SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 38
38 19. febrúar 2012 Frægð og furður Í næsta yfirlætislítilli frétt í Morgunblaðinu í maí 1984 segir aðfáum dögum fyrr hafi hafist framkvæmdir við verslunarmið-stöð Hagkaups „í nýja miðbænum, austan Kringlumýr-arbrautar í Reykjavík,“ eins komist er að orði. Tilboð í jarð- vinnu höfðu þá verið opnuð nokkru fyrr og nú var veður til að skapa. Pálmi Jónsson, stofnandi og eigandi Hagkaups, tók fyrstu skólf- ustunguna og svo fór allt í fullan gang. „Verslunarmiðstöðin er byggð á vegum Hagkaups sem mun flytja aðalstarfsemi sína í húsið, en jafnframt munu 45 sérverslanir af ýms- um stærðum vera innan veggja verslunarmiðstöðvarinnar og munu þær flestar vera við yfirbyggða göngugötu,“ sagði í frétt blaðsins þar sem fram kom að opna ætti þessa stóru verslun í júní 1987. Eflaust þótti einhverjum þar hátt vera stefnt en öll viðmiðin reyndust þó vera vel grunduð. Reyndar var komið fram í ágúst þegar versl- unarmiðstöðin var opnuð, en frávikið var ekki stórvægilegt. Um 1970 (og fyrr) voru byggðir nokkrir verslunarkjarnar í Reykja-Pálmi Jónsson með sínu fólki þegar fyrsta skóflustungan að Kringlunni var tekin vorið 1984 Myndasafnið Maí 1984 Hafist handa í Kringlumýri Poppstjörnur æsku minnar deyja hver á eftir annarri. Spurning hvort einhver ætti ekkiað vara Madonnu við …“ Þetta skrifaði vinkona mín á Facebook eftir lát söngkonunnarWhitney Houston um síðustu helgi og víst að margir af sömu kynslóð hafa hugsað þaðsama. Hitt poppgoðið sem vísað er til er auðvitað Michael Jackson sem lést í júní 2009. Fjölskylda Houston hélt lokaða minningarathöfn á föstudag en jarðarförin fer fram á laug- ardeginum (eftir að blaðið fer í prentun). Búist var við því að mörg stærstu nöfnin í skemmt- anaheiminum mættu á staðinn. Athöfnin verður haldin í Newark í New Jersey, þaðan sem Hou- ston var ættuð, og verður á mun smærri skala en minningarathöfn Michaels Jacksons í Staples Center. Það er val fjölskyldunnar að hafa athöfnina lokaða en aðdá- endur geta fylgst með útsendingu á netinu. Fyrstu fréttir greindu frá því að Bobby Brow, fyrrverandi eig- inmanni söngkonunnar, yrði meinað að mæta í athöfnina en nú er ljóst að hann mætir. Ennfremur er búist við að Stevie Wonder, Alicia Keys og Aretha Franklin syngi í jarðarförinni. Aretha, drottning sálartónlistarinnar, minntist guðdóttur sinnar á tónleikum fyrr í vikunni með því að syngja fallega útgáfu af „I Will Always Love You“. Lagið er eitthvert þekktasta lag söngkonunnar, þó að það sé samið af Dolly Parton. Lagið er úr myndinni The Bodyguard þar sem Houston lék á móti Kevin Costner. Búist er við að um 1.500 manns verði við jarðarförina, þar á meðal Costner, Chaka Khan Jesse Jackson og Brandy. Búist er við því að Costner haldi tölu og það geri líka söngkonan Dionne Warwick, frænka Houston. Í New Jersey verður flaggað í hálfa stöng og er það ákvörðun ríkisstjórans Chris Christie, sem var gagnrýndur fyrir það m.a. á samskiptasíðunni Twitter. Hann svar- aði gagnrýninni. „Mér finnst þetta svakalegt að fólk trúi því að allt hið góða í lífi hennar þurrkist út vegna sögu hennar um lyfjamisnotkun. Ég hafna þessu al- gjörlega,“ sagði hann. Houston fannst látin baðkari í herbergi sínu á Beverly Hilton-hótelinu í Kaliforníu og er dánarorsökin ekki ljós ennþá en rannsókn stendur yfir. Búist er við því að nokkr- ar vikur líði þar til það liggur ljóst fyrir hvort það hafi verið lyf eða áfengi í blóði söng- konunnar þegar hún lést. Á herberginu fundust hinsvegar róandi lyf og alkóhól og eru uppi getgátur um það að þessi blanda hafi orðið henni að bana fremur en að hún hafi drukknað. Whitney Houston var aðeins 48 ára gömul og skilur eftir sig dótturina Bobbi Kristinu, 18 ára. Whitney Houston verður borin til grafar um helgina í heimaríki sínu New Jersey þar sem flaggað verður í hálfa stöng. Athöfnin sjálf verður lokuð en aðdáendur geta fylgst með henni á netinu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Þessi mynd var tekin af Whitney þegar hún tók við verðlaunum á bandarísku tónlistarverðlaunahá- tíðinni (AMA) árið 2009. Söngdrottningin Whitney kvödd Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.