SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 40

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 40
40 19. febrúar 2012 Mér finnst aðeins of skemmtilegt að tala. Ef enginn nennir að hlusta tala ég bara við sjálfa mig. Á tali með Maríu Að tala við sjálfan sig. Góð og gildleið til að komast að niðurstöðuvið sjálfan sig. Að ég tel. Stund-um er örugglega skrýtið að líta til hliðar í næsta bíl og sjá þar manneskju í hrókasamræðum út í loftið. Mér finnst mjög gott og oft nauðsynlegt að tala við sjálfa mig. Ef ég er t.d. að bauka eitthvað í eldhúsinu lendi ég gjarnan á spjalli. „Já, einn bolla af hveiti, hvar ætli ég hafi sett lyftiduftið … nú er ofninn örugglega orðinn heitur …“ svona held ég áfram að spjalla og er oftast sammála röddinni innra með mér. Ég tala líka stundum við sjónvarpið, þó ég viti að enginn svari mér. Svo er jú klassískt að „ræða við“ bílstjórann sem gleymdi að gefa stefnuljós eða snögghemlaði fyrir framan þig. Slíkar samræður væri varla hægt að misskilja yrði litið inn í bílinn. Þar tala ég líka mikið við sjálfa mig. Líklegast blóta ég líka aldrei jafn mikið og undir stýri. Þetta hefur samt aðeins lagast upp á síðkastið. Ég reyni að vera aðeins slakari. Herpast ekki öll í keng og keyra eins og bílhræddasta kona landsins. Það er oft skemmtilegt að heyra fólk tala við sjálft sig. Oft fattar það ekki sjálft að það hafi verið að spjalla. Kannast ekkert við það þegar innt er eftir því. Ég á það til að tala við sjálfa mig á ensku og jafnvel stundum á frönsku. Ætli mér finnist ekki bara aðeins of skemmtilegt að tala og því þagna ég í raun aldrei. Það er samt ekki bara skemmtilegt að tala heldur líka gott og nauðsynlegt. Að geta talað um hlutina og komið þeim sæmilega frá sér. Það er ákveðin æfing og list sem ég held að slípist með aldrinum. Ég átti það oft til að þvæla eitthvað út í loftið. Vil meina að þetta hafi lagast. Reyndar ekki að þvæla heldur frek- ar að tala svo mikið að ég gleymdi sam- henginu. Orðin bara spýttust út og festust hvergi. Nú reyni ég að vanda mig meira. Stundum lendir maður samt í talkappi. Þá verður maður að reyna að koma sem mestu að á sem stystum tíma. Líka að ná orðinu. Ef það tekst ekki fær maður kannski ekkert að tala í lengri tíma. Í sumum hópum væri sjálfsagt best að hafa bjöllu eða eitthvað sem tekið er upp og þá á viðkomandi orðið. Ég hef vanið mig á að rétta bara upp hönd þegar æsingurinn er orðinn sem mestur. Alveg eins og í skól- anum í gamla daga og það bara svínvirkar. Maður bíður bara rólegur með höndina upp í loft þangað til hinir taka eftir manni. Talar jafnvel hressilega við sjálfan sig í leiðinni. Það er óbrigðul leið til að fanga athyglina enn hraðar. Prófið bara næst þegar þið viljið fá orðið … Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is’ Að geta talað um hlutina og komið þeim sæmilega frá sér. Það er ákveðin æfing og list sem ég held að slíp- ist með aldrinum. Lífsstíll Ég er mjög ánægð með söngkonuna Florence Welch sem fer al- gjörlega eigin leiðir í fatavali. Oftast skart- ar hún flottum kjólum í gam- aldags stíl en stundum er eins og hún hafi ein- faldlega þrifið gamlan dúk af borðinu eða gardínur úr stofunni og saumað eitthvað úr þeim. Það skiptir samt engu máli því það fer henni alltaf vel. Á Fa- cebook-síðu fyrir aðdá- endur Flo- rence birt- ast myndir af hinum og þessum klæðnaði. Eitt sinn kom mynd af Florence þar sem hún var óvenjuskrautleg. Stóð við myndina að hún hefði óvart keypt sér herranáttföt í verslun með notuð föt. Hélt víst að þetta væri samfestingur en sú var ekki raun- in. Hún fór nú samt út í hon- um og söng á tónleikum. Þetta fannst mér ein- staklega skemmtilegur misskilningur og lýsa vel því hvernig Flo- rence klæðir sig. Nákvæm- lega eins og hana langar til. Kistan Ég man ekki eftir því að hafa gengið oft í félag á ævi minni. Nema þá helst eitthvert leyni- félag á yngri árum. Síðar Félag þjóðfræðinga á Íslandi. Ætli það sé ekki þá nokkurn veginn upp- talið. Nú er ég aftur gengin í félag sem hentar mér einkar vel. Það er nefnilega tefélag og nú liggur fyrir að ég fái ilmandi te til að smakka í póstkassann í hverjum mánuði. Tefélagið var stofnað af fjöl- skyldu í Vesturbænum og eru fjöl- skyldumeðlimir allir áhugasamir um te. Þau vilja standa fyrir dálít- illi tebyltingu á Íslandi. Ýmist með mjólk eða ekki, stundum smá hunangi. Hvort heldur sem er þá er sú bylting friðsæl og boðar ekkert nema gott að ég tel. Nú held ég að ég þurfi hins vegar að fara af stað með eigin tebyltingu. Á mínu heimili eru tehefðir nokk- urn veginn í föstum skorðum. Te- poki með svörtu tei á morgnana þegar enginn tími er til að nostra við tegerðina. Koffínlaust te á kvöldin til að ylja sér en vaka samt ekki fram á nótt og svo uppáhellt í katli um helgar. Þá tekur nostrið við. Telja teskeið- arnar, sjóða vatnið og passa vand- lega upp á stöðutímann. Ef vatnið liggur of lengi á teinu þá fer allt í vitleysu. Þess vegna er best að stilla símann eða eggjasuðuklukkuna. Svo er bara að bíða í rólegheit- um og fá sér síðan rjúk- andi góðan tebolla. Morgunblaðið/Arnaldur Friðsamleg tebylting í uppsiglingu Sumir reigðu sig og beygðu, reyttu hár sitt og þöndu í vikunni sem leið. Ekki skyldi fagna þess- um „ameríska söludegi“ líkt og sumir vilja kalla Valentínusardag- inn. Þó vill svo til að þessi dagur, sem helgaður er ástinni (hvernig er hægt að æsa sig yfir slíku) á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Hann hefur svo vissulega breyst í áranna rás og nú þykir fæstum nægja að senda „bara“ kort. Gjöf verður að fylgja líka. Sumir ganga líka enn lengra og gifta sig þennan dag. Árleg hefð er í New York að velja par sem fær að gifta sig uppi í Empire State- byggingunni. Líkt og parið ást- fangna sem skreytir þennan texta hér. Svo skemmtilega vill til að við eigum okkar íslensku daga sem eru dágóðir. Sama hvort fólk vill nota „ameríska daginn“ sem tækifæri til að gefa ástinni sinni smá súkkulaði eður ei. Konudag- urinn er jú nú um helgina (sunnu- dag, 19. febrúar) og nú er vert að bretta upp ermarnar, herrar góðir. Þú þarft ekki að tæma sparibauk- inn, morgunmatur í rúmið, ein rauð rós eða falleg orð á korti með svolitlu súkkulaði er alveg nóg. Gleðjumst yfir ástinni og rómantíkinni í hversdeginum. Af ástardögum

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.