SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 34
34 19. febrúar 2012
Það gefur myndum hans einstakt gildi.
Segja má að enginn ljósmyndari annar
hér á landi hafi komist nær íslenskri
sveitamenningu en Bárður enda til-
heyrði hann þeim veruleika sem hann
myndaði.“
Bárður tók síðustu myndirnar 1921
eftir því sem næst verður komist. „Ekki
er ljóst hvers vegna Bárður hætti að
ljósmynda. Hann virðist ekki hafa tekið
um það ákvörðun heldur hafi ljósmynd-
uninni smámsaman verið sjálfhætt, að-
allega vegna annarra anna og fátæktar,“
segir Hörður Geirsson.
Fertugur að aldri byggði Bárður ný-
býlið Höfða í Mývatnssveit og árið 1916
kvæntist hann Sigurbjörgu Sigfúsdóttur.
Þau eignuðust átta börn á 16 árum.
Bárður seldi Höfða 1930 og fluttist í
Glerárþorp við Akureyri og vann þar
við Krossanesverksmiðjuna og smíðar.
Árið 1933 fékk Bárður heilablóðfall og
var eftir það óvinnufær. Fjölskyldan
tvístraðist í framhaldinu, þrjú barnanna
voru áfram með móður sinni á Ak-
ureyri, fimm fóru á bæi í Mývatnssveit,
en Bárður var fluttur heim á sveit sína
og var rúmliggjandi á ýmsum bæjum í
Mývatnssveit. Hann lést á Akureyri 21.
febrúar 1937
Inga Lára Baldvinsdóttir og Ívar
Brynjólfsson, starfsmenn Þjóðminjasafns
Íslands, völdu og unnu ljósmyndirnar á
sýningunni og sömdu texta, sem not-
aðir eru lítt breyttir undir myndunum
með þessari grein.
Kvenfélagið Hringur í Mývatnssveit 1914. 24 konur hafa stillt sér upp utan í smá hól. Kvenfélagið stofnuðu 39 konur á konudaginn 1901.
Líkt og önnur kvenfélög sinnti það líknarmálum, en starfaði utan kvenfélagasambanda. Konurnar eru flestar á peysufötum, tvær eru í
blússu og pilsi og berhöfðaðar, en ein er í millistigi á milli dagtreyju og blússu. Svuntuefni eru mjög ólík en margar þeirra virðast vera úr
heimaofnu ullarefni. Sumar eru með peysuna krækta alveg saman en aðrar með peysubrjóst. Slifsin eru misstór og hnýtt á mjög ólíkan
máta. Ein er með sjal bundið yfir sig. Fremsta röð frá vinstri: Guðrún Jóhannesdóttir Strönd, Sigríður Jóhannesdóttir Syðri-Neslöndum,
Hólmfríður Jóhannesdóttir Reykjahlíð, Hólmfríður Þorsteinsdóttir Kálfaströnd, Kristín Einarsdóttir Grænavatni, Sigríður Jónsdóttir, Sigrún
Jónsdóttir Litluströnd, Sigurbjörg Jósafatsdóttir Baldursheimi, Steinunn Jósafatsdóttir Baldursheimi. Miðröð f.v.: Elín Halldórsdóttir Kálfa-
strönd, Guðfinna Guðnadóttir Grænavatni, Kristín Jónsdóttir Grænavatni, Jakobína Pétursdóttir Litluströnd, Solveig Pétursdóttir Bald-
ursheimi, Guðfinna Jónsdóttir, Jónasína Jónsdóttir Reykjahlíð, Ingibjörg Marteinsdóttir Strönd. Efsta röð f.v.: Stefanía Stefánsdóttir Ytri-
Neslöndum, Guðbjörg Stefánsdóttir Garði, Anna Indriðadóttir Álftagerði, Guðrún Einarsdóttir Reykjahlíð, Þuríður Einarsdóttir Vogum, Sól-
veig Stefánsdóttir Vogum og Kristjana Hallgrímsdóttir Vogum.
Frá samkomu í þinghúsi Mývetninga árið 1906. Margir fylgjast af athygli með mönnunum glíma en aðrir gjóa augunum reyndar í aðrar áttir.
Barn í heimasmíðaðri vöggu með málm-
grind sem tjaldað er yfir. Yfirbreiðslan gæti
verið til að verjast mýi. Telpan sem stendur
hjá er í heilli svuntu, á útprjónuðum sokkum
og í stígvélaskóm.