SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 41
19. febrúar 2012 41
LÁRÉTT
3. Orðfimi um lífskjör í braglist. (9)
6. Týr dæmir einhvern veginn ágæta. (8)
9. Ræði sorgmæddir um slóða. (12)
11. Jók snarl einhvern veginn við tilbúinn mann.
(8)
12. Vond með gullfar örvæntingarfullra. (9)
13. Taldi í tísku að vera ágengur. (8)
14. Ekki hagaganga heldur andúð. (5)
15. Af velstæðu landi í heimsálfu. (10)
18. Tala systur Hjúka finnst á lyklaborði. (10)
21. Sló fimm en aragrúi af þeim voru útlendingar.
(8)
23. Stoppi mottu. (5)
24. Þrútnunin hjá einni byggir á gáfu. (9)
26. Tölfróðust án Ölfu ruddist. (6)
28. Gef afa drápstæki og geri skaðlausan í leið-
inni. (7)
29. Falsvon örg getur breyst í lög. (10)
31. Ari nær að pína með pels og ávexti. (9)
32. Bjó til ráðstefnu um hestöfl. (8)
33. Ræsi fyrir spil? (7)
LÓÐRÉTT
1. Blýeind Únu getur sýnt okkur íbúa. (10)
2. Sleppið rigningunni. (8)
3. Kunningi í hóp á golfvelli er velunnari. (9)
4. Óska alltaf eftir ama frá þeim sem varir lengi.
(9)
5. Kíló af hommaþýfi finnst í ójöfnum. (9)
7. Alltaf ríkisskattstjóri fær samþykki frá kindinni.
(9)
8. Teinar í kafi fyrir skipstjóra. (9)
10. Sjá allan drekann í jarðfræðihreyfingu. (7)
16. Lem í Spánverja. (5)
17. Kreppa við tvö bílastæði í Reykjavík út af um-
búðum til skreytinga. (10)
18. Drykkur hryðjuverkasamtaka í bólstað. (6)
19. Fyrir sinn útlendinginn. (7)
20. Missa hálfbilað við að bera ekki saman. (7)
22. Við megurð fyrir álit. (7)
23. Ill vitjun getur orðið af handahófi. (9)
25. Metum gras við að léttast. (7)
27. Táin rekur sig í grjótásana. (5)
30. Bjó til garð. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins,
Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn kross-
gátu 19. febrúar rennur út á há-
degi 24. febrúar. Nafn vinningshaf-
ans birtist í Sunnudagsmogganum
26. febrúar. Heppinn þátttakandi
hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 12.
febrúar er Þórður Sævar Jónsson, Seilugranda 1,
Reykjavík. Hann hlýtur að launum bókina Hálendið
eftir Steinar Braga. Forlagið gefur út.
Krossgátuverðlaun
Nokkuð er um liðið síðan Skák-
þingi Reykjavíkur 2012 lauk, en
þar urðu efstir Guðmundur
Kjartansson, Bragi Þorfinnsson,
Björn Þorfinnsson og Ingvar Þ.
Jóhannesson með sjö vinninga
af níu mögulegum. Illa gekk að
fá fram nýjan Reykjavíkur-
meistara, en með því að Björn
Þorfinnsson vann Guðmund
Kjartansson tvívegis tryggði
hann sér sigur í aukakeppninni.
Þetta er vel af sér vikið hjá Birni
þegar horft er til þess að fram
eftir móti virtist Guðmundur
ætla að stinga aðra keppendur af
og hafði eftir sjö umferðir aðeins
misst niður hálfan vinning, og
tapaði þá fyrir Birni sem hefur
reynst honum erfiður undan-
farið.
Bragi og Guðmundur sátu eft-
ir með einn vinning og sá fyrr-
nefndi greip til þess ráðs að gefa
síðustu skákina án taflmennsku
og Guðmundur er því í 2. sæti.
Aðalmót skákþingsins fór vel
fram og var TR til sóma í hví-
vetna. Framkvæmd auka-
keppninnar var hins vegar
verulega morkin, svo maður
noti orðalag hins nýbakaða
Reykjavíkurmeistara. Dagskráin
slitrótt og eyðilegt um að litast í
skáksalnum, skákirnar ekki
sendar beint út á netinu eins og
venja er og þannig mætti áfram
telja. Ingvari Þ. Jóhannessyni
var meinuð þátttaka í auka-
keppninni með þeim rökum að
hann gæti ekki orðið Reykjavík-
urmeistari. Erfitt er að fallast á
þau rök; Ingvar gat teflt upp á
að vinna mótið og ef setja á slík-
ar skorður í framtíðinni verður
að takmarka þátttöku í skák-
þinginu við þá sem geta orðið
Reykjavíkurmeistarar. Ekki gat
mótsstjórnin vísað í hefðina;
aukakeppni eftir Skákþing
Reykjavíkur árið 1973 fór t.a.m.
fram með þátttöku Kópavogs-
búans Jóns Pálssonar.
Viðureignir Guðmundar og
Björns í aukakepnninni ein-
kenndust af mikilli spennu og
tímahraki. Úrslitin hefðu hæg-
lega getað orðið önnur en
stríðsgæfan var með Birni:
Aukakeppnin 5. umferð:
Guðmundur Kjartansson –
Björn þorfinnsson
Slavnesk vörn
1. c4 c6 2. Rc3 d5 3. d4 Rf6 4.
Rf3 a6
Chebanenko-afbrigðið sem
notið hefur mikilla vinsælda
undanfarin ár.
5. e3 b5 6. b3 Bg4 7. h3 Bxf3 8.
Dxf3 e5 9. dxe5 Bb4 10. Bd2 Re4
Önnur vinsæl leið er 10. …
Bxc3 11. Bxc3 Re4 12. Bb4 bxc4
með flókinni stöðu.
11. Rxe4 dxe4 12. Dd1 Bxd2+
13. Dxd2 Dxd2+ 14. Kxd2 Rd7 15.
f4?
15. Kc3 var betra.
15. … exf3 16. gxf3 Rxe5 17. f4
0-0-0+ 18. Kc3 Rf3!
Guðmundi virðist hafa sést
yfir þennan öfluga leik. Hann á
nú erfitt með að valda e3-peðið
t.d. 19. Be2 Hhe8! o.s.frv.
19. a4 Hhe8 20. cxb5 a5?
20. … Hxe3+! var öflugara en
Björn vildi hindra að kóngurinn
kæmist til b4.
21. Bc4 Hxe3+ 22. Kb2 Hd2+
23. Ka3 Rd4 24. Had1!
Riddarinn á d4 grípur í tómt.
24. … Hxd1 25. Hxd1 c5 26.
Bxf7 Kc7 27. h4 Hh3 28. Hg1 g6
29. Hg5 Hxh4 30. Hxc5+ Kb6 31.
Hd5 Hxf4 32. Bg8 h5 33. Hd6+
Kc5 34. Hd5+ Kb6 35. Hd6+ Kc5
36. Hd5+ Kb6
Sama staðan hefur nú komið
upp þrisvar en hvorugur vildi
neitt með jafntefli gera.
37. Hd6+ Kc5 38. Ha6 g5 39.
Hg6 g4 40. b6 Rc2+ 41. Kb2 Rb4
42.b7 Hf2+ 43. Kb1 Hf8 44. Be6
Kd4 45. Bf7 Kc3 46. Bc4 Hb8 47.
Hg7 He8 48. Be6?
Í miklu tímahraki missir Guð-
mundur af besta leiknum, 48.
Be2! á að halda jafntefli því að
biskupinn valdar þá a6-reitinn.
48. .. Ra6! 49. Hg6 He7 50.
Hh6 Hxb7 51. Hxh5 He7 52. Hg5
Hxe6 53. Ka2 He1
- og Guðmundur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Björn Þorfinnsson skák-
meistari Reykjavíkur
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta