SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 18

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 18
18 19. febrúar 2012 Það vita allir hversu mikilvægtþað er íþróttamönnum að temjasér hollustu í hvívetna. Nú eruaðferðir þeirra til þess að fylgj- ast með mataræði og hreyfingu orðnar aðgengilegar almenningi á vef Key Ha- bits. Það er í grunninn þjálfunarhugbún- aður, auðvelt er að setja inn æfingar og mælingar og einfalt fyrir þjálfarann að fylgjast með, veita aðhald og fræða iðk- andann á myndrænan hátt. Fólk setur sér markmið og fylgist sjálft með hvernig gengur að standa við þau. Ekki skyndilausnir „Við fengum þá hugmynd að fara inn á heilsumarkaðinn, bjuggum til hugtakið fjarþjálfun og fengum nokkra til að prófa það undir merkjum Heilsumarkaðarins, en þegar alvaran tók við fannst okkur Key Habits lýsa betur því sem við vorum að gera,“ segir Brynjar. „Okkar þekking felst í því að búa til ábyrgðartilfinningu hjá fólki án þess að standa yfir því og markmiðið er að við þjálfararnir verðum óþarfir – ég legg allt- af upp með það í þjálfun. En í heilsu- bransanum virðast viðskiptin ganga út á að krækja í fólk og gera það háð sér. Því er öfugt farið hjá flestum öðrum, endur- skoðendur, tannlæknar og sálfræðingar stefna til dæmis að því að útskrifa fólk og í því felast meðmælin: „Hann er góður þessi og getur hjálpað þér.“ Brynjar er gagnrýninn á þá miklu áherslu sem lögð er á að stýra fólki í heilsuátak, ráðast verði að rót vandans. „Ef skyndifæði veldur offitu þýðir ekki að halda í sama lífsstílinn og hafa aldrei tíma til að elda eða spá í hlutina,“ segir hann. „Það þýðir heldur ekki að elta skyndi- lausnir, þar sem þú átt að léttast án þess að hafa nokkuð fyrir því. Eina ástæðan fyrir því að slík auglýsingamennska við- gengst er að sérfræðingar vilja ekki blanda sér í umræðuna. Þeir vinna á veg- um hins opinbera og þeirra heimspeki er að slást ekki við einkageirann.“ Hann leggur þunga í orð sín: „Þetta skapar mönnum svigrúm sem nýta sér þjáningu fólks og pranga inn á það skyndilausnum. Hinn almenni neyt- andi hefur engar forsendur til að greina kjarnann frá hisminu. Ef hann hefði for- sendurnar hefði hann líka þekkinguna til að sjá um þetta sjálfur. Á endanum snýst þetta um traust og mér virðist þessi bransi trausti rúinn. Við tókum eftir því þegar við komum inn á markaðinn að flestir dæmdu okkur úr leik sem „enn eitt heilsukjaftæðið“ – það er oftast ekki fyrr en 20 mínútur eru liðnar af kynningunni að fólk áttar sig á því að okkar boðskapur byggist á öðrum forsendum. En það er ekki auðvelt að markaðssetja skynsemi og þolinmæði og breytta vitund. Fólk vill ekki heyra að það eigi að axla ábyrgðina – að það verði sjálft að gera eitthvað í málunum. En þannig er þetta nú samt, það versta sem maður gerir fyrir fólk, er að gera eitthvað fyrir það sem það ætti sjálft að gera.“ Var of þungur sjálfur Brynjar segir að þjálfun Key Habits henti ekki síður almenningi en íþróttamönn- um. „Við erum vanir að vinna með íþróttamenn, að kerfisvæða heilu félögin og tryggja að þjálfunin nái út fyrir æf- ingasvæðið. En það fór of mikill tími í að útskýra hvernig við sæjum þessa hlið þjálfunarinnar fyrir okkur, þannig að við ákváðum að búa til tilraunastofu hér á landi, eins og við höfðum gert með FSU. Við vorum eiginlega tvö ár að blása í okk- ur kjarki til að gera þetta, því hvað höfð- um við svo sem fram að færa í næring- arfræðum?“ Á þessum tíma segist Brynjar hafa ver- ið orðinn of þungur sjálfur. „Þarna stóð ég fyrir framan strákana og var að kenna þeim hvað býr til venju; þekking, færni og löngun. Og ég var 20 kílóum of þung- ur! Ég hafði alltaf verið í hrikalega góðu formi og átt auðvelt með að setja mér markmið, en hvernig gat ég leiðbeint öðrum þegar ég hafði misst tökin sjálfur? Þegar ég var ungur þurfti ég ekkert að hafa fyrir þessu og hugsaði með mér: „Feita fólkið, það skortir sjálfsagann.“ En á sama tíma og ég var að kenna strákun- um mínum þessa færni, hvað þeir ættu að borða og hversu oft á dag, þá var ég 20 kílóum of þungur. Ég hafði þekkinguna en ekki færnina. Um leið og ég fór að skrá matarvenjurnar, áttaði ég mig á vanda- málinu og vissi hvernig ég ætti að bregð- ast við.“ Oftast þarf ekki mikið til að rétta kúrs- inn. „Eitt dæmi um það er að ég var í góðum málum fimm daga vikunnar og sparaði 250 hitaeiningar á dag. Eftir fimm daga hafði ég því skorið neysluna niður um 1.250 hitaeiningar. Það þýddi að ég léttist. En svo kom helgi og annan daginn gat ég leikandi farið 1.500 hitaeiningar yfir markið, af því að ég ætlaði að leyfa mér allt einn dag í viku. Ég gætti mín fimm daga á móti einum og tilfinningin var sú að ég hlyti að vera að léttast. Þegar raunin var sú að ég bætti á mig 250 hita- einingum á viku og þyngdist því um 1,5 kíló á ári. Jafnvægið er svo viðkvæmt ef maður er við núllið.“ Brynjar líkir þjálfuninni í Key Habits við fjármálaendurskoðun. Þegar fólk fari að skrá neysluna komi ýmislegt í ljós, sem auðvelt sé að skera niður. „Besta dæmið um það er að ég vigtaði matinn minn í byrjun og sá að ég var kominn í 300 hitaeiningar, kjúklingur, sýrður rjómi og salat, en svo bakaði konan mín hvítlauksbrauð í ofninum og ég borðaði það eins og góður sveitastrákur. Þangað til ég áttaði mig á því, að þó að ég borðaði ekki nema endann á brauðinu, þá voru það 250 hitaeiningar. Og mér fannst það ekki einu sinni gott!“ Um þetta snýst boðskapurinn. „Fólk þarf bara betri þjálfun í að finna fókus,“ segir Brynjar. „Það ætlar kannski að létt- ast og horfir þá fyrst og fremst til þess að hreyfa sig. Upplifunin er sú að það sé að brenna heilmiklu, en þá brennir það í mesta lagi einum kleinuhring. Þetta væri mun auðveldara ef það væri samkvæmt sjálfu sér í mataræði í marga daga og minnkaði neysluna um 10%, það eru ekki nema 250 hitaeiningar eða um 10% af orkuþörf einstaklings. Langflestir eru ótrúlega nálægt jafnvægi í neyslu og það munar því töluvert um 10%.“ Hann varar hinsvegar við því að fólk borði lítið eða svelti sig. „Það er eins og Fólk axli sjálft ábyrgðina Don Meyer sigursælasti þjálfari í sögu háskóladeildarinnar vestra, en Brynjar fór í fyr- irlestraferð með honum í tvö ár um Bandaríkin. „Hjá honum snýst þetta aldrei um að vinna leikinn sjálfan, heldur undirbúninginn – það er ferlið sem skiptir máli.“ Brynjar og Guðbrandur Þorkelsson á hóteli á Wembley í London árið 2003, en þeir eru stofn- endur Sideline Sports.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.