SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 24
24 19. febrúar 2012
Svartur Benz rennir í hlaðið. Eigandinn drepur ísígarettunni, stígur út. Hann er fínn í tauinu, ísvörtum jakkafötum, svartri skyrtu og svört-um frakka. Gengur í hægðum sínum að inn-
ganginum, heilsar kumpánlega. Hann er á leið í vinnu.
Vinnustaðurinn er þó hvorki virðuleg lögmannsstofa né
Kauphöll Íslands, heldur vídeóleiga. Hafa ber þó í huga
að Laugarásvídeó er engin venjuleg vídeóleiga.
„Ég hef alltaf verið svona til fara, á tíu svört jakka-
föt,“ segir Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvídeós,
og glottir. „Ég ber virðingu fyrir starfi mínu og kúnn-
anum og þykir sjálfsagt að vera vel til hafður í
vinnunni. Fátt fer meira í taugarnar á mér en áhuga-
lausir afgreiðslumenn, þannig fólk á að finna sér annað
að gera.“
Stíll Gunnars hefur víða vakið athygli og honum er
kunnugt um að einhverju sinni hafi heil kennslustund í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti farið í að ræða klæða-
burðinn á honum. „Ég veit ekki hvernig þetta kom til,
sennilega hefur einhver nemandi tekið málið upp. Ég
hef örugglega fengið marga kúnna út á þetta, flestir
nemendurnir sem voru í tímanum hafa örugglega þurft
að koma og kíkja á karlinn,“ segir hann og hlær.
Margra grasa kennir í Laugarásvídeói, um 24.000
titlar í boði. Mest voru þeir ríflega 39.000 en hluti
safnsins brann þegar kveikt var í leigunni fyrir hálfu
þriðja ári, þar á meðal öll VHS-myndbönd sem Gunnar
hafði komið sér upp gegnum árin. „Það stefndi í
40.000 titla fyrir bruna. Kannski nær maður því tak-
marki síðar,“ segir Gunnar sem keypt hefur gríðarlega
inn eftir brunann.
Allt er vandlega flokkað. Harðhausahorn fyrir strák-
ana, dramahorn fyrir stelpurnar, myndir flokkaðar eft-
ir leikurum, leikstjórum, löndum og guð má vita hvað.
Allir kvikmyndaunnendur ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi. „Hér inn hafa komið fínar frúr í pelsum og
dáðst að skipulaginu. Það gleður mig,“ segir eigandinn.
Skipulagið er þó hvergi betra en í höfðinu á Gunnari
sjálfum. Inn kemur ungmenni og spyr um gamla ræmu,
Great Balls of Fire!, þar sem Dennis Quaid leikur Jerry
Lee Lewis. „Ég á hana,“ svarar Gunnar um hæl án þess
að líta á tölvuna. „Hún er hérna.“ Ungmennið fylgir
honum agndofa að einum rekkanum. „Er það? Geð-
veikt!“
Grænt hulstur, ef ég man rétt
„Fólk verður stundum hissa þegar ég geng beint að
myndunum án þess að fletta þeim upp í tölvunni,“
segir hann þegar ungmennið hefur verið afgreitt, „en
ég þekki safnið býsna vel eftir allan þennan tíma.“
Nú hringir síminn. „Laugarásvídeó,“ svarar Gunnar.
„Já, einmitt, ég man eftir henni, grænt hulstur, ef ég
man rétt. Nei, hún fór í brunanum eins og allt vídeó-
spólusafnið mitt. Því miður.“
Fæstir koma þó bónleiðir til búðar. Á dögunum
mætti hjá Gunnari kona sem hafði farið á sjö aðrar víd-
eóleigur að leita að Forrest nokkrum Gump. Hún var
hvergi til – sumir vissu ekki einu sinni hvernig skrifa á
nafnið. En auðvitað átti Gunnar Gumparann. „Konan
stökk upp eins og hún hefði fengið lottóvinning. Fólk
hefur oft sagt við mig að ég hafi bjargað lífi þess. Auð-
vitað eru það ýkt viðbrögð en gaman að heyra eigi að
síður.“
Laugarásvídeó er með gott úrval af sjónvarpsþáttum
og segir Gunnar það efni njóta vinsælda. „Sjáðu til
dæmis þessa þætti hér, The Wire. Eftir að Jón Gnarr
talaði um að enginn gæti starfað inna borgarkerfisins
án þess að kunna skil á þeim voru þeir rifnir út, stopp-
uðu varla inni mánuðum saman. Fyrir það er ég Jóni
þakklátur.“
Gunnar leggur mikið upp úr heimildarmyndum af
ýmsu tagi. Adolf gamla Hitler verður starsýnt á mann
úr hillunum. „Ég hef verið spurður að því hvort Hitler
sé í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Svo er ekki en Hitler
er samt partur af mannkynssögunni, hvort sem okkur
líkar betur eða verr, og um hann hafa verið gerðar
margar áhugaverðar myndir, bæði heimildarmyndir og
leiknar myndir.“
Gunnar er líka með mikið af gömlu og góðu efni, Er-
rol Flynn og sú kynslóð, og svo leggur hann mikla
áherslu á tónlistarmyndir enda gamall trymbill sjálfur.
Það er engin tilviljun að gamla rokkið hljómar í bak-
grunni á leigunni, Boston, George Harrison, Bruce
Springsteen. Það eru hans menn.
Hvar varst þú á sunnudaginn, Gunnar?
Í einu horninu eru eingöngu Blu-rey-myndir sem eru í
sexfaldri skjáupplausn miðað við DVD-diska. Gunnar
ber lof á þá tækni. „Hún dregur fram hverja einustu
hrukku,“ segir hann sposkur á svip.
Gunnar segir fjölbreytt úrval algjört lykilatriði eigi
vídeóleiga að ganga. „Ég nenni heldur ekki bara að
selja kúlur og karamellur.“
Líkurnar á því að hitta á einhvern annan en Gunnar
bak við borðið í Laugarásvídeói eru hverfandi en eig-
andinn vinnur alla daga vikunnar sjálfur á leigunni, svo
að segja allt árið um kring. „Ég stel svona degi og
degi,“ svarar hann spurður um frí. Þegar spurt er hvort
hann nái kannski viku á ári hrekkur Gunnar í kút.
„Ertu frá þér, svo mikið frí tek ég aldrei.“
Komið hefur fyrir að Gunnar hafi fengið skömm í
hattinn frá viðskiptavinum fyrir að bregða sér frá.
Yrði eltur upp
á Vatnajökul
Gunnar Jósefsson í Laugarásvídeói er fyrir löngu orðinn hold-
gervingur vídeómenningarinnar á Íslandi. Í aldarfjórðung
hefur þessi hægláti og virðulegi maður staðið sína plikt við af-
greiðsluborðið og hrist af sér allar mögulegar tækninýjungar,
löglegar og ólöglegar, og risið upp eftir íkveikju. Skýringin
liggur í þremur orðum: Verði, fjölbreytni og þjónustu.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is