Morgunblaðið - 12.03.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Morgunblaðið/Ómar
Rommí Aðalleikararnir Hörður S. Óskarsson og Aðalheiður Sigurjónsdóttir með leikstjórann fyrir miðju.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Snúður og Snælda, leikfélageldri borgara, setur í árupp verkið Rommí eftirbandaríska leikskáldið
D.L. Coburn í Iðnó. Leikstjórinn,
Bjarni Ingvarsson, setti fyrst upp
sýningu með leikfélaginu árið 1993
og þær eru nú orðnar alls 15 tals-
ins í hans leikstjórn.
Hæfir hópnum vel
Leikritið gerist á vistheimili
fyrir eldri borgara þar sem tveir
ólíkir einstaklingar setjast niður
við rommíspil. Fljótlega kemur í
ljós að um afar ólíka einstaklinga
er að ræða, en áhorfendur fá að
kynnast fortíð þeirra og líðan á
vistheimilinu. Mikil átök verða á
milli þeirra og má fullyrða að þar
verði áhorfendum komið á
óvart og að ýmsum muni þykja
nóg um.
„Það er alltaf dálítið snúið að
finna verk sem hentar þessum ald-
urshópi. Stundum hef ég skrifað
verkin sjálfur að hluta eða í heild
eða breytt þannig að þau pössuðu
fyrir hópinn. En Rommí hentar
hins vegar mjög vel aldurslega séð
fyrir leikarana. Í því eru fyndin og
skemmtileg tilsvör en um leið hef-
ur það djúpan og sterkan undirtón
sem á vel við. Áhorfendur sýning-
arinnar hafa margir hverjir kann-
ast við það sem þarna fer fram,“
segir Bjarni.
Æfingar hefjast snemma
Í leikfélaginu eru alls á milli
20 og 30 manns en félagar eru
misjafnlega virkir. Yfirleitt eru
12-16 manns í hverju verki en að
þessu sinni eru aðeins tveir leik-
arar á sviði, þau Hörður S. Ósk-
Fá vítamínsprautu
úr leiklistinni
Leikfélag eldri borgara, Snúður og Snælda, setur í ár upp verkið Rommí eftir
bandaríska leikskáldið D.L. Coburn. Í verkinu láta þau Hörður S. Óskarsson og
Aðalheiður Sigurjónsdóttir ljós sitt skína í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar.
French Food at Home kalllast mat-
reiðsluþættir Lauru Calder þar sem
hún kennir áhorfendum að elda
franskan heimilismat á einfaldan
hátt. Þættirnir eru sýndir á BBC
lifestyle-stöðinni. Laura er uppalin
í Kanada og gekk í háskóla bæði
þar og í Englandi. Hún hefur gefið
út matreiðslubækurnar French Fo-
od at Home, French Taste og Din-
ner Chez Moi. Áhugi Lauru á
franskri matargerð kviknaði fyrir
alvöru í Frakklandi en þar bjó hún í
áratug.
Á vefsíðu Lauru á lifestyle-
food.com-vefsíðunetinu er að finna
uppskriftir að því sem hún kennir
fólki að matreiða í þáttum sínum.
Meðal rétta má nefna pasta með
gráðosti, hrærð egg á franska vísu
og lavanderkökur.
Laura leggur upp úr því að elda
góðan og heimilislegan mat sem
þó getur sómt sér vel á veisluborði
þegar gesti ber að garði.
Vefsíðan www.lifestylefood.com.au
Reuters
Matur Frakklandsforseti, Nicolas Sarkozy, skoðar osta í opinberri heimsókn.
Úr franska eldhúsinu
Helgi Ólafsson stórmeistari í skák
segir frá „einvígi aldarinnar“ í hádeg-
isfyrirlestri í Þjóðminjasafni Íslands á
morgun, þriðjudag 13. mars. Skákein-
vígið var háð í Reykjavík sumarið
1972. Þar tókust á fulltrúar risaveld-
anna á tímum „Kalda stríðsins“,
Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer
og sovéski heimsmeistarinn Boris
Spassky. Fyrirlesturinn tengist sýn-
ingu sem nú er uppi í Þjóðminjasafn-
inu í tilefni þess að í ár eru liðin 40 ár
frá einvíginu. Einnig er hann hluti af
fyrirlestraröðinni Fræðslufyrirlestrar
Þjóðminjasafns Íslands. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir
Endilega…
…fræðist um
skákeinvígi
Skák Mannganginn kunna margir.
Magnús Pálsson heldur hádegisfyr-
irlestur í fyrirlestraröðinni Vinnu-
stofan við myndlistardeild LHÍ í
dag. Magnús fæddist árið 1929.
Hann lagði stund á nám í leikhús-
hönnun og myndlist við The Cres-
cent Theatre School of Design í
Birmingham frá 1949-1951, Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands frá
1953-1954 og Akademie fur Ange-
wandte Kunst í Vín frá 1955-1956.
Ferill hans spannar rúma fimm ára-
tugi og eftir hann liggja gjörningar,
hljóðljóð, raddskúlptúrar, bókverk,
leikverk, skúlptúrar og teikningar,
auk fjölda leikmynda. Sjálfur telur
Magnús að ást hans á leikhúsform-
inu hafi haft áhrif á allan hans feril
en annað listform sem stendur
einnig upp úr á ferli hans er kennsl-
an, sem hann lýsir sem „geggj-
uðustu listgreininni“. Magnúsi hafa
hlotnast margvíslegar viðurkenn-
ingar fyrir framlag sitt til listar-
innar.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og
hefjast klukkan 12:30 í húsnæði
deildarinnar á Laugarnesvegi 91 í
Reykjavík.
Allir velkomnir.
Hádegisfyrirlestur í röðinni Vinnustofan
Ástin á leikhúsforminu hefur
haft áhrif á feril Magnúsar
Ferill Eftir Magnús liggja gjörningar, skúlptúrar, fjöldi leikmynda og fleira.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Fjarðargata 13-15 ~ 220 Hafnarfjörður ~ Sími 565 5666
fjordur.is
Vinaleg verslunarmiðstöð