SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 43

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Síða 43
19. febrúar 2012 43 fólk – fólk sem mér þótti mikið til koma.“ – Í bókinni eru nokkrar myndir af Björk Guðmundsdóttur. „Björk var strax heillandi kona. Lík- lega sá ég hana fyrst þar sem hún var á ferðalagi með vinum sínum í Medúsa- hópnum á Laugarvatni um 1982. Svo var hún unnusta og barnsmóðir frænda míns, Þórs Eldon. Stundum rakst ég á Björk á Selfossi og bauð henni upp á te í kaupfélaginu. Í bókinni er ein mynd sem ég tók þar.“ Hélt í upplifun augnabliksins Flestar myndirnar tók Davíð á Leica- vélina en í bókinni er líka drjúgur hluti tekinn á stóru belgvélina sem hann keypti árið 1989. Sú vél krefst gjörólíkra vinnubragða, því hún er þung og mikil um sig, og myndatakan ólíkt lengra ferli. Davíð segist hafa keypt þá vél til að mynda borgarlandslag en fljótlega hafi fólk líka tekið að birtast á þeim myndum. „Þetta voru yfirleitt tilviljanakenndar tökur hjá mér – ég lagði mikið upp úr mætti tilviljunar. Stundum þótti mér til- tekinn bakgrunnur áhugaverður og beið eftir að manneskja gengi þar framhjá, þá spurði ég hvort ég mætti taka mynd,“ segir hann. „Þótt ég myndaði samhliða á báðar vélarnar þá breyttust vinnubrögð- in með stóru vélinni. Myndatökurnar urðu formlegar en samt vildi ég halda í upplifun augnabliksins. Oft stoppaði ég fólk á götu og það varð þá að svara já eða nei, hvort ég mætti taka af því mynd. Það kom jafnvel fyrir að ég hringdi dyrabjöllu og spurði húseigandann hvort hann væri til í að kom út og standa fyrir framan ein- hvern vegg. Fólk gekkst annaðhvort undir þetta eða sagði nei, og hvarf þá af vettvangi. Þetta var nokkuð erfitt ferli að burðast með þessa stóru vél og stilla henni upp, og að stoppa fólk svona óforvarandis. Ég þoldi það í raun ekki nema í tvö ár. Þess- ar myndir á stóru vélina tók ég flestar á árunum 1993 og 94 en fannst þetta þá orðið of óþægilegt.“ Áhugamaður í annað sinn Einn daginn hætti Davíð að mynda. Hvers vegna? „Af hverju er maður ástríðuljósmynd- ari?“ spyr hann á móti. „Og hvers vegna hættir maður því? Kannski var ég farinn að upplifa ákveðna endurtekningu, jafn- vel tilgangsleysi. Mér fannst ég stöðugt vera að taka myndir af sama fólkinu og kannski vera búinn að gera það sem ég gat með þetta efni.“ Hann þagnar en bætir svo við að það sé ekki fyrr en nú upp á síðkastið sem honum hafi dottið í hug að fara aftur út með stóru vélina og taka þá litmyndir. En fyrir tveimur árum eða svo fór Dav- íð að skoða gömlu myndirnar sínar og skannaði úrval þeirra inn. Hann segir að Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari, vin- ur sinn, hafi haft lykiláhrif á þá ákvörð- un. Davíð skannaði myndirnar inn hjá honum í tveimur áföngum, nokkurra mánaða löngum, og ákvað síðan að gefa úrvalið út á bók. „Þá varð ég áhugamaður í annað sinn,“ segir hann. „Ég þurfti að kaupa mér tölvuforrit eins og Photoshop og Indesign og læra á þau um leið og ég vann mynd- irnar og setti bókina upp. Ég hafði sterkt á tilfinningunni að þetta væri amatörismi frá upphafi til enda, og mér var ekki alltaf skemmt.“ Það var hins vegar ekki ama- törsleg ákvörðun að fá eina af bestu prentsmiðjum Evrópu til að prenta verk- ið. Samskiptin við prentsmiðjuna voru krefjandi og lærdómsríkt ferli, en ætíð var stefnt að bestu mögulegu útkomu. „Þegar ég var kominn til Mílanó og sá fyrstu örkina koma út úr vélinni, þá fyrst vissi ég að þetta yrði í lagi,“ segir Davíð um bókina. Vildi hafa umhverfið með Nú þegar Davíð hefur þennan fallega prentgrip í höndunum, hlýtur hann að vera ánægður með að hafa ráðist í verkið. „Að vísu. Stundum jafnvel svo, að mig langar til að byrja aftur á öllu saman. Slíkt er þó ekki einföld viljaákvörðun, því til þess þarf keyrslu að innan og hún fæst ekki fyrir ekkert. En þetta er örlítið brot af heiminum,“ segir hann um bókina. „Ég tók næstum aldrei hreinar andlits- myndir af fólki því ég vildi yfirleitt hafa umhverfið með. Ein af fáum undantekn- ingum er myndin af Einari Einarssyni, læknamiðli á Einarsstöðum. Ég stökk út úr bílnum á hlaðinu hjá honum fyrir norðan og bað um leyfi til að fá að mynda hann. Einar strauk bara framan úr sér og var tilbúinn – ególaus maðurinn. Ég sá stundum eftir því að hafa ekki haft eitt- hvað af umhverfinu hjá honum með, en gert er gert.“ ’ Það kom jafnvel fyrir að ég hringdi dyra- bjöllu og spurði hús- eigandann hvort hann væri til í að kom út og standa fyrir framan einhvern vegg. Fólk gekkst ann- aðhvort undir þetta eða sagði nei, og hvarf þá af vettvangi. Við Hegningarhúsið, Skólavörðustíg, árið 1985. Ein af götumyndum Davíðs í bókinni. Ninna, Hressógarði, 1994. Þetta er gott dæmi um þær stílhreinu mannamyndir sem ljós- myndarinn tók á stóru belgmyndavélina á þessum tíma. Hús í Grundarfirði, 1990. Þótti þorri myndanna sé tekinn í borginni getur einnig að líta áhugaverð sjónarhorn utan af landi. Ljósmyndir/Davíð Þorsteinsson

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.