SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 37
19. febrúar 2012 37
Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Þórunn Sigríður Þor-grímsdóttir hönnuður kynntu athyglisverða hug-mynd í Fréttablaðinu nú fyrir skömmu þess efnis aðNáttúrugripasafninu verði komið fyrir í Perlunni.
Þetta er frábær hugmynd sem endilega þarf að verða að veruleika.
Perlan er ein sérstæðasta og fallegasta bygging Reykjavíkur og
sennilega vinsælasti ferðamannastaður borgarinnar. Perlan var
reist af mikilli framsýni á sínum tíma en því miður hefur ekki tek-
ist að fá í húsið hentuga starfsemi sem passaði því og gæti staðið
undir rekstrarkostnaði þess. Flestallir, ef ekki allir, eru sammála
um að hér sárvanti veglegt
náttúrugripasafn. Árið 1985
sameinuðust tólf þingmenn
úr öllum flokkum um tillögu
til þingsályktunar um að
hraða byggingu nátt-
úrugripasafns. Átti að miða
við að safnið yrði opnað al-
menningi árið 1989, á 100 ára
afmæli hins Íslenska nátt-
úrufræðifélags. Árið 2007 var
enn hnykkt á málinu í sölum Alþingis um að koma ætti upp sjálf-
stæðu og nútímalegu náttúrugripasafni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit
Alþingis og stjórnvalda bólar ekkert á nýju náttúrugripasafni.
Vissulega hefur samdráttur í efnahagslífi og þjóðarbúskap talsvert
að segja í þessum efnum, en sú var ekki raunin 1985 og 2006.
Ástæðan er einfaldlega metnaðar- og áhugaleysi stjórnvalda á
þessum málum, náttúruvernd, fræðslu og annarri nýtingu nátt-
úrunnar en til orkuframleiðslu og mannvirkjagerðar. Stjórnvöld
og Alþingi skortir víðsýni í þessum efnum, glæsilegt nátt-
úrugripasafn í Perlunni gæti nefnilega orðið arðvænleg „stóriðja“,
ef svo má að orði komast. Á síðasta ári komu hingað til lands 565
þúsund erlendir ferðamenn og að auki 63 þúsund með skemmti-
ferðaskipum. Rannsóknir hafa margoft sýnt að langflestir þessara
ferðamanna, líklegast talsvert yfir 90%, koma hingað vegna
hinnar einstæðu náttúru landsins. Það má því með góðri samvisku
fullyrða að erlendir ferðamenn myndu heimsækja nátt-
úrugripasafn í Perlunni. Veglegt náttúrugripasafn myndi því
styrkja ferðaþjónustuna á ýmsan hátt. Í safninu væri hægt að
fræða ferðamennina um sérstöðu náttúru landsins, það þarf að
umgangast hana af varfærni, hún getur verið hættuleg, það þarf
því að gæta fyllstu varúðar í ferðalögum um landið. Brýnt er að
lengja ferðamannatímann, fá jafnan straum erlendra ferðamanna
allt árið. Vel útbúið og nútímalegt náttúrugripasafn gæfi fólki sem
kæmi hingað að vetri til kost á að kynnast náttúru landsins og
fræðast um hana. Á þann hátt gæti safnið haft áhrif á fólk til að
koma aftur til Íslands og betur undirbúið. Andstæðingar þess að
ráðist verði í gerð náttúrugripasafns í Perlunni munu án efa benda
á að ekki séu til peningar til að ráðast í svona dýrar framkvæmdir.
Eftir hrunið voru margir á því að ekki ætti að halda áfram við
byggingu Hörpu. Rétt væri að bíða með framkvæmdirnar einhver
ár og láta húsið grotna niður og jafnvel hætta alveg við fram-
kvæmdina. Sem betur fer ákváðu framsýnir stjórnmálamenn að
klára húsið. Í ljós hefur komið að það var rétt ákvörun, því Harpan
hefur styrkt Íslenska ferðaþjónustu og átt þátt í að bæta þjónustu
við erlenda ferðamenn, ekki síst utan hins hefðbundna ferða-
mannatíma. Í þessu sambandi vil ég benda á þá staðreynd að
ferðaþjónustan aflar 20% gjaldeyristekna, gjaldeyristekjurnar eru
158 miljarðar. Á liðnu ári komu, eins og áður sagði, 565 þúsund
erlendir ferðamenn hingað til lands, það var 16% aukning frá
árinu áður. Erlendir ferðamenn greiddu
13,4 milljarða í virðisaukaskatt og farþegaskatta. Hver erlendur
ferðamaður skilar nú 230 þúsund krónum inn í hagkerfið. Það er
því góð fjárfesting að nota eitthvað af þessum tekjum til að fjár-
festa í veglegu náttúrugripasafni í Perlunni. Um 80 þúsund fleiri
erlendir ferðamenn komu hingað í fyrra, tekjur af þeim hafa verið
um tveir milljarðar. Við skulum hefjast handa við að koma upp
glæsilegu náttúrugripasafni í Perlunni, það er þjóðhagslega séð
góð fjárfesting, það mætti byrja strax á því að verja tveimur millj-
örðum í þessa framkvæmd.
Stóriðjan
náttúru-
gripasafn
Perlan
Sigmar B. Hauksson
’
Hver erlendur
ferðamaður
skilar nú 230
þúsund krónum inn í
hagkerfið.
Það er ekki ekki
síst súkkulaðið sem
freistar ungviðisins.
Morgunblaðið/Inga Rún
8 eggjarauður
80 g sykur
75 g hveiti
Setjið mjólk og rjóma í pott og hitið að
suðu. Kljúfið vanillustöngina í tvennt eft-
ir endilöngu og látið út í heita mjólkina.
Takið pottinn af hitanum og setjið lok yfir
hann. Þeytið eggjarauður, sykur og hveiti
saman í hrærivél þar til eggjarauðurnar
verða loftkenndar og ljósar. Veiðið van-
illustöngina úr rjómablandinu, skafið
fræin innan úr henni og setjið þau aftur út
í rjómablandið. Þeytið síðan rauðunum
smátt og smátt saman við heita mjólkina í
pottinum. Setjið pottinn aftur á vægan
hita og hrærið stöðugt í með písk þar til
búðingurinn byrjar að þykkna en gætið
þess vel að hann sjóði ekki. Takið pottinn
af hitanum og látið búðinginn kólna al-
veg.
Englahár, skreyting
fyrir sætar bollur
Bræðið sykur og vatn í jöfnum hlutföllum
í þykkbotna potti. Sjóðið niður þar til sír-
ópið byrjar að taka lit. Takið pottinn strax
af hitanum og kælið sírópið þar til það fer
að þykkna aðeins. Takið trésleif, smyrjið
hana með matarolíu, haldið henni yfir
eldhúsvaskinum og hafið bakka eða fat
undir. Dýfið gaffli ofan í sírópspottinn,
látið sírópið leka í örmjóum taum yfir
sleifina og hreyfið gaffalinn hratt á með-
an.
Mótið hárið að vild og skreytið bollurnar
með englahárinu. Einnig er hægt að móta
litlar skálar og nota sem skraut með eft-
irréttum eða ofan á kökur.
’
Vatnsdeigsbollur hafa verið
vinsælastar hérlendis þótt ger-
bollur af ýmsu tagi séu líka á
borðum eins og sænsku semlurnar,
sem eru fylltar með marsipani.
Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson