Morgunblaðið - 12.03.2012, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 2. M A R S 2 0 1 2
Stofnað 1913 60. tölublað 100. árgangur
ŚKÁKKLIÐUR
FÓR UM
HÖRPUNA
REYKJAVÍK FOLK FESTI-
VAL LUKKAÐIST VEL
SNÚÐUR OG SNÆLDA
SETJA UPP
LEIKRITIÐ ROMMÍ
STEMNING Á ROSENBERG 34 VÍTAMÍNSPRAUTA 10REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ 16-17
Sumir íbúar í Vík í Mýrdal hafa
að undanförnu verið uppteknir við
sandmokstur af völdum brims og
sandfoks frá Víkurfjöru. Þetta er
vandamál sem upp kemur á hverju
ári um þetta leyti. ,,Ég keyri með
fulla kerru af sandi úr innkeyrsl-
unni hjá mér,“ segir Bryndís Harð-
ardóttir, íbúi í Vík. Hún vill að
kraftur verði settur í sáningu mel-
gresis í fjörunni.
Nýr sandfangari sem reistur var
í Víkurfjöru í fyrra hefur gefið
góða raun en dugir þó ekki til.
Sandskaflar hafa safnast báðum
megin við þjóðveginn. »14
Sandplága í kjölfar
stórbrims
Ljósmynd/Bryndís Harðardóttir
Óboðinn gestur Sandurinn fýkur upp í
þorpið og veldur íbúum tjóni og ama.
Nýir aðilar hafa tekið við rekstri
veitingastaðarins á Hótel Borg.
Breyta á staðnum þannig að saga
hans fái að njóta sín. Gamall silfur-
borðbúnaður verður tekinn aftur í
notkun og flestöllu breytt til upp-
runalegs horfs. Hulunni verður
svipt af gömlum málverkum. »2
Sagan fær að njóta
sín á Hótel Borg
Morgunblaðið/Ómar
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur að það geti haft
víðtæk áhrif ef ákveðið verður að eyðileggja þá fag-
legu vinnu sem liggi til grundvallar þingsályktun-
artillögu um vernd og nýtingu náttúrusvæða. „Ég tel
að það muni frekar skaða umhverfið en vernda, þegar
til lengri tíma er litið,“ segir Gylfi og vísar til vinnu-
bragðanna.
Þá segir hann að það myndi hafa áhrif á horfur í at-
vinnumálum. Ekki sé hægt að hefja sölu á rafmagni
umræddra virkjana. Þá muni deilur um virkjanakosti
takmarka möguleika á sölu orkunnar og draga úr
möguleikum á að byggja upp grænt hagkerfi.
Eyðileggur faglega vinnu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hugmyndir um að fresta virkjun
neðri hluta Þjórsár og fleiri virkjun-
um fá hörð viðbrögð frá forsvars-
mönnum Samtaka atvinnulífsins og
verkalýðshreyfingarinnar. „Ég spái
því að þetta verði skammlífasta
ályktun Alþingis, ef hún nær fram að
ganga verður það bara til að binda
þessa flokka þann tíma sem eftir er,“
segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ.
„Þessar hugmyndir lýsa í hnot-
skurn í hvaða ógöngum þessi mál
eru, þau eru í gíslingu virkjanaand-
stæðinga sem virðast bera niður alls
staðar þar sem á að virkja,“ segir
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins.
Gylfi og Vilhjálmur eru ósammála
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra um að það ætti ekki að tefja
uppbyggingu þótt ótilgreindir kostir
yrðu settir í biðflokk því nægir aðrir
virkjanakostir væru fyrir hendi.
„Það að setja mál sem eru fullrann-
sökuð í nýja rannsókn hefur áhrif.
Mér finnst að frekar ætti að setja þá
fjármuni í kosti sem eru í bið,“ segir
Gylfi. Vilhjálmur segir að fjárfesting
í atvinnulífinu sem byggist á þessum
virkjunum hljóti að dragast. Annað-
hvort þurfi að undirbúa nýjar virkj-
anir eða bíða eftir þeim fyrri. Telur
hann að það muni hafa áhrif mörg ár
fram í tímann ef ákveðið verður að
slá þessum virkjunum á frest.
MÚr faglegum farvegi »4
Vara við
breytingum
á röð virkjana
Hefur áhrif á uppbyggingu atvinnu-
lífs ef neðri Þjórsá verður frestað
Virkjanir í neðri
hluta Þjórsár
» Holta- og Hvammsvirkjun í
Þjórsá hafa verið taldar væn-
legir virkjanakostir og um-
hverfisáhrif þeirra eru minni en
margra annarra virkjana.
» Urriðafossvirkjun er um-
deildari en er þó fyrir ofan
miðjan hóp við röðun helstu
virkjanakosta og neðan við
miðju þegar metin voru áhrif á
umhverfið.
Um helgina fór fram, í tólfta skiptið, Íslandsmeistaramót Íslandsbanka í tíu
dönsum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Alls tóku 300 pör þátt í mótinu og voru
þau á aldrinum 5-23 ára. Á myndinni sést dansparið Jón Eyþór Gottskálks-
son og Eyrún Stefánsdóttir en þau enduðu í þriðja sæti í sínum dansflokki.
Morgunblaðið/Eggert
Dansinn dunaði um helgina
á Íslandsmóti í tíu dönsum
Um 300 pör í krefjandi danskeppni
Ósnortin víðerni, eins og hugtakið
er skilgreint í náttúruverndar-
lögum, hafa minnkað um 68% frá
árinu 1936. Þetta kemur fram í
ritgerð sem Victoria Frances Tay-
lor lagði fram til meistaraprófs í
umhverfis- og auðlindafræði við
Háskóla Íslands.
Í lögum um náttúruvernd eru
ósnortin víðerni skilgreind sem
landsvæði sem er a.m.k. 25 km2 að
stærð og er í a.m.k. fimm kíló-
metra fjarlægð frá mannvirkjum
og öðrum tæknilegum ummerkj-
um. Þessar forsendur lagði Vic-
toria, sem er hálfíslensk, til
grundvallar í sinni rannsókn.
Miðað við þær gætir áhrifa
mannvirkja á stærstum hluta
landsins.
Í niðurstöðum hennar kemur
fram að ósnortin víðerni hafa frá
1936 minnkað að meðaltali um
677 ferkílómetra á ári. Af þeim
ósnortnu víðernum sem eftir eru
eru 88% þakin jöklum. Haldi þró-
unin áfram munu engin landsvæði
á Íslandi falla undir þessa skil-
greiningu árið 2032. »6
Minnkað um 68% frá 1936
Ósnortin víðerni látið undan síga og munu enn minnka
Árið 1936 voru 47% Íslands eitt samfellt ósnortið víðerni
Morgunblaðið/RAX
Rafmagnsvespur munu ekki leng-
ur flokkast sem reiðhjól heldur létt
bifhjól verði frumvarp til breytinga
á umferðarlögum sem nú er í undir-
búningi að lögum.
Það þýðir að enginn má aka raf-
magnsvespum nema hafa náð
fimmtán ára aldri og hlotið tilskilda
þjálfun og staðist ökupróf.
Í frumvarpsdrögunum kemur
fram að léttum bifhjólum megi aka
á götum með 50 km hámark, á
hjólastígum og hjólareinum.
Ákvæðum um rafmagnshjól verður
einnig breytt. »20
Rafmagnsvespur
fara undir ákvæði
um létt bifhjól
Morgunblaðið/Eggert
Reiðhjól Ferðast um á rafmagnsvespu.
Á síðastliðnum áratug voru að
meðaltali rúmlega 20.000 reiðhjól
flutt til landsins á hverju ári. Há-
marki náði innflutningurinn árið
2008, þegar flutt voru inn rúmlega
28.000 hjól, enda fluttu menn þá inn
miðað við söluna árið 2007.
Í kjölfar hrunsins dróst innflutn-
ingur saman, þótt varla sé hægt að
tala um hrun í því samhengi, og
hefur innflutningur verið um
16.000 undanfarin ár. Fleiri aðilar
sækja nú inn á reiðhjólamarkaðinn.
»12
Fleiri takast á um
sterkan hjólamarkað