SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 27

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 27
19. febrúar 2012 27 Paradise Lost 1&2 Heimildamyndir um þrjá saklausa unglinga sem voru sak- felldir fyrir morðið á þremur ungum börnum og sátu inni ár- um saman. Þeim var nýlega sleppt raunverulega vegna þess hve mikla reiði yfir réttarmorðinu þessar heim- ildamyndir vöktu meðal almennings. Uncle Boonme Who Can Recall His Past Lives Sigurvegari á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Myndin er taí- lensk og fjallar um Boonme frænda sem liggur á dánarbeði sínum og upplifir þá hluta af mörgum af sínum fyrri lífum. Hér er um að ræða listrænt verk sem hefur vakið mikla at- hygli á kvikmyndahátíðum víða um heim. Behind the Mask: The Rise of Leslie Vernon Lítill gimsteinn sem fór framhjá flestum þegar hún kom út 2006. Ekki aðeins brýtur hún niður „slasher“-geirann og af- hjúpar allar klisjur hans á mjög athyglisverðan hátt, heldur er hún bráðskemmtileg. Þessi er fyrir þá sem hafa gaman af að stúdera kvikmyndir og kryfja þær til mergjar. Sin Nombre Mexíkósk verðlaunamynd um ungt par sem flýr frá Hond- úras til Bandaríkjanna undan glæpaklíkum og freistar þess að hefja nýtt líf. Mögnuð mynd sem skilur eftir sig áleitnar spurningar. The Room Hugsanlega VERSTA kvikmynd allra tíma og er upplifun sem á engan sinn líka. Myndin hefur öðlast mikið líf á mið- nætursýningum víða um heim þar sem fólk fer jafnvel trekk í trekk til þess að hlæja og skemmta sér yfir hallærinu. Encounters at the end of the World Snillingurinn, heimsborgarinn og kvikmyndagerðarmað- urinn Werner Herzog vekur okkur til umhugsunar um lífið á plánetunni í þessari mögnuðu heimildamynd þar sem hann ferðast með kvikmyndaliði sínu á Suðurskautslandið til að heimsækja þær einkennilegu sálir sem þar kjósa að vinna og búa. I Saw The Devil Suðurkóreska kvikmyndabylgjan heldur áfram með þessari áleitnu og á stundum hrottafengnu fjöldamorðingjamynd. Lögreglumaður ákveður að ganga alla leið til þess að refsa fjöldamorðingja fyrir gjörðir sínar á hátt sem ekki áður hef- ur sést í kvikmynd. Ekki fyrir alla, en mögnuð upplifun fyrir þá sem þora. Fido Gráglettinn og skemmtilegur lítill moli um dreng sem kem- ur heim með uppvakning sem hann kallar Fido … og biður foreldrana um að fá að eiga hann sem gæludýr. Inside Eftir að japönsku hryllingsnýbylgjunni lauk að mestu tóku Frakkar við. Undanfarin ár hafa þeir keppst við að koma með óhugnanlegar en áleitnar hryllingsmyndir sem virki- lega taka á sálina. Þessi er aðeins fyrir þá sem þora, og ALLS EKKI fyrir verðandi foreldra. The Lives of Others Með betri myndum undanfarinna ára. The Lives of Others vann Óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin, en þetta þýska meistaraverk gerist á kaldastríðsárunum og fjallar um Stasi-útsendara sem er settur í það verkefni að vakta par sem er áberandi í listalífinu. Þau eru grunuð um óhollustu við ríkið en þegar útsendarinn fer að njósna um þau fer hann að lifa sig inn í líf þeirra og tilveru. Mögnuð og áleitin mynd sem lætur fáa ósnortna. Gray Gardens Frábær og meinfyndin heimildamynd um mæðgur sem búa í ógnarstóru en niðurníddu húsi. Þær höfðu áður fyrr verið áberandi í félagslífi heldri borgara New York (voru skyldar Jackie Kennedy Onassis) en þegar heimildamyndin er tekin höfðu þær verið í felum fyrir heiminum áratugum saman. Það hafa sjaldan verið til jafnskemmtilegar týpur og Edith og Edie. The Quiet Earth Þessi lítið þekkti gimsteinn er nýsjálenskur vísindaskáld- skapur frá 1985. Maður einn vaknar einn daginn við það að allir í heiminum eru horfnir nema hann … hvað gerðist og hvernig tekst hann á við einsemdina? Frábær mynd og einn besti endir á kvikmynd sem til er. Laugarásvídeó mælir með: herma að menn hafi raunverulegan vilja til að koma böndum á þetta vandamál. Því ber að fagna. Mér er seldur réttur til að leigja kvikmyndir sem er svo eng- inn réttur þegar á hólminn er komið vegna þess að hver sem er getur farið heim og halað myndunum nið- ur. Þetta snýst ekki bara um okkur sem rekum víd- eóleigur, heldur kvikmyndageirann í heild. Hætti allir að borga fyrir afnot af kvikmyndum er framleiðslu þeirra sjálfhætt. Það liggur í augum uppi. Frá ein- hverjum þarf peningurinn að koma, bíómyndir fram- leiða sig ekki sjálfar.“ Þrátt fyrir harða samkeppni frá ýmsum miðlum seg- ir Gunnar reksturinn ganga vel, veltutölur séu þær sömu og fyrir bruna, heldur hærri ef eitthvað er. Þakkar hann það umfram annað tvennu: Besta úrval- inu í bænum og besta verðinu. Gunnar kveðst ekki finna mikið fyrir VOD-inu enda séu myndirnar bæði dýrari þar en hjá honum, auk þess sem fólk fær ekki snakk og kók úr sjónvarpinu sínu. Alltént ekki enn! Laugarásvídeó hefur alla tíð lagt áherslu á lágt verð. Á tímabili þegar flestar leigur voru með nýjar myndir á 400 krónur bauð Gunnar þær á 250 krónur. „Þetta var ekki vel séð og dag einn fékk ég mann í brúnum frakka í heimsókn, eiganda annarrar leigu, sem spurði beint út hvort ég vildi ekki bara hækka verðið. Ég sagði það ekki koma til greina, ég ákvæði mitt verð sjálfur. Síðan þakkaði ég honum fyrir komuna og hef ekki séð hann síðan. Ég hef alltaf litið á þessa heim- sókn sem staðfestingu á því að ég sé á réttri braut í mínum rekstri.“ Í dag kosta allar myndir 500 krónur í Laug- arásvídeói, nýjar sem gamlar. Þá er Gunnar duglegur að vera með alls konar tilboð. Gunnar kynntist seinni eiginkonu sinni, Thonglek Utsa, í Taílandi árið 1991 og eiga þau eina dóttur, Anný Maríu. Fyrir átti Thonglek dótturina Benný Utsa. Gunnar á þrjá syni af fyrra hjónabandi, Gunnar Finn, Sigurð Snorra og Jósef Smára. Fjölskyldan býr á Brúnavegi 1, steinsnar frá leigunni, í húsi sem Gunnar keypti af fyrrverandi tengdamóður sinni. Þegar blaða- maður hleypir brúnum viðurkennir Gunnar að það sé eflaust ekki algengt að menn eigi fasteignaviðskipti við fyrrverandi tengdamæður sínar. En við skulum muna að Gunnar í Laugarásvídeói bindur ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir. Spurður hvort fjölskyldunni þyki hann ekki vinna mikið brosir Gunnar út í annað. „Jú,“ svarar hann svo. „Eftir brunann er hins vegar skilningur á því, ég hef verið að byggja leiguna upp aftur og það tekur tíma. Á meðan er ekki við hæfi að ég fari frá. Fyrir brunann var ég með áform um að fara í gott frí og vonandi verður af því á endanum. Ég á stórafmæli á næsta ári, kannski tek ég mér frí í tilefni af því.“ Myndi fara upp á Vatnajökul Um aldamótin flutti Laugarásvídeó frá Laugarásvegi 1 yfir á Dalbraut 1. Það kom þannig til að eigandi hús- næðisins á Laugarásveginum vildi selja og vídeóleigan var á sama tíma að sprengja allt utan af sér. Gunnar fór því að svipast um eftir öðru húsnæði. Á sama tíma var Íslandsbanki að loka útibúi sínu á Dalbraut og það hús- næði féll vel að þörfum Gunnars sem festi kaup á því. Við það stækkaði Laugarásvídeó um helming. Gunnari fannst óþarfi að breyta nafninu enda var það orðið rótgróið, auk þess sem leigan var áfram í sama hverfinu. Spurður hvort hann hafi haldið öllum gömlu kúnnunum brosir Gunnar. „Já, blessaður vertu. Einn orðaði það meira að segja svo að honum væri sama þótt ég flytti upp á Vatnajökul, hann myndi samt koma.“ Fastakúnnar Gunnars koma víða að, úr Hafnarfirði, vesturbæ Reykjavíkur, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og meira að segja alla leið úr Keflavík. „Sumir hafa verið kúnnar allt frá upphafi, byrjuðu kannski að koma hingað sem börn og nú eru börnin þeirra farin að koma, næsta kynslóð. Það gleður mig mjög.“ Þegar Gunnar Jósefsson lítur yfir farinn veg er hann stoltur af því hvernig Laugarásvídeó hefur byggst upp með þrautseigju og dugnaði – og án þess að nokkur hafi sagt honum fyrir verkum. Hann er líka bjartsýnn á framtíðina. „Ég er endalaust að skrá nýja kúnna og sé engin merki þess að viðskiptin séu að dragast saman. Vídeóleigan mun lifa á Íslandi – alla vega meðan ég stend í fæturna!“ Morgunblaðið/Golli

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.