Morgunblaðið - 12.03.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533
Aðalfundur Ferðafélags Íslands
verður haldinn fimmtudaginn 22. mars
kl. 20 í sal félagsins, Mörkinni 6.
Hefðbundin aðalfundarstörf,
Stjórnin
FRÉTTASKÝRING
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Ósnortin víðerni hafa minnkað um
68% frá árinu 1936. Þetta kemur
fram í rannsóknarritgerð sem Vict-
oria Frances Taylor gerði við Há-
skóla Íslands. Þar skoðar Victoia allt
landið og metur þessa þætti út frá
vegakerfi og raflínum landsins.
Í lögum um náttúruvernd eru
ósnortin víðerni skilgreind sem
„landsvæði sem er a.m.k. 25 km2 að
stærð eða þannig að hægt sé að njóta
þar einveru og náttúrunnar án trufl-
unar af mannvirkjum eða umferð
vélknúinna farartækja á jörðu, er í
a.m.k. 5 km fjarlægð frá mann-
virkjum og öðrum tæknilegum um-
merkjum.“ Þegar þessir tveir þættir
í rannsókninni eru metnir út frá lög-
unum kemur í ljós að áhrif mann-
virkja gæti orðið á stærstum hluta
Íslands.
Í niðurstöðunum kemur fram að
ósnortin víðerni hafi frá árinu 1936
minnkað að meðaltali um 677 ferkíló-
metra á ári. Af því landi sem eftir er
undir þessari skilgreiningu er 88%
þakið jöklum sem minnka nú um
0,3% árlega.
Á síðasta áratug hafa ósnortin víð-
erni verið á talsverðu undanhaldi, en
þessi ár hafa þau minnkað um 1.077
ferkílómetra að meðaltali á ári. Ef sú
þróun heldur áfram munu engin
landsvæði á Íslandi geta fallið undir
þessa skilgreiningu á árinu 2032.
Í ritgerðinni kemur fram að svæð-
um ósnortinna víðerna, stærri en 200
ferkílómetrar, hafi fækkað um 70% á
árunum 1936-2010.
Tvö láglendissvæði eftir
Stærsta einstaka víðerni árið 1936
var um 50.000 ferkílómetrar eða um
47% af Íslandi. Árið 2010 var stærsta
svæðið einungis 10.000 ferkílómetr-
ar, eða 9% Íslands.
Á láglendi eru bara tvö svæði sem
falla undir þessa skilgreiningu,
Hornstrandir og Skeiðarársandur.
Rannveig Ólafsdóttir, dósent við
Háskóla Íslands, og Micael Runn-
ström, lektor við Háskólann í Lundi,
hafa einnig gert rannsóknir á þessum
málum. Í grein sem þau skrifuðu í
tímaritið Náttúrufræðinginn er
fjallað um þróun þeirra. Þar skil-
greina þau hugtakið víðerni með öðr-
um hætti en Victoria og notast m.a.
við útsýnisgreiningar og skoða staði
þar sem engin mannvirki eru í sjón-
máli. Samkvæmt þeirra niðurstöðum
reiknast um 33% Íslands sem víðerni,
eða 34.161 ferkílómetrar í heildina.
Í greininni segja þau að hlutfallið
yrði talsvert lægra ef fleiri þættir
yrðu teknir með inn í reikninginn
„en nýting eins og t.d. beit hefur í
tímans rás sett sitt mark á íslensk
víðerni og þannig breytt ásýnd
landsins,“ segir í greininni.
Þau segja að hratt hafi verið
gengið á víðernisauðlind landsins á
síðustu áratugum.
Rannveig og Micael segja í nið-
urstöðum sínum að friðlýst svæði
veki bæði forvitni og eftirspurn
meðal ferðamanna. Þau segja ferða-
þjónustuna svara slíkri eftirspurn
„með aukinni uppbyggingu innviða,
þjónustu og afþreyingu sem styrki
efnahagslega sjálfbærni svæða“.
Síðan segja þau: „Án skýrrar stefnu-
mörkunar um nýtingu nátt-
úruverndarsvæða, hvað varðar úti-
vist og ferðamennsku, er hins vegar
hætta á að þessi svæði glati bæði
upprunalegu aðdráttarafli sínu og
því verðmæti sem verið er að
vernda.“
Í rannsókn Victoriu kemur fram
að sívaxandi fjöldi ferðamanna komi
til landsins og að það sé æ algengara
að ferðamenn leiti út í víðerni.
Í grein Rannveigar og Micaels
segir að í þjóðgörðunum þrem-
ur falli 65% lands undir skil-
greininguna um víðerni án
sjónrænna áhrifa frá mann-
virkjum. Þau segja 32%
friðlanda og 18% fólk-
vanga flokkast undir
þessa skilgreiningu.
Ósnortin víðerni á undanhaldi
Hafa minnkað um 68% á 74 árum 88% þeirra eru í dag þakin jöklum Stærsta einstaka svæðið
er 10.000 ferkílómetrar eða 9% landsins Árið 1936 voru 47% Íslands eitt samfellt ósnortið víðerni
Ósnortin víðerni á Íslandi árin 1936 og 2010
1936 2010
Vegna vegagerðar og tilkomu raflína á hálendinu hafa ósnortin víðerni
á Íslandi minnkað um 68% á 74 árum, þar af eru 88% þakin jöklum.
Ósnortin víðerni eru skilgreind í náttúruverndarlögumsemað lágmarki 25 ferkílómetra landsvæði þar sem
hægt er að njóta einveru og náttúrunnar án truflunar frámannvirkjum semþurfa að vera í a.m.k. 5 km fjarlægð.
Morgunblaðið/RAX
Ósnortið víðerni Jökulgil við Landmannalaugar er vinsæll ferðamanna-
staður, en flokkast ekki sem ósnortið víðerni skv. náttúruverndarlögum.
„Þetta er þróun sem hefur átt
sér stað alls staðar í Evrópu,“
segir Árni Finnsson, formaður
Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands. Hann segir að á fáum
stöðum í Evrópu megi nú sjá
svæði sem teljist ósnortin.
Árni segir að fyrir 40 árum
hafi Vestfirðingar stofnað sam-
tök til að friðlýsa Hornstrandir.
„Í dag eru Hornstrandir ein
stærsta auðlind Ísafjarðar-
bæjar,“ segir Árni og segir að
þangað fari nú um straumur
ferðamanna til þess að njóta
útivistar á Hornströndum.
„Stjórnvöld þurfa að skoða
hvort ekki sé hægt að taka frá
þessi víðerni á hálendi Íslands
og setja í verndarflokk í heild
sinni.“
Árni segir Íslend-
inga þurfa að gera
sér grein fyrir því að
þeir búi yfir mjög
sérstakri auðlind.
Víðernin séu
ekki bara
ómanngerð,
heldur líka
öðruvísi en
annars staðar.
Öðruvísi en
annars staðar
ERU SÉRSTÖK AUÐLIND
Árni Finnsson
Erlendir ferðamenn 1949-2010
Ósnortin víðerni 1936-2010 km2
500.000
400.000
300.000
200.000
100.000
0
80.000
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
1950 2010
1930 2010
Í gær gerði fólk sér ferð með börn sín í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn til að fylgjast með Guðmundi Hall-
grímssyni rýja kindur garðsins. Þegar rúið er á þessum
tíma árs er snoðið tekið, en það er reyfið kallað þegar
það er ekki fullvaxið. Konur frá Ullarselinu á Hvann-
eyri sýndu einnig handbrögðin við nýtingu á ullinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kindurnar losna við snoðið