SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 42
42 19. febrúar 2012 Fyrir skömmu héldu náttúru-verndarsamtök í landinu opinnfund á Þjóðminjasafninu til aðkynna athugasemdir sínar við rammaáætlun sem liggur fyrir alþingi „um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði“. Skemmst er frá því að segja, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, að samtökin segja „ekki meir, ekki meir“ við fleiri virkjunum. Þau benda á að jarðhitaorkan nýtist mjög illa, þannig að betra sé að tala um sóun en virkjun, og margar áætlaðar virkjanir skili lítilli orku en spilli gríðar- lega verðmætum ósnortnum víðáttum – auk þess sem það sé vafasöm hagfræði að eyðileggja náttúrugersemar fyrir ómæld- an hagnað erlendra verktaka og stóriðju- fyrirtækja en lítinn ef nokkurn hagnað íslenskra skattgreiðenda og virkjunar- fyrirtækja. Á endanum verði litlar tekjur eftir í landinu nema af þeim starfs- mönnum sem eyði launum og borgi gjöld á Íslandi. Þessi málflutningur kemur engum á óvart sem fylgst hefur með þjóðmála- umræðu síðustu áratugi, frá því að Hjör- leifur Guttormsson afhjúpaði hina eft- irminnilegu hækkun í hafi á aðföngum álversins í Straumsvík. Fundargestir voru ekki heldur af því tagi að framsögumenn þyrftu að sannfæra þá um ágæti mál- flutnings síns. Í umræðum á eftir benti Ómar Ragnarsson á þetta atriði; að á fundinum væru öll sammála um þessar tillögur en þau yrðu nú að snúa bökum saman um að taka upp ný vopn í barátt- unni. Með vopnum átti Ómar ekki við rökin heldur við orðin. Stóriðjusinnum hefði hingað til haldist uppi að velja um- ræðunni orð og á undraverðan hátt gert hugmyndina um orkufrekan iðnað að já- kvæðu fyrirbæri í eyrum Íslendinga. Frekjan, sem ætti með réttu að vera nei- kvæð, væri orðin svo eftirsóknarverð að hér þætti ekki maður með mönnum nema hann styddi orkufrekan iðnað. Eins væri með orð eins og orkunýtingu sem væri með réttu orkueyðing, sér- staklega þegar orkan væri sótt í há- hitasvæði. Talað væri um orkuöryggi vinnandi al- þýðu á landsbyggðinni með skynsem- isrök að vopni, og þeir sem settu sig á móti því öryggi væru lattelepjandi mennta- og listaspírur í Hundraðog- einum með tilfinningarök á vörum og í engum tengslum við verðmætasköp- unina í landinu eða nýtingu náttúru- auðlinda. Ekki væri talað um að nú þegar væri virkjuð nóg orka fyrir alla lands- menn (sem greiða fyrir hana líkt og kjarnorku, að ógleymdri jafndýrri þjón- ustu vegna „fráveitu“) og að viðbótar- virkjanir væru fyrst og fremst ætlaðar stóriðju. Þannig væri búin til víglína milli höfuðborgar og landsbyggðar. Sú víglína nýttist helst alþjóðlegum fyrirtækjum sem vildu ginna kjördæmastjórnmála- menn til orkufrekrar atvinnuuppbygg- ingar í dreifðum byggðum. Þagað væri um að uppbyggingin rifi niður því hún græfi undan núverandi atvinnustarfsemi í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu – sem byggði á ómenguðum afurðum og óspilltri náttúru. Hugmyndin um nýt- ingu náttúruauðlinda væri einnig talin jákvæð þar til það rynni upp fyrir fólki að um eyðingu væri að ræða. Auk þess sem ekki væri hægt að tala um auðlindir því þetta væru takmörkuð gæði sem gengið væri á. Okkar kynslóð hefði nú þegar hrifsað bróðurpartinn af þeim gæðum til sín og vildi nú helst ekki skilja neitt eftir handa þeim sem tækju við landinu af okkur. Þessi umræðuhefð hefur komið því til leiðar að þjóðin skipast í fylkingar á bak- við orðin, og framtakssömum athafna- mönnum er ómögulegt að styðja nátt- úruvernd eða setja sig upp á móti virkjunum. Orðin í umræðunni beina slíkum mönnum beint að stuðningi við virkjanir og stóriðju. Ekkert annað er í boði – nema fjallagrasatínsla sem hefur verið notuð í háðungarskyni sem hluti fyrir heild um hið svokallaða eitthvað annað sem latteliðið spjallar um á kaffi- húsunum í Reykjavík. Það er hárrétt hjá Ómari að þau ráða miklu sem vopnunum ráða. Þau sem eru í aðstöðu til að ákveða hvaða orð eru not- uð í opinberri umræðu geta með orðin að vopni ráðið því hvað er talað um, hvernig umræðan þróast og þar með hvernig málum vegnar. Tungutakið er því ekkert hégómamál skálda, málfræðinga og ís- lenskukennara heldur það sem mestu ræður í stjórnmálum og þar með um framtíð mannlífs á jörðunni. Valdið býr í orðunum ’ Þau sem eru í aðstöðu til að ákveða hvaða orð eru notuð í op- inberri umræðu geta með orðin að vopni ráðið því hvað er talað um, hvernig umræðan þróast og þar með hvernig málum vegn- ar. Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Málið El ín Es th er Ég er góður sko. Er þetta ekki kúamykja? Jú. Viltu? Þetta er sko endurunnin, lífræn fæða. Íslensk framleiðsla, án viðbættra aukaefna. Mjög náttúruvænt og hollt. Ferðalagið hefst inni á Mokka viðSkólavörðustíg, þar sem full-orðin kona sést bera á sig vara-lit, Dósóþeus Tímótheusson horfist mildilega í augu við áhorfandann en allsherjargoðinn Sveinbjörn Bein- teinsson lítur til hliðar og birtan fyllir gróskumikið skeggið. 168 augnablikum síðar lýkur ferðalaginu á portvegg við Laugaveg. Davíð Þorsteinsson hefur tekið sam- an úrval ljósmynda sem hann tók sem áhugaljósmyndari á árunum 1983 til 1997 og eru myndirnar komnar út í veglegri bók, Óði. Davíð er sjálfur útgefandinn og hefur ekkert til sparað, en bókin er prentuð í virtri prentsmiðju á Ítalíu sem er sérhæfð í prentun ljósmyndabóka. Þetta er svarthvítur og formhreinn heimur og í honum birtist hvert andlitið á fætur öðru, og mörg þekkt – Björk Guðmundsdóttir er á nokkrum myndum, þarna er Stjáni meik, Erna Ómarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sigfús Daðason, Hall- grímur Helgason, Dagur Sigurðarson, Birgir Andrésson, svo einhver séu nefnd, og líka goðsagnir úti á landi; Ólafur Ket- ilsson á Laugarvatni og einbúinn Gísli á Uppsölum. Þarna er líka nafnlaust fólk og aðrir minna þekktir, og inn á milli myndir sem byggjast á formum í um- hverfinu, vel byggðar og athyglisverðar. „Mannamyndirnar spruttu upp úr landslagsmyndunum,“ segir Davíð þegar hann er spurður út í myndheiminn, frá árunum þegar hann var ástríðu- ljósmyndari. Hann starfar annars sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Tók að mynda af krafti Myndirnar í Óði tók Davíð á tvennskonar myndavélar; annars vegar á lipra 35 mm Leica-myndavél, og hins vegar á stóra belgmyndavél fyrir 4x5 tommu filmu. „Ég byrjaði fyrst að mynda á spegilvél árið 1970 og myndaði þá í nokkur ár. Það varð hins vegar hvorki fugl né fiskur,“ segir Davíð og bætir við að á þeim tíma hafi hann einu sinni handfjatlað Leica- vél og áttað sig á því að það væri vélin sem hann þyrfti. Þetta eru litlar vélar með afar skörpum linsum og henta vel til að mynda við slæm birtuskilyrði. Allnokkur ár liðu en 1983 keypti Davíð sér Leicu með nokkum linsum. Þá segist hann hafa tekið að mynda af krafti. „Myndin í bókinni af Sveinbirni alls- herjargoða er tekin á fyrstu filmuna sem ég setti í vélina,“ segir hann. „Ég hlóð hana og fór inn á Mokka, sá karlinn og bað um að fá að smella af honum mynd. Annað sem ég gerði eiginlega strax, áður en ég kunni almennilega á vélina, var að fletta Sigfúsi Halldórssyni tónskáldi upp í símaskránni – manni sem mér fannst og finnst enn mjög vænt um. Ég ók heim til hans á sunnudagsmorgni án þess að gera boð á undan mér. Hann var samt ekkert nema elskulegheitin og bauð mér inn, setti á sig bindi þó ég segði að það væri óþarfi, og spilaði svo fyrir mig lög sín á píanó. Já, ég fór að mynda af miklum krafti. Ég vissi um marga sem ég vildi eiga á mynd, fólk sem ég hélt upp á og fólk úr menningunni. Leican er frábær vél og það komu strax frábærar myndir úr henni.“ – En vélin rammar ekki inn fyrir ljós- myndarann eða velur myndefnið. Þú hefur greinilega notið þess að ramma viðfangsefnið inn á áhugaverðan hátt. „Myndavélin rammar ekki inn fyrir mann. En ég hafði skoðað mikið af verk- um gamalla og góðra ljósmyndara, svo sem Cartier-Bressons og Kertézs – á maður að dirfast að nefna þessi nöfn…“ Davíð hlær. „Hins vegar fannst mér ég víða sjá galla í innrömmun myndanna, ég skar stund- um af fingur og slíkt.“ – Cartier-Bresson sagði nú að mynd mætti ekki vera of fullkomin, slík mynd næði ekki að lifna. „Þessir gallar fóru í taugarnar á mér á sínum tíma en minna núna. Það eru ágallar á öllu. Núna finnst mér meira til þess koma að hafa náð að mynda þetta Örlítið brot af heiminum Óður er heiti nýrrar bókar Davíðs Þorsteins- sonar með svarthvítum ljósmyndum. Myndirnar eru úrval verka hans frá árunum 1983 til 1997. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég vissi um marga sem ég vildi eiga á mynd, fólk sem ég hélt upp á og fólk úr menning- unni,“ segir Davíð Þorsteinsson um elstu myndirnar í nýju bókinni, Óði. Morgunblaðið/Kristinn Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.