Morgunblaðið - 12.03.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012
mánudaginn 12. mars, kl. 18,
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
BirgirA
ndrésson
BirgirA
ndrésson
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo
og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd mánudag kl. 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Sundurlyndið innan Samfylking-arinnar tekur á sig ýmsar
myndir. Össur Skarphéðinsson hef-
ur frá fyrsta degi unnið að því að
grafa undan eftirmönnum sínum í
formannsstóli og fer
misjafnlega fínt í
það verk.
Um áramótin gafhann til dæmis
út yfirlýsingu um
hve lengi Jóhanna
Sigurðardóttir
mætti sitja sem for-
maður.
Var það meðóvenjulegri yf-
irlýsingum frá sam-
ráðherra úr sama
flokki og fór eins og
við mátti búast ekki nema hæfilega
vel í formanninn.
Í gær fór Össur í viðtal og stóðst þáekki heldur mátið að tala niður
til formanns síns.
Forsetinn og framboð hans barst ítal og þá sagði Össur að nú
væru allir „að röfla og rífa svolítinn
kjaft út í forsetann fyrir það að hann
sé að stíga inn á hið pólitíska svið“.
Nú er það ekki svo að „allir“ hafiverið að gagnrýna forsetann
fyrir þetta, en sú sem hafði gert það
daginn áður og einmitt með þessum
sömu orðum, um að „stíga inn á hið
pólitíska svið“, var Jóhanna Sigurð-
ardóttir.
Pólitískur lærisveinn forsetanskunni þessu illa og notaði tæki-
færið til að setja ofan í við formann
sinn með sínum hætti.
Óheflað yfirlætið er aldrei langtundan og vélráðin ekki heldur.
Össur
Skarphéðinsson
Rætt um að röfla
og rífa kjaft
STAKSTEINAR
Jóhanna
Sigurðardóttir
Veður víða um heim 11.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík -1 snjóél
Akureyri 3 skýjað
Kirkjubæjarkl. 3 skýjað
Vestmannaeyjar 3 rigning
Nuuk -16 snjókoma
Þórshöfn 8 þoka
Ósló 11 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 skýjað
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 3 léttskýjað
Lúxemborg 10 skýjað
Brussel 12 léttskýjað
Dublin 11 alskýjað
Glasgow 11 skúrir
London 15 heiðskírt
París 12 skýjað
Amsterdam 11 léttskýjað
Hamborg 7 skýjað
Berlín 7 skýjað
Vín 7 skýjað
Moskva -3 skafrenningur
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 20 heiðskírt
Barcelona 16 heiðskírt
Mallorca 17 heiðskírt
Róm 17 heiðskírt
Aþena 6 alskýjað
Winnipeg 5 léttskýjað
Montreal 6 léttskýjað
New York 8 heiðskírt
Chicago 12 skýjað
Orlando 20 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:55 19:21
ÍSAFJÖRÐUR 8:02 19:24
SIGLUFJÖRÐUR 7:45 19:07
DJÚPIVOGUR 7:25 18:50
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Jóhanna Sigurðardóttir kom víða við í ræðu sinni á
flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um
helgina. Þau mál sem hún lagði áherslu á í upphafi
ræðunnar og taldi að þyrfti að ljúka á kjörtíma-
bilinu voru að lokið yrði við samningaferlið gagn-
vart Evrópusambandinu, að komið yrði á nýju
fiskveiðistjórnunarkerfi, nýrri stjórnarskrá og
nýrri umgjörð um auðlindamál m.a. með stofnun
auðlindasjóðs og afgreiðslu rammaáætlunar.
Jóhanna sagði að stefnt væri að þjóðaratkvæða-
greiðslu um hina nýju stjórnarskrá samhliða kom-
andi forsetakosningum í vor en stjórnlagaráð væri
að ljúka sérstökum aukafundi vegna málsins. Þá
kom fram í máli forsætisráðherra að áhersla væri
lögð á lögfestingu nýs fiskveiðistjórnunarkerfis á
yfirstandandi þingi og yrði lagt fram frumvarp
þess efnis seinna í þessum mánuði.
Jóhanna sagði tækifærið sem nú gæfist vera
sögulegt og því mætti ekki glutra niður meðan nú-
verandi stjórnarflokkar væru við völd.
Hörðustu glímu stjórnmálanna sagði Jóhanna
vera baráttuna við að ná tökum á gjaldmiðlinum
og tryggja stöðugleika krónunnar samhliða aflétt-
ingu gjaldeyrishafta. Þá sagði hún afar brýnt að
skipta um gjaldmiðil þar sem íslenska krónan væri
helsta ógn stöðugleika. „Það sem helst ógnar hér
stöðugleika og hagfelldri þróun efnahagsmála um
þessar mundir er íslenska krónan og sú erfiða
staða sem hún og efnahagsstjórn árin fyrir hrun
hefur komið okkur í,“ sagði Jóhanna í ræðu sinni
og bætti því við að Samfylkingin væri eini flokk-
urinn sem hefði beitt sér að fullu fyrir inngöngu í
Evrópusambandið og upptöku evrunnar. Hún
fagnaði um leið þeirri umræðu sem skapast hefði
um einhliða upptöku annarra gjaldmiðla svo sem
kanadadollar, norskrar krónu, evru og jafnvel
svissneskra franka. Þá samþykkti flokksstjórn
Samfylkingarinnar nýjar siðareglur flokksins en
þar er m.a. kveðið á um bann við að þiggja gjafir
og fríðindi frá hagsmunaaðilum og að flokksmönn-
um beri að virða þagnarskyldu í störfum sínum.
Stefnt að nýrri stjórnarskrá
og fiskveiðistjórnunarkerfi
Jóhanna segir sögulegt tækifæri til breytinga ekki mega glutrast niður
Morgunblaðið/Golli
Samfylkingin Flokksstjórnarfundur Samfylk-
ingarinnar var haldinn um helgina.
Jóhanna Sigurð-
ardóttir, formað-
ur Samfylkingar-
innar og forsæt-
isráðherra,
gagnrýndi Ólaf
Ragnar Gríms-
son í ræðu sinni á
flokksstjórnar-
fundi Samfylk-
ingarinnar um
helgina. Sagði
hún forsetann vera að stíga enn
frekari skref í þá átt að færa emb-
ætti forsetans inn á átakavettvang
stjórnmálanna. Það væri þvert
gegn þeim hugmyndum og hefðum
sem gilt hafi um hlutverk forsetans
sem sameiningartákns þjóðarinnar.
Í viðtali við RÚV sagði Jóhanna það
mikilvægt að sitjandi forseti hefði
skilning á stjórnskipun landsins.
Forsætisráðherra
skýtur föstum skot-
um að forsetanum
Ólafur Ragnar
Grímsson