CSKA Moskvu körfuboltans á Laugarvatni, þar sem allir væru á staðnum og kæmust ekk- ert í burtu, væru bara í skóla, æfðu sig og bættu árangurinn. En hún gekk ekki alveg upp á Laugarvatni og Brynjar var við það að gefast upp. Þá var honum bent á að tala við Sigurð Sigursveinsson, skólastjóra Fjöl- brautaskóla Suðurlands, en þar hafði verið byggt nýtt íþróttahús. „Úr varð að ég hitti Sigurð og eftir tuttugu mínútur sagði hann bara: „Já, já, við gerum þetta.“ Mér leið eiginlega hálfilla yfir því hversu skjótt ákvörðunin var tekin, kannski væri þetta bara einhver vitleysa – þetta átti ekki að vera svona auðvelt! En svo gekk allt eins og í sögu og rúmlega það, enda hugsar Sig- urður í lausnum, ekkert er ómögulegt og hann greiddi götu okkar í einu og öllu. Hann er mikill stjórnandi og oft þegar ég lendi í vandræðum, þá hugsa ég: „Hvað myndi Siggi gera?““ Í starfsemi akademíunnar tókst að sam- þætta ólíka hagsmuni. „Við fengum að prufukeyra alla hugmyndafræðina,en strákarnir fengu einingar fyrir að taka þátt og gátu æft innan skóladagsins. „Liðið var skírt FSu og komst upp í úrvalsdeild, þar sem við tryggðum okkur í sessi og vorum nálægt því að komast í úrslitakeppni á fyrsta ári,“ segir Brynjar. „Það eina slæma við þennan tíma var að honum þyrfti að ljúka og það með liðið ennþá í úrvalsdeild, þetta var eins og skvetta bensíni á draum- inn, kveikja í og fara. En þannig var það bara, við vorum einbeittir í að halda áfram uppbyggingu Sideline.“ Í akademíunni voru sextán strákar á menntaskólaaldri, frá 16 til 20 ára, og hald- ið var utan um þá alveg frá a til ö, eins og Brynjar orðar það. „Ég stend fast á því, að þetta sé flottasta íþróttaverkefni sem unnið hefur verið í liðsíþróttum á Íslandi. Því til stuðnings má nefna að sérfræðingur FIBA valdi þetta sem annað tveggja bestu þróunarumhverfa í heiminum, hitt var unglingalandsliðsverkefni franska körfu- knattleikssambandsins. Það sem skapaði þennan góða árangur voru gæði þjálfunar- innar og hversu vel var staðið að náminu. Það sést best á því, að af sex liðsmönnum sem útskrifuðust síðasta árið fengu fimm skólastyrk í Bandaríkjunum. Það var alltaf markmiðið að gera þeim það kleift – þetta var alhliða þjálfun!“ Agi verður að vera Það tók þrjú ár að landa samningnum við FIBA. „Sá sem yfirfór kerfið af hálfu al- þjóðakörfuknattleikssambandsins spilaði með júgóslavneska landsliðinu þegar það var sem sterkast. Hann spurði mikið út í gögnin sem lægju að baki, vildi sjá hvað til væri í kerfinu og ég svaraði öllum spurn- ingum með myndrænum hætti. Enda eru til tugir þúsunda myndbanda, þar á meðal 8 þúsund æfingar.“ Kennslumyndböndin eru flest tekin í akademíunni á Selfossi. „Það veit enginn hvaðan þetta kemur,“ segir Brynjar og hlær. „Þetta er best geymda íþróttaleyndarmál allra tíma!“ Eitt af því sem Brynjar leggur áherslu á í ungliðastarfinu er að kenna gildin. „Einu sinni las ég blaðið Þrótt frá því á fyrri hluta síðustu aldar, þar sem norskur fimleika- meistari skrifar um hin raunverulegu gildi íþrótta, sem felist í því að þroska karakter- inn. Maður þarf að vera agaður, að axla ábyrgð, að geta unnið með öðrum og tekið frumkvæði. Þetta er vettvangur þar sem er hægt að búa til gervialvöru; unga fólkið byrjar að höndla allar þessar tilfinningar, þar sem það stendur og fellur með sjálfu sér, er pínt með vinstri og strokið með hægri – ég kalla þetta að pönkast svolítið á liðinu. Það er þessi stórkostlega þjáning þegar menn pína sig til að verða betri og koma sér úr örygginu. Og það er meira en að segja það að búa til umhverfi þar sem ríkir liðsandi.“ Karfan var sem sagt aldrei hið endanlega markmið. „Körfubolti var bara farartækið, við ákváðum að nota það til að ferðast,“ segir Brynjar. „Við gerðum stífar kröfur um námsárangur, en það var vaknað fyrir sex á morgnana til að mæta á æfingar. Aginn var mikill, enda spilaður liðsbolti og menn þurftu að treysta hver á annan. Og það var talað hreint út um hlutina, nokkuð sem er þekkt í Ameríku – engum hlíft.“ Það komst raunar í fjölmiðla er nokkrir voru reknir úr liðinu. „Árið eftir að ég hætti að þjálfa kom upp agabrot, þar sem nokkrir úr liðinu fengu sér bjór, það var nú ekki alvarlegra en það. En agi verður að vera. Ég rak því alla strákana mína sem áttu að vita betur, en leyfði þeim sem voru nýir að halda áfram. Ég leit svo á að þeir hefðu fengið svo góðar leiðbeiningar, að það hefði verið komið að þeim að axla ábyrgð. Oft voru það bestu augnablikin þegar einhver var látinn fara og kom aftur ári seinna. Þá skildi hann betur hugtakið agi. Krakkar eru alltof sjaldan látnir axla ábyrgð. Það er slæmt að vera rekinn, en svona eru reglurnar, og er spurningin sú hvort menn læra af því – er það endirinn eða byrjunin? Því fyrr sem við þurfum að bera ábyrgð, þeim mun mikilvægara er það fyrir okkur. Það er enn og aftur þessi stór- kostlega þjáning sem kennir manni allt!“ Hann þagnar. „Ég lenti í þessu sjálfur í skólanum í Bandaríkjunum. Ég var þessi villingur úr Breiðholtinu, ætlaði að afsaka mig og svara þjálfaranum, en sá strax að ég kæmist ekki upp með neitt slíkt. Öllum var drullusama hvað maður gat í körfu. Það átti bara að senda mann heim. Þetta var dýrmæt lexía. Þarna eru gildin í lagi.“ Hann hallar sér aftur í stólnum. „Gildi. Þetta snýst allt um þau. Umræð- an á alltaf að vera á þeim nótum.“ igi að m: ur, að ð með i.“ Morgunblaðið/Ómar Eitt af markmiðunum með Key Habits er að breyta því hvernig fólk nýtir sér einkaþjálf- arann. „Einkaþjálfari á að okkar mati fyrst og fremst að vera góður í því að meta og mæla líkamlegt ástand iðkandans og gera stigvaxandi æfingaáætlun við hæfi,“ segir Brynjar. „Það er víða pottur brotinn í þeim efnum. Það er til dæmis gríðarlega erfitt að finna góðan styrktarþjálfara fyrir íþróttalið, hvað þá fyrir almenning. En síðan hvenær varð auðveldara að þjálfa almenning en íþróttamann?“ Hann segir Key Habits einungis í samstarfi við þjálfara sem treyst sé til að þjálfa „rándýra íþróttamenn“, eins og hann orðar það. „Við erum til dæmis að vinna með sér- fræðingum sem þjálfa íþróttamenn í NFL og bresku úrvalsdeildinni í fótbolta, þeir hafa yfirsýn yfir alla okkar hugmyndafræði og passa upp á að unnið sé í skrefum sem miðast við líkamlegt ástand hvers og eins. Þetta felst í því að við notum tæknina til þess að skipuleggja alla vinnuna, bæta samskiptin við iðkandann og ábyrgðartilfinningu hans án þess að þurfa að vera á staðnum. Snilldin við þetta er hvað við getum boðið þessa þjónustu á lágu verði.“ Þjálfarinn verði óþarfur sem fyrst 

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.