SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Side 30
30 19. febrúar 2012
Þ
að er tekið eftir því, sem Jón Sig-
urðsson, forstjóri Össurar hf.,
segir vegna þess, að hann hefur
látið verkin tala. Hann tók við
fyrirtækinu árið 1996 með 42 starfsmenn
að því er fram kom í Viðskiptablaði Morg-
unblaðsins í fyrradag en hjá því starfa nú
1.850 manns, þar af 360 á Íslandi. Þetta er
mikill árangur. Þetta er afrek.
Jón Sigurðsson sagði í ræðu á Við-
skiptaþingi sl. miðvikudag:
„Mér finnst við vera að tala um afleið-
ingar þess að hafa gjaldmiðil, sem enginn
treystir … Eina leiðin út úr þessu er að
tengja krónuna við evruna, því 80% við-
skiptanna eru við Evrópu.“
Nú er það að vísu svo, að ekki eru allir
sammála því að 80% viðskipta okkar séu
við Evrópu. Þannig sé það að vísu fært í
bókhald þjóðarbúsins vegna þess, að álið er
allt flutt út til Rotterdam. En þótt skipin
sigli til Rotterdam sé álið nánast allt borgað
í dollurum. Þegar við það bætist að um og
yfir helmingur útflutnings sjávarafurða sé
borgaður í dollurum og jafnvel meir séu
frekar rök fyrir því að tengjast dollar en
evru. Þetta segja spakir menn í íslenzka ál-
heiminum.
Svo er hægt að horfa á gjaldmiðilsmál
okkar Íslendinga út frá öðru sjónarhorni.
Það gerir Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjár-
málaráðherra og fyrrverandi formaður Al-
þýðubandalags, í grein hér í Morg-
unblaðinu í fyrradag. Hann hefur líkt og
Jón Sigurðsson í Össuri látið verkin tala.
Sumir telja, að sem fjármálaráðherra á ár-
unum 1980-1983 hafi Ragnar komið fram á
sjónarsviðið sem sannur íhaldsmaður á al-
mannafé. Í grein sinni sagði Ragnar:
„Langt er síðan farið var að reikna út hve
mikið samræmi væri í sögulegu samhengi
með hagsveiflum í ríkjum ESB-ríkja svo og
á Íslandi og í Noregi, þ.e. hversu sam-
hverfar (symmetric) sveiflurnar væru. Út-
reikningarnir hafa m.a. sýnt tvo mikilvæga
þætti hagsveiflunnar, þ.e. viðskiptakjör og
hagvöxt. Samræmið reyndist mest hjá
kjarnaríkjum evrusvæðisins en sveiflur í
efnahagslífi Svíþjóðar, Danmerkur og Bret-
lands reyndust áberandi ósamhverfar mið-
að við evruríkin. Ísland og Noregur skáru
sig þó algerlega úr. Í báðum þessum lönd-
um hafa hagsveiflur reynst í furðulitlu
samræmi við hagþróun á evrusvæðinu.
Þetta sýnir að Íslendingar og Norðmenn
eiga ekkert erindi inn á evrusvæðið og
gætu orðið þar fyrir stóráföllum vegna þess
hve efnahagslíf þeirra er í litlum takti við
evruríkin. Skýringin er augljós: engin þjóð
í ESB er jafnháð sjávarútvegi og við Íslend-
ingar. Stór hluti tekna og útgjalda atvinnu-
lífsins er auk þess í öðrum myntum en
evru. En hjá Norðmönnum er það tvennt,
sjávarútvegur og olíuvinnsla, sem veldur
því að hagkerfi þeirra sveiflast með allt
öðrum hætti en almennt er á evrusvæð-
inu.“
Þeir Jón Sigurðsson í Össuri og Ragnar
Arnalds horfa á þessi mál út frá ólíkum
sjónarhólum. Jón horfir á það sem gerist í
sínu fyrirtæki og kannski á stöðuna í at-
vinnugreinum, sem eru í svipaðri stöðu,
þótt þau séu ekki í sömu grein atvinnulífs-
ins og Össur. Ragnar horfir á málið út frá
sjónarhorni manns sem vegna ráðherra-
starfa og áratuga þátttöku í stjórnmálum
hefur öðlast yfirsýn yfir málefni íslenzka
þjóðarbúsins alls.
Svo getum við, hinir almennu borgarar á
Íslandi, fylgzt með því sem er að gerast í
kringum okkur. Grikkir búa við evru, sem
töluverðum hópi Íslendinga finnst eft-
irsóknarvert að taka upp. Hverjar hafa af-
leiðingarnar orðið fyrir Grikki af að taka
upp evru?
Um helgina var eldur settur að nær 50
húsum í miðborg Aþenu. Ævareitt fólk fór
ránshendi um 150 verzlanir á því svæði.
Eitt hundrað þúsund manns voru á götum
Aþenu og Þessalóníku að mótmæla 22%
launalækkun, uppsögnum, atvinnuleysi
(um 45% ungs fólks eru atvinnulaus) og
skerðingu á lífeyrisréttindum. Á götum
Aþenu eru 25 þúsund heimilislausir ein-
staklingar, sem sofa á götunni eða í tjöld-
um. Þýzkur blaðamaður kom að fimm
manna fjölskyldu, sem hafðist við í tjaldi.
Fjöldi þeirra, sem fremja sjálfsmorð, hefur
tvöfaldazt á síðustu árum.
Þetta neyðarástand hjá grískum almenn-
ingi verður ekki afgreitt með því einu að
segja að þeim sé nær, þeir hafi ekki kunnað
fótum sínum forráð. Sl. miðvikudag reis
forseti Grikklands upp og beindi orðum
sínum að Þjóðverjum, Hollendingum og
Finnum, sem hafa verið hvað gagnrýnastir
á Grikki, og spurði hvaðan þeim kæmi
réttur til að tala niður til Grikkja. Grikkir
hefðu lagt sitt af mörkum til að verja frelsi
Evrópu. Það var rifjað upp af þessu tilefni,
að forseti Grikklands hefði verið meðlimur
andspyrnuhreyfingar Grikkja, þegar
Grikkland var hernumið af Þýzkalandi
Adolfs Hitlers. Þá fengu þessi orð hins ald-
urhnigna gríska forseta nýja merkingu.
Sama dag sagði Mario Monti, forsætis-
ráðherra Ítalíu, að rót vanda evrusvæðisins
væri að Þjóðverjar og Frakkar hefðu brotið
allar reglur þess, þegar það hentaði þeim
sjálfum árið 2003.
Það er alveg rétt hjá gagnrýnendum ís-
lenzku krónunnar að veikleikar hennar eru
margir. En svo er að sjá, sem veikleikar
evrunnar séu ekki minni og raunar marg-
falt meiri fyrir sumt af því fólki, sem við
hana býr.
Jafnvel í Bandaríkjunum, sem búa við
dollar, er „skuldavandi heimila“ ekki
óþekkt fyrirbrigði. Frá ársbyrjun 2008 hafa
fjórar milljónir Bandaríkjamanna misst
heimili sín. Fyrir nokkrum dögum var
undirritað samkomulag milli fimm stærstu
banka Bandaríkjanna, alríkisstjórnarinnar
og einstakra ríkja um 26 milljarða dollara
aðgerðir til þess að leysa úr skuldavanda
heimila í Bandaríkjunum.
Getur verið að hinn „ónýti“ gjaldmiðill,
krónan, hafi bjargað okkur frá „grísku“
ástandi?
Íslenzka krónan og „gríska“ ástandið
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Á þessum degi fyrir 82 árum lá dóms-málaráðherra þjóðarinnar, Jónas Jónsson fráHriflu, veikur heima hjá sér. Þá kemur tilhans Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi,
sem Jónas hafði sjálfur skipað í embætti ári fyrr. Fljót-
lega fóru að ganga miklar sögur í Reykjavík sem og á
landinu öllu um fund þeirra Helga og snerust þær eink-
um um geðheilsu ráðherrans. Gerði Jónas málið op-
inbert með stórri grein í Tímanum 26. febrúar undir fyr-
irsögninni „Stóra bomba“. Greinin er rituð sem opið
bréf til Helga Tómassonar og rekur Jónas þar málavexti.
Í greininni segir Jónas m.a.: „Ekki eruð þér fyrr sestur
en þér segið að þér komið frá forsætisráðherra og hafið
verið að reyna að hindra að framkvæmt yrði eitthvert
reginhneyksli. Þér bætið við að ýmsar sögur gangi um
mig í bænum, sem séu kenndar yður, en þér segist
treysta mér til að trúa ekki slíkum áburði. Þér sátuð dá-
litla stund, undarlega nervös og flöktandi. Erindi kom
aldrei neitt, en eitt sinn létuð þér í ljós að yður fyndist
ýmislegt abnormalt við framkomu mína. Ég spurði
spaugandi hvort þér kæmuð til að bjóða mér á Klepp.
Þér svöruðuð því ekki, en af óljósu fálmi yðar þóttist ég
vita um bombuna og segi að ef þér sendið eitthvert skjal
út af þessu tagi þá myndi það vera historískt plagg. Þér
þögðuð við, en virtust vera að tæpa á því að ég léti und-
an læknunum um veitingu embætta. Ég benti yður á að
ekki væri læknislegt að koma í heimsókn á þessum tíma
dags. Um læknana væri ekkert nýtt að segja. Nokkrir
þeirra hefðu gert uppreisn móti lögum landsins. Stjórn-
in hefði gert sínar ráðstafanir. Þar væru engar millileið-
ir. Sá sterkari mundi sigra að lokum. […] Konan mín
fylgdi yður til dyra. Á ganginum var ljós og fólk þar á
ferli. Skrifstofa mín er næsta herbergi við stofu þá, er ég
lá í, og þunnt skilrúm á milli. Þar var dimmt. Þér genguð
þar inn og konan mín á eftir inn fyrir þröskuldinn. Þér
kveiktuð ekki á rafljósinu þótt þér hlytuð að vita að
kveikja mátti við dyrnar, en þær voru opnar fram á
ganginn. Er konan mín var komin inn fyrir þröskuldinn
grípið þér þétt með báðum höndum um handleggi
hennar og segið dauðaþungum og alvarlegum rómi: Vit-
ið þér, að maðurinn yðar er geðveikur?“
Helgi svaraði bréfi Jónasar með grein í Morgunblaðinu
tveimur dögum síðar. Þar segir hann m.a.: „Jeg neita því
algerlega, að hafa fundið upp og borið út þá sögu, að
dómsmálaráðherra væri geðveikur. Sá orðrómur lá á,
löngu áður en jeg kom hingað til lands í mars 1928. Sam-
kvæmt Alþingistíðindum 1927, D-deild 261 dálki, hefir
einn af merkustu læknum landsins, hr. Jónas Krist-
jánsson, þá þegar látið upp svofelt álit:
„Þótt háttvirtur 1. landsk. (J.J.) hafi lagt mig í einelti
og ofsótt, sem vottanlegt er, þá veit jeg, að honum
gengur ekki einungis illgirni til, … heldur er það hans
andlegi sjúkleiki, sem því veldur, eftir því sem jeg hefi
komist næst um sálarástand hans. Hann er ekki andlega
heilbrigður, og því get ég fyrirgefið honum.“
Ekki sjest að neitt hafi komið fram til að hnekkja
þessu. Nokkru fyr, eða um líkt leyti, hefir eini geð-
veikralæknirinn, sem hjer var þá, hr. Þórður Sverrisson,
látið uppi samskonar álit við einn merkasta flokks-
bróður dómsmálaráðherra á Alþingi.“
Eftirmál stóru bombunnar stóðu árum saman en
Helga Tómassyni var vikið úr starfi yfirlæknis á Kleppi
30. apríl 1930 og var hann einnig látinn hætta ýmsum
öðrum trúnaðarstörfum, t.d. þátttöku í starfræksluund-
irbúningi Landspítalans. Síðar vann Helgi mál gegn rík-
issjóði vegna ólögmætrar brottvikningar frá Kleppi. Í
kjölfarið sneri hann aftur til starfa síðla árs 1932 og vann
á Kleppi allt til æviloka 1958.
Mikil samúðarbylgja reis upp með Jónasi og ekki hafði
málið áhrif á stjórnmálaferil hans. Hann varð formaður
Framsóknarflokksins 1934 og sat á Alþingi til 1949.
orri@mbl.is
Stóra
bomba
Jónas Jónsson frá Hriflu var umdeildur maður á sinni tíð.
’
Jeg neita því algerlega, að hafa
fundið upp og borið út þá sögu,
að dómsmálaráðherra væri
geðveikur.
Dr. Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, fór í örlagaríka vitjun.
Á þessum degi
19. febrúar 1930