SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 31

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 31
19. febrúar 2012 31 Örn Snorrason kennari f. 31.jan. 1912 á Dalvík, d. 1. okt.1985 í Reykjavík.Með gleði í huga og þakk- læti frá „Arnarungunum“, börnunum sem hann kenndi og fylgdi barna- skólaárin á Akureyri 1941-1947. Foreldrar Arnar voru Snorri Sigfús- son, skólastjóri á Flateyri og síðar skólastjóri og námsstjóri Norðurlands á Akureyri, og Guðrún Jóhannesdóttir hús- freyja. Örn var elstur sjö systkina sem öll eru látin. Hann flutti til Flateyrar á fyrsta ári, er faðir hans varð skólastjóri þar og síðan með fjölskyldunni til Akureyrar árið 1930, þá nemandi í MA og varð stúdent þaðan 1933. Örn las guð- fræði við HÍ 1933-1935, cand. phil. þaðan 1934, árið sem við Arnarungarnir fæddumst. Okkur til láns hætti hann við prestinn, fór í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1936. Lengst af kenndi Örn á Akureyri, við Barnaskólann 1937-1960 en einnig við Gagnfræðaskólann og Menntaskólann. Kennsluferli sínum lauk hann 1970, við Álftamýrarskólann í Reykjavík. Eftir það vann hann við prófarkalestur, rit- störf og þýðingar. Skrá yfir ritverk Arnar má sjá í Æviskrám MA-stúdenta I. Örn kvæntist árið 1945 Ragnheiði Hjaltadóttur frá Húsavík f. 1. janúar 1920, sem hann missti 1963 frá tveimur börnum þeirra, Hjalta þá 17 ára og Guðrúnu 10 ára. Meðal afkomenda Arn- ar er Örn Snorrason yngri, dótt- ursonur. Skólinn og kennarinn Sjö ára hófum við námið í Barnaskól- anum á syðri brekkunni, byggðum 1930. Örn var aðalkennarinn okkar öll árin í 5. stofu að undanskildu 1942- 1943 þegar hann kenndi á Laugum og við í góðum höndum systra hans, Önnu og Gunnhildar. Örn var frábær kennari og ástsæll af nemendum sínum. Hann hafði einstaka hæfileika til að gera námið að leik og lék með okkur til náms og þroska. Reglur og upplýsingar rímaði hann gjarna saman svo að létt- ara varð að muna og melta, hvort sem var málfræði, stafsetning, reikningur, landafræði eða saga. Sjálfur lýsti Örn þessu sem „rímuðum upplýsingum og ábendingum, ætluðum til aðstoðar við kennslu og nám – án skáldskap- argildis“. Margt af þessu hefur geymst, mörgum til gagns, fjölritað og prentað. Af öllum kennslugreinum náði hann, að mínu mati, hæstu flugi í íslensku. Ég minnist þess að Snorri skólastjóri kall- aði okkur bekkjarsystkinin „litlu mál- fræðingana“. Vissulega nutum við í MA hinna ágætustu íslenskukennara, sem byggðu upp af góðum efniviði, en grunnurinn og hornsteinninn voru frá Erni. Strákurinn og húmoristinn Sveinbjörn Finnsson, æskuvinur að vestan og samstúdent, skrifar minning- argrein í Mbl. 10. október 1985: „Strákapör hans í æsku voru með ólík- indum margbreytileg. Lipurðin var ein- stök, sama hvort hann fór jakahlaup að vetri og sást þá ekki fyrir um dýpi eða klifraði á húsþökum, settist á skor- steina og hálfsvældi út heimilisfólk, strákaskaranum sem á horfði en minna þorði, til óblandinnar ánægju. Allt var honum fyrirgefið, enda hvers manns hugljúfi, hjálpsamur og góðfús. Ennþá lifa af honum sagnir vestra.“ Fyrir hönd eftirlifandi samstúdenta Arnar þakkaði Sveinbjörn „... samfylgd hans, sem var konungur kátínu og gleði í okkar hópi.“ Á Akureyri var Örn nágranni og í miklu vinfengi við Sigurð Guðmunds- son skólameistara og fjölskyldu. Stein- grímur, yngsti sonur Sigurðar, skrifar (Lausnarsteinn): „Mörgum Reykvík- ingum finnst Akureyringar grútleið- inlegir, og þeir geta ekki skilið Ak- ureyrskan húmor. Auðvitað er nóg um húmor á Akureyri. Einn mesti húm- oristi sem ég hef kynnst um mína daga var Örn Snorrason. Eitt sinn var Gerd Grieg í heimsókn hjá pabba og mömmu. Þar var Örn sem oftar. Pabbi sagði þegar hann hafði kynnt Gerd og Örn: „Denne Össe er en af mine mest begavede elever!“ Örlygur Sigurðsson getur þess í bók sinni Bolsíur frá berns- kutíð að Jón Sveinsson hafi unnið það sér til frægðar, sem ungur bæjarstjóri, að stökkva yfir Glerárgljúfur sem eng- inn hefði leikið eftir nema fuglinn fljúgandi og Örn Snorrason. Sex vetur vorum við í „Arnarhreiðr- inu“ í 5. stofu við nám og leik, u.þ.b. 30 talsins, þar af 12-14 strákar. Aldrei virtust stelpurnar, sem alltaf voru í meirihluta, óánægðar með að það var karl en ekki kerling sem kenndi. Enda var Örn vafalítið skemmtilegasti „strákurinn“ í bekknum. Hann lék við okkur og með okkur innan skólans og utan. Eitt sinn í ærslafullri skollablindu þar sem Örn var skollinn, var barið að dyrum, sem enginn heyrði. Inn gekk skólastjórinn og fékk þá soninn Örn „skolla“ fljúgandi í fangið. Utan skólans fór Örn með okkur á skíði og skauta og stundum var dorgað gegnum ís. Utan kennslu og ritstarfa var söngur og veiðar meðal hugðarefna Arnar. Hann var félagi í Kantötukórnum í nokkur ár og Karlakórnum Geysi 1936- 1949. Hann fór sjaldan til útlanda en undi sér best í íslenskri náttúru, að veiðum við á eða vatn. Gamantregi skáldsins Í bók sinni Gamantregi kveðst Örn hafa ort talsvert og sem ungur maður gengið með þá grillu að hann væri kannski skáld. Haft er eftir Sigurði skólameist- ara að hann teldi Örn, af öllum sínum nemendum, bestan efnivið í skáld. Út á við voru gamanvísur og skemmtibragir mest áberandi, en ríkjandi í fari hans var hið græskulausa gaman og skemmtilegt skopskyn, sem alltaf lifði í stráknum Erni, þótt hann yxi – að mestu – upp úr strákapörum æskunnar á Flateyri, sem hann lýsir í bókunum, Þegar við Kalli vorum strákar og Enn um okkur Kalla. Anna Snorradóttir skrifaði um bróður sinn látinn (Mbl. 10. okt. 1985): „Örn átti marga strengi í brjósti, stóra hörpu, sem hann lék á bæði í gleði og sorg. Nemendum hans þótti vænt um hann og sýndu honum margvíslegan sóma og tryggð til hinstu stundar. Það var fátt, sem honum þótti vænna um en þessi órofa elskusemi gamalla nemenda. Hann skrifaði sig barnakennara og sagði eitt sinn, að líklega væri hann eini barnakennari landsins, hinir væru allir grunnskólakennarar. Kannski hefir honum þótt nafnið fallegt og vænna um börnin heldur en stofnunina.“ Gamantregi er úrval skáldskapar Arnar, gamanmál og tregablandin ljóð og frásagnir, sett saman 1932-1969. Þar minnist hann sérstaklega einnar setn- ingar úr ræðu Sigurðar skólameistara á Sal: „Það er illa gert og það er ljótt að gera gys að mannlegri eymd.“ Örn skrifar: „Sjálfum mér hefur ræða þessi orðið til gæfu. Ég tel að vísu að ég hafi aldrei ótugt verið, en oft hef ég átt í erfiðleikum með hinn óstýriláta strák hið innra, sem helst hefur viljað skop- ast að öllu skoplegu. Varast hef ég síð- an, er mín kímnigáfa hefur ætlað með mig í ógöngur, að ekki særði ég og síst þá, sem bágt áttu. Ég er því skóla- meistara eilíflega þakklátur fyrir þessa stuttu ræðu.“ Í Gamantrega hljómar líka viðkvæmi strengurinn í „hörpu Arnar“, sem hljótt var um í gleðiríkri samveru skólaáranna. Síðasta ljóðið, „Ort við ævilok“, hljóðar svo: Við hljótum stundum harðan dóm, en hjartað þolir allt! – Hvar aðeins virðist auðn og tóm, grær undurfagurt tregans blóm. Í von um endurfundi fylgir svo limra í lokin: Við þökkum nú guði, að gera þig ekki að presti, en gefa þér auð, sem þú deildir með okkur í nesti. – Saman við lærðum, lékum og sungum – ljóð sem að hæfðu Arnarungum. Við þökkum þér allt, og þúsundfalt – barnakennarinn besti. Fyrir hönd Arnarunganna, Jóhann Lárus Jónasson. Örn og Arnarungarnir Í Arnarhreiðrinu vorið 1944 Fremst f.v.: Eiríkur P. Sveinsson, Aldís Björnsdóttir, Birgir Helgason, Soffía Bjarnadóttir, Örn Snorrason, Jóhann L. Jónasson, Sigurlaug Helgadóttir, Þórey S. Guðmundsdóttir, Í. Heiður Jónsdóttir. – Önnur röð f.v.: Davíð Þ. Zophoníasson, Ingvi Böðvarsson, Skúli B. Stein- þórsson, Ólafur Hallgrímsson, Stefán Jónsson, Hjördís Thorarensen, Svala Karlsdóttir, Jóna Axfjörð, Edda Snorradóttir, Anna V. Skarphéð- insdóttir, Dísa Pétursdóttir, Hermína Stefánsdóttir. – Þriðja röð f.v.: Bjarni Konráðsson, Haukur Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Rósa Arnaldsdóttir, Viðar Samúelsson, Jóhanna M. Björnsdóttir, Guðlaugur Helgason, Guðrún Sigurðardóttir, Margrét Ó. Ingimarsdóttir, Valgerður Stefánsdóttir. – Á myndina vantar: Aðalgeir Pálsson, Ásu Malmquist, Hauk K. Árnason, Svavar Hjaltalín og Val- gerði Valtýsdóttur. Örn Snorrason Aldarminning

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.